Morgunblaðið - 24.04.1965, Page 28
28
MOR.CU NBLAÐIÐ
Laugardagur 24. apríl 1963
ANN PETRY:
STRÆTIÐ
var skelfileg. Nú, en hvað gat
hún gert við því annað en það
að banna Bub að hleypa honum
inn í íbúðina oftar? Það var
ekki að vita, hvað var að brjót-
ast um í huga svona manns . . .
manns, sem hafði aldrei átt
heima annarsstaðar en í kjöll-
urum, manns, sem varð sí og æ
að vera í kallfæri við húsið, sem
hann var ábyrgur fyrir.
Það síðasta, sem hún hugsaði
um áður en hún loksins sofnaði,
var það, að þessi húsvörður væri
engri manneskju líkur. Hann
hafði verið hlekkjaður við hús,
þangað til hann var orðinn eins
og skepna.
Hana dreymdi hann og hún
vaknaði dauðhrædd, og var ekki
viss um, að þetta hefði verið
draumur, og hún heyrði vindinn
hvína í loftrásinni. Og svo sofn-
aði hún og hana tók aftur að
dreyma hann.
Hann og hundurinn hans voru
orðnir að einni persónu. Hann
var hár, krangalegur og þögull.
Sami maðurinn, en nú með úlfs-
kjaft og úlfstennur — hvítar,
hvassar og oddmjóar og rautt
tannhold. Og hálsinn á honum
hreyfðist eins og hálsinn á hundi.
Hann gaf frá sér ýlfrandi hljóð
langt neðan úr hálsinum. Hann
másaði og reyndi að slíta sig
lausan og hlaupa kring um húsið,
en það var hlekkjað við herð-
arnar á honum, eins og etthvert
risavaxið brúðuhús úr múrsteini.
Hún gat séð fólkið á stjái inni
í húsinu, klifrandi draugalega
upp bröttu stigana, eða líða gegn
um þrönga gangana. Og frú
Hedges sat á fyrstu hæð og brosti
til búrs, sem var fullt af ungum
stúlkum.
Húsð var svo þungt, að hann
gat tæpast gengið með það á
herðunum. Þessi ganga hans var
aumkunarlegt og viðbjóðslegt
brölt, sem hikaði, hægði á sér,
stanzaði stundum alveg, brölti
svo af stað aftur. Hann viðraði
sig upp við fólkið á götunni,
dróst alveg að því, stillíi sér svo
fyrir framan það, benti á hlekk-
ina sína og húsð. „Losið mig,
losið mig“ kveinkaði hann. Rödd-
in var brostin og hol.
Min gekk við hliðina á honum
og endurtók sömu orðin: „Losið
hann, losið hann“, og teygði sig
svo að lásnum, sem lokaði hlekkj
unum.
Hann hélt, að hún — Lutie —
væri með lyklana. Og hann elti
hana eftir götunni, ýlfrandi neð-
an úr koki og potandi í hana
löngu hundstrýningu. Hún reyndi
að greikka sporið, en slettings-
lega fótatakið var alltaf á hælun-
um á henni, og ýlfrið var stöðugt
í eyrunum á henni, eins og ein-
hver væri að hvísla enhverju að
henni.
Hún leit niður á hönd sér, og
þar var lykillinn að hengilásn-
um á hlekkjunum. Hún stanzaði
og þá heyrðist heill kór, sem
æpti: „Svei, svei! Hún vill ekki
losa hann og er þó með lykilinn!
Allt í einu var glugginn henn-
ar frú Hedges beint fyrir framan
hana. Frú Hedges kinkaði kolli.
— Ef ég væri í þínum sporum,
skyldi ég leysa hann. Það er svo
hægt . . . hægt . . . hægt.
Hún rétti höndina að hengi-
lásnum og löngu, hvítu skoltarn-
ir læstust um höndina á henni.
Úlfskjafturinn gleypti höndina og
nokkuð af handleggnum. Hún
horfði með hryllingi á meira og
meira af handleggnum hverfa, og
hún fann skörpu tennurnar læs-
ast inn í öxlina á sér. Handlegg-
urinn var farinn af og blóðið
streymdi úr sárinu.
Hún æpti og æpti og fólkið
kom þjótandi út í gluggana —
þúsundir manna, milljónir. Hún
sá, að fólkið varð að rottum.
