Morgunblaðið - 07.03.1965, Blaðsíða 31
Sunnudagur 7. marz 1965
MORGVNBLADIÞ
31
Portugol —
Mudeira
Ferbakynning
Aorsku senainerranjonin
Cappelen, sem hér hafa verið
á Jiriðja ár og notið mikilla
vinsaelda, fóru frá íslandi sl.
miðvikudag til Osló, þar sem
hr. Cappelen tekur við stöðu
í utanríkisráðuneytinu. Frú
Elísabet Cappelen hefur mik
ið yndi af hestum og fór stund
um á hestbak meðan hún
dvaldist hér á landi. — Þessi
mynd er tekin af sendiherra-
frúnni síðastliðinn sunnudag.
(Ljósm.: Gísli Gestsson).
— Kina
Framhald af bls. 1
ézkra yfirvalda af mótmælaað-
gerðum við bandaríska sendiráð-
ið í Moskvu, en um þær hafa
kínversku blöðin verið mjög harð
orð í garð Sovétríkjanna. Segja
blöðin að sovézka lögreglan hafi
beitt ruddalegum kúgunaraðferð-
um gegn stúdentunum, sem tóku
þátt í mótmælaaðgerðunum.
Fréttastofan Nýja Kína segir
í Peking í dag að sendiherra
Kína í Moskvu, Pan Tzu-li, hafi
sakað sovézk yfirvöld um að hafa
beitt lögreglu og her gegn mót-
mælagöngunni við bandaríska
sendiráðið með þeim afleiðingum
að 11 kínverskir stúdentar hafi
Ihlotið sár eftir kylfur lögreglu-
manna. Einnig segir fréttastofan
að Pan sendiherra hafi ásakað
sovézka lækna fyrír að hafa vís-
að sex særðum kínverskum stúd-
entum burt úr sjúkrahúsi án þess
að þeim hafi verið veitt nauðsyn-
leg hjálp. Sagði Pan að allir þess-
ir stúdentar hafi orðið fyrir bar-
smíðum og meiðslum frá lög-
reglu og hermönnum að tilefnis-
lausu.
— Sjóveiki
Framhald af bls 1
Áður var það hald manna, að
sjóveiki og skyldir kvillar
Stöfuðu af röskun á starfsemi
svokallaðra eyrnasteina (otho-
liths), en sú tilgáta hefur ekki
staðizt.
Læknislyffð, sem undir hill
ir, að sögn blaðsins, er ein-
ihvers konar afbfigði strep-
tomycins eða blanda þess og
annarra efna. Streptomycin
Ihefur reynzt lækna sjóveiki
í tilraunadýrum með þvi. að
deyfa liffæri innra eyrans, en
einnig hefur komið í ljós
að of stór skammtur af
því getur unnið á þeim ó-
bætanlegan ska’ða og er
það því vandmeðfarið.
Læknar og vísindamenn vinna
nú áð frekari rannsóknum á
gagnsemi lyfsins, magni því
sem til þurfi og efnasam-
böndum þeim er helzt komi til
greina að nota í þessu sam
bandi.
Upplýsingar sínar hefur
blaðið eftir vísindamönnum
er sátu fund í Læknafélagi
New York-borgar, þar sem
ræddar voru ýmsar niðurstöð
ur fluglæknisfræðilegrarann-
sókna og læknisfræðirann-
sokna í sambandi við geim-
vísindi og gagnsemi þeirra
fyrir venjulegar læknisfræði-
rannsóiknir.
Veðurharka til þorra
Fjölbreytt íélagslíf á sunnanverðu
Snæfellsnesi
BORG í Miklaholtshreppi, 27.
febrúar. — Héðan úr héraði er
allt bærilegt að frétta, heilsufar
fólks og fénaðar í góðu lagi.
Veturinn heilsaði óvanalega
snemma og kuldalega. Tók fyrir
haga um 20. nóv. og er það frem-
ur sjaldgæft hér um slóðir. Snjór
var að vísu ekki mjög mikill en
áfreði og storka. Um hátíðar var
harður óveðurskafli, vond veður
með miklu frosti. Samgöngur
voru þó yfirleitt með eðlilegu
móti, þótt veðurharka væri
marga daga. Jólasamkomur hjá
ungmennafélögum féllu sums
staðar niður vegna veðurs.
