Morgunblaðið - 07.03.1965, Blaðsíða 32
56. tbl. — Sunnudagur 7. marz 1965
/s/nn gisnar
og fjarlœgisf
SAMKVÆMT upplýsingum, sem
Jón Eyþórsson, veðurfræðingur,
veitti Morgunblaðinu í gær, hef-
ur isinn fyrir vestan yfirleitt
greiðst sundur og lónað frá
ströndinni á síðustu 2 til 3 dög-
um. Skyggni er mjög slæmt í
Eátravík og sést enginn ís þar í
gSermorgun. Þá urðu mjög snögg
veörabrigði. Um kl. 5 um morg-
uninn var hiti um frostmark, kl.
8 var komíð 7 stiga frost og kl.
14 var 11 stiga frost, allhvass
norðaustan og snjókoma.
Austur með landinu vorusmáar
ísrastir og jakastagl, en losnað
hafði um ísinn við Grímsey. Við
Langnes sást ísbreiða 3 sjómílur
Sængin
/ogoð/
í FYRRINÓTT fór kona nokk
ur í hús og ætlaði að hitta þar
mann. Enginn svaraði, er hún
hringdi Jyrabjöllunni, og fór
því konan og gáði á glugga. Sá
hún þá, að eldur logaði í sæng
mannsins. Hafði hún snör
handtök, braut rúðu í útihurð
£kg fór út með logandi sæng-
ina. Maðurinn var ekki heima,
er þetta gerðist.
Afloleysi
n Hornaiirði
Höfn, Hornafirði, 5. marz:
Á HORNAFIRÐI hafa gæftir ver
ið með ágætum í febrúarmánuði,
en lítið hefur verið róið vegna
algjörs aflaleysis. Liggja bátar
við bryggju þótt einmunabliða
sé, því aflinn er alls enginn og
halda menn að það sé allmiklum
sjávarkulda að kenna. Reynt er
með alls konar veiðarfæri.
Alls eru komnar á land frá
áramótum 1066,5 lestir. Er það
þrátt fyrir allt 82 lestum meira
en á sama tíma í fyrra. Mestan
afla hafa mb. Svanur 219,8 lestir
í 30 sjóferðum og Gissur hvíti
217,8 lestir í 29 sjóferðum og
Akurey 184 lestir í 28 sjóferð-
um. — Gunnar.
Kona viðbeins-
brotnar.
Á ÖÐRUM tímanum í fyrri nótt
varð mjög harður árekstur á
mótum Rauðarárstígs og Miklu
brautar. Kona, sem var í öðrum
bílnum, slasaðist og var flutt í
Slysavarðstofuna. Er talið að hún
hafi viðbeinsbrotnað. Konan heit
ir Elín Stefánsdóttir og á heima
að Brekkulæk 1.
frá landi. Virtist þar fært skip-
um. Aðrar ísfréttir höfðu ekki
borizt veðurstofunni.
Jón Eyþórsson kvaðst gera ráð
fyrir, að mikill hluti af jaka-
stanglinu út af Austfjörðum hafi
bráðnað síðustu 2 daga í frost-
leysinu, enda var það mjög smátt,
þegar fjær dró landi.
17 tonn seld-
ust ekki
TOGARINN Sigurður seldi í
Bremerhaven í gær, var með 187
lestir, þar af 170 lestir af karfa,
17 lest.ir af neyzluhæfum karfa
seldust ekki og nam söluverð
aflans 105.237 mörkum, sem er
eitt lægsta söluverð, sem menn
muna. Fyrirhugað var, að togar-
inn Haukur seldi ytra í síðari
hluta næstu viku, en nú hefur
verið ákveðið, að hann landi hér
heima eftir helgina.
Útsýnisflug með ,Fokker'
kynnisflug til Crœnlands
AÐ SUMRI efnir Flugfélag fs-
lands til útsýnisflugferða með
hinni nýju ,,Friendship“ skrúfu-
þotu, sem félagið mun taka í
notkun á flugleiðum innan lands
í byrjun maí.
„Friendship“ skrúfuþoturnar
eru sérlega vel til slíkra flug-
ferða fallnar; vængur ofan á bol
og stórir sporöskjulagaðir glugg-
ar á farþegarými veita farþegum
ákjósanleg skilyrði til útsýnis.
