Morgunblaðið - 07.03.1965, Blaðsíða 21
Sunnudagur 7. marz 1989
KORGUNBLADID
21
Gunnar Bjarnason:
íþrdtt
Leiga á laxveiðiám og laxveiði
hefur vakið nokkurt umtal upp á
síðkastið og birzt hafa fregnir
um háar upphæðir, sem greidd-
ar eru fyrir ákveðnar ár. Hálf-
gerður hrollur fer um laxveiði-
menn við þessar fregnir, þeir
sjá margir fram á að þessi
íþrótt er að verða þeim dýr. Hin
ir munu þó fleiri, sem óar þess
ar háu upphæðir, sem eytt er
í svona lúxus, eins og það er
6tundum kallað.
Laxveiði er vissulega íþrótt
engu síður en knattspyma,
handbolti og margt fleira og
vafasamt hvort hún veiti ekki
iðkendum sínum mesta hollustu
allra íþrótta. Hún hefur það
fram yfir margar aðrar iþrótta-
greinar að menn geta jafnvel
stundað hana fram yfir áttræðis
aldur, eins og dæmi eru til.
Ef birtar væru tölur um kost-
nað hins opinbera við ýmsar aðr
ar íþróttir: leikvangar, ferðalög,
heimboð, starfslið o.sv.frv. er
ekki ósennilegt að háar tölur
kæmu fram. A þessar íþróttir
mun þó hafa verið lítið, sem
lúxus og óþarfa leikaraskap
fyrir 50-60 árum, eins og mangir
lita nú ó laxveiðiíþróttina. Þetta
gefur tilefni til umhugstmar.
Elzta og fjölmennasta stangvciði-
félag á íslandi.
Stangveiði er orðin nokkuð
almenn iþrótt. í Stangveiðifélagi
Reykjavíkur (það er 25 ára)
eru nú um 1000 manns, svo að
segja allir virkir stangveiði-
menn. Félagið hefur á stefnu-
skrá sinni' m.a. að leigja lax-
veiðiár til afnota fyrir félags-
menn, rækta lax og silung í
þeim ám og vötnum, sem það
hefur ráð á, laga gönguskilyrði
þar, sem þess er þörf, gera
fiskvegi þar, sem ólaxgengir eða
illgengir fossar hafa valdið lax-
leysi í ám, koma upp veiði-
mannahúsum á heppilegum stöð
um. laga og oft leggja akvegi
að og meðfrdm ám o.s.frv. Á
þessari upptalningu má sjá að
verkefni félagsins eru margþætt
og yfirleitt eru þetta fjárfrek-
ar framkvæmdir. Sjálfsagt geta
menn verið sammála um að
þetta séu þjóðþrifaaðgerðir
enda miða þær að því að við-
halda og auka náttúrugæði
landsins og gera þau
legri. Tekjur sínar hefur félagið
af félagsgjöldum, sem nema um
kr 300 þúsund á ári og inntöku-
gjöldum nýrra félaga. Þá reikn-
ar félagið sér hundraðshluta
(mest 10%) ai seldum leyfum
til að standa undir reksturskostn
aði. Félagið hefur ekki notið
neins opinbers styrks. og vinnan
í félaginu við -þessi margþættu
verkefni eru að mestu leyti
sjálfboðavinna félagsmanna. Fé-
lagið greiðir að sjálfsögðu eng-
an arð, svo . ef tekjuafgangur
verður er hann lagður fyrir, til
að mæta kostnaði við fram-
kvæmdir, eins og áður getur.
Leigumál laxveiðiáa í deiglunni.
Það liggur í augu uppi að fé-
lagið getur ekki framkvæmt
stefnuskrá sína nema það hafi
ráð á heppilegum ám og geti
vænzt þess að eiga kost á að
halda þeim gegn sannsýnilegu
gjaldi, sem sanngjamt er að
hækki á hverjum tíma í sam-
rærni við hækkandi verðlag yf-
irleitt.
