Morgunblaðið - 27.04.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.04.1965, Blaðsíða 2
MORCU NBLADID Þriðjudagur 27. apríl 1965 Við dyr nýrrar aldar þar sem f vísindin sitja í írndvegi Úr ræðu Sigurðar Bjarnasonar við setningu rannsóknarráðsteínu í Helsingfors He rra forseti, háttvirta sam- koma. Það er mér mikill heiður að fojóða yður velkomna til þessarar ráðstefnu fyrir hönd forseta Norð urlandaráðs. TiL ráðstefnunnar liefur verið efnt af Norðurlanda- ráði í samráði við ríkisstjórnir landanna. Forsetar ráðsins fagna hinni mikla þátttöku í ráðstefnunni og láta við upphaf hennar í ljós þakklæti sitt til ríkisstjórnanna og þeirra virðulegu stofnana, sem hingað hafa sent mikilhæfa full- trúa, stjórnmálamenn, vísinda- menn og menntamenn, sem marg ir hafa tekið virkan þátt í rann- sóknarstarfi í löndum sínum. Það er einnig skoðun vor, að þær fjölþættu upplýsingar um rann- sóknar- og vísindastörf á Norð- urlöndum, sem aflað hefur ver- ið og hér liggja fyrir séu mjög þýðingarmiklar og muni stuðla að því að gera það starf árang- ursrikt, sem unnið verður á ráð- stefnunni þann stutth tíma, sem hún situr að störfum. Höfuðtilgangur Norðurlanda- ráðs með því að efna til þessarar ráðstefnu er að stuðla að auk- inni norrænni samvinnu á sviði hverskonar rannsóknar- og vís- indastarfa, sem verða stöðugt mikilvægari þáttur í lífi og starfi SigurSur Bjarnason þjóðanna. Má raunar fullyrða, að hin hagnýtu vísindi og margvís- ieg rannsóknarstarfsemi séu grundvöllur framfara og upp- byggingar á öllum sviðum þjóð- lífs vors. Þau eru lykillinn að farsælli framtíð til handa öllu mannkyni. Vér stöndum í dag við dyr nýrrar aldar, þar sem vísindin sitja 1 öndvegi. Það hlýtur að vera trú vor og von, að sú aukna þekking og skilningur, sem þau eru stöðugt að skapa á dulrúnum tilveru vorrar, auðlindum og möguleikum landa vorra, verði hagnýtt í þágu betra og fegurra lífs þjóðanna. Það er skoðun og stefna Norð- urlandaráðs, að krafta hinna nor rænu þjóða beri að sameina éftir fremsta megni í hvers konar já- kvæðu starfi til eflingar fram- förum og farsæld fólksins á Norð urlöndum. Sú ráðstefna um aukna samvinnu á sviði rann- sókna og vísindastarfsemi, sem hér er að hefjast er liður í þeirri viðleitni vorri. Ég þakka Helsingforsháskóla fyrir að hafa opnað sín virðu- legu húsakynni fyrir þessari fyrstu norrænu rannsóknarráð- stefnu á vegum Norðurlanda- ráðs, um leið og ég býð yður, virðulegu gestir og þátttakend- ur velkomna til þings. Bannsóknarráðstelnu Norðnrl.ráðs lokið Míikill áhugi á samstarfi IMorðurlanda á sviði vísinda IIIN nýja þyrla Landhelgis- gæzlunrar, sem gefið hefur verið nafnið Eir, var reynd í fyrsta skipti í gær kl. 4,30. Lyftist hún frá jörðu í nokkr ar mínútur en settist þá aftur. Þyrlunni stjórnaði Björn Jónsson, en hún tekur 3 far- þega, auk flugmanns. Fyrsti farþeginn var Pétur Sigurðs- son, forstjóri Landhelgisgæzl- unnar. Virtist af þessu reynsluflugi, þótt stutt væri, að þyrlan væri í góðu lagi, en hún verð- ur reynd aftur eftir nokkra daga. - Ljósm.: Jón Einarsson, 2 flugmenn kæra vegna meintfa símahlerana í DAG lauk í Helsingfors rann- sóknarráðstefnu, sem lialdin var á vegum Norðurlandaráðs og fjaliaði um aukið samstarf Norð- urtanda á sviði rannsókna og