Morgunblaðið - 07.03.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.03.1965, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐI& Sunnudagur 7. marz 1963 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulitrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 5.00 eintakið. SÍÐUSTU FOEVÖÐ AÐ HAGNÝTA ORKUNA ITíða um heim þjóta nú upp " raforkuver, sem nota kjarnorku sem eldsneyti og hafa framfarirnar á þessu sviði orðið svo miklar, að nú er gert ráð fyrir að aðeins 5 ár muni líða þar til helming- ur nýrra raforkuvera í Banda ríkjunum verði knúin kjarn- orku, og ekki nema nokkrir áratugir þangað til eingöngu verði byggð kjarnorkuknúin raforkuver þar í landi. Þessi staðreynd sýnir, að síðustu forvöð eru fyrir okk- ur íslendinga að beizla fall- vötnin og hefja stórfram- leiðslu til að hagnýta orku þeirra. Eftir nokkra áratugi er útlit fyrir að nýjar vatns- aflsvirkjanir verði ekki sam- keppnisfærar við kjarnorku- virkjanir, en að sjálfsögðu geta eldri vatnsaflsvirkjanir, sem afskrifaðar hafa verið, keppt við kjarnorkuna tii frambúðar. Það eru þess vegna meira en lítið skammsýnir menn, sem berjast gegn því, að við íslendingar hefjum stórvirkj- anir og stóriðju, enda mun framtíðin dæma þá menn, eins og þeir verðskulda. Sem betur fer eru þessir menn líka nú orðið fáir og fer stöðugt fækkandi, svo að ljóst er að fyrirhugaðar stór- iðjuframkvæmdir munu njóta stuðnings alls þorra lands- manna, en kommúnistar verða auðvitað á móti þessu framfaramáli eins og öðrum. Andstaða kommúnista við stóriðjuframkvæmdir er raun ar býsna kátleg. Ritstjóri „Þjóðviljans11 hefur tekið sér fyrir hendur að kenna vís- indamönnum okkar, hvernig þeir eigi að undirbúa virkj- unarframkvæmdir, og skrif- ar dag eftir dag um ís í Þjórs- á, og einn daginn var ís í Sog- inu, sem að dómi hans átti að sanna, hve stórhættulegt væri að virkja ár á íslandi. En fleiri koma honum til liðs. Þannig lagði fulltrúi komm- únista í borgarstjórn á það mikla áherzlu á fundi borgar stjórnar fyrir skömmu, að ís gæti myndazt á hinu fyrir- hugaða hafnarsvæði Reykja- víkur og þess vegna ætti lík- lega ekki að vera leggjandi út í hafnarbyggingu fyrir höfuðborgina. Nú hefur ísinn verið á reki fyrir norðan land og austan og líklega heyrum við kommúnista næst hefja fjálglega fyrirlestra um það, að í þessum landshlutum megi engar framkvæmdir hefja, því að ísinn muni granda þeim. Og nú verða kommúnistar að senda Magnús Kjartans- son, ísalaga-sérfræðing sinn á vettvang til að útlista hve Dettifoss sé beinfrosinn, því að kommúnistablaðið kunn- gerir í gær, að okkur standi til boða að fá alumínverk- smiðju einnig á Akureyri og stórvirkjun við Dettifoss. — Þetta er nú því miður að vísu ekki nákvæmlega sannleikan um samkvæmt, fremur en annað það, sem í því blaði stendur, en vonandi kemur þó að því, að við getum virkj- að Dettifoss, þótt það megi áreiðanlega ekki dragast mjög lengi, vegna samkeppni þeirrar, sem verður von bráð ar frá kjarnorkuiðn iðinum. HALDLAUS RÖK 1 Búnaðarþingi hefur verið ^ samþykkt tillaga um það, að þjóðnýta beri Áburðar- verksmiðjuna og eru íyrir þeirri skoðun einkum færð þau rök, að bændur hafi á undanförnum árum kvartað undan einhæfni áburðar- framleiðslunnar og korna- smæð áburðarins, án þess að úr hafi verið bætt, og Áburð- arverksmiðjan sé ekki rekin með hag bændastéttarinnar fyrir augum. Það er áreiðanlega rétt, að mistaka hefur frá upphafi gætt við Áburðarverksmiðj- una og ef til vill alvarlegra. Má vera að unnt verði síðar að brjóta það mál til mergj- ar. En hvernig stendur á þessu? Er það því að kenna, að nokkrir einstaklingar eiga hlut í Áburðarverksmiðj- unni? Nei, sannleikurinn er sá, að ríkið á meirihluta hlutafjár og hefur meirihluta stjórnar- innar. Frá upphafi hefur því gætt ókosta ríkisrekstrar við rekstur Áburðarverksmiðj- unnar, og það eru þeir, sem Búnaðarþing bendir