Gatan var orðin svo full af þeim,
að hún komst ekki leiðar sinnar.
Það var eins og hringiða kring
um hana, og hoppaði upp og nið-
ur. Hver einstök manneskja var
með hús hlekkjað við sig og allar
æptu: „Leysið mig. „Leysið mig".
Hún vaknaði og fór fram úr
rúminu. Hún gat ekki hrist af
sér þessa skelfingu eftir draum-
inn. Hún tók á handleggnum á
sér. Hann var enn á sínum stað
og heill. Munnurinn á henni var
galopinn, rétt eins og hún hefði
verið að æpa. Hann var þurr.
Hana hlaut að hafa dreymt, að
hún hefði verið að æpa, því að
Bub var enn sofandi — svo að
líklega hafði hún ekkert hljóð
gefið frá sér. Samt var hún svo
hrædd við þessa endurminningu
um martröðina, að hún stóð
hreyfingarlaus við rúmið um
stund og gat sig ekki hreyft.
Það var kalt. Loks tók hún
upp flúnelssloppinn við fóta-
kaflinn og fór í hann. Hún sett-
ist á fæturna á sér og dró slopp-
inn varlega undir þá, og þorði
ekki að sofna aftur, ef draumur-
inn skyldi þá endurtaka sgi.
Það var dimmt í herberginu.
Þar sem loftrásin kom gegn um
vegginn, var dimman ekki alveg
eins svört — líkast því sem blett-
urinn væri dökkblár. Jafnvel í
dimmu eins og þessari mundi
hún svo nákvæmlega stöðu hvers
húsgagnanna, að hún fann, hve
lítið herbergið var. . Ef hún færi
snögglega á fætur, vissi hún, að
hún mundi rekast á litlu kistuna
og ef hún færi framhjá henni,
mundi hún rekast á borðið.
Þar sem hún sat þarna í hnipri
í rúminu var hugurinn þoku-
kenndur af endurminningunni
um drauminn, en líkaminn stirð-
ur af kuldanum. Hún hugsaði um
herbergið, ekki með hatri, ekki
með fyrirlitningu heldur með
ótta. í myrkrinu fannst henni
það þrengja sig utan um hana
þangað til það var orðið að öllu
því samanlögðu, sem hún var
hrædd við, og hún dró sig þéttar
að veggnum af því að herbergið
minnkaði og húsgögnin stækk-
uðu þangað til henni fannst þau
ætla að kæfa sig.
En ef hún nú tæki þessu sem
sjálfsögðum hlut gerði sér það
að góðu, ásamt öllu því sem það
táknaði. Þessi hugsun kom henni
til að tauta upphátt: — Nei, ég
má ekki venjast því. Aldrei. Ég
verð að berjast áfram til þess að
losna héðan!
Hún bar alla ábyrgðina á Bub.
Það var hennar að veita honum
öryggi og koma honum héðan
burt, svo að hann gæti vaxið upp
og orðið fallegur og sterkur. Því
að þetta stræti og önnurg slík
mundu gera honum eitthvert
hræðilegt mein, ef hann yrði þar
nógu lengi. Og fyrr eða síðar
mundu þau gera henni sjálfri
það sama. Og þar sem hún sat
þarna í myrkrinu tók hún að
hugsa um það, sem hún hafði
séð í slíkum götum sem þeirri er
hún nú átti heima í.
Það var þennan eftirmiddag,
þegar hún fór úr neðanjarðar-
vagninum við Lenox Avenue.
Þetta var síðla eftirmiddagsins.
Vorsólin var heit og sterk. Stræt-
ið var fullt af fólki, sem var að
nota sér hlýjuna, eftir heilan
vetur, sem það hefði verið úti-
lokað frá allri sól. Það hafði los-
að sig við yfirhafnr, peysur og
trefla.
Krakkar á hjólskautum, eða
vaggandi á heimatilbúnum
hlaupahjólum, komu þjótandi
þegar minnst varði gegn um
mannþröngina, sem fyllti gang-
stéttina. Sólin var heit. Hún geisi
aði á strákana og stelpurnar, sem
gengu fram hjá arm í arm. Hún
gerð andlitin á þeim mýkri og
eins og yngri og óþreyttari.
Hún hafði gengið hægt áfram,
og henni hafði fundizt sólin
breyta öllu, sem hún skein á.
