Morgunblaðið - 27.04.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.04.1965, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ 23 Þriðjudagur 27. aprfl 1965 Greinargerð Fél. ísl. atvinnuflugmanna EFTIRFARANDI greinargerð sendi stjórn Félags ísllenzkra at- vinnuflugmanna formönnum þingflokkanna í gær: „í marzmánuði s.l. hófust við- ræður fulltrúa F.Í.A. við fulltrúa Loftleiðá h.f. og Vinnuveitenda- sambandsins um samningsgerð varðandi kaup og kjör flugmanna sem starfa á flugvélum af gerð- inni R-400. Flugmenn höfðu þá þegar starf að á þessum flugvélum frá því í júní 1964 gegn því, að laun yrðu síðar greidd skv. þeim samn ingi, sem gerðu^^rði. Allar samningaviðræður hafa einkennzt af tregðu viðsemjenda F.Í.A. til að semja. F.Í.A. lækkaði kröfur sínar fyrir verkfall um 25%, en Loft- leiðir h.f. hafa hins vegar til þessa ekki viljað greiða nokkra kauphækkun og tilkynntu jafn- vel á einum fundi, að af félags- ins hálfu væri gerð krafa um kauplækkun. Auk þess sem deilt er um kaup er mikill ágreiningur um vinnutíma, þann hluta vinnutím ans ,sem telst flugtími. F.I.A. lítur svo á, að frum- varp það til laga um lausn á kjaradeilu atvinnuflugmanna, *em hefur verið lagt fyrir Al- þingi sé m.a. skýringin á tregðu Loftleiða h.f. til að semja um ágreiningsefnin, þ.e. að forráða- menn Loftleiða h.f. hafi meðan verið var að vinna að samning- um, átt von á slíku lagafrum- varpi og verið því samþykkir, að það yrði lagt fram. F.I.A. hefur áður orðið fyrir barðinu á ríkisvaldinu, er bráða- birgðalög voru sett um bann við verkfalli atvinnuflugmanna, er félagið stóð í kjaradeilu árið 1960. F.Í.A. lítur mjög alvarlegum augum á lagafrumvarp það, sem nú hefur verið lagt fram. Verði það samþykkt er félagið svift grundvallarréttindum laun þegasamtaka í lýðfrjálsum lönd- um, samningafrelsinu. Flugmenn vilja ekki og munu ekki una því að taka laun fyrir starf sitt, nema skv. frjálsum samningum við vinnuveitendur sína. Vinnutimi flugmanna getur skv. samningum komizt upp í 22 klst. á sólarhring og hefur hann fyrir baráttu flugmanna þó verið færður niður frá því sem áður var. í þessari kjaradeilu er krafizt breytinga á flugtíma til lækk- unar fyrst og fremst til að forð- ast ofþreytu flugmanna út af næt urvökum og vegna þeirrar rösk- unar, sem mikill tímamismunur á áfangastöðum og hvíldarstöð- um, veldur. F.Í.A. telur óhæft með öllu að ætla öðrum en flugmönnum sjálf um í samráði við vinnuveitend- ur sína að ákveða vinnutima at- vinnuflugmanna. Mundi slíkt sennilega einsdæmi meðal lýðræðisþjóða. Með visan til þess, sem að framan segir og af fleiri ástæð- um, heitir F.Í.A. á hæstvirt Al- þingi að fella nefnt lagafrum- — /?æðo Ingólfs Framhald af bls. 20 an notanda, til þess að standa und ir byggingarkostnaði og reksturs- kostnaði þessarar stóru virkjun- ar. Því hafa verið teknir upp samningar um aluminiumverk- smiðju, sem mundi, ef úr samn- ingum verður, nota um 100 þús. kw og gera landsmönnum þannig mögulegt að komast frá smá- virkjunum, sem eru dýrar, yfir í það hagkvæmasta. Það er þetta, sem ýtir á eftir því sérstaklega að £á hagstæða samninga við Svisslendinga um aluminium- verksmiðju hér á landi. Um stór- iðjuna mun jðnaðarmálaráðherra raéða hér á fundinum og fer ég því ekki lengra út í það. Matvælaiðnaður Þótt stóriðja komi, mun smærri iðnaðurinn halda gildi sínu og nauðsynin til að efla hann verð- ur engu minni en áður. í seinni tíð hefur ekki verið atvinnuleysi heldur miklu fremur mikil og góð atvinna. Þannig verður þáð alltaf að vera og ef svo er, mun þjóðinni vel farnast og lífsaf- koma einstaklinganna vera trygg. Við heyrum það oft sagt, þrátt fyrir mikla atvinnu og vaxandi tekjur, að dýrtíðin sé það mikil að tekjurnar nægi tæplega fyrir útgjöldunum. Rétt er það, að dýr tíð hefur aukizt, en hagskýrslur sýna, að tekjurnar hafa vaxið í hlutfalli við það og vel sem því svarar. Kaupmáttur launanna hefur því ekki farið