á, þótt það dragi þá röngu ályktun, að reksturinn mundi batna við það, að ríkið eitt kæmi nálægt honum. Búnaðarþing bendir á, að Áburðarverksmiðjan hafi einkasöluaðstöðu og segir, að allt annað sjónarmið mundi ríkja, ef innflutningur áburð- ar væri frjáls. Auðvitað ætti sú vernd, sem Áburðarverk- smiðjan hefur vegna flutn- ingskostnaðar að nægja henni Þrátt fyrir að liðin séu níu ár frá því að kvikmyndaleikarinn Janves Dean kvaddi þennan heim lifir en i hjörtum hinna fjöl- mörgu er voru aðdáendur hans á þeim tíma. Fles-tir þessara tryggu aðdáenda hans eru mi'ðaldra kon- ur, en hann hreif með framkomu sinni á hvíta tjaldinu. Hafa verið stofnaðir fjölmargir klúbbar um víða veröld er starfa þeir með mikium blóma og klúbbreglurnar mjög strangar. Einkunarorð kiúbbanna eru þessi: Gerið allt er í yðar valdi stendur til að halda minningu Jemes Dean sáluga hreinni. Margir hafa velt vöngum yfir hvað það sé er geri mönnum James Dean svona minn istæðan. Sennilegasta skýringin er sú, að hann var og er jafnvel ennþá tákn hins hugrakka manns ekki aðeins á kvikmyndatjaldinu heidur einnig í veruleikanum, því líf hans utan kvikmyndavers ins var engu minna hættulegt. Kappakstur var hans illa ástríða og enda varð það hans bani að lokum. Bíll hans fór út af veg- inum á ofsahraða og rakst á tré Var Dean látinn þegar að var komið. XXX f>að má nærri geta, hvort ekki varð handagangur í öskjunni, þegar það komst upp, að kvik- myndaleikarinn frægi, Marlon Brando á barn með hinni fögru Taritatumi Terripai, eða Tarita, eins og hiún var nefnd, þegar hún lék með Brando í kvikmyndinni „Uppreisnin á Bounty“. Leyndarmálið komst upp, þeg- ar hinn 40 ára gamli leikari sagði frá því fyrir rétti í HoIlyvVood ekki ails fyrir löngu Barnið, sem er drengur, var skírt Simon Tehotu, Simon fædd iat í maí 1963. Elizábet Teylor var fyrir því áfalli fyrir skömmu a’ð Rolls Royoe bifreið hennar, er ekið var af einkabílstjóra, ók á 79 ára gamla konu. Slysið vildi til þeg- ar Taylor ásamt bílstjóra sínum vorU að koma úr jarðaför sonar bílstjórans, er hafði verið myrt- ur á málverkasafni einu en enn- þá er allt á huldu um þann atburð Xonan gekk skyndilega í veg fyrir bifreiðina og bifreiðin, er var á mjög mikilli ferð, skall á konuna, er kastaðist í götuna. Einn þeirra er varð áhorfandi að atburðinum sagði, að Elizabet hefði stokkið út úr bifreiðinn og hlaupið að konunni. Hún fór úr minkapelsi sínum, vafði honum saman og lagði undir höfuð kon- unnar og reyndi á allan hátt að hlúa sem best áð konunni meðan beðið var eftir sjúkratoifreiðinni. Elizatoet fór síðan með sjúkra- bifreiðinni á sjúkrahúsið og beið þar úrskurðar læknanna. Konan hafði látizt á leiðinni til sjúkra- bússins. Yfirvöldin tilkynntu a<5 engin ákæra yfði lögð fram og talsmaður lögreglunnar sagði að bifreiðastjórinn hefði tekið þenn an atburð geysilega nærri sér og væri niðurbrotinn maður. Bif- reiðastjórinn hafði skömmu áður sagt fréttamönnum, að hann vildi að allur heimurinn vissi, hva yndisleg kona frú Taylor væri og ekki væri eiginmaður hennar síðri. „Dauði sonar míns var milk ið áfali en í raunum okkar hjóna hefur Taylor verið okkur stoð og stytta.“ og innflutningur því að vera frjáls. Þannig mundi það einnig vera ef Áburðarverk- smiðjan væri venjulegt hluta félag. Þá mundi henni ekki líðazt að hafa verðlagningu eftir eigin höfði. En þegar ríkið rekur fyrirtækin, þá virðist allt vera í lagi frá sjónarmiði sumra manna. Ef bændur ætluðu að fá þá beztu þjónustu, sem völ er á, ættu þeir einmitt að krefjast þess, að Áburðarverksmiðjan væri rekin sem einkafyrir- tæki, er hefði fulla sam- keppni frá innfluttum áburði, Það væri miklu nær, að ríkið t.d. afhenti bændum um land allt hlutabréf þau, sem það á í fyrirtækinu og það yrði síð- an rekið að vilja eigendanna, þ.e.a.s. bænda að meirihluta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.