Morgunblaðið - 07.03.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.03.1965, Blaðsíða 28
28 MVRCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 7. marz 1965 Victoria Holt Höfiingjasetrii 1 Ég fór með hann í Ekkjuhúsið. Mellyora var nýkomin inn með Carlyon. Hún starði á Kim, rétt eins og hún væri að sjá sýnir. En svo var hún í faðmi hans og bæði hlógu og grétu í senn. Ég horfði á þau. í>au voru að heilsast, rétt eins og vænta mátti af gömlum vinum. En ást mín á Kim hafði þegar náð mér á sitt vald. Mér var illa við, að athyglí hans beindist frá mér, þó ekki væri nema sem snöggvast. Um þessar mundir heimsótti ég Beu ömmu daglega heima hjá Jóa, því að eitthvað hvislaði því að mér, að það mundi ekki vera hægt til langframa héðan af. Ég sat þarna við rúmið hennar og hún talaði þá við mig um gamla daga, sem var uppáhalds um- ræðuefni hennar. Einn daginn sagði hún við mig: — Þú hefur aldrei verið eins falleg og nú, Kerensa. Svona feg urð á ekki kona nema hún sé ástfangin. Ég roðnaði. Ég var feimin að tala um þessa tilfinningu mína til Kims. Með hverjum degi, sem leið varð mér það ljósara, að ég vildi giftast honum. En hvernig gat ég það, þegar ég vissi ekki nema ég ætti eiginmann á lífi. Amma hafði lokað augunum, eins og hún hefði fallið í mók en svo sagði hún allt í einu: — Ég hef lengi verið að því komin að segja þér það, barnið gott, en allt af hætt við það. En nú held ég ekki, að ég verði hér með þér mikið lengur. — Segðu ekki þetta, amma. Ég þoli ekki að heyra það. Hún brosti. — Jú, barnið gott, þú hefur verið mér mikil hugg un. Það er yndislegt að giftast manninum, sem maður elskar og eignast börn með honum. Það er eitt af þvi, sem gerir lífið ein- hvers virði, en ekki hitt að fara upp úr sinni stétt og eignast stórt hús. Ég vil gjarna, að þú vitir, Kerensa, hvernig ég hef verið hamingjusöm og ef það er rétt, ættir þú líka að geta fundið ham ingjuna. — Ertu viss um, að Johnny sé dáinn, amma? — Ekki sá ég hann deyja. En ég veit, hvað gerist og ég held, að mér skjátlist ekki . . . Manstu eftir einu kvöldinu sem þú varst hjá mér? Meðan þú stóðst við, sástu skugga á glugganum. Manstu það? — Já, amma. — Það var manneskja, sem vildi finna mig, en vildi líka vera viss um, að enginn sæi hana koma eða fara. Það vax Hetty Pengaster, komin á fimmta mán uð og hrædd. Hún var hrædd um, að það kæmist upp, en pabbi hennar var svo strangur, og Saul Cundy ætlaði að biðja fyrir henni en hann gat ekki átt barn- ið. — Johnny hefur náttúrlega átt það, sagði ég. 34 — Hún vildi ekki segja, hver faðirinn væri. Sagði, að hann hefði bannað sér það. Hún sagði, að hann hefði ætlað að gera eitt hvað fyrir hana. Hún ætlaði að hitta hann næsta kvöld, og þá að segja honum, að hann yrði að sjá fyrir sér. Hún hélt, að hann mundi giftast sér, en ég sá strax að þar var hún að blekkja sjálfa sig. Svo fór hún og var alveg frá sér af hræðslu við Saul. Því að hann er maður, sem lætur ekki taka frá sér það, sem hans er . . . — Og hún sagði þér ekki, að Johnny væri faðirinn? — Nei, ekki sagði hún það, en ég var hrædd um það. Ég vissi, að hann var á eftir þér og það gerði mig ákveðna að komast að því, hvort hann væri maðurinn. — Og það var líka, amma. Ég vissi alltaf, að hann var að sækj- ast eftir henni. — Ég var mjög áhyggjufull all an daginn. Ég sat og var að hugsa um þig og fortíðina og óska, að hann Pedro minn væri kominn til að ráða mér heilt. Ég drap tímann við að setja upp hárið á mér eins og honum þótti það fall egast og setti á mig