Fólkið, sem stóð og skrafaði fyrir
framan húsin, handvagnakarlarn
ir í hliðargötunum, baunasalinn
og kartöflusalinn höfðu einhvern
þokka í andlitssvip og hreyfing-
um. Jafnvel skítugi liturinn á
húsaveggjunum varð eins og ljós
rauður.
Þannig hafði hún rekizt á þenn
an manngrúa snögglega, án þess
að vita, að hann var manngrúi.
Hún hafði gengið framhjá nokkr-
um, er hún varð þess vör, að eitt
hvert sameiginlegt áhugamál
hafði þrýst fólkinu saman, svo
að það stóð kyrrt og aðgerðalaust
úti fyrir miðri húsasamstæðunnL
Hún stanzaði sjálf. Og þá varð
hún snögglega vör einhverrar
einkennilegrar kyrrðar allt kring
um sig. Hún tróð sér fremst i
þröngina, til þess að sjá, hvað
það væri, sem ylli þessari óeðli-
legu þögn og kyrrð.
Það var ofurlítill auður blettur
við húsið og nokkrir lögreglu-
þjónar, ljósmyndarar og blaða-
menn með ljósrauð spjöld í hatta
borðunum stóðu þarna og horfðu
á eitthvað. Hún komst eins nærri
þessu og rúmið leyfði, svo nærri,
að hún snerti næstum einn lög-
regluþjóninn, sem fyrir framan
hana var.
Og nú sá hún það, sem allir
voru að horfa á. Það var maður,
sem lá flatur á gangstéttinni —
magur, ræfilslegur, en hávaxinn,
eftir því að dæma, hve mikið
rúm hann tók þar. Það var blóð
á gangstéttinni og hún sá, að það
kom undan honum. Nokkur hluti
líkamans og höfuðið var þakið
einhverju, sem henni sýndist
vera hvítur strigi.
En það, sem hún gat aldrei
gleymt í þessu sambandi, voru
skórnir hans. Yfirleðrin voru
heil og höfðu einu sinni verið
svört, voru nú dökkgrá af löngu
sliti. En sólarnir voru gegnslitnir.
BHMHMMI
23
Þeir voru bara smá separ, sem
héngu við yfirleðrin, og hún gat
séð slitlögin í þeim. Það yzta af
þeim hékk enn við yfirleðrið, en
öll miðjan var gapandi gat, svo
að maðurinn hlaut að hafa gengið
sama sem berfættur.
Hún hafði starað á skóna og
hugsað sér hvernig það hefði hlot
ið að vera að ganga berfættur á
gangstéttum borgarinnar. Henni
datt í hug, hvort hann hefði
nokkurntíma farið niður í mið-
borgina og hvernig honum hefði
þá liðið þegar hann fór fram hjá
búðargluggunum, sem voru fullir
af mjúkum loðfötum og ótrúleg-
ustu matvörum og fatnaði úr svo
fínum efnum, að maður fan' það
alveg á sér, og þau mundu vera
eins og froða viðkomu, ef snert
væri á þeim?
Hvernig leið honum þegar
löngu, fínu bílarnir þutu fram
hjá honum, þegar hann var að
bíða eftir grænu ljósi, eða þegar
hann leit inn í leigubíl og sá ein-
hverja mjúka, grannvaxna konu
lyfta andlitinu upp til skrautbú-
ins manns? Hárið á konunni
mundi glitra og skína og varirn-
ar á henni mundu vera haglega
málaðar með varalit. Og gatan
hörð undir fótunum á honum
sjálfum.
Fólkið, sem stóð að baki henni,
hreyfði sig ekki. Og talaði held-
ur ekki. Stóð bara þarna og
glápti. Hún sá einn lögreglumann
snerta annan rifna skóinn á mann
inum með fætinum. Og hún fékk
klígju, af því að skór lögreglu-
mannsins var gljáandi, þegar sól-
in skein á hann.
Einn blaðamaðurinn og einn
ljósmyndarinn tróðu sér gegn um
mannþröngina. Þeir voru með
granna, svarta, unga stúlku á
milli sín. Þeir gengu til manns
í gráum fötum. — Hún heldur,
að þetta sér bróðir sinn, sagði
blaðamaðurinn.
Maðurinn glápti á stúlkuna: —
Hvað fær þig til að halda það?
— Hann fór út að ná í brauð
og hefur ekki komið heim enn.
