Morgunblaðið - 27.04.1965, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.04.1965, Blaðsíða 20
20 MORGU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 27. april 1965 — Ræóa Ingólfs Frajnh. af bls. 17 fyrir varanlegt siitlag og vænt- anlega malbihaSir eftir því sem fé verður til þess veitt. XJnnið verður að jarðgangnagerð á Siglufjarðarvegi á þessu sumri og væntanlega lokið við það verk á næsta ári. Unnið verður að sam- göngumálum á Vestfjörðum sam- kvæmt áætlun. En með Vest- fjarðaáætluninni er gert sérstakt átak í samgöngumálum, til þess að gera þennan landshluta byggilegri og spyma gegn frek- ari fólksflutningum þaðan. I>að hlýtur að vera sameiginleg skoð un allra Sjálfstæðismanna, að stuðla beri að því að byggðin haldist þar sem skilyrði eru fyrir hendi. Það væri mjög slæmt, ef fólksflutningar utan af landi héldu áfram til Faxaflóasvæðis- ins, með sama hætti og mörg undanfarin ár. Gera má ráð fyrir að efldur verði framkvæmdasjóð ur strjálbýlisins, sem hefur það verkefni, að stuðla að því að skapa því fólki, sem úti á lands- byggðinni býr, lífvænleg kjör. Að flugvallamálum er unnið með svipuðum hætti og áður. Til þeirra mála verður varið á þessu ári 22,7 millj. króna. Árið 1958 var veitt til flugvalla tæplega 6 miJij. kórna. Vissulega væri þörf fyrir meira fjármagn í þessu skyni, því verkefnin kalla að. Hina stærri fiugvelli þarf að malbika, flugskýii vantar einnig víða og öryggistækin þarf alltaf að endurnýja og bæta við. Segja má, að stefnt sé í rétta átt í þessum málum, þótt of hægt gangi. íslendingar nota ílugið meira en aðrar þjóðir vegna íjar lægða innanlands. Fiugfélag ís- lands hefur nú ákveðið að kaupa tvær Fokker-Friendship vélar til innaniandsflugs, en vegna þess er enn meiri þörf á endurbótum á fiugvöllum. Flugfloti íslend- inga er nú þegar all-myndarlegur og flugið atvinnugrein, sem marg ir hafa góðar tekjur af, auk þess sern þjóðin fær gjaideyristekjur af fluginu. Fiugið hefur kynnt þjóðina út á við og mun vissu- lega eiga stóran þátt í því að auka ferðamannastraum til lands ins. Aðrar þjóðir hafa miklar tekjur af ferðamönnum. Það rnunu íslendingar einnig hafa þegar tíma líða. Lög um Ferða- málaráð og Ferðamálasjóð eru 6kref í þá átt að gera möguiegt að taka á móti ferðamönnum, með því að komið verði upp við- unandi aðstöðu fyrir ferðamenn víðs vegar um landið. Er nú unnið að áætlunum um þau mál. Ásetlun um sjálfvirkan síma Til samgöngumála teljast einnig póst- og símamál. í póstmálum hafa orðið ýmiss konar breyting- ar til bóta, með því að póstur berst nú örar út um landið heldur en áður. Með skipulagsbreytingu, sem gerð hefur verið í þessum málum, hefur tekizt að bæta þjónustuna verulega án þess að til kostnaðarauka hafi komið. Samkvæmt áætlun er unnið að því að koma upp sjáifvirkum síma í alla kaupstaði og kaup- tún út um land og siðar um hinar þéttbýlu sveitir. Þetta er nokkuð kostnaðarsamt, en kemur til með að margborga sig vegna eparnaðar í reksturskostnaði, auk þess sem þjónustan verður mun betri en áður var. Ýmsir munu minnast þess, að erfiðleikar voru á því að fá sima hér í Reykja- vík og víðar vegna þess að sím- etéðin háfði ekki númer aflögu. N« í seinni tíð hefur verið ráðin bót á þessu og símanúmer af- greidd nokkurn veginn eftir því sem óskir hafa borizt. Við stjómarmyndunina lf>53 var fyrir forgöngu Sjálfstæðismanna gerð 10 ára rafvæðingaráætlun. Þessi áætlun var ákveðin 1955, 11 ára framkvæmd. Þessum fram kvæmdum er nú að ljúka. Hafa þá þau býli, sem eru með vega- lengdina upp í 1 km á milli bæja, fengið rafmagn. í athugun er framhaldsrafvæðing, sem miðast viS vegalengd allt að 2 km milli bæja. Verður á þessu ári vænt- anlega unnið eftir framhalds- áætiuninni, sem miðast við vega- lengd ailt að ltú'km miili bæja. Gert hefur verið ráð fyrir, að aliir ísiendingar hafi fengið raf- magn árið 1970. Á vegum Baforkumálaskrif- stofunnar er unnið að jarðbor- unum og jarðhitaleit. Með lögum um Jarðhitasjóð var þessi starf- semi aukin og lán veitt til þess- ara framkvæmda. Enginn vafi er á því, að jarðhitinn mun verða betur nýttur í framtíðinni en enn hefur tekizt að gera. Þar eru verðmæti, sem þjóðin mun hag- nýta í ríkum mæli. Græða upp landið frá hafi til fjalls Það hlýtur að gefa mönnum styrk og aukinn kjark með bjart sýni, þegar litið er yfir þá miklu möguleika, sem þjóðin hefur, ef verðmætin og auðlindir landsins eru hagnýtt. í Aldamótaljóðum segir: Oss vantar hér lykil hins gullna gjalds, að græða upp land- ið frá hafi til fjalls.