Enn hefur félaginu ekki tek-
izt að ná á leigu nægilega mörg-
um eftirsóttum ám og hafa ýms
atriði valdið því, þó sennilega
mestu að þessi mál hafa verið
í deiglunni undanfarin ár. Um
skeið tóku nokkur félög við-
skiptalegs eðlis að bjóða allhátt
verð í veiðiár og hugðust nota
þær í auglýsingaskyni viðskipt-
um sínum til ábata. Þetta virð-
ist hafa verið vanhugsað, því
ekki hefur borið á þessu að ráði
upp á síðkastið. Þá hafa komið
fram hópar manna, sem buðu
allhátt verð í veiðiár, m.a. til
að sitja að bezta veiðitímanum
sér að kostnaðarlausu og til að
hagnast á sölu til útlendinga.
Loks hafa verið til hópar manna,
sem hafa haft efni á að leigja
heilar ár sér og gestum sínum
til ánægju. Ein veiðiá hefur
verið leigð erlendum auðmanni
til 10 ára og leigir hann út frá
sér.
Á ýmsu hefur gengið fyrir
Fjölbreytni í veiðimöguleikum
nauðsynleg fjölmennu félagi.
Vegna fjölda félagsmanna ber
SVFR nauðsyn til nokkurrar
fjölbreytni í veiðimöguleikum,
en eins og framanritað ber með
sér, hefur það enn ekki tekizt,
sem skyldi. Félagið hefur því
Borgarstjórlnn, Oelr Hallgrímsson rennlr i EUiðaánum. — Hjá oft keypt veiðileyfi af fyrr-
honum stendur Jón Þorvarðarson í Verðanda. nefndum hópum, fleiri og færri
Grafið fyrir veiðihúsinu við Norðurá. Félagar vinna sjálfboðavinnu. Á myndinni eru frá vinstri:
Ófeigur Ólafsson Viggó Jónsson, Vatnar Viðarsson, Karl Halldórsson, Reynir Eyjólfsson, Ólaf-
ur Þorsteinsson og Hákon Jóhannesson.
hinna
sér upp á því að selja leyfi til
útlendinga og ber nú minna á
þeim um sinn. Þá fækkar óðum
þeim einstaklingum, sem efni
hafa á að halda veiðiár fyrir
sig og gesti sína, eðlilega vegna
þess að þær hafa hækkað all-
mikið í verði.
Stangveiðifélög eðlilegasti milli-
liður milli veiðimanna og áreig
enda.
fullorönu
á hverju sumri. A þessum við-
skiptum hefur félagið stundum
orðið fyrir halla, jafnvel all-
miklum. Það Hefur á þennan
hátt tekið af þessum hópurn ó-
mak við að selja veiðileyfin og
á stundum tap„ sem þeir hefðu
annars orðið fyrir. Stjórn SVFR
hefur því tekið upp þá stefnu
að reyna' að komast alveg hjá
þessari milliliðaleigu, nema sér-
staklega standi á. Hún vill
reyna að fá á leigu heppilegar
ár til að geta beitt þeim þjóð-
þrifaaðgerðum, sem fyrr var
getið og það á við. Þess skal
getið, að viðskipti félagsins
bæði við einstaklinga og hópa
hafa alla tíð verið með ágætum
og vonar stjórnin að svo verði
enn framvegis, þótt áhugamálin
falli ekki alveg saman,
Reykjavík 4.3. 1965.
Gunnar Bjarnason form. SVFR.
Veiðihús Stangaveiðifélagsins við Norðurá.
- Bítlamús'ik
Framhald af bls. 3.
og nú get ég loksins haft eins
hátt og ég vil!
— Þetta er miklu tilfinn-
ingameiri músik en margar
tegundir af viðurkenndri
músik, heldur Pétur áfram.
Ég vildi heldur kjósa að spila
þessa músik en tango eða vals
— já, segjum hvaða tegund af
dansmúsik sem er.