— Líkist þetta fötunum hans
spurði maðurinn og gerði höfuð
bendingu til þess, sem lá á gang-
stéttinni.
— Já.
Einn iögreglumaðurinn beygði
sig niður og tók stringann frá
andlitinu á manninnum.
Lutie leit ekki á andlitið. í
stað þess leit hún á stúlkuna og
sá eitthvað — einhverja tilfinn-
ingu, sem hún kunni ekki að
nefna — í andlitsdráttum henn-
ar. Það var líkast því sem rétt
snöggvast brygði einhverju þar
fyrir — hatri, sorg eða undrun
— sem hefði verið að brjótast um
í huga hennar. En samstundis var
þetta horfið og í staðinn var
komin rósemi þess, er sættir sig
við örlög sín. Þetta var svipur,
sem sagði, að nú vonaðist stúlk-
an ekki eftir neinu meira af líf-
inu.
— Ég bjóst alltaf við þessu,
sagði hún með hljómlausri rödd.
Hversvegna æpir hún ekki?
hugsaði Lutie gremjulega. Hvers
vegna stendur hún, svona á svip-
inn? Hversvegna spyr hún ekki,
hvernig þetta hafi gengið til og
öskrar svo upp og lemur frá sér?
Því lengur sem hún leit á þenn-
an uppgjafarsvip á stúlkunni,
því reiðari var hún.
Loksins ruddist hún fram. —
— Hvað kom fyrir hann?
spurði hún hörkulega.
Kona með blaðavöndul undir
hendinni, svaraði henni um leið
og hún stakk* blöðunum undir
hinn handlegginn. — Það var
hvítur maður í bakaríinu, sem
stakk hann með hnífi.
Svo varð þögn og annar maður
sagði? Hann var með hnífinn í
sér og gekk út að horninu. Lögg-
urnar drógu hann hingað aftur
óg hann dó þar sem hann liggur
núna.
— Ef þessi fantur kemur hing-
að, drepum við hann með hnífn-
um hans, hvað sem löggurnar
segja.
Hún gekk heim og mundi, ekki
svo mjög hótanir hins þögla
múgs heldur rifnu sólana á skón-
um mannsins og uppgjafarsvipinn
á stúlkunni. Hún hafði hvorugu
getað gleymt. Pilturinn var svo
mjór — svo afskaplega magur —
Og hún hélt áfram að hugsa um
að hann skyldi ganga berfættur
um borgina. Og bæði hann og
systir hans voru svo ung.
Næsta dag sögðu blöðin frá
því, að „stór og sterkur negri“
hefði ætlað að fremja rán í brauð
búð, en mistekizt, af því að bak-
arinn hefði orðið fyrri til og
stungið hann með brauðhnífL
Hún hélt lengi á blaðinu í hend-
inni og reyndi að ímynda sér
hugsanaganginn, sem hafði gert
þennan horaða og tötralega
dreng að „stórum og sterkum
negra". O'g hún komst að þeirri
niðurstöðu, að þetta færi allt
eftir því hvar og hvernig maður
sæti. Ef litið væri á það frá
sjónarhóli ríflegra vikulauna og
maður teldi það sjálfsagðan hlut,
að negrar væru glæpamenn, þá
sást ekki, hvernig negrinn var
í raun og veru. Hann var ógnun,
eða dýr, eða böl eða spilling eða
gamanmál.
Þetta var rétt eins og Chandler
fólkið og kunningjar þess í
Connecticut, sem horfðu á hana,
en sáu hana ekki, heldur sið-
lausa stelpu, sem hægðarleikur
mundi vera að komast yfir.
Blaðamaðurinn sá dauðan negra,
sem hafði reynt að fremja búðar
rán, og því gat hann ekki séð,
hvernig dauði maðurinn á gang-
stéttinni leit út. Hann gat ekki
séð rifnu skóna og horaða líkam-
ann. En í staðinn sá hann mynd-
ina, sem hann hafði fyrir í hugan
um: stóran, sterkann, uppvöðslu-
saman, fákænan, glæpahneigðan,
svartan mann, sem hafði tryllzt,
með hníf í hendi í Harlem einn
góðan veðurdag, en orðið fyrir
hnífsstungu sjálfur.
GLAUMBÆR
ERNIR leíka í neðri sal.
TÓNABRÆÐUR í efri sal.
GLAUMBÆR *nim