minnkandi og allra sízt, ef tekið er tillit til annarra tekna og hlunninda, sem núverandi ríkisstjórn hefur kom- ið í kring, með breyttri trygg- ingarlöggjöf. Fjölskyldubætur og tryggingar eru vissulega til þess að auka öryggi og velgengni þegnanna, umfram það sem áður var. Ef við lítum til annarra þjóða, sem næst okkur standa, kemur í ljós, að lífsnauðsynjar, svo sem matvæli og húsnæði, er sízt ódýrari þar heldur en hér. Fullyrða má, að helztu mat- væli, svo sem kjöt og fiskur, eru mun ódýrari hér heldur en í nokkru öðru Evrópulandi. Koma þar til meðal annars niðurgreiðsl- urnar, sem oft hefur rerið um rætt. Þótt húsnæði sé hér dýrt, sem sízt skal úr draga, má þó benda á, að á Norðurlöndum er sambærilegt húsnæði sízt lægra og jafnvel hærra heldur en hér gerist. Fyrir stuttu las ég blaða- grein, þar sem rætt var við ís- lenzka konu, búsetta nærri París. Þau hjónin tóku á leigu þriggja herbergja íbúð í gömlu húsi og greiða fyrir hana sem svarar 10 þús. krónum í húsaleigu á mánuði, auk ljóss og hita. Vissu- lega er þetta dýrt, en þetta þekk ist nú ekki á íslandi sem betur fer. Eftir því sem kjör manna batna, því meiri kröfur eru gerð- ar til bættra lífskjara. Það er eðli legt að gera skynsamlegar kröfur og fylgja þeim fram. En kröfurnar verða að vera innan þerra takmarka, sem at- vinnuvegirnir geta risið undir, innan þeirra takmarka, sem krón an þolir, til þess að halda gildi sínu í samanburði við erlendan gjaldmiðil. Stefna Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn er flokk- ur allra stétta. Stefna hans er réttlæti, framfarir og batnandi lífskjör fyrir þjóðina alla. Sjálf- stæðisflokkurinn er írjálslyndur flokkur, sem gerir sér grein fyrir hinum erfiðu viðfangsefnum og vinnur að lausn vandamálanna, með festu. Til þess að tryggja þjóðinni örugga framtíð, efna- hagslegt öryggi og frelsi, verður að efla atvinnulífið og tryggja heilbrigða framleiðsluhætti. Þess vegna er það, að Sjálfstæðisflokk urinn vinnur að uppbyggingu sjávarútvegsins með auknum skipakosti og nýtízku tækjum. Þess vegna mun verða stuðlað að aukinni tækni og nýtingu sjáv araflans, með það fyrir augum, að margfalda þau verðmæti, sem á land koma. Þess vegna leggur Sjálfstæðisflokkurinn grundvöll að viðreisn landbúnaðar og stór- auknum framkvæmdum í sam- bandi við þann atvinnuveg. Þess vegna beitir Sjálfstæðisflokkur- inn sér fyrir stórvirkjun og margskonar iðnaði, til þess að nota þá orku, sem virkjuð verð- ur. Þess vegna beitir flokkurinn varp og telja má vist að samn- ingar milli F.Í.A. og Loftleiða h.f. kæmust þá fljótt á. Stjórn F.Í.A. Bragi Norðdahl“. — Isinn Framhald af bls. 32 hans á hafnir norðanlands og austan. Sagði hann, að næstu daga og í næstu viku yrði áburði lestað í skip erlendis, en það væri í al- gerri óvissu um hvort þau kæm- ustu með hann á áætlunarhafnir. Annað hvort yrði áburðinum landað á stöðum, sem væru sem næst hinum lokuðu höfnum, eða þá það sem líklegra væri, að skipin yrðu að bíða við ísrönd- ina á meðan ísinn lokaði höfn- unum. En það væri dýrt, því borga þyrfti skipunum biðpen- inga, en þau væru flest frá Skipa deild SÍS, en einhver þó útlend. Hjörtur sagði, að ástandið væri verst við Húnaflóa, því þangað hefði ekki verið hægt að koma neinum áburði, hvorki íslenzkum né útlendum, og ófluttar væru ýmsar tegundir útlends áburðar til svæðisins frá Skagafirði til Langaness. Alls væru það um 7 þúsund tonn af áburði, sem ófluttur væri á fyrrgreind svæði, en að auki væru um 700 tonn af áburði, sem landað hefði verið á Fáskrúðs- firði sökum íssins, en sem flytj- ast ætti til Kópaskers, Þórshafn- ar, Borgarfjarðar, Bakkafjarðar- ar og Vopnafjarðar. Hjörtur sagði að lokum, að fyr- irsjáanlegt væri þegar, að áburð- ardreifing yrði síðbúin á fyrr- greindum svæðum. Auk hafn- banna bættist það við, að aka þyrfti áburðinum út um sveitirn- ar loksins þegar hafnirnar opn- uðust. sér fyrir frelsi í verzlun og