Morgunblaðið - 24.04.1965, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 24.04.1965, Qupperneq 25
r Laugar'dagur 24. apríl 196? MORGUNBLAÐIÐ 25 um, þá viljum við fslendingar ekki raska því jafnvsegi. Þvert á móti viljum við leggja okkar af mörkum til að tryggja það og efla. Yilji yfirgnæfandi meiri- hluta íslenzku þjóðarinnar um það er ótvíræður. Samstarfsvilji Mér er það ljóst, að núverandi ríkisstjórn hefur, eins og allar aðrar, átt misjöfnum vinsældum að fagna. Við höfum stundum verið taldir of athafnalitlir og ekki nóg nýjabrum að því, sem við værum að gera. En við höf- um markvisst stefn að settu marki. Þjóðfélagi okkar verður ekki stjórnað með oflæti eða orðaskaki. Við höfum aldrei viljað setja til hliðar neina þá, sem einhverju góðu geta til leiðar komið, heldur leitað við þá samstarfs í lengstu lög. En sam- starfsvilji merkir ekki uppgjöf eða undanhald fyrir óbilgjarnri kröfugerð. Stjórnendur eru til þess að stjórna og taka ákvarð- anir, þegar á þarf að halda. Enn er í gildi hin gamla kenning, að sá, sem vill frið, verður að vera viðbúinn ófriði. Okkur hefur ekki tekizt að leysa allan þann vanda, sem við vildum leysa. Verðbólgan hefur haldið áfram að vaxa meira en góðu hófi gegnir. Sú þraut verð- ur ekki leyst nema því aðeins, að allur almenningur vilji í raun og veru leysa hana. Ef almenn- ingur, hin öflugu almannasam- tök, Alþingi og ríkisstjórn leggj- ast á eitt, þá verður hóf haft á. En þó að um þetta hafi enn ekki tekizt eins og skyldi, þá hefur samt mikið á unnizt. Aldrei verður um of brýnt fyr- ir mönnum, að engum tjáir að reyna að stjórna þvert ofan í stað reyndir. Þess vegna er mikið til i því, sem stundum er sagt að minni munur sé á stjórnar- framkvæmdum ólíkra flokka en látið er í veðri vaka, það séu stað reyndirnar en ekki stjórnendurn- ir sem ráði, staðreyndirnar haldi aftur af sumum en ýti á eftir öðrum. Allt er þetta rétt, að vissu marki, en einungis að vissu marki. Einbeittur vilji getur einn ig breytt staðreyndum ,stundum með snöggu átaki, oftar smám saman, með því að gefast ekki upp. í árslok 1963 töldu flestir, að gengi krónunnar yrði ekki haldið. Með markvissum aðgerð- um og þolgóðum samningsvilja tókst að tryggja gengið. Þessi vilji er enn fyrir hendi og mun ekki undan láta. miklu um. Þrautseigja kynstofns- ins, tryggð við forna menningu, heilbrigð guðstrú og von um betri tíma áttu þátt í, að þrátt fyrir allt var aldrei gefizt upp. Um síðustu aldamót gerðist það allt nokkurn veginn samtímis, að þjóðirí fékk mikið sjálfsforræði, veðurfar batnaði, einangrunin rofnaði, vaxandi þekking skapaði skilyrði fyrir bættu heilbrigði og margháttaðri tækni til hagnýt- ingar landsgæða. Þá hófst nýtt landnám, er skilað hefur núlif- andi kynslóð öðru og betra ís1- landi en nokkrir okkar forfeður hafa notið. Og enn á hagnýting þekkingar og endurheimt at- hafnafrelsi einstaklinganna mestan hlut að því, að þrátt fyr- ir allt hefur okkur miðað lengra á leið síðustu sex ár en nokkru sinni fyrr. Öll vitum við þó, að við lif- um einungis á upphafi tækni- og vísindaaldar. Með því að nota okkur ávexti hennar og tryggja einstaklingunum til þess frelsi og möguleika, þá greiðum við fyrir meiri, örari og öruggari fram- förum, lífskjarabótum, ef menn svo vilja segja, en nokkur getur nú séð fyrir. Einangrunin hefur verið ís- lands mesta mein. Nú þegar hún er endanlega rofin, blasir við okkur þátttaka í samfélagi þjóð- anna. Engu að síður munum við halda tryggð við trú og menn- ingu forfeðra okkar og með þeim styrk, sem sigrar yfir ótéljandi örðugleikum hafa gefið kynstofni okkar, sanna, að hin minnsta þjóð á ekki síður rétt á sér en hin stærsta. En okkur íslending- um tjáir ekki á sama veg og flest um öðrum að treysta á mann- mergðina, heldur á manndáðina. Á íslandi þarf sjálfstæði allrar þjóðarinnar að eflast af sjálf- stæði