Morgunblaðið - 07.03.1965, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.03.1965, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ Runnudagur 7 marz 1965 Guðrún Tómasdottir heldur söngskemmtun F R Ú Guðrún Tómasdóttir heldur söngskemmtun ' í Gamla bíói fimmtudaginn 11. marz, og hefst söngskemmt- unin kl. 19.15. Undirleik ann- ast Guðrún Kristinsdóttir. Guðrún Tómasdóttir lauk stúdentspróíi 1948 og kennara- prófi 1950, og hélt síðan til söng- náms í Bandaríkjunum. Þar dvaldist hún árum saman við nám, söng m.a. með hinum heimsfræga Robert Shaw-kór og ATHVGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýraria að auglýsa ! Morgunblaðinu en öðrum blöðum. í Carnegie Hall. Hingað kom hún heim að loknu söngnámi árið 1958 og hélt þá hljómleika um haustið í Gamla bíói. Hún söng á kirkjuhljómieikum í Krists- kirkju á Landakotshæð árið 1961, en hélt utan til framhaldsnáms í Bandaríkjunum sama ár. Þaðan kom hún aftur árið 1963, en hefur ekki haldið sjálfstæða söng- skemmtun síðan hún kom. Hins vegar hefur hún komið fram sem einsöngvari í Alþýðukórnum, Musica Nova, Polyfonkórnum og í jólaoratorium Bachs nú um síð- ustu hátíðir. Á efnisskrá söngkonunnar nú eru aríur eftir Hándel og Mozart, fjórar íslenzkar barnagælur (eftir Jón Nordal, Fjölni Stefáns- son, Markús Kristjánsson og þjóðlag í útsetningu Ferdinands Rauters), og ljóðasöngvar eftir Schubert, Hugo Wolf og Strauss. Guðrún Tómasdóttir. Aðgöngumiðar að söngskemmt- un frú Guðrúnar Tómasdóttur fást í bókabúðum Lárusar Blönd- als í Vesturveri og á Skólavörðu- stíg, og í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Stjórnfrœði og ísí. stjórnmál ■ nýr erindaftokkur Félcgsmálastofnun- arinnar í DAG kl. 4 e. h. hefst í kvik- myndasal Austurbæjarbarna- skóla erindaflokkur Félagsmála- stofnunarinnar um STJÓRN- FRÆÐI OG ÍSLENZK STJÓRN- MÁL, en í erindaflokki þessum munu 8 þjóðkunnir fyrirlesarar flytja samtals 12 erindi um ýmsa þætti stjórnfræðinnar, rikisins, stjórnskipunar, stjórnmálastarfs, hugsjónastefna, borgaralega rétt- inda og fleira af því tagi. Fyrra erindið, sem flutt verð- ur í dag, flytur Hannes Jónsson, félagsfræðingur, og mun hann m.a. ræða um mannfélagið, sér- félög, ríkið og fræðilegar athug- UNGIR SJÁLFSTÆÐISMENN EFNA TIL RÁÐSTEFNU UM VISIIMDI OG TÆKNI Ráðstefnan verður haldin helgina 13. — 14. marz í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði og hefst báða dagana kl. 13.30. LAUGARDAGUR 13. MARZ 1. Ráðstefnan sett: Árni G. Finnsson, form. S.U.S. 2. Ávarp: Matthías Mathiesen, alþm. 3. Sveinn Einarsson, verkfræðingur: „Hagnýting tækniframfara í íslenzku atvinnulífi“. 4. Dr. Bjarni Helgason: „Skipulag rann- sókna í þágu atvinnuveganna“. 5. Umræðuhópar starfa. SUNNUDAGUR 14. MARZ 1. Prófessor Magnús Magnússon: „Fræðslukerfi og vísindi“. 2. Umræðuhópar starfa. 3. Almennar umræður. ' 4. Ráðstefnunni slitið. SVEINN EINARSSON, VERKFR. DR. BJARNI HELGASON PRÓF. MAGNtJS MAGNÚSSON ÖLLUM HEIMILL ADGANGUR S.U.S. HEIMDALLUR, FUS; FUS í KJÓSARSÝSLU; TÝR, FUS; STEFNIR, FUS; HEIMIR, FUS anir á stjórnmálastarfinu. Síðara erindið í dag flytur Ól- afur Jóhannesson, prófessor, sem mun fjalla um aðaleinkenni ís- lenzkrar stjórnskipunar. Þetta er fjórði erindaflokkur Félagsmálastofnunarinnar, þar sem margir þjóðkunnir fræði- menn taka sér fyrir hendur að ræða ýmsa mikilvæga þætti fé- lagslífsins. Fyrsti erindaflokkur- inn, vorið 1962, fjallaði xim verka lýðs- og efnahagsmál. Annar, vorið 19t>3, um fjölskylduna og hjónabandið. Þriðji, vorið 1964, um heimspekileg viðhorf og kristindóm á kjarnorkuöld, og nú er að hefjast þessi forvitni- legi erindaflokkur um stjórn- fræði og íslenzk stjórnmál, en fyrirlesarar verða Einar Olgeirs- son, alþm., Emil Jónsson, alþm., Eysteinn Jónsson, alþmy Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, Gils Guðmundsson, alþm., dr. Gunn- ar G. Schram, ritstjóri, Hannes Jónsson, félagsfræðingur, og Ól- afur Jóhannesson, prófessor. Hreinn Hjnrtnr- son - Minning KÆRI vinur! Það þyrmdi yfir mig þegar ég heyrði að báts þíns væri saknað. í lengstu lög vonar maður að kraftaverkið gerist, en sú von brást. íslenzka þjóðin hafði orðið að. sjá á bak tveim efnilegum son- um. Við Hreinn vorum saman í skipsrúmi á fjórða ár. Við fáar aðstæður kynnast menn betur, en þegar þeir deila kjörum á sjó. Þú varst drengskaparmaðúr og góður félagi. Það lék allt I höndunum á Þér. Ef eitthvað verk þótti vandasamara en ann- að, þá varst þú sjálfkjörinn til þess að framkvæma það. Það er erfitt að trúa því að þú sért horfinn fyrir fullt og allt. Vinátta, sem maður býst við að njóta árum saman, er allt í einu ílitin sundur. Eftir er minningin, að vísu góð minning, en trega blandin. Það er svo hörmulegt þegar menn í blóma lífsins eru kállaðir burt fvrirvaralaust. . Konu þinni og foreldrum, sem svo sár harmur er kveðinn, votta ég innilega samúð. Góði vinur! Ég kveð þig með söknuði. Þú munt altaf eiga hlýjan blett í huga mínum. Lúther Kristjánsson. Málflutníngsskrifstofa JON N. SIGURÐSSON Sími 14934 — Laugavegj 10 HILMAR FOSS Hafnarstræti 11. - Sími 14824. lögg. skjalþ. og dómt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.