höfuðklút- inn. — Svo um kvöldið beið ég við bæinn þangað til Hetty kom út og ég elti hana út á engið þar sem Meyjarnar Sex eru og gamla námuopið. Ég faldi mig bak við einn steininn og þá sá ég Johnny Larnston koma til hennar. Það var nóg tunglsljós til að sjá það greinilega. — Hetty var að gráta og hann að fara bónarveg að henni. Mér skildist, að hann væri að fá hana til að fara burt frá Larnston. Ég flutti mig frá steinunum og Blaðburðarfólk öskast til blaðburðar í eftirtalin hverfi heyrði hana æpa: — Ég skal drepa mig Johnny. Ég kasta mér hér niður! — Og hann sagði: „Vertu ekki með neina vitleysu. Þér dettur það ekki í hug. Þú platar mig ekki. Farðu heim til pabba þíns og segðu honum frá öllu. Hann giftir þig einhvérjum, með tíð og tíma. En þá varð hún ofsareið. Hún stóð andartak þarna frammi á brúninni. Mig langaði að kalla til hans: „Láttu hana vera. Hún gerir það ekki“. En hann greip í handlegginn á henni . . . ég heyrði hana æpa, og svo . . . var hann einn. — Drap hann hana þá, amma? — Það get ég ekki- verið viss um. Ég gat ekki séð það nógu vel . . . Hún stóð þarna á brún- inni og var að hóta að drepa sig og svo var hún horfin á næsta andtartaki. Nú fór þetta allt að taka á sig mynd fyrir augum mínum: Þessi einkennilega framkoma Johnnys og löngun að komast burt, og hræðsla hans við að láta opna námuna. En þá glápti ég á ömmu, þegar ég mundi, að hann hlaut að hafa komið beint þarna af staðnum þegar hann bað mín. Amma hélt áfram: — í sek- úndu eða þar um bil stóð hann þarna rétt eins og hann væri ein af steingerðu stúlkunum. En svo leit hann kring um sig eins og æðisgenginn og sá mig standa þarna í tunglssljósinu með upp- sett hárið og höfuðdúkinn. Hann sagði: „Kerensa", en svo lágt, að það var eins og hvisl. En svo leit hann aftur á námuna og nið ur í myrkrið, en ég tók til fót- anna og hljóp eins og ég gat. Ég var komin út að veginum, þegar ég heyrði hann kalla: — Komdu hingað Kerensa! — Amma, sagði ég, — hann hélt, að það hefði verið ég, sem hann sá. Hún kinkaði kolli. — Ég fór aftur i kofann og sat uppi alla nóttina og hugsaði um, hvað ég gæti gert. En svo um morguninn kom Mellyora Martin til mín með bréfið frá þér. Þú hafðir strokið til Plymouth til að giftast Johnny. — Ég skil, sagði ég. Hann not aði þetta bónorð sem mútur til þess að ég þegði. Og ég, sem hélt, að það væri vegna þess að hann gæti ekki án mín verið. Hverskonar hjónaband var það líka? — Af hans hálfu var það trygg ing fyrir því, að hann yrði ekki kærður fyrir morð, en af þinni hálfu var það stóra húsið, þar sem þig hafði alltaf langað að verða húsmóðir. Þetta varð þér dýrkeyptur draumur, Kerensa. Ég varð eins og dofin við að heyra þessar fréttir. Lif mitt hafði fengið nýja þýðingu. Til- Skúlagata Sími 22-4-80 / / fú ý ©PIB COPUOUU.IN 1$u — Hjónin á neðrí hæðinni sitja í garðinum okkar. viljunin hafði ráðið því engu síð ur en mínar eigin aðgerðir, og Hetty Pengaster, sem ég hafði alltaf fyrirlitið, hafði haft eins mikilvægu hlutverki að gegna og ég sjálf. — Þú hefur aldrei sagt mér þetta, amma, sagði ég, hálf-ásak andi. — Nei, ekki eftir að þú varst orðin gift kona. Að hvaða gagni hefði það komið? Og svo þegar von var á barni, þótti mér sjálf- sagt að þegja. Ég fékk hroll. Það var hræði- legt til þess að hugsa, að Johnny hafði keypt mig til að þegja. Ég hefði aldrei gifzt honum, hefði ég vitað sannleikann um málið. — Ekki einu sinni fyrir Larn ston-Klaustrið? Við horfðum hvor á aðra og ég svaraði sannleikanum samkvæmt eins og ég varð