einstaklinganna. Sjálfstæð- isflokkurinn var stofnaður til að tryggja, að sjálfstæði þjóðar og þegna færi saman. Að þessu hef- ur flokkurinn ætið unnið og við, sem erum samankomnir hér í kvöld, teljum okkur heiður að því að skipa flokk, sem svo glæsi lega hefur staðið við þau fyrir- heit, er nafngiftin gaf. Heiðri fylgir skylda, og okkar skylda er að leggja okkur öll fram um, að Sjálfstæðisflokkurinn verði ætíð í fararbroddi í hamingjuleit ía- lenzku þjóðarinnar. Afli Ólafsvíkur- báta — Ræða Bjarna Benediktssonar >> Framhald af bls. 14. á kreppuárunum eftir 1930. í þessu er úr vöndu að ráða og hafa lengstum verið um þetta skiptar skoðanir í flokki okkar, þó að yfirgænfandi meiri hluti fiskframleiðenda hafi verið sam- mála. Á meðan sá meirihluti helzt verulegur virðist hæpið fyr- ir aðra að stuðla að því, að sölu- samtök þeirra rofni. Nýting orkulinda 'og vinnuafl En aldrei verður unnið úr því er ekki aflast, né það selt neinu verði. Sjávarafli er því miður svo stopull, að erfitt er að eiga að langmestu undir honum þau síbatnandi lífskjör, sem menn nú gera kröfu til, hvað þá öryggi og tilveru heils þjóðríkis, þótt litið 6é. Þess vegna er fráleitt, að við skulum lítt eða ekki nota orku- lindirnar í landinu sjálfu. Sumir tala um, að við eigum að geyma þær handa síðari kynslóðum. Meiri fjarstæðu er erfitt að hugsa sér. Hér er sú auðsuppspretta, sem ekki eyðist, þó að af sé tek- ið. Þvert á móti bendir margt til þess, að síðar kunni þessi verð mæti að verða minni en nú, jafn- vel þótt þau haldi gildi sínu, ef búið er að virkja þau. Einum er okkur ofvaxið að ráðast í þess ar virkjanir nú þegar, en með samvinnu við aðra getum við gert það. Einmitt með þvílíkri samvinnu, sem við getum slitið, ef við sjálfir kjósum þegar að því kemur að við þurfum að halda á allri þeirri orku, sem í landinu er. Þá gætum við okk- nr að kostnaðarlausu hagnýtt virkjanirnar eins og okkur sjálfa lysti, þegar samningstími væri liðinn og hinir erlendu viðsemj- endur hefðu greitt niður allan stofnkostnað. Sumir segja, að við megum ekki sjá af mannaflanum, sem þurfi til þess að virkja mikið fallvatn og siðan til að vinna við álverksmiðju i eigu erlendra manna. Allir viðurkenna þó, að við þurfum á nýjum virkjunum að halda. Spurningin er, hvort þær eigi að vera margar og smá- •r og þar með tiltölulega dýrar. Auðvitað þarf fjölda manns til að vinna að þessum verkefnum, hver háttur, sem á er hafður. Spurningin er hvort nota eigi eitthvað fleiri til að vinna verk- ið á hinn hagkvæmasta hátt, þannig að það komi að sem allra mestum notum, eða láta nokkru færri nægja, þótt starfskraftar þeirra nýtist sýnu verr. Hverjum mundi nú koma til hugar að segja, að við mættum ekki sjá af mönnum til að stunda flug? Þó eru nú þegar nær helm- ingi fleiri menn við þá atvinnu- grein en þeir, sem þyrftu að vinna að staðaldri við 60 þús- und tonna álverksmiðju. Staðreynd er, að engir menn hérlendis mundu framleiða meiri verðmæti eða standa undir hærri skattgreiðslum en einmitt þeir, sem að þessu ynnu. Mætti með sanni segja, að þeir væru svo tiltölulega fáir, að ekki munaði verulega um þá eða framleiðslu þeirra, þótt hlutfallslega mikil yrði, i okkar vaxandi þjóðarbúi. En þá er á það að líta, að hér yrði einungis um upphaf að ræða, þann áfanga, sem gera mundi okkur einum kleift að sækja lengra fram eftir sömu leið, ef við sjálfir kysum. Smám saman mun okkur vaxa svo fisk- ur um hrygg, að við getum einir gert meira en það, sem við þurf- um nú samvinnu annarra til. Vist þarf að gæta varúðar í samvinnu við aðrar þjóðir, en með öllu er áistæðulaust að ótt- ast, að við getum ekki eins og aðrir og með fordæmi þeirra í huga samið svo, að öllu sé óhætt. Enda er með öllu fráleitt að halda, að við getum einangrað okkur frá heiminum. Nú tekur ekki lengri tíma að fara með ís- lenzkum farartækjum, hvort heldur