Pétur hrósaði félögum sín-
um í hljómsveitinni á hvert
reipi.
— Þeir eru alveg sérstak-
lega ákveðnir í „rhythman-
um“, enda er það aðalatriðið í
þessari músik — já, þeir hafa
svo sannarlega „sveiflu“, eins
og sagt var um Louis. Og svo
máttu gjarnan festa á blað, að
mér finnst Gunnar Þórðarson
hreint „sjení“.
En hvað segir svo útgef-
andinn sjálfur, Svavar Gests?
Lokaorðin eru frá honum:
— Mér hafði meira en svo
dottið í hug að gefa út plötu
með Hljómum, en úr því varð
þó ekki fyrr en ég komst á
snoðir um, að þeir hefðu sjálf
ir samið lög. Það er ákaflega
vafasamt að gefa út plötu
með erlendum dægurlögum,
því að þau eru oftast orðin
úrelt, þegar íslenzka útgáfan
kemur út.
— Ég hlustaði á nokkur lög
eftir Gunnar og Erling og
valdi síðan þessi tvö. Ég held
mér sé óhætt að segja, að þau
eru eins og bezt gerist er-
lendis í þessum stíl.
— Þetta er í fyrsta skipti,
sem músik í þessum stíl kem-
ur út á plötu hérlendis, og ef
þessi plata með Hljómum fær
góðar viðtökur, er ekkert sem
mælir á móti því, að önnur
sigli í kjölfarið, því að nóg
eiga þeir af lögunum, pilt-
arnir þeir. Hitt er svo annað
mál, að ég mundi ekki gefa
út plötu með annarri bítla-
hljómsveit en Hljómum.
í sjálfu sér er ekkert við því
að segja þótt menn bjóði í og
leigi • sér veiðiár ef efnin leyfa
það og peir halda að þeir geti
haignazt á þvi, það er vitanlega
öllum frjálst. Eins er ekki hægt
að gera athugasemd við það,
hverjum eða á hvaða verði
veiðivatnaeigendur leigja hlunn-
indi sín. Það er þeirra einka-
mál hvernig þeir meta hag sín-
um bezt borgið. Verðið fer eftir
venjulegum viðskiptalögmálum
í samræmi við framboð og eftir-
spurn.
Engan þarf þó að undra þótt
stangveiðifélögin líti þannig á
að til lengdar sé heillavænlegast
fyrir alla aðila að þau séu milli-
liður milli veiðimanna og veiði-
vatnaeigenda. Þau eru varanleg
ar stofnanir með stefnuskrá,
eins og lýst hefur verið. Þau
hafa ekki áhuga á að hagnast á
viðskiptunum og samtakamáttur
þeirra gerir þeim mögulegt að
ráðast í ýmsar fjárfrekar fram-
kvæmdir, veiðivötnunum til
góða. Auðvitað verða félögin að
vera reiðubúin að greiða eig-
endurn sannvirði fyrir hlunnind-
in.
Það er skoðun stjómar SVFR
að verð á veiðileyfum sé víða
þegar komið allmikið yfir sann-
virði. í einstökum ám er hægt
að selja takmarkaðan fjölda
veiðileyfa þessu háa verði, sem
nú er að komast á sumstaðar,
en allur þorri veiðimanna verð-
ur að neita sér um að stunda
þessa heilnæmu íþrótt sakir
kostnaðar. Þegar er farið að
bera talsvert á þessu. Enda sendi
SVFR ekkert tilboð í Laxá í Ás-
um, þegar sýnt var að hún var
komin upp úr öllu valdi. Sama
er að segja um Laxá í Dölum,
félagið hefur ekki áhuga á henni
fyrir það verð, sem henni er
haldið í.
Tforctens vömr
Karftöflumús — Kakómalt
Kaffi — Kakó — Ommilettur.
Reynisbúð, Bræðrabotgarstíg
Laxveiði