vísinda. Ráðstefnuna sátu um 200 vís- indamenn, stjórnmálamenn og menntamenn, en hún hófst fyrir hádegið á sunnudaginn með því að Sigurður Bjarnason, forseti Norðurlandaráðs, flutti ræðu. (Ræðan birtist á öðrum stað í blaðinu í dag). Margir tóku til máls á ráð- stefnunni og voru flestir sam- máia um að æskilegt væri a'ð efla samstarf Norðurlandanna á sviði vísinda, og einnig á sviði æðri menntunar. Þetta er fyrsta stóra ráðstefnan, sem Norður- landaráð gengst fyrir um þessi efni, og fyrsta skrefið í átt til náins samstarfs Norðurlandanna ! á sviði vísinda. Á rá'ðstefmunni kom í ljós, að margar hindranir eru í veginum fyrir nánara sam- starfi þeirra á þessu sviði og á sviði æðri menntunar, en einnig j var augljós áhuginn á að ryðja þessum hindrunum úr vegi. j Meðal þeirra, sem viðstaddir voru opnun ráðstefnunnar, var Urho Kekkonen, Finnlandsfor- seti. Gert hafði veri'ð ráð fyrir að Johannes Virolainen, forsætis ráðherra Pinnlands, héldi aðal I opnunarræðuna, en hann veikt- ist og formaður finnsku sendi- nefndarinnar hjá Norðurlanda- ráði las ræðuna. Auk Sigurðar Bjarnasonar sátu rá'ðstefnuna af íslands hálfu, I Trausti Einarsson, prófessor, for j 1 maður Menningarmálanefndar Norðurlandaráðs og Friðjón Sig- urðsson, skrifstofustjóri Alþing- is. ■ Ásmundur Einarssoiu TVEIR flugmenn, varaformaður FÍA og einn af flugmönnum Loft leiða, hafa sent kæru til yfir- sakadómara vegna þess að þegar þeir voru að talast við hvor í sinn heiniasíma, kom símastúlka hjá Loftleiðum skyndilega og óvænt inn í samtalið, sem hafði þá staðið alllengi. Þar sem nú hefur staðið yfir verkfall fiugmanna á RR-400 flugvélum Loftleiða, og báðir þessir menn komið þar nokkuð við sögu, telja þeir atburð þenn- an mjög alvarlegan, eins og öll- um atvikum er háttað. Krefjast þeir þess í bréfi sínu til yfir- sakadómara, að ítarleg rannsókn fari fram á því, hvort símar for- ráðamanna F.Í.A. og annarra flugmanna eru eða hafi verið hleraðir. Sveinn Sæmundsson, yfirmað- ur rannsóknarlögreglunnar, tjáði Morgunhlaðinu í gær, að kæra flugmannanna hefði borizt yfir- sakadómara og væri rannsókn í málinu þegar hafin og stæði yfir, en of fljótt væri að skýra nánar frá henni. Þá sneri blaðið sér til Bjarna Forbergs,, bæjarsímastjóra og spurðist fyrir um tilfelli sem þessi. Bjarni sagði: — Við höfum vitað það, að I þriðji aðili kemst stundum inn á línu og þannig hefur það alltaf verið og mun alltaf verða. ÞaS eru sárafá dæmi þessa, ef til viil eitt af hverjum 100 þúsund sím- tölum eða jafnvel meira. — Eitt sinn var þetta svo gott hjá okkur að slíkt kom fynr kannski einu sinni á móti mörg hundruð þúsundum. En þess verður að gæta, að símstöðvarnar í Reykjavík afgreiða eitthvað um 200 þúsund símtöl á dag. — Að hlerarnir af ásettu ráði eigi sér stað get ég ekki ímynd- að mér. En það að símastúlkan. kemur fyrirvaralaust inn 4 sím- tal bendir til þess, að þar sé um svokallað „ms.1 nsamb nd“ að ræða, þ.ea.s. línum „slær satn an“ á símstöðinni, en við slíkt fyrirbrigði kannast margir síxn- notendur. Vorsíld til Akra- ness Lzr.ZT.lot Einarsssnnr minnzf á Lanáshmdinum Sólfari frú Akra- nesi med 1001 afla Heildarafli Akranessbáta 7.066 tonn oq er Sólfari aflabæstur með 801 tonn Akranesi, 26. apríl. STÓRFENGLEGASTA aflamet á Faxaf lóasvæðinu