til New York eða Moskvu, en austur í Kamba á mínum bernskudögum. Stórþjóðirnar skammast sín ekki fyrir að segja berum orðum, að þær hafi hvorki efni né nægan hæfan mannafla til þess hver í sínu horni að afla sér þeirrar þekkingar, gera til- raunir og stunda rannsóknir, sem þarf til þess að standa sig í nútímalífi. Nú skulum við að vísu taka með varúð því, sem aðrir segja að eigi við um sig. Greind er- lend kona, sem hér hefur dvalizt um skeið, sagði um daginn í mín eyru, að hún hefði oft heyrt, að þjóðir þyrftu að vera svo og svo margar milljónir eða milljóna- tugir til að halda uppi nútíma- þjóðfélagi. Hér byggju einungis tæp 200 þúsund og þó sæi hún ekki betur en menn lifðu hér ámóta vel og víðast hvar annars staðar í Vestur-Evrópu. Hag- stætt veðurfar, hækkandi verð- lag, góð aflabrögð, hagnýting tækni og hyggilegir stjórnarhætt ir, allt hefur þetta stuðlað að því að gera lífskjör á íslandi sambærileg við það, sem með öðrum þjóðum tíðkast. Allt getur þetta brugðið til beggja vona og sumt án þess að við fáum við ráðið. Þess vegna verðum við að leggja okkur alla fram í þeim efnum, sem vilji okkar getur ein- hverju valdið um. Hið sjálfsagðasta er, að við hagnýtum okkur allar auðlindir landsins. Eins verðum við að skilja, að við lifum í síbreytilegu þjóðfélagi. Því hefur oft verið lýst yfir og um það er vilji Sjálf- stæðismanna óhagganlegur að við ætlum að byggja ísland allt; allt það, sem byggilegt er. Þetta höf- um við m.a. sýnt með Vestfjarða- áætluninni, sem Sjálfstæðismenn voru upphafsmenn' að, og ríkis- stjórnin hefur nú samþykkt að taka lán úr Viðreisnarsjóði Ev- rópu til framkvæmda á. Þá hefur hún og nú til athugunar tillögur um fjáröflun innanlands til fram kvæmdasjóðs stjálbýlisins. Strjálbýlið Viðhald okkar strjálu byggðar kostar mikið fé. Það verður ein- ungis gert og nauðsynlegum um- bótum til að fylgjast með tíman- um komið fram, ef við teljum ekki eftir okkur sambærilegar skattgreiðslur og þeir, sem lifa í miklu auðveldari og kostnaðar- minni löndum, verða að greiða. Okkar tilkostnaður hlýtur vegna smæðar þjóðarinnar en stærðar og harðbýlis landsins að verða svo mikill, að hann væri lítt bærilegur, ef við værum ekki lausir við herkostnað, sem hvort eð er mundi ekki muna um til nauðsynlegra varna nú á tím- um. Þvl sjálfsagðara er, að stjórn- arkerfið sé ekki gert flóknara en nauðsynlegt er. f stað þess að skapa nýja milliliði milli hinnar æðstu stjórnar og almennings, þá þarf að leitast við að gera stjórn- arkerfið einfaldara. Um þetta hafa nýlega birzt ihyglisverðar tillögur, sem m.a. mundu geta leitt til bættrar dómaskipunar, eins og brýn þörf er á. Eðlilegt er, að valdsstjórn og kirkjuskip- an sé nú komið fyrir með ein- faldara hætti en var, á meðan löngu liðnir samgönguhættir sköpuðu gildandi sókna-, hreppa- og sýsluskipan. Nú þarf siaukna menntun og þar með fleiri kenn- ara og skóla um land allt Undir kostnaðinum af þessum breyting- um fáum við því aðeins staðið til lengdar, að við gerum stjórn- arhætti okkar einfaldari, og ætti það að vera þvi eftirsóknarverð- ara sem þeir þeir mundu einmitt þá fara betur úr hendi. Á sama veg er fráleitt að tala um fólksflótta, þó að menn breyti sjálfir um atvinnugrein, eftir því sem fleiri möguleikar skapast og arðbæri atvinnuvega breytist. Ekki er böl heldur blessun, ef færri geta nú framleitt jafnmik- ið hvað þá heldur meira en fleiri fengu áorkað áður. Framfarir koma því aðeins að gagni, að menn kunni að nota sér þær. Stærri stjórnarheildir Hvarvetna umhverfis okkur sækja þjóðirnar eftir stærri stjórnarheildum. Eftir því sem tímar líða verðum við fslending- ar að vera við því búnir að vinna nokkuð til, ef við viljum ekki dragast aftur úr en þó standa einir. Einnig í þeim efn- um verðum við að kunna og þora að velja og hafna. Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar eru með einum eða öðrum hætti aðilar að hinu svokallaða EFTA, — fríverzlunarbandalagi Evrópu. Á Norðurlandaráðsfundinum hér í vetur mátti heyra, að þær töldu sér mikinn hag í því að vera í þeim samtökum. Hið eina, sem á bjátaði, var, að öflugasta bandalagsríkið fylgdi ekki sett- um reglum. Nú er sú misklíð úr sögunni, og er tímabært, að við athugum hvort hagkvæmt sé, að við gerumst aðilar, ef við eigum kost á eins og líkur benda til. Samkeppnisaðstaða okkar verð- ur til lengdar örðug, ef við stönd um alveg utan við. Aðild að þessu bandalagi er allt annars eðlis en að Efnahagsbandalagi Evrópu, og koma þær deilur, sem á sínum tíma risu um hugs- anlega aðild að því, þessu máli ekki við. Réttarríki í samskiptum við aðrar þjóðir verðum við ætíð að sýna, að við séum réttarríki og viljum lúta þeim lögum, sem skapazt hafa um samskipti þjóðanna, hvort heldur með samningum eða þegjandi. í landhelgismálinu unnum við sigur með samnings- gerðinni 1961 af þvi, að við sýnd- um í verki, að við skildum þetta. Vonir okkar standa vissulega til þess, að áður en lýkur fáist við- urkenning á rétti okkar til land grunnsins alls. En einhliða á- kvörðun um töku þess, fyrr en slík viðurkenning er sæmilega trygg, mundi ekki einungis brjóta í bága við einróma sam- þykkt Alþingis frá. 5. maí 1959, heldur og við lífshagsmuni ís- lands, ef aðgerðir okkar mætti skilja svo sem við værum ekki reiðubúnir til þess að hlíta úr- skurði Alþjóðadómsstólsins, eins og við skuldbundum okkur til 1961 og höfðum þó raunar heit- ið áður meðal annars með aðild okkar að Sameinuðu þjóðunum. Friðun landgrunnsins er mikils virði, en meira virði er, að við séum taldir meðal réttarríkja. Þar í eru fólgnir lifshagsmunir okkar. Án viðurkenningar laga og réttar fær ekkert smáríki staðizt til lengdar. Valdajafnvægið raskist ekki Á sama veg verðum við að tryggja sjálfstæði okkar með því að gæta þess, að hér skapist ekki valdatómrúm, svo að lánd- ið hirði sá, sem fljótastur verð- ur til. Gangur heimsatburðanna er um þessar mundir svo ískyggi legur, að sízt er ofmælt það, sem rússneski sendiherrann hér sagði nýlega, að spurningin um stríð eða frið hlyti að halda vöku fyrir mönnum. í bili a.m.k. er bráðasta stríðshættan horfin úr þeim hluta heims, er við byggj- um. Þar um veldur mestu jafn- vægið, sem Atlantshafsbandalag ið hefur skapað. Þó að veikir sé- Frelsi fremur en ófrelsi Eins hefur tekizt með því ein- falda ráði að velja ætið frelsi fremur en ófrelsi, þar sem um þessa tvo kosti var að ræða, að afmá merki ofstjórnar og hafta og láta frelsi og framfarir koma í þeirra stað. Ef þeir, sem gagnstætt okkur trúa fremur á ófrelsi en frelsi, fá völdin á ný, er jafneinfalt að breyta til aftur. Því skyldi eng- inn gleyma. Það eru mörg ólík öfl, sem sam einast í og valda straumi tímans. Lengstan hluta ævi sinnar mið- aði íslenzku þjóðinni fremur aftur á bak en fram á leið. Lé- legir stjórnarhættir áttu sinn hlut þar að, en ýmislegt fleira, svo sem einangrun, erfiðir lands- hættir og drepsóttir réðu einnig Ólafsvík, 23. apríl: — AFLI Ólafsvíkurbáta fyrri helm ing aprílmánaðar var mjög mis- jafn. Sumir bátarnir höfðu ágæt- an afla, en hjá öðrum var hann sáralítill. Aflinn frá 1. til 15. apríl var samtals 1889 tonn í 211 sjóferðum á 18 bátum. Aflahæsti báturinn á tímabilinu var Vala- fell með 250 tonn 1 15 róðrum, en mestan afla í róðri hafði Stapa fell 43 tonn. Heildaraflinn á vertíðinni «r nú orðinn 7065 tonn. Hæstir eru nú Stapafell með 887 tonn, Stein unn 790, Jón Jónsson 788, Vala- fell 747 og Sveinbjörn Jakobs- son með 742 tonn. — Hinrik. Sjálfstæðisfélögin í Kjósarsýslu efna til skemmtunar í Hlégarði í kvöld kl. 9. Til skemmtunar verður BINGÓ (6 góðir vinningar, aðalvinningur ísskápur.) Hljómsveitin Kátir félagar leika fyrir dansi til kl. 2. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.