við- skiptum og gefur almenningi þannig kost á bættum viðskipta- kjörum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur út rýmt svartamarkaði og höftum, sem ýmsir virðast nú hafa gleymt að hér voru til staðar fyrir fáum árum. Til þess að hugsjónir ræt- ist og atvinnuvegirnir eflist, eins og stefnt er að, þarf að stuðla að jafnvægi £ verðlags- og kaup- gjaldsmálum. Efnahagsmálin verða að þróast þannig, að at- vinnuvegirnir geti gengið hindr- unarlaust og verðmætaöflunin verði á engan hátt tafin. Á s.l. ári virtist birta í lofti með júnísamkomulaginu, sem svo hefur verið kallað. Menn gerðu sér vonir um, að forystu- menn launþeganna og almenn- ingur hefðu nú komið auga á, að leiðin til þess að bæta kjörin væri sú, að miða við hvað at- vinnuvegirnir geta borið. Hvers vegna skyldu launþegar ekki hafa lært af reynslunni? Það hef- ur oft verið svo, að þegar kaup- hækkunin hefur verið mest, hef- ur minnst orðið eftir áf hagnað- inum fyrir launþega. Nú reynir á, í maí og júní n.k., hvort skyn- semin verður ráðandi eða hvort þeir, sem vilja tefja fyrir fram- förum og bafnandi lífskjörum, mega sín meira. Vonandi ræður það, sem þjóðinni má verða til batnaðar, nú eins og í fyrra. Við Sjálfstæðismenn erum ein- huga og munum ganga til starfs- ins, með festu og djörfung. Við munum fara eftir því, sem sam- vizkan telur rétt vera og þjóð- inni er fyrir beztu. Við höfum skyldum að gegna við þjóðfélag- ið. Þær skyldur getum við bezt uppfyllt, með því að fá aukinn kraft, aukið fylgi með þjóðinni. Leiðin til þess er að kynna þjóð- inni stefnu Sjálfstæðisflokksins og störf. Enginn Sjálfstæðismað- ur má liggja á liði sínu til þess að vinna flokknum fylgi í kaup- túnum, kaupstöðum og sveitum. Hér á landsfundinum skulum við strengja þess heit, að vinna ötul- lega að framgangi og auknu fylgi flokka okkar. Með því vinnum vð þjóðinni mest gagn, með því rækjum við þær skyldur, sem á okkur hvíia. Bifreið ehið út ai við Lögberg UM kl. 11 sl. föstudagskvöld var bifreið ekið út af veginum við Lögberg og skemmdist hún tals- vert. Bifreiðinni ók ungur piltur og með honum voru í bifreiðinni tvær stúikur og piltur. Stúlk- urnar fengu eftir slysið far hjá leigubílstjóra, sem ók niður á móts við Árbæ. Þá kom kona i bifreið á slysstað og lýsti upp með ljósum bifreiðar sinnar slys staðinn, meðan piltarnir voru að huga að skemmdum á bifreið- inni, sem ekið var út af, en síð- an ók konan báðum piltunum í bæinn. Rannsóknarlögreglan beinir þeim tilmælum til piltsins og stúlknanna tveggja, sem voru far þegar í bílnum, svo og til leigu- bílstjórans og konunnar, sem óku fólkinu brott af slysstað, að þau gefi sig fram hið fyrsta. BEIVIIX STEIIMSTEYPIJPLAST Byggin gameistarar, múrarar, hús- eigendur athugið! BIMEX eykur viðloðun, teygju og slitþol steypunnar. — BEMIX-múrinn er ryk- bundinn og vatnsfráhrindandi, veðrast ekki og flagnar ekki af. NOTKUN ARSVID: Viðgerð á skemmdum gólfum. ★ Lagning slitlags á gólf. Viðgerð á tröppuhornum og sökklum. Viðgerð á slitnum tröppum (engin upphöggvun). ★ Slömmun fyrir múrlögn (rapp). ★ Gólfjöfnun. ^ Viðgerð á sprungum. ★ í fínpússningu, til rykbindingar. ★ í utanhússpússiningu, til veðurvarnar. ★ Til brúa-, vega- og hafnargerða og annars staðar þar sem kröfur um gæði og (viðhaldslausa) langa endingu eru miklar. Leitið upplvsinga um BEMIX, kannski levsir það einmitt vandamál yðar. Verkfraeðileg ráðgefandi þjónusta. Söluumboð: Helgi Magnusson & CO. (HEMCO) —Hafnarstræti. Byggingavöruverzlunin ' Málmur Hafnarfirði. ' J , Gler & IVfálning & Akranesi. Heild sölubirgðir: Strandberg heildverzlun Laugavegi 28. — Sími 16462. TIL SOLU 5 herbergja sér hæð við Álfheima með rúmgóð- um bílskúr, suður svalir, frágengin lóð, sér inn- gangur, sér hiti. — íbúðin er laus fljótlega. Fermetrar: Ca. 140. FASTEIGNASTOFAN Austurstræti 10, 5. hæð, Sími 20270. Sölumaður: Einar I. Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.