Morgunblaðið - 07.03.1965, Side 4
4
MORCU N BLAÐIÐ
1
Sunnudagur 7. marz 1965
Tökum fermingarveizlur
og aðrar smáveizlur. Send-
um út veizlumat, snittur og
brauð.
Hábær, sími 21360.
Nú er rétti tíminn
til að klæða gömlu hús-
gögnin.
Bólstrun Ásgríms
Bregstaðastr. 2.
Sími 16807.
Ljósmyndastækkunarvél
óskast. Má vera notuð. —
Upplýsingar í síma 15973.
Til solu:
GMC-hertrukkur, árg. ’42
ásamt varahlutum. — Enn
fremur flutningavagn á 4
hjólum, yfirbyggður. Uppl.
í síma 40883.
Kona eða stúlka
óskast til ræstinga á lítilli
íbúð, hjá einhleypum
manni. Tilb. sendist blað-
inu merkt: „500“, fyrir mið
vikudagskvöld.
Anzeige
Þýzka sendiráðið óskar eft
ir að taka á leigu hús með
5—7 herb. og bílskúr, í
Vesturbænum. Upplýsingar
í sima 19535/36.
Keflavík
Bakarofn og áhöld úr
brauðgérðarhúsi, til sölu.
Uppl. gefur
Eigna og verðbréfasalan,
Keflavík. Símar 1234 og
1430.
Keflavík
Slankbelti, korselett; síð
brjóstahöld í frúarstærðum
buxnabelti, svört og hvít.
E L S A — Sími 2044.
Keflavík
Amerísk hjón óska eftir
íbúð í Keflavík eða Njarð-
vík. Uppl. í síma 1128.
Múrverk
Óskum efttr að taka að
okkur múrverk. Gjarna úti
á landi. Tilboð sendist blað
inu, merkt: „Múrverk—
9913“, fyrir 12. þ.m.
Svefnstólar
Svefnbekkir, svefnsófar, —
sófasett frá kr. 10.700. —
Valhúsgögn, Skólavörðu-
stíg 23. Sími 23375.
Blý
Kaupum blý hæsta verði.
Málmsteypa
Ámunda Sigurðssonar
Skipholti 23. Sími 16812.
Klæðum húsgögn
Klæðum og gerum upp
bólstruð húsgögn, Sækjum
og sendum yður að kostn-
aðarlausu. Vaihúsgögn
Skólav.stíg 23. Sími 23375.
Sængur
Æðardúnssængur
Gæsadúnssængur
Dralonsængur.
Dún- og fiðurhreinsunin
Vatnsstíg 3. — Sími 18740
A T H U G I Ð
að borið saman við úlbreiðslu
er langtum ódýrara að auglýsa
í Morgunbiaðinu en öðrum
blöðtun.
Söffn
sunnu-
dögum
Söfn opin á sunnudögum
Ásgrímssafn er opið frá kl.
1:30—4.
Þjóðminjasafnið er opið frá
kl. 1:30—4.
Listasafn íslands er opið
frá kl. 1:30—4.
Minjasafn Reykjavíkurborg
ar, Skúlatúni 2 er opið frá
kl. 2—4.
Borgarbókasafn Reykjavík-
ur. Útlánsdeild opin frá kl.
5—7. Lestrarsalur opinn kl.
2—7.
Gotneskur róðukross frá
Kaldaðamesi.
Ur ríki
náttúruniiar
ENN minnast margir gömlu
íslenzku torfbæjanna, með
bumlrót milli burstanna og
vall'humli á vegglaginu. Þessir
bæir gerast nú sjaldgæfir, og
irneð þeim hverfur úr söguiuxi
sérstakt gró’ðurlendi, sem hef-
ur lítt verið kannað. BURNI-
RÓTIN var ein af einkennis-
plöntum þessa gróðurlendis.
Hún óx oftast út úr veggstál-
inu, milli burstanna, myndaði
þar þétta brúska, sem lituð-
ust gulirauðir er á sumarið
leið. Hún átti sinn þátt í því
að fegra þessa bæi og gefa
þeim líf.
Ekki eru torfbæirnir þó að-
alvaxtarstaðir burnirótarinn-
ar. Klettaskorur og syllur eru
hennar kjörlendi, en þar áð
auki vex hún víða á melum
og grjótöldum til fjalla. Til-
vera burnirótarinnar á torf-
bæjunum er því nokkurt undr
unarefni, og varlli er hún
þangað komin af eigin ramm-
leik.
(Ur grein Helga Hallgríms-
sonar í FLÓRU, nýútkomnu
tímariti). Ljósmyndun einnig
tekin af Helga).
Spakmœli dagsins
Vér felum oft aðra á vald misk
unnar Guðs, þótt vér sýnum enga
sjálfir.
G. Eliot, ensk skáldkona
(1819—1880).
ELZTUR sögustaður á landi
hér mun vera Húsavík við
Skjálfanda Garðar Svavars-
son hinn sænski fór að leita
íslands „að tilvísun móður
sinnar framsýnnar. Hann kom
áð landi fyrir austan Horn hið
eystra. Þar var þá höfn. Garð
ar sigldi umhverfis landið og
vissi, að það var eyland. Hann
var um vetur einn norður I
Húsavík á Skjálfanda og gerði
þar hús. . . . Eftir það var land
ið kallað Garðarshólmur, og
var þá skógur milli fjalls og
fjöru.“ Svo segir í Landnámu.
En Húsavík var kennd við
húsið, sem Garöar reist.i þar.
Og fyrstur alira norrænna
manna hafði hann vetursetu
hér. Sagan segir að Garðar
hafi lofað mjög landið, og á
þá Húsavík eflaust sinn hlut
í því íofi. Um landnám þarna
segir að Húsavík hafi verið í
landnámi þeirra bræðra Héð-
ins og Höskuldar, er nánau frá
Tunguiheiði að Laxá. Telja miá
nokkurn veginn víst að fiestir
eða allir landnámsmenn í Suð
ur Þingeyarsýslu hafi kiomið
skipum sínum í Húsavík, því
að önnur höfn hefir ekki ver-
ið við Skjálfanda. Þangað
munu og brátt hafa orðið sigl-
ingar kaupmanna. í Reykdæla
sögu sesgir: „Eitthvert sumar
kemur dkip af hafi í Húsavík,
þó að svo bæri oftar að.“ Má
lesa út úr þessu að siglingar
hafi verið alltíðar þangað, og
er nokkrum sinnum getið um
kaupskip þar í öðrum sögum.
Af þessu hefir leitt, að þar
hefir snemma hafizt kaup-
skapur. Hvorugur landnáms-
maðurinn bjó í Húsavík, en
fyrsti bóndi, sem þar er getið,
var Ketill Fjörleifsson, bróð-
ir Vémundar kögurs. Ekki
var höfn góð í Húsavík, þótt
ÞAKKID Drottni, því hann e>r góð-
ur, því miskunn hans varir að
eilifu (Sálm. 118, 1).
f dag er sunnudagur 7. marz og er
það 66. dagur ársins 1965. Eftir
lifa 299 dagar. 1. sunnudagur í föstu.
Miðgóa. Árdegisháflæði kl. 7:44.
Síðdegisháflæði kl. 20:05.
Bilanatilkynningar Rafmagns-
veitu Keykjavíkur. Simi 24361
Vakt allan sólarhringinn.
Slysavarðstofan í Heilsuvernd-
arstöðinnl. — Opin ailan sóLr-
hringinn — sími 2-12-30.
Næturvörður er í Vesturbæjar
apóteki vikuna 6/3. — 13/3.
Kópavogsapotek er opið alla
virka daga kl. 9:15-8 taugardaga
frá kl. 9.15-4., Aelgidaga fra nl
1 — 4=
Holtsapótek, Garðsapótek,
Laugarnesapótek og Apótek
Keflavíkur eru opin alla virka
daga kl. 9—J, neina laugardaga
frá 9—^—4 og helgidaga frá 1—4.
Næturlæknir í Keflavík 20/1—
31/1 er Kjartan Ólafsson síml
1700.
Nætur- og helgidagavarzla
lækna í Hafnarfirði í marz-
mánuði 1965. Helgidagavarzla
laugardag til mánudagsmorguna
6. — 8. Eiríkur Björnsson s. 50235
Aðfaranótt 9. Guðmundur Guð-
mundsson s. 50370. Aðfaranótt 10.
Jósef Ólafsson s. 51820. Aðfara-
nótt 11. Kristján Jóhannesson s.
50056. Aðfaranótt 12. Ólafur
Einarsson s. 50952. Aðfaranótt 13.
Eiríkur Björnsson s. 50235.
Næturlæknir í Keflavík frá 1/3.
— 8/3. er Arinbjörn Ólafsson
simi 1840.
OrS Ilfsins svara I síma 10006.
I.O.O.F. 3 = 146388 = 8*£ LII.
I.O.O.F. 10 = 1463885^ =
□ „IIAMAR“ í Hí. 5965298—1
□ MÍMIR 5965387 — 1
□ EDDA 5965397 — 1
Smóvarningar
Eigi eru menn á eitt sáttir um
það, hvernig jarðolía er til orð-
in. Sumir álíta, að húri sé mynd-
uð úr kolum á þann hátt, að
kolalög í miklu dýpi hafi orðið
fyrir áhrifum hita og olía eimzt
úr kolunum við mjög háan þrýst
ing. Aðrir ætla, að olían sé mynd
uð úr hræjum ýmissa dýra, sem
lifðu í sjónum á fyrri jarðtíma-
bilum. j Mun þessi sfðari skoðun
vera algengarL
Málshœttir
Þáð er ekki öll vitleysan eins.
Það hefur þá fari'ð fé betra.
Það er nú galli á gjöf Njarðar.
Það er sama hvaðan gott kem-
Munið
Skálholtssöfnunina
MESSUR í DAC Sunnudagaskólar
sjá dagbók í gœr
Æskulýðsguðsþjónustur
sá NÆST bezti
Jón Vídalín biskup fór að sögn fyrst, er hann sigldi til útlanda,
til Noregs.
Er þangað kom, borðaði hann ásamt skipstjóranum á skipinu hjá
kaupmanni þar í landi.
Kaupmanni þótti Jón ekki kunna borðsiði og spurði hann:
„Er mikið af svínum á íslandi?“
„Ekki veit ég, hve mörg þau eru“, svaraði Jón, „en öll eru
þau úr Noregi.“
Ari Jochumsson kvæði svo um
aldamótin síðustu:
Væri ei Garðar lagstur iík,
litist honum Húsavík
höfn sem fyrrum. . .
Nú er þar komin höfn og
er aðaigarðurinn suður af svo
kallaðri Böku, en þar fyrir
innan er víkin, sem áður hafði
aðein'S skjól af Höfðanum, en
iá að öðru leyti fyrir opnu
hafi. Myndin sýnir að full þörf
var á þessum skjólgarði. Brim
er þarna oft míkið og hér
gengur það hátt yfir hafnar-
garðinn.
ÞEKKIRÐU
LANDID
ÞITT?