Tvær leiðir, önnur yfir suður-
hluta landsins og hin yfir vestan-
vert landið, hafa verið valdar
og munu veðurskilyrði ráða hvor
leiðin verður flogin hverju sinni.
Bæklingur með leiðbeiningum,
myndum og upplýsingum um það
sem fyrir augu ber í útsýnisflug-
ferðunum, er í undirbúningi hjá
félaginu og mun verða afhentur
farþegum áður en langt er af
stað í ferðirnar.
Reykjones-
kjördæmi
AÐALFUNDUR Kjördæmisráðs
Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes-
kjördæmi verður haldinn þriðju-
daginn 9. þ. m. í Sjálfstæðishús-
inu, Hafnarfirði og hefst kl. 20.30.
Tœp 100 tonn
# 2 róðrum
1 GÆR var landlega í Reykjavík
og lágu um 100 bátar í höfninni.
Leggja þeir allir upp í Reykja-
vík að meira eða minna leyti.
Ólhætt mun að fullyrða, að um
80 bátar séu gerðir út frá Reykja-
vík á vertíðinni og eru flestallir
á þorskanetum, en fáeinir með
nót.
Afli Reykjavíkurbátanna hefur
yfirleitt verið heldur betri en
undanfarin ár. í fyrradag drógu
flestir lítið, þar sem snemma tók
að hvessa. Voru bátarnir með allt
frá 3 upp í 55 tonn. Ásþór RE
landaði í fyrrakvöld 55 tonnum,
en næst hæstur var Björgúlfur
með 17 tonn. Ásþór landaði eitt
sinn fyrr í vikunni yfir 40 tonn-
um, svo að í tveimur róðrum
hefur hann fengið næstum 100
tonn. Skipstjóri á Ásþóri er Þor-
valdur Árnason, en eigandi báts-
ins er Ingvar Vilhjálmsson.
Ráðgert er að fyrsta útsýnisflug-
ferðin með ,,Friendship“ verði
farin sunnudaginn 6. júní.
Kynnisferðir til Grænlands
Grænlandsferðir Flugfélags ís-
lands með skemmtiferðafójk,
hafa frá upphafi átt vinsældum
að fagna og eftir því sem árin
líða hafa fleiri og fleiri lagt
þangað leið sína.
Á sumri komandi ráðgerir
Flugfélag íslands sextán ferðir til
Grænlands með skemmtiferða-
fólk, þar af tíu eins dags ferðir
til austurstrandarinnar og sex
fjögurra daga ferðir. til hinna
fornu íslendingabyggða á vestur-
ströndinni.
Eins dags ferðirnar hefjast 27.
júní. Lagt verður af stað frá
Reykjavík kl. 8:30 að morgni og
flogið til Kulusuk, þar sem dval-
ist verður um daginn. M.a. verð-
ur þorpið Kap Dan heimsótt.
Fjögurra daga ferðir Flug-
félagsins til hina fornu íslend-
ingabyiggða við Eiriksfjörð hefj-
ast 4. júlí.
Frá Reykjavíkv.verður flogið til
Narssarssuaq, þar sem ferðafólk-
ið dvelst að Artic Hotel.
Viðdvölin í Grænlandi verður
m.a. notuð til þess að heimsækja
Brattahlíð, hinn forna bústað
Eiríks rauða, ganga á Grænlands-
jökul og ennfremur verður farin
daiglöng bátsferð um Eiríksfjörð.
Þá verður m.a. komið við í
Narssaq og farið í heimsókn að
Görðum.
Allar verða Grænlandsferðir
Flugfélags fslands farnar undir
leiðsögn reyndra og kunnugra
fararstjóra.
ÞESSA m.vnd tók Jóhannes
Snorrason, flugstjóri, í síð'asta
skíðafluginu til Grænlands.
Gljáfaxi Flugfélags íslands
lenti á ísnum um 2 kílómetra
fyrir utan Scorrsbysund. Fyr-
ir framan vélina sjást nokkr-
ir þorpsbúa, sem komið hafa
til móts við Flugfélagsmenn,
enda þykir þetta mikill við
burður í Scoresbysundi. 10
farþegar komu með Gljáfaxa
til Reykjavíkur.
