Morgunblaðið - 07.03.1965, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLADIÐ
Sunnudagur 7. marz 1965
MÉR hefur ekki þótt ástæða til
að elta ólar við neitt af því sem
ritað hefur verið um sjónvarps-
grein mína, það hefur allt verið
meinlaus útúrsnúningur. Austri
Þjóðviljans hefur gert hana
a.m.k. tvisvar að umræðuefni
og er ég auðvitað mjög upplits-
djarfur af svo óvæntum heiðri
(í annað sinn á hálfri síðu, dýrt
spaug fyrir Rússa sem borga
brúsann). Austri minnir mig
einhvern veginn alltaf á Guð-
brand Jónsson prófessor: Eitt
sinn þegar hann var í framboði
fyrir Alþýðuflokkinn tætti
hann í sig einn mótframbjóð-
anda sinn og skylmdust þeir
lengi og vel með tölustöfum
einum saman. Frambjóðandi
þessi hafði fengið landsreikn-
ingana í hendur og las upp úr
þeim, en Guðbrandur lét það
ekki á sig fá. Hann las líka upp
tölur, af myndugleik — og hef-
ur líklega farið með sigur af
hólmi. Eftir fundinn spurði
frambjóðandinn Guðbrand,
hvernig stæði á því að þeim
gæti borið svona mikið á milli
um landsreikningana. „Lands-
reikningana?" endurtók prófess
orinn, „ég notaði þá alls ekki.
Ég las upp úr ársskýrslu Eim-
skipafélags íslands“.
Þannig fer einnig Austri að,
hann les alltaf upp úr árs-
skýrslu Eimskipafélagsins. Það
er auðvitað ágætur siður — og
hvaða máli skiptir það meðan
Rússinn borgar? Og svo er
auðvitað alltaf slangur af fólki,
sem gengst upp við hártogun-
um og gálgahúmor — og enn
aðrir sem aldrei sjá muninn á
landsreikningum og ársskýrslu
Eimskipafélagsins. Svo þetta er
allt undir kontról: að tala í
austur þegar aðrir tala í vestur
er íslenzkt orðtak, sem fram-
sýnn maður hefur fundið upp.
Hann hefur þekkt sitt fólk.
En sleppum því. Mig langar
að minnast á annað mál — að
gefnu tilefni:
Að óreyndu hefði ég haldið,
að hinn forni norræni andi
hefði leikið okkur betur en
raun ber vitni. Sannleikurinn
er sá, að fleiri íslendingar en
maður lætur sér detta í hug
geyma á leyndum stað í brjósti
sínu dálítið hernaðarleyndar-
mál, sem yfirleitt er farið með
af tilskildri varúð, en liggur á
borðinu á stund þjóðlegrar
freistingar: ég á við þann sálar
háska sem sum okkar eru sí-
fellt stödd í vegna þeirrar full-
vissu að við séum eitthvað æðri
þjóðflokkur en annað fólk.
Þetta er engin nýtilbúin grilla,
heldur arfahlutur frá gömlum
tímum, þegar íslendingar voru
öðrum fremri að öllu atgervi og
látið var viðgangast að þeir
einir manna krupu konungum
án þess að glata persónulegri
reisn og allt að því risalegri
stórmennsku. Sem betur fer
hafa okkar fornu bókmenntir
haft góð og uppörvandi áhrif á
þjóðarsálina, og það veganesti
sem þær voru henni á sólarlaus
um dögum einangrunar og fá-
tæktar hefur verið ómetanlegt,
svo ekki þarf um að ræða. Jafn
afskekkt og fátækt fólk þurfti
áþreifanlega uppörvun í einvíg
inu við þann lúmska grun sem
að því hefur áreiðaulega oft
sett, að her væri ekki hægt að
lifa mannsæmandi lifi, en samt
hefðu þeir menn búið hér, sem
báru höfuðið hátt og líklega
hærra en aðrir. Það hefur á-
reiðanlega ekki verið af ein-
skærri tilviljun, að einhver
eftirsóknarverðustu lífsgæðin
voru náin frændsemi við er-
enda konunga — og skipti þá
raunar ekki máli hve ómerki-
legir þeir annars voru. Ætt-
göfgin var rífleg uppbót á lán-
leysið. Á sama hátt var hægt að
orna sér við þá hugsun á köld-
ustu öldunum, þegar dagarnir
voru hvað stytztir í sögu okkar
og myrkrið fylgdi ekki nóttinni
einni eins og nú er venja, að
eitt sinn hafi landið verið skógi
vaxið og smjörklína á hverju
strái. Slík auglýsing hefði
jafnvel þótt athyglisverð uppá-
tekt á okkar alltseljandi tím-
um — og ekki hefur skógurinn
minnkað í hugum fólksins eftir
því sem ísinn færðist nær og
ógnaði tilveru þess á 14. og 15.
