Morgunblaðið - 07.03.1965, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIO
Sunnudagur 7. marz 1965
Hidrostal dælir um 80% af öllum
fiski, sem dælt er í heiminum
Rætt við Odd Bugge forstjóra Hydema,
sem hefur umboðið fyrir sildar-
dælur, sem framleiddar eru i Perú
AÐ UNDANFORNU hefur verið
staddur hér á landi forstjóri
norska fyrirtækisins Hydema,
Odd V. F. Bugge, sem hefur sölu
umboð fyrir Evrópu á Hidrostal
síldardælunum, sem smíðaðar
eru í Peru.
Morgunblaðið hefur hitt Bugge
að máli og Sigfús Bjarnason í
Heklu, sem hefur umboðið hér á
landi fyrir þessar dælur.
Bugge sagði, að 5 fiskiskip á
Norðurlöndum hefðu þegar venð
útbúin Hidrostal dælum, en þær
hefðu fyrst verið settar á mark
að í Evrópu um mánaðamótin
júlí-ágúst á sl. ári. Þá væru þegar
þrjár dælur í pöntun í Noregi,
sem afhentar verða í vor og lík
legt væri að fleiri íslenzk skip
fengju sér þessar sildardælur eft
ir þá reynslu sem af þeim hefði
fengizt á Höfrungi III.
Hidrostal síldardælan er sú
eina i heiminum, sem sérstaklega
hefur verið smíðuð til að dæla
fiski. Það var svissneskur maður,
Stal að nafni, sem smíðaði dæl-
una upphaflega og reisti verk-
smiðju í Peru til að framleiða
hana. Þar í landi hafa flestir
bátar Hidrostaldælu og er hún
einnig mikið notuð í öðrum Suð
ur-Ameríkuríkjum sem stunda
fiskveiðar. Að sögn Bugge mun
þessi dælutegund dæla um 80%
af öllum fiski sem dælt er í heim
inum.
Bugge sagði, að Noregur og ís
land væru fyrstu Evrópulönd-
in, sem fengju sér slíkar dælur
og væri það eðlilegt, þar sem
þessar þjóðir hefðu forystu í
tækniþróun fiskveiða í Norður-
Evrópu. Kosti Hidrostaldælunn-
ar sagði hann m.a. vera þá, að
síldin kæmi þurr í lestarnar og
óskemmd. Hefði forstjóri síldar
verksmiðju í Egersund sagt sér,
að þar hefði aldrei sézt jafn góð
síld og sú, sem dælt hefði verið
um borð í veiðiskipin.
Dælan afkastar 250—300 tonn
um á klukkustund, en því smærri
sem fiskurinn væri því betur
gengi dælingin. Því væri senni-
legt, að heldur lengur tæki að
dæla stóru íslenzku sumarsíld-
inni en t.d. loðunni, sem hér
hefði veiðzt að undanförnu.
Þá gat Bugge þess, að unnt
væri einnig að fá Hidrostal fiski
dælu, sem dældi frá veiðiskipi og
til verksmiðju. Væri það sams
konar dæla og sú sem skipin
hefðu, að öðru leyti en því, að
tæki þyrfti til að blanda fiskinn
vatni áður en honum er dælt a
land. Unnt væri að dæla-um 200
tonn á klukkustund frá skipi til
verksmiðju og þannig gæti Höfr
ungur III til dæmis losað 300
tonna afla á 1% klukkustund, en
það tæki annars ca 8 klst. með
löndunarkrabba. Unnt væri að
dæla 1200 metra vegalengd, en af
þeirri stærð væri stærsta Hitro
staldælan í Peru, og væri mögu
legur hæðarmismunur 30 metrar.
Aðeins einn mann þarf til að
stjórna svona löndunartæki og
er því til mikils sparnaðar í
mannahaldi, auk þess sem skip
in komast miklu fyrr á veiðar
eftir iosun.
Að lokum minntist Odd Bugge
á snurpu- og togspil, sem fyrir
tæki hans Hydema, framieiðir.