Þessi veðurharka hélzt til
byrjunar þorra, þá má segja að
skipt hafi um veðráttu. Vindur
snerist til suðlægrar áttar, snjó
leysti af láglendi, en marga daga
miklar rigningar og rosaveður.
Það sem af er vetri má segja
að sauðfé hafi verið fremur þungt
á fóðri og langur innigjafartími
orðinn á fé.
Hey frá sl. sumri virðast held-
ur létt til fóðurs, þótt þau séu
yfirleitt vel verkuð en mikið úr
sér sprottin. Kýr hafa yfirleitt
mjólkað með lakara móti, og
verið fremur kvillasamar. Tölu-
vert hefur borið á kalkleysi í
kúm og samfara því súrdoði, en
ekki veit ég um nein dauðsföll
— Wilson
Framhald 'af bls. 1
lifa áfram í frelsi.
Að móttökunni lokinni héldu
gestir og gestgjafar til ráðhúss
borgarinnar, og flutti Wlson þar
stutt ávarp: „Ég er viss um að við
í Vestri munum standa áfram
með Berlínarbúum þar til land
þeirra hefur verið erfdursamein-
að“, sagði hann. „Þess vegna gleð
ur það mig að skartf hefur verið
höggvið í múrinn, sem skiptir
Berlín, þannig að Vestur Berlin-
arbúar geta nú nokkrum sinn-
um á ári heimsótt ættingja sína
í Austur Berlín.“
Þeir Wilson o>g Brandt munu
ræðast við í dag eftir að Wilson
hefur verið sýndur múrinn, en
vestur þýzka stjórnin leggur
mikla áherzlu á að allir erlendir
leiðtogar og þjóð'höfðingjar fái
tækifæri til áð sjá Berlínarmúr-
inn. •
Á mánudag ræðir Wilson við
Ludwig Erhard, kanzlara, í Bonn,
og er talið að eitt helzta málið á
dagskrá verði herkostnaður
Breta í Vestur Þýzkalandi, sem
nú mun nema um 10 þúsund
milljónum króna á ári. í þvi
sambandi er talið að leiðtogarn-
ir muni ræða um hugsanlega
aukningu á innkaupum Vestur
Þjóðverja í Bretlandi. Sagt er að
vestur þýzka stjórnin hafi þegar
undirbúið tillögur um aukin kaup
frá Bretlandi, og nemi þessi aukn
ing um 4 — 5 þúsund milljónum
króna.
á kúm vegna efnaskorts.
Félagslíf hefur verið með
meira móti í vetur. Fólk hefur
komið saman til þess að gjöra
sér dagamun. Hér í Miklaholts-
hreppi og Eyjahreppi hafa fé-
lagssamtök hreppanna komið
saman og spilað félagsvist, og
hefur það yfirleitt verið vel sótt.
Síðasta laugardag í Þorra hélt
kvenfél. „Liljan“ hér í Mikla-
holtshreppi hið árlega Þorramót
sitt. Að þessu sinni var öllum
húsráðendum, sem heiman gátu
farið boðið úr Eyja- og Kolbeins
staðahreppi. Var samkoma þessi
vel sótt og skemmti fólk sér sér
staklega vel, þótt „Þorra væri
ekki blótað með hákarl og brenni
víni.“ Kvikmynd frá Búnaðarfél
fslands: „Bú er landsstólpi“, var
sýnd og þá voru og margvísleg
önnur skemmtiatriði, sem heima
fólk sá um og þótti vel takast.
Stiginn var dans af miklu fjöri
langt fram á nótt.
Slíkar samkomur sem þessar
eru mikill og nauðsynlegur tengi
liður milli sveitanna og hafa auk
þess menningarleg áhrif á félags
líf dreifbýlisins.