öld, þessum löngu sólmyrkvum
í þjóðarsögunni.
Þó fornar bókmenntir okkar
séu kennslubækur í stolti og —
á margan hátt — heilbrigðum
metnaði og aflvaki margkúg-
aðri þjóð, virðist erfitt að leyna
þeirri kaldrifjuðu, og að sumu
leyti ómeðvituðu staðreynd, að
við höfum ekki komið óskemmd
ir úr aldanánu sambýli við
stoltaralegan anda fornbók-
menntanna. Af augljósri á-
stæðu, þeirri að minnimáttar-
kenndin hafði gert sér bæli í
þjóðarhjartanu, var yfirdreps-
skapnum og hrokanum greið
leið inn í leyndardóm þessa
sama hjarta. Við fórum að telja
okkur trú um, og jafnvel að
renna undir þá trú sæmilega
styrkum stoðum, að við værum
öðrum þjóðum æðri á margan
hátt — hetjur af konungakyni,
svo geðfelld sem þessi afhjúp-
un lágkúrunnar hljómar í eyr-
um manna. Af lestri fornra
sagna drógu sem sagt margir
þá ályktun — að Litla bílastöð-
in væri nokkuð stór. Að vísu
hafa margir rétttrúaðir í þess-
um efnum haft nægilega greind
eða til að bera nógu þroskaða
sjálfsafneitunargáfu til að
kunna að fara með þetta leynd-
armál sitt; eða þá þeir hafa
kunnað að dulbúa það réttu
gervi. Er það vel. En samt
verða þeir íslendingar ekki
taldir á fingrunum, sem við
ýmis tækifæri hafa látið freist-
azt og prédikað af mormóns-
krafti allskyns hugarburð um
þjóðernið og ágæti þess, og
stundum vitnað í okkar fornu
bókmenntir sterkari orðum en
þær jafnvel gefa tilefni til, líkt
og illa sannfærandi prestur,
sem notar Biblíuna eins og
stjómarandstaðan fjárlögin.
Sumir hafa gengið svo langt í
þessari dýrkun sinni að þeim
hefur ekki dottið annað í hug
en fordæmi Ludendorfs gamla
hefði við rök að styðjast: þ.e.,
að Þór hinn sterki sé enn ágæt-
astur allra guða.
Þó ég hafi um alllangt skeið
haft sterkan grun um þennan
íslenzka sálarháska, hefði mér
ekki dottið í hug að hann væri
jafnsmitandi sjúkdcmur og ég
þykist nú hafa komizt að raun
um. Ég vissi, að þjóðhrokinn
var okkur mikil freisting, hann
hefur fylgt blóði okkar — en
samt hef ég oftast litið svo á,
að hann væri tiltölulega skað-
laust fyrirbrigði. Nú veit ég
betur.