alltaf að gera þeg ar amma var annarsvegar. — í þá daga hefði ég gert hvað sem var fyrir Larnstonnafnið. — En þú hlauzt að læra þá lexíu. Kannski veiztu núna, að það getur verið eins mikla ham ingju að finna í kofa og á höfð ingjasetri. Og nú geturðu byrjað aftur. — Er það hægt? Hún kinkaði kolli. — Sérðu til. Johnny vildi ekki opna nám- una og Saul Cundy var einbeitt- ur að láta gera það. Saul vildi komast að því, hvort tin væri í námunni. Hann ætlaði að komast að því og gerði það líka. En hann fann Hetty um leið. Hann vissi alveg hversvegna hún var þarna niðri og líka, hverjum það væri að kenna, því að auðvitað hafði hann heyrt orðróminn. Og þegar svo Johnny giftizt þér rétt á eft- ir, þurfti ekki framar vitnanna við. Ég greip andann á lofti. — Svo að þú heldur, að Saul hafi myrt Johnny vegna þess, .sem hann fann í námunni? — Það er nokkuð, sem ég get sagt um, þar sem ég sá það ekki. En Saul nefndi það ekki á nafn, að hann hefði fundið Hetty, en ég vissi hinsvegar, að hún var niðri í námunni. Hversvegna sagði hann ekki til hennar, nema af því, að hann ætlaði að taka rétt- víáina í eigin hendúr? Hann sat fyrir Johnny þegar hann kom úr spilamennskunni og myrti hann, býst ég við, og líklegast er, að KALLI KUREKI — -ýf' Teiknari: J. MORA YOU MEAM YOU’RE &OWMA 8UST TH' BOTTLE WHEN I CUT UOOSE, 60 TH' KID'LL THIMK MV SHOT DOM£ IT? THAT'S ITf MEWT, TELL TH’ KID YOU'RE LETTIN’US SO AHcAO WITHTH'SUM FISHTf „Þú átt við að þú brjótir flöskuna um leið og .púðrið 8pringur“. „Já, það er einmitt það“. „Skotspar, ég ætla að láta þetta einvígi fara fram en fyrst ætlar Skröggur að sýna listir sínar, svo þú getir hætt áður en það e. of seint“. ég hræðist hann hann hafi kastað honum í nám- una. Og svo fer Saul burt frá Larnston og flytur til St. Agnes. — Jæja, þetta er nú allt saman búið og gert, góða mín, og nú þegar ég hef sagt þér allt, get ég dáið glöð. Nú er þér frjálst að fara til mannsins, sem þú elskar, sem hefur elskað þig lengi og beðið þolinmóður. — Já, en Johnny er enn týnd ur. — Opnaðu námuna, stúlka mín. Þar finnurðu hann, er ég viss um. Bæði kann og Hetty. Þetta vekur auðvitað hneyksli, en það er þó skárra en að vera bundin týndum manni alla sína ævi. — Ég ætla að gera það, amma, sagði ég og bætti svo við með festu: — Ég held ekki, að Johnny hafi myrt Hetty. Það hefur verið slys. — Það var slys, sagði hún hugg andi. Hún skildi, að ég var fyrst og fremst að hugsa um Carlyon. Faðir hans gat ekki verið morð- ingi. Daginn eftir skipaði ég að opna námuna. En samtímis spurðist ég fyrir um Saul Cundy í St. Agnes, svo lítið bar á. Ég frétti að hann hefði komið þangað snögga ferð, en ekki til að vinna. Það var haldið, að hann og fólkið hans væri farið úr landi alfarið. Þau höfðu horfið og enginn vissi hvert. Mér fannst þetta staðfesta allar grunsemdir okkar, Ég var nú orð in þess viss, að lík Johnnys myndi finnast. Verkið var hafið. Mér fannst biðin næstum óþolandi, en það var ekki hægt að reka á eftir. Sérfræðingarnir sögðu mér, að fyrst og fremst yrði að tryggja allt öyggi, áður en farið væri nið ur í-námuna. Náma, sem svona lengi hefði legið óhreyfð, gæti falið í sér ýmsar hættur, flóð, jarðhrun og sitthvað fleira. Garðahreppur Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Garðahrepp er að Hof- ’túni við Vífilsstaðaveg, simi 51247. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, simi 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allan Eyjafjörð og víðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.