Þann 13. febrúar sl. buðu
prestshjónin hér í Miklaholts-
prestakalli, séra Árni Pálsson og
frú Rósa Þorbjarnardóttir, öllum
sóknarbörnum sínum sem heim-
an komust, til kvöldvökufagn-
aðar í félagsheimili Kolbeins-
staðahrepps að Lindartungu. —
Flutti prestur þar snjallt ávarp
og sýndi skuggamyndir úr ferða-
lagi sínu um England, en þar
dvaldi hann um 3ja mánaða
skeið í haust. Prestsfrúin las upp
kvæði, síðan voru spurningaþætt
ir og sitthvað fleira, og loks var
stiginn dans af miklu fjöri. Þótti
þessi kvöldvaka takast með ágæt
um, bæði til fróðleiks og skemmt
unar. Er það hverju byggðarlagi
mikill hagur að hafa jafn vel
menntuð og áhugasöm ung prests
Útsýnar i dag
FERÐASKRIFSTOFAN Útsýn
efnir til ferðakynningar og kvik-
myndasýningar í Sigtúni í síð-
degiskaffitímanum í dag. Ing-
ólfur Guðbrandsson fram-
kvæmdastjóri mun segja frá
Portúgal og Madeira, og sýnd
verður litkvikmyndin „Tourist
in Madeira‘\
Síðan flugsamgöngur hófust til
Madeira á sl. ári, linnir ekki
ferðamannastraumnum þangað.
Ferðaskrifstofan Útsýn efndi til
hópferða til Portú.gal og Madeira
um páskana í fyrra, og var sú
ferð fullskipuð.
Útsýn efnir til svipaðrar ferð
ar í ár og hefst ferðin hinn 15.
apríl, og stendur í hálfan mánuð.
Verður stanzað 9 daga á Madeira,
1 dag í Lissabon og 2 daga í
London. Fáein sæti eru enn laus
í þessa ferð.
Aðgangur að ferðakynningunni
í Sigtúni í dag er ókeypis og öll
um heimil meðan húsrúm leyfir.
hjón eins og við sem byggjum
Miklaholtsprestakall erum að-
njótandi. Þesssi ungu prestshjón
fluttu úr Reykjavík og una hér
hag sínum mjög vel, enda safn-
aðar- og kirkjulíf ágætt.
Nú er unnið af miklu kappi
við að fullgera Kolviðarnesbarna
skóla, sem fimm hreppar standa
að. Vonir standa til að skólinn
geti tekið til starfa á komandi
hausti, ef engin stór óhöpp koma
fyrir sem gætu tafið verkið. —
Skóli þessi á að rúma um 100
börn og auk þess eru íbúðir fyr-
ir skólastjóra og annað starfsfólk.
Verður þetta einn fullkomnasti
barnaskóli í s.veit og verður í
framtíðinni menntamusteri Snæ-
fellsnesæsku, æsku, sem sækir
þangað menntun, þroska og
menningu. — Páll.
Alþjóðlegur bæna-
dagur kvenna
Fjölsótt bænasamkoma i Frikirkjunni
AI. !• J ÓHIÆGLK bænadagur
kvenna var föstudaginn 5. marz.
Konur héldu bænasamkomur
víða um lönd.
Meðfylgjandi mynd er frá
samkomunni í Frikirkjunni í
Reykjavík, sem var mjög fjöl-
sótt.
Samkomurnar voru undirbún-
ar í sameiningu af konum úr
ýmsum kristnum hópum.
Yfir 150 lönd taka þátt í hin-
um alþjóðlega bænadegi kvenna,
og á samkomunum eru notuð
meira en 60 tungumál og 1.000
! málýzkur. Æ fleiri lönd bætast
í þennan bænahring, og væntan-
lega verða samkomur haldnar
enn víðar á okkar landi næsta ár.
— Visindamönnum
Framhald af bls. 10.
dag og ennfremur að ræðismanni
Vestur-Þýzkalands hefði verið til
kynnt í gær að hann myndi fá
að heimsækja hina handteknu
eins fljótt og kostur væri. Til-
kynning þessi barst frá utan-
ríkisráðuneytinu. Eins og kunn-
ugt er af fréttum skýrði sendi-
ráðið frá því í fyrra mánuði, að
saknað væri sjö Vestur-Þjóðverja,
sem horfið hefðu á dularfullan
hátt. Var sagt að utanríkisráðu-
neytið egypska hefði tjáð sendi-
ráðinu að meðal þessa fólks væru
Lotz-hjónin og Kiesow-hjónin.