Meðan Louis Armstrong, á-
gætur fulltrúi sinna litbræðra
í Bandaríkjunum, var staddur
hér á landi fyrir skemmstu, átti
ég samtal við hann, sem ekki
er í frásögur færandi. Arm-
strong er maður heimsfrægur
fyrir sérstæða túlkun á banda-
rískum djassi, en auk þess
lundþýður maður og einlægur,
allt að því opinskár, og ekki
væri ég hissa á því, þó hann
væri mjúkhjartaðri en sumir
þeir karakterlokuðu kleyfhug-
ar sem við erum skyldastir. Ég
fékk sérstakar mætur á þessum
átti með honum ánægjulega
stund (meðan hann var að raka
sig, eins og þessi útibarði ís-
lenzki húmor hefur svo ræki-
lega bent á). Ég reyndi að lýsa
honum eins vel og mér var
frekast unnt á þeim stutta
tíma, sem blaðamaður hefur
venjulega til umráða — og von
ast til að sú mynd, sem upp var
dregin, hafi sýnt geðugan og
viðfelldinn, en dálítið sérstæð-
an persónuleika, sem var ó-
hræddur við að minnast ömmu
sinnar með ástúðarbrosi og
trúa á þann guð, sem hélt yfir
honum verndarhendi ungum
dreng í fátækrahverfum New
Orleans. Ég hafði auk þess löng
un til að kynnast dálítið þeim
andí
manni, sem yljtði minni kyn-
slóð meir en flestir aðrir, með-
an hún stóð enn í þeim barn-
ingi að reyna að verða fullorð-
in. Þá brást ekki Satchmo. Og
hann hefur ekki brugðizt síðar.
(Vegna sérfræðinga í útúrsnún
ingum, er mér víst nær að taka
fram, að með þessum orðum
hef ég ekki jafnað honum við
Beethoven eða Liszt!)
En það voru ekki allir jafn
ánægðir með þetta uppátæki
mitt, að eiga samtal við mann-
inn. Og af hvaða ástæðu — jú
hann er af blámannakyni í ætt-
ir fram og ber þess merki í kol-
svartri húðinni. Það vantar
sem sé í hann norræna sækónga
blóðið. Auðvitað kippti ég mér
ekki upp við það frekar en aðr-
ar smáskvettur í blaðamennsku
rótinu. En ég hrökk samt við.
Eða er hægt að láta það liggja
í þagnargildi, að þó nokkrir
á það sem einhverja goðgá
að tala við dökkan mann? Auð-
vitað voru þessar raddir ekki
háværar, en þó nógu áminn-
andi til að færa mér heim sann
inn um nauðsyn þess að vera
á varðbergi. Hér virðast nefni-
lega vera allálitleg efni í harð-
svíraða kynþáttahatara, sem
ekkert mundu gefa eftir þeim
sem mest láta til sín taka á
æskuslóðum Louis Armstrongs.
Fyrirlitningu sumra hér á
blökkumönnum er ekki bara
hægt að afgreiða með góðlát-
legu heimsborgarabrosi; hún er
ekki einungis í nösunum á þess
um afkomendum sækonung-
anna, nei, — hún er einnig blá-
köld staðreynd, hrollvekja: að
gefnu
tilefni
ritstjóri Mbl. skuli leyfa sér að
eiga samtal við negra — slíkar
setningar hef ég heyrt af munni
alvörumanna, sem taka hlut-
verk sitt í samfélaginu hátíð-
lega, manna af öllum stjórn-
málaflokkum. Grín, nei, full-
komin og drembilát alvara!
Við skulum fara varlega í að
dæma ástandið í Suðurríkjum
Bandaríkjanna, meðan við er-
um ekki með hreina þjóðarsam
vizku í þessum efnum. Einangr
unin hefur í senn gert okkur
hrokafulla, þröngsýna og smáa
í sniðum. Það verður keppikefli
æskunnar, sem nú er að vaxa
úr grasi, að rétta hlut okkar.
Hún þekkir náið sambýli við
annað fólk og ætti ekki að láta
uppburðarleysi og heimóttar-
komplex forfeðra sinna verða
sér neins konar afsökun fyrir
ósæmilegri afstöðu til fólks
sem á ekki síður kröfu á mann-
sæmandi virðingu en við norð-
urhjaramenn. Það er ekki svo
ýkjamikill munur á að vera
hlekkjaður og ófrjáls þræll frá
frlandi eða frá Gullströndinni.
Það var ekki allt kóngablóð,
sem rann um æðar keltneskra
manna á íslandi. En kannski
er kóngablóð í æðunum hans
Louis Armstrongs, hver veit?