fyrr og síðar setti sl. laugardag vélbáturinn Sólt'ari, skipstjóri Þórður Óskars- son, er hann kom að landi úr þorskanetaróðri með 100 tonn og 20 kg. betur. En alls var aflinn þennan dag 337 tonn. Þá er heild arafii bátanna hér á verti.Sinni orðinn 7.066 tonn og er Sólfari lang aflahæstur með 801 tono. f XJPPHAFI landsfundar Sjálf- stæðisflokksins kl. 10 á sunnu- dagsmorgun minntist dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Ásmundar Einarssonar, fram- kvæmdastjóra, sem lézt með svip legum hætti daginn áður. Fund- armenn risu úr sætum og vott- uðu minningu Ásmundar virð- ingu sína, en hann var fulltrúi á landsfundinum. Ásmundur Einarsson féll í stiga á heimili sínu, Grenimel 22, á laugardagsmorgni og fékk höfuðhögg, sem dró hann til bana síðdegis á laugardag. Komst Ásmundur aldrei til meðvitund- ar, en hann lá í Landakots- spítala. Ásmundur Einarsson var fædd ur 13. júlí 1929, sonur hjónanna Jakobínu Þórðardóttur og Einars Ásmundssonar, forstjóra í Sindra. Hann lætur eftir sig konu, Mar- gréti Kjartansdóttur, og fimm unga syni. Akranesi, 26. apríl. I FYRSTU vorsíldina, sem hingj |að kemur, 378 tunnur, veiddi t Höfrunigur II. suður á Hraunsi vík á sunnudagskvöld, í" I haugasjó, svo þeir rifu nótina! ) í botni, um 20 faðma löngi , gloppa, og gátu því ekki kast-7 að aftur. Um 1500 tunnur afT sild er áætlað að hafi veriðf |i nótinni áður en hún rifnaði. j Höfrungur II. tók grynnri) 1 riót og fór út aftur þegar að' I lokinni löndun. Sildin er hraðf I fryst. Höfrungur III. fékk á sunnu: ' daginn í þorskanótina 11 tonn' I og Haraldur 9 tonn. Þeir settu I | þorskanætumar í land og tóku( i síldarnætur um borð og fóru i istrax út aftur á veiðar. Nýtt 75 milljón kr. lán Sólfari var hálfan annan sólar hring i róðrinum. Fiskurinn var eins og tveggja nátta. Af aflan- um voru 43 tonn söltuð, en 56,5 tonn fóru í herzlu. Landlega var á sunnudag, helg arfrí hjá sjómönnum. Ms. Helga- fell kom hingað me'ð 40 tonn af áburði handa garðeigendum og túnrætarmönnum. beéjacins. — I Oddur. í GÆR var lagt fram á Alþingi frumvarp frá ríkisstjórninni um nýtt 75 millj. kr. innlent lán. I athugasemdum með frum- varpinu segir m.a., að með lög- um á s.l. ári var níkisstjórninni heimilað að gefa út til sölu inn- anlands ríkisskuldabréf með því að binda vexti af þeim óg af- borganir vísitölu. Bréf þessi voru boðin' ti sölú um mánaðamótin nóv.—des. 1964, og seldust þau upp á skömmum ! tíma. í sambandi við framkvæmda- áætlun ríkisstjórnarinnar fyrir yfirstandandi ár þarf að afla nokkurs lánsfjár til ýmissa fram kvæmda. Af þessum sökum telur ríkis- stjórnin rétt að leita með frv. þessu heimildar til að gefa út til sölu innanlands ríkisskuldabréf eða spariskírteini að fjárhæð allt að 75 m'i'llj. kr. til viðbótar þ'ví er upphaflega var heimilað í áðurnefndum lögum, þannig sð lántökuheimildin er þá alis orð- in 150 milij. kr. Gert er ráð fyrir, að vextir og afborganir af hinu nýja láni verði bundin vísitölu, en að öðru léyti verði lánskjörin ákveðin méð hliðsjón af almennt gildandi láns kjörum í landinu. Búast má við, að vextir verði eitthvað lægri en var á 'láni því, sem boðið var út fyrir áramÓt, þar éð alrtitena vaxtalækkun. hefur orðið síðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.