Höfðingleg gjöf fil
Þjóðmin jasafnsins
Skildi pok-
ann eftir
TVÖ smávægileg innbrot voru
framin í fyrrinótt. Brotizt var
inn í kjötbúðina Borg, þar sem
þjófurinn settist að snæðingi.
Þegar hann hafði etið nægju sína
byrjaði hann að stinga nokkrum
matarleifum í poka, en hefur
sennilega ekki langaði að hafa
þær með sér því hann hvarf á
braut en skildi pokann eftir.
Annað innbrot var framið í
birgðageymslu Landssímans við
Sölvhólsgötu. Var brotin rúða í
hurð og farið inn, en engu stolið.
FYRIR SKÖMMU barst Þjóð-
minjasafni íslands höfðingleg
gjöf frá Englandi. Gefandinn var
Mark Watson, sá hinn sami sem
gaf Þjóðminjasafninu hið dýr-
mæta safn vatnslitamynda eftir
W. G. Collingwood.
Watson gaf að þessu sinni sex
vatnslitamyndir, er gerðar voru
árið 1791 af enska málaranum
Edward Dayes, eftir frumteikn-
ingum John Thomas Stanleys, síð
ar Stanley lávarðar af Aldei’ley,
en þær teikningar gerði hann í
Islandsleiðangri sínum árið 1789.
Edward Dayes var annars einn
þekktasti vatnslitamálari sinnar
tíðar í Englandi og er hann sagð
ur hafa haft mest áhrif á hinn
fræga málara Turner. Mark Wat
son keypti myndirnar á uppboði
er haldið var í Lundúnum í des
ember sl., en þangað til höfðu
þær verið í eigu Stanleyættar-
innar. Myndirnar eru frá Skál-
holti, Bessastöðum, Innrahólmi,
Laugardal, Snæfellsjökli og
Heklu. Hafa þessi listaverk mikið
sögulegt gildi og þykir Þjóðminja
safninu hinn mesti fengur í þeim.
Myndirnar eru nú komnar á
safnið og hafa þær verið settar
upp, þar sem almenningi gefst
kostur á að skoða þær á venju-
legum sýningartímum, ásamt úr-
vali úr Collingwood-mýndunum.
Minks vart í Æöey
Þúfum, 6. marz:
EINS og vitað er, er minkurinn
kominn hér alls staðar. Nú ný-
lega varð hans vart í Æðey. Er
þar mikil hætta búin hinu mikla
æðarvarpi, sem þar er, en gert
verður allt til að vinna þennan
varg. Mun vera erfitt um það
víða við Djúpið.
Alls staðar er snjólaust í byggð
og Þorskafjarðarheiði fær jepp-
um og farin við og við. Ekki hef
ur hafísinn sézt hér í inndjúpinu
ennþá þó mkiill ís sé á reki úti
fyrir Djúpinu og Stundum inn
með Grænuhlíð. — Páll.
Umferðarslys á Akureyri
Akureyri, 6. marz:
GANGANDI maður, Ari Bjarna
son frá Grýtubakka, Ránargötu
18, varð fyrir bíl á Glerárgötu
við mót Eyrarvegar laust fyrir
kl. 1 í nótt. Bíllinn kom norðan
götuna og hvorki ökumaður né
tveir farþegar, sem í bílnum voru
urðu mannsins varir fyrr en
hann skall á bílnum og sáu hann
meira að segja ekki fyrr en
slysið var orðið, fundu aðeins, að
högg kom á bílinn íramanverðan,
svo að framrúðan sp-akk og bíl-
þakið dældist. Ökumaður stöðv-
aði bílinn þegar í stað, og þegar
hann sté út úr bílnum, sá hann
manninn liggjandi á götunni.
Hann var fluttur meðvitundar-
laus á sjúkrahús, með áverka á
þöfði. Var hann ekki enn kominn
til meðvitundar í morgun og
meiðsli hans ekki fullkönnuð.
Rigning var og hvassviðri, um
11 vindstig, þegar slysið vildi
til. — Sv. P.