Það skyldi þó aldrei vera að
hann sé af tignari ættum en
þeir fslendingar sem hneyksl-
uðust á því „að ritstjóri MbL
skyldi hafa lagzt svo lágt að
eiga samtal við hann“.
Að lokum læt ég mig hafa
það að vitna í eitt að þeim ís-
lenzku blöðum sem telur sig
sérstakan málsvara frelsis, jafn
réttis — og ætli ekki einnig
bræðalags; það hefur manni þó
a.m.k. skilizt. Og mundi blaðið
ekki einhvern tíma hafa veitt
negrahöturum í Suðurrikjum
Bandaríkjanna eftirminnilega
áminningu; „Dagur“ á Akur-
eyri segir m.a. á þessa leið, við
höfum heyrt tóninn fyrr:
„En á sama tíma kom svartur
(leturbreyting mín. M. J.)
trompetleikari vestan um haf,
Luis Armstrong að nafni BlÖð-
in kepptust um að segja frá hon
um, löngu áður en hann lagði
upp í íslandsferðina. Þegar
hann kom féllu hinir eldri að
fótum hans, svo sem þar væri
konungur konunganna og
gengu blaðamenn og ritstjórar
þar á undan í óskiljanlegri lotn
ingu fyrir söng og leik hins
svarta“.
Sjálfsögð kurteisi við heims-
frægan og með eindæmum geð-
felldan blökkumann er á máli
bræðralagsins „óskiljanleg lotn
ing“. Ekki er þetta uppbyggi-
legur tónn eða reisulegur andi,
og ekki er ég viss um að sál
þeirra stoltarmanna, sem að
slíkum skrifum standa, sé ýkja
ósvipuð hörundslit þess svarta,
svo notað sé tungutak þessa
aðalmálgagns kærleikans á Ak-
ureyri.
Matthías Johannessen.
Vísindamönnum send-
ar pakkasprengjur
Cairo. Dusseldorf, 4. marz, I hring og tekið höndum þá sem
(NTB-AP) I hlut eiga að máli, en þeir eru
BGYPZKA blaðið „A1 Ahram“ flestir Þjóðverjar. Hringur þessi
skýrði frá því í dag að egypzka stóð að sprengjusendingum til
leyniþjónustan hefði komið upp j þýzkra vísiodamanna sem vinna
uia hermadrverka- og njósna- að eldflaugasmíði í Egyptalandi. leitt í ljós, að ísraelska leyniþjón
Segir blaðið að þýzkur hrossa-
ræktarmaður, Wolfgang Lotz að
nafni, hafi látið senda sprengju
í bréfi, sem ætlað var þýzkum
vísindamanni. Sprengjan fannst
á pósthúsinu, áður en viðtakandi
fengi bréfið í hendur. Annar vís-
indamaður, Wolfgang Pilz, sem
fékk svipaða sendingu, slapp ó-
meiddur, er sú pakkasprengja
sprakk í loft upp, en einkaritari
hans særðist.
Játanir hinna handteknu hafa
ustan stendur að baki njósna-]
hringnum, segir A1 Ahram. Með-
al hinna handteknu er sagður
Franz nokkur Kiesow 0g kona
hans. Kiesow þessi er fulltrúi
þýzka stáliðjuversins Mannes-
mann í Egyptalandi og segja tals
menn fyrirtækisins í Diisseldorf
að það sé „gjörsamlega útilokað
að Franz Kiesow eða kona hans
hafi framið nokkur lögbrot.“
Talsmaður egypsku stjórnar-
innar segir ekkert samband milli
uppljóstrunarinnar um njósnir,
þessar og hermdarverk og deilu
Egypta og Vestur-Þjóðverja
vegna aðstoðarinnar við ísrael og
heimsókn Ulbrichts til Kairó.
Talsmaður sendiráðs Vestur-
Þýzkalands í Kairó sagði í dag,
að sendiráðinu hefði ekki verið
tilkynnt hverjum sökum hinir
handteknu væru bornir, en bættí
því við, að Nasser forseti Egypta
lands hefði staðfest fréttir um
handtökuna í viðtali við frétta-
mann Suddeutsche Zeitung í gær
Framhald á bls. 31.