“ Vissulega vantaði lykiiinn um siðustu alda- mót, en andans mennirnir áttu bugsjónir og bentu á ieiðirnar til úrlausnar. Nú hefur þjóðin eign- azt lykilinn að margs konar fram förum með auknu fjármagni, full komnu sjáifstæði og aukinni framleiðslu. Nú er það ekki leng ur draumur eða hugsjón að græða upp iandið frá hafi til fjalls. Nú er það ákvörðun, nú er það staðreynd, að því skuli unnið. Með jarðræktarlögunum 1923 var starfið hafið. Þeir sem sömdu jarðræktarlögin, Magnús Guð- mundsson, Valtýr Stefánsson og Sigurður Sigurðsson, skildu gildi ræktunarinnar og Sjáifstæðis- menn hafa alla tíð átt forystu- menn, sem stutt hafa þessi mál af alhug. Okkar mæti foringi, Óiafur Thors, hafði alltaf víð- sýni og skilning á þeim. málum, sem og öðrum málum, sem til framfara horfðu. Jarðræktarlög- unum var fljótlega spillt með hinni svokölluðu 17. grein, sem Framsóknarmenn settu inn í lög- in, til þess að Thor Jensen og fleiri, sem voru stórhuga og rækt uðu mikið, gætu ekki notið fram- lags til ræktunar. Fyrir baráttu Sjáifstæðismanna var þetta frá- leita ákvæði numið úr gildi. Ræktunarmáiunum miðaði hægt áfram, þar til lög um landnám, byggingar og ræktun í sveitum, voru sett fyrir atbeina Péturs heitins Magnússonar árið 1945. Með þeim lögum var framlag til ræktunarmála stóraukið. Þau iög gerðu það mögulegt, að fá stórvirkar vélar til ræktunarinn- ar. Þau lög hafa markað giftu- drjúg spor í nýju landnámi ís- iands., Árið 1957 hækkaði vinstri stjómin ræktunarframlag til þeirra jarða, sem höfðu tún und- ir 10 ha stærð. Fyrirsagnir í Tím- anum vegna þessara laga voru með stóru letri og yfir alla síð- una. Þetta voru mikilsverð lög að dómi Framsóknarmanna, að setja sér það mark að túnstærð- in skyldi vera 10 ha á hverju býli. Árið 1962 var iögunum breytt og stærðarmarkið sett í 15 ha. Árið 1964 var merkið enn aukið og miðað við 25 ha. Með þeim legum er miðað við að framlag til ræktunar á þessum jörðum nemi um helmingi af ræktunar- kostnaði. Um 3800 býli höfðu tún innan við 25 ha að stærð. Mestur hluti bændastéttarinnar hefur því notið þessara lagasetn- ingar ©g er það nú þegar korruð í Ijós. Ræktunin hefur aldrei ver- ið eins mikil og-s.l. ár. Nákvæm- ar tölur héfi ég ekki enn við hendina, en talið er að yfir 5000 ha hafi verið ræktaðir árið 1964. Árið 1963 var ræktunin um 4500 ha. Á árunum 1950 — ’@0 var árleg ræktun rúmlega 2000 ha að meðaltali. Talið er að nú hafi verið ræktaðir um 90 þús. ha í landinu Vitað er að um 3 millj. ha ‘eru ræktanlegir, sumir halda því fram að jafnvel megi rækta allt að 4 millj. ha. Það er því iítill hiuti, sem enn hefur verið ræktaður. í gróðurmoidinni er mikill varasjóður geymdur fyrir komandi kynslóðir. En núverandi kynslóð hlýtur að notfæra sér þessi verðmæti eftir því sem mögulegt er og bæta þannig lífs- kjörin og afkomu þjóðarbúsins. Að því er stefnt nú markvissara en nokkru sinni áður, að notfæra sér þann auð, sem gróðurmoldin getur veitt. Til viðbótar þeirri löggjöf, sem ég hef drepið á, um aukin framlög til ræktunar, hafa á því þingi, sem nú er að ljúka, verið samþykkt ný jarðræktar- lög, sem stefna að því að ýta undir ræktun og framkvæmdir í sveitunum. Þessi lög eru í sam ræmi við óskir, sem fram hafa komið frá Búnaðarþingi, um endurskoðun jarðræktarlaganna. Gert er ráð fyrir að framlag til súgþurrkunar verði aukið, þannig að ölium verði gert kleift að hafa súgþurrkun og tryggja ^ig gegn óþurrkum og rosa. Með því er mögulegt að spara erlend- an fóðurbæti og gjaldeyri, sem til fóðurbætiskaupa fer. Þá hafa á þessu þingi verið afgreidd lög um landgræðslu og gróðurvernd, sem mun ieiða til þess að land- græðslan og gróðurverndin verða tekin enn traustari tökum. Til landgræðslumála hafa fjárveit- ingar hækkað að undanförnu og skilningur manna hefur farið vaxandi á gildi landgræðslunnar. Segja má, að þörf hafi verið á að spyrna við fótum, þar sem heilir landshlutar voru að því komnir að fara í auðn vegna uppblásturs og eyðingar alls gróðurs. Lög um búfjárrækt hafa einnig verið samþykkt á þessu þingi. Með þeim lögum er að því stefnt að auka tilraunir og endurbætur í búfjárræktinni. