Morgunblaðið - 07.03.1965, Side 3

Morgunblaðið - 07.03.1965, Side 3
Sunnudagur 7. marz 1965 MORCUNBLAÐIÐ 3 Hljómar í útvarpssal við upptöku hinnar nýju hljómplötu. — Frá vinstri: Rúnar Júlíusson, Engilbert Je,T , Gunnar Þórðarson, Pétur Östlund og Erlingur Björnsson. ísl. bitlamúsík á plötu HBjómar frá KefBavík senda ^ ^ t frá sér fyrstu hljómplötu j sína með löcfum eftir Gunnar Þórðarson s |§dH ÞEIR eru sannarlega ekki allir þar sem þeir eru séð- ir, piltarnir, sem skipa hina margvinsælu hljómsveit frá Keflavík, Hljóma. Einn þeirra, Gunnar Þórðarson, hefur samið f jöldann allan af fallegum lögum — og um miðja næstu viku koma tvö af lögunum hans út á hljómplötu. Vafalaust mun útkoma þessarar hljómplötu vekja nokkra athygli, meðal unga fólks- ins a.m.k., þar sem hér er um fyrstu íslenzku bítla- plötuna að ræða. Lögin á plötunni heita „Bláu augun þín“, sérkennilegt og fallegt lag, sungið af Engil- bert Jensen, — og „Fyrsti kossinn“, en það er sungið af Rúnari Júlíussyni, all-hressi- lega. Höfundur laganna syng- ur með í báðum lögunum og annast millispil með miklum glaesibrag. Texta við lögin hefur Ólafur Gaukur gert. Ekki alls fyrir löngu lét þekktur danskennari þau orð falla á opinberum vettvangi, að hinir ungu Keflvíkingar flyttu mörg af lögum bítl- anna betur en þeir sjálfir. Þegar fyrst# plata þeirra kemur á markaðinn að nokkr um dögum liðnum mun sann- ast, að danskennarinn hefur vissulega mikið til síns máls. Það er raunar engin furða, að þessi hljómsveit hefur átt meiri vinsældum að fagna meðal unga fólksins, en dæmi hafa til þekkzt áður. Tónlist þeirra er síður en svo berg- mál af tónlist annarra. Þeir hafa skapað sér sjálfstæðan stíl, sem unga fólkið hefur hrifizt svo mjög af. Við fylgdumst smástund með piltunum meðan á upp- töku plötunnar stóð í útvarps- sal fyrir skömmu. Allan tím- an voru þeir einbeittir og al- varlegir á svip, ákveðnir í að fara sér að engu óðslega. Hver tónn var. vandlega yfir- vegaður, áður en hann var úrskurðaður hæfur til að vera á plötunni. — Mér lízt ekkert á þetta, sagði Gunnar Þórðarson, þeg- ar við minntumst á lögin hans við hann. Það er ekkert varið í þau! Undarleg fullyrðing, en þeir, sem þekkja Gunnar, vita, að hann er manna lítil- látastur og þess vegna tókum við orð hans ekki hátíðlega. Hann sagðist hafa samið „Bláu augun þín“ fyrir rúmu ári, en lagið „Fyrsti kossinn" hefði hann samið hálfum mán uði áður en það var tekið upp. Þegar við spyrjum Gunnar, hve mörg lög hann hafi samið, segir hann: — Það er ekki svo gott að segja. Kannski eru þau svona 10 til 15 í heilu lagL — í heilu lagi? Pétur Steingrímsson, magnaravörður, hagræðir hljóðneman- um hjá Pétri Östlund, trommuleikara Hljóma. Tónskáldið .— Gunnar Þórð- arson. — Mest af þessu eru „kór- usar“ — eða laglínur. Þetta er alltaf að brjótast í kollin- um á mér og þegar ég hef tíma til sezt ég niður og „pæli í þessu“. Þá tek ég gítarinn, finn upp hljómaröð og prjóna svo lag í kringum hana. — En segðu okkur, Gunnar — eru ekki dagar bítlahársins taldir? —- Nei, síður en svo. Það er alltaf að síkka! '— Og þið ætlið þá ekki að láta klippa ykkur? — Ónei. — En ég ætla nú samt ekki að vera svona fimmtugur! Við spurðum Gunnar, hvað Hljómar hyggist fyrir í nán- ustu framtíð. Hann svarar: — Við höfum mestan hug á að fara utan og spila. Við höf- . um fengið tilboð um að leika í Þýzkalandi, en við viljum heldur fara til Englands. Þar eru aðilar, sem hafa áhuga á að fá okkur til að spila, en það má segja að platan okkar nú skeri úr um það, hvort við förum, því að við höfum verið beðnir um að senda hana út. Við spjölluðum einnig við Pétur Östlund, en hann er ný- græðingur í hljómsveitinni. Pétur hefur leikið á trommur frá 14 ára aldri og þykir frá- bær tónlistarmaður. Hann hef ur leikið allar tegundir dans- tónlistar og jazz, en nú spyrj- um við hann, hvernig honum falli bítlamúsikin. — Ég er rétt að kynnast þessu, segir Pétur og veifar I. sunnudagur í föstu. Guðspjallið. Matt. 4, 1—11. HÁTÍÐ er í guðspjalli síðasta sunnudags. Skírn Jesú fer fram. Himnarnir • opnast. Guðs andi stígur ofan eins og dúfa og rödd af himnum boðar velþóknun Guðs. Undursamleg em fyrirheitin, og er mikill ljómi um þenna at- burð. í dag hefur syrt að, og kulda- gustur fer um hugi okkar. En fram hjá guðspjalli dagsins verð- ur ekki komizt: Djöfullinn freist- ar Jesú! Ritningarkaflar þessara tveggja helgidaga eru í nánum tengslum. Jóhannes hefur færzt undan að skíra Jesúm, en Jesús segir: „Lát það nú eftir, því að þannig ber okkur að fullnægja öllu rétt- læti“. Hér er átt við fyrirmæli lögmáls ins. Er undursamlegt, hvernig bygging fagnaðarerindis Jesú Krists rís, á hún sér að grundvelli um margt lögmál Gyðingarþjóðar innar. Jesús svarar freistaranum í dag með orðum úr hinni miklu „Endurtekningu lögmálsins“, V. Mósebók, og eru þau úr frásögn- inni af raunum ísraelsmanna í eyðimörkinni eftir förina yfir Rauðahafið. Má hugsa sér förina yfir Rauða hafið með dásamlegum hætti sem eins konar skírn eða helgun, en hina ströngu og löngu eyðimerk urgöngu sem eldskírn, prófstein og þolraun vígslunnar. Menn vita, að hér er bilið ekki breitt, þegar nánar er athugað. Skírn og skírsla eru skyldi orð og hugmyndirnar að baki þeim nákomnar. Skírsla táknar hreins- un eins og skírnin, en um leið prófun, sönnun Guðs eða manna og skyldi taka hina fyrri fram yfir þá seinni, mannanna. Hinn vondi reynir, freistar. Hvað eftir annað segir hann: „Ef þú ert Guðs sonur“. Þau orð kveða við eins og herfylki fari um Bifröst fyrirheitsins mikla í skírnarguðspjallinu og reyni á burðarþolið til hins ýtrasta. „Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hefi velþóknun á“. Gætum þess vel, að guðspjöll in eiga saman þótt ólík séu við fljótlega athugun. Velþóknun Guðs kynni t.d. að vera þar til sundrunar. Svo er alls ekki. Velþóknun Guðs og náð táknar ekki, að allt sé hátíð og allur raunsannur hversdagsleiki úti- lokaður. Freistingarsagan kemur á eftir skírninni. Guð er ekki kennari, sem sleppir prófinu eða lætur það vera aðeins til mála- mynda. Hann er ekki formaður- inn, sem aldrei rær, flugstjórinn er lætur vél sína vera einungis sýningargrip á flugvellinum og áhöfnina í endalausri veizlu án vinnudags að morgni. Hinn vondi lætur sem hátíðin , sé allt og geti staðið á eigin fót- um án stuðnings fullnægðrar skyldu og kvaða hennaf. Hinn vondi í guðgpjalli dagsins hugs- ar sér Guð, að hann beri á hönd- um sér þann, sem hann elskar, þannig, að hann steyti ekki fót við steini, að hann gefi alla heimsins dýrð og ríkjanna án brosandi einum fingri. Þið sjáið, að ég er strax búinn að fá stóra blöðru! — Þetta er kraftmikil músik, segir Pétur, og mér finnst reglulega gaman að spila hana. Mér finnst ég nú ekki vera eins þvingaður og oft áður. Þetta byggist að mestu leyti á trommuleik — Framhald á bls. 31 fyrirhafnar þiggjandans, að hanrt breyti steinum í bráuð viðstöðu- laust, en leggi þá ekki í veg fyrir manninn í sókn hans um auðnir og öræfi til fyrirheitna landsins handan baráttunnar. „Sem ég hefi velþóknun á“. Þannig lýkur fyrra guðspjallinu. Hið síðara, dagsins nú, byrjar þannig: „Þá var Jesús leiddur af andanum út í óbyggðiita “til þess að hans yrði freistað; og er hann hafði fastað í fjörutíu daga og fjörutiu nætur". Æskulýðsdagur þjóðkirkjunn- ar er nú. Margvíslegar freisting- ar mæta æskulýðnum. Við vild- um vissulega, að þeim fækkaði, en á æskulýðinn hlýtur að reyna og mannraun þá, sem æskunni hlýtur að fylgja má ekki nema á brott. Talið barst nú einn daginn, að nýtum manni í einu mikilvæg- asta embætti þjóðfélagsins. Ævin týri æsku hans yljaði mér í bernsku, er það var lesið í æsku- lýðsfélagi skólans heima. Þetta ævintýri var bréf frá ungum sjó- ' manni í framandi landi til móð- ur hans heima, en faðirinn var dáinn frá stórum barnahóp. Nú var ungi sjómaðurinn orðinn for- sjón heimilisins og forsjá. Lýsti bréfið umhyggju hins unga manns og atferli hans ábyrgðar- tilfinningu. íslenzka kirkjan safnar í dag fé til sumarbúðastarfs síns og er það merkilegt og með miklum blóma undir forustu biskups og æskulýðsfulltrúa. „Við erum að byggja verbúð- ir“, var sagt við mig nýlega. „Ætli hann hafi ekki góðan mannskap?" „Jú, en þetta eru mest blessaðir unglingar", var mér svarað. Sumarbúðir — verbúðir. Æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar — uppeldisviðleitni atvinnuveganna til sjávar og sveita. í misjafnri veðuráttu vertíðar- innar leitar hugurinn til ung- mennanna á sjónum, á bátunum, togaraflotanum og kaupskipun- um. Ungmennin skila á land miklum afla. Við reisum æ fleiri skóla. Mætti verðbúðirnar okkar verða uppeldisstofnanir. Væri ekki verkefni fyrir æskulýðsfull- trúa hinna vinnandi ungmenna við sjó og í sveit? Djöfullinn freistar. Minnumst þess þó, að kristindómurinn er ekki nein heiðin tvíhyggja. Ein- staklingurinn þarf að öðlast þrek til þess að velja og hafna, verða ábyrgur gjörða sinna. Vígslan og raunin þurfa að fylgjast að, skírnin og skírslan. guðspjöll dag anna beggja. Velferðarríki nú- tímans hefur miklu góðu til veg- ar komið, en gleymum við ekki að vegsemd lífsins og .velþóknun Guðs er tengd vanda mannsins og mannraun. Við búum við batnandi árferði og bættan hag. Við skyldum þó vita, að allt ráð mannlegt er á hverfanda hveli, og megum við ekki skerast úr leiknum, er á okkur hallar, eins og fávís börn gera stundum. Við þenna dag stendur í alm- anakinu: Invocavit. Það orð er latneskt og er tekið úr biblíu- þýðingu frá 2. öld, Ítalíu: Upp- hafsorð 15. versins í 91. sálmi Davíðs. „Ákalli hann mig, mun eg bæn- heyra hann, eg er hjá honum í neyðinni, og frelsa hann og gjöri hann vegsamlegan, og metta hann með fjölda lífdaga 'i og læt hann sjá hjálpræði mitt“. Guð blessi íslenzkan æskulýð við nám og starf og gefi okkur öllum sigurinn fyrir Frelsarann Jesúm Krist. AMEN. Sr. Eirlkur J. Eiriksson: hann mig

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.