Það er gert með háþrýsti drif
búnaði i stað lágþrýstidrifbúnað
ar sem algengast er. Fyrstu
norsku bátarnir hafa þegar feng
ið slík spil og 4 bátar, sem Dan
ir eru að láta smíða fyrir Græn-
lendinga, verða útbúnir þessum
spilum. Þau eru miklu fyrirferðá
minni og öruggari í notkun en
eldri spiiin, að sögn Bugge, sem'
hafi það m.a. í för með sér, að
aukið rými fæst í skipunum og
þau geti því borið meira.
Sigfús Bjarnáson, forstjóri
Heklu h.f., minntist á, að Harald
ur Böðvarsson & Co á Akranesi
hefðu keypt fyrstu síldardæluna
sem sett hefði verið í íslenzkt
skip, Höfrung III, sem væri að
flestra dómi fullkomnasta skip
okkar í dag og jafnvel í allri
Norður-Evrópu. Væri Höfrung
ur III einnig útbúinn Pleuger
aflstýri.
Þeir feðgar Haraldur og Stur-
laugur væri í fararbroddi með að
hagnýta sér tækninýjungar í fisk
veiðum nú, sem fyrr.
Bugge hefur oft komið til fs-
lands og þekkir hér staðhætti bet
ur en margir Norðmenn. Á sl.
hausti kom hann enn einu sinni
og þá í þeim tilgangi að velja um
boðsmann fyrir fiskidælurnar og
háþrýstispilin og aðrar fram-
leiðsluvörur fyrirtækis hans. —
Varð Hekla h.f. fyr-ir valinu Eft-
ir þá heimsókn Bugge fór Kjart
an Kjartansson, sölustjóri, ásamt
Jóni Héðinssyni útgerðarmanni
til Noregs og kynntu
þeir sér dælurnar í notk-
un. Ræddu þeir m.a. við skipstjór
ann á Senor, sem hefur fiskað
við strendur Suður-Ameríku og
hefur skilað meiri afla á land en
Loðnu dælt um borð í Höfrung III
Odd Bugge,
íorstjórL
nokkur annar á jafnskömmum
tíma í heiminum. Um það leyti
var skipstjórinn að fá sér 12
tommu Hidrostaldælu í stað 8
tommu dælu, sem hann hafði
dælt með 12 þúsund tonnum á
2 mánuðum. Vildi skipstjórinn
enn auka afköstin og fékk sér
því 12 tommu dæluna, en hún er
samskonar og sú sem sett var i
Höfrung III í janúarmánuði sl.
Sagði Sigfús. að dælan um
borð í Höfrungi III hefði reyhzt
f ramúrskarandi vel og hef ði •
skipið dælt 28 þúsund tunnum af
loðnu með henni á tveimur vik-
um og nokkru magni af síld á3
ur. Fyrir tilstilli Hidrostaldæi-
unnar og PleUger aflstýrisins
hefði skipinu verið unnt að at-
hafna sig í verra veðri en títt
væri án slíks útbúnaðar og einnig
væri nótaslitið mun minna.
Sigfús sagði, að mikill áhugi
væri fyrir því hér að útbúa sild
arflutningaskip Hidrostal dælum
til að losa úr veiðiskipunum.
Yrði sennilega gengið frá nokkr
um samningum á næstu dögum
í þessu sambandi.
Odd Bugge verður til viðtals á
skrifstofu Heklu, Laugavegi 170
—172 mánudaginn 8. og Þriðju
daginn 9. marz og mun hann að
sjálfsögðu reiðubúinn ásamt
Kjartani Kjartanssyni sölustjóra
hjá Heklu að veita allar upplýs-
ingar. Það skal tekið fram 'ið
eigi að setja dælur í fiskibáta fyr
ir vorið er nauðsynlegt að ganga
frá pöntun hið fyrsta.
Viöræöur um að Eimskip flytji
frysta fiskinn fyrir Sölumiöstöðina
VIÐRÆÐUR fara nú fram
milli Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna og Eimskipafé-
lags íslands um að Eimskip
taki að sér flutninga á fryst-
Verðið í Bretlandi var
3 kr. hærra í jan. en febr.
SLENZKU togararnir fóru í 11
iiluferðir til Bretlands í janúar-
íánuði og seldu þar 1296 tonn
prir 15.4 milljónir króna og var
íeðalverð því kr. 11.89 pr. kg.
í sama mánuði fóru togararnir
12 söluferðir til Þýzkalands með
323 tonn, sem seldust fyrir 12.7
lilljónir króna og varð meðal-
erðið þar því kr. 9.60 pr. kg.
í febrúarmánuði fóru togararn-
r 11 söluferðir til Bretlands með
630 tonn, sem seldust fyrir 14.4
milljónir króna og varð meðal-
verðið kr. 8.85 pr. kg.
Til Þýzkalands fóru þeir í
febrúar 18 ferðir með 2586 tonn,
sem seldust fyrir 19.4 milljónir
króna oig varð meðalverðið því
kr. 7.51 pr. kg.
í janúar mánuði var markaðs-
verð óeðlilega hátt, en tiltölulega
lágt á febrúarmánuði eins og oft
vill verða þegar markaðsverð
hefur verið hátt, en auk þess var
mkilu meira framboð í febrúar
en janúar.
um sjávarafurðum fyrir SH,
en þeir flutningar hafa að
mestu farið fram að undan-
förnu með skipum Jökla hf.,
dótturfyrirtækis SH. Morgun
blaðið hefur átt viðtöl um
þetta við forstjóra Eimskip
og stjórnarformann SH og
fara þau hér á eftir:
Óttarr Möller, forstjóri Eim-
skipafélags íslands, tjáði Morg-
unblaðinu í gær, að hafnar væru
viðræður við Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna um aukinn flutn-
ing frystra sjávarafurða til
Evrópu og Bandaríkjanna með
skipum félagsins.
óttarr sagði, að Eimskip hefði
um langt árabil átt ágæta sam-
vinnu við Sölumiðstöðina og aðra
útflytjendur á frystum sjávar-
afurðum og hann . vonaðist til að
svo yrði áfram. Að undanförnu
hefði Eimskip ekki flutt eins mik
inn frystan fisk með skipum sín-
um og mögulegt hefði verið.
Þá sagði hann, að unnt væri
að flytja frystar vörur með sex
af skipum félagsins, sem hefðu
um 500 þúsund teningsfeta frysti
rými. Svaraði það til þess, að
unnt væri að flytja alls nærri
10 þúsund tonn af frystum af-
urðum í einni ferð.
óttarr sagði að lokum, að Eim-
skip hefði mikinn hug á að nýta
eins vel og unnt væri frystirými
skipa sinna og þess végna hefði
fjlagið gert tilboð í flutninganna
á vegum Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna.
Elías Þorsteinsson, stiórnar-
formaður SH, sagði að viðræður
stæðu yfir við Eimskip um flutn-
inga á frystum afurðum fyrir SH
og líklega lægi niðurstaða þeirra
fyrir fljótlega eftir helgina.
Sagði hann, að SH hefði leitað
tilboða í flutningana og borizt
tvö tilboð, annað frá Jöklum hf.,
dótturfyrirtæki sínu, og Eim-
skipafélagi slands. Hefði mikill
mismunur verið á farmgjöldum
þessara skipafélaga varðandi
frystan fisk, taxti Eimskip hefði
verið 100 shillingar á tonnið en
151 shillingur hjá Jöklum, en það
verð væri þó ekki hærra en
heimsmarkaðsverðið. Hefði verið
erfitt að fá erlend leiguskip fyrir
minna en 140—150 shillinga og
þá væri ekki reiknað með kostn-
aði við lestun og losun.
Elías er einnig í stjórn Jökla hf
og sagði hann, að yrði samið um
flutningana við Eimskip þyrfti
að leita á heimsmarkað með verk
efni fyrir skip Jökla hf.
Sagði hann, að höfuðástæðan
fyrir þessum breyttu viðhorfum
af hálfu SH væri sú, að farm-
gjöldin væri reiknuð inn í fiski-
verðið, sem frystihúsaeigendur
þyrftu að greiða. Væri talið að
þeir þyrftu að greiða 22—26
milljónir umfram það sem nauð-
synlegt væri.
► *****
..V.SYÖ!
m
* * ******
^.Æœm.
*r
♦AVv , _
m
♦♦♦-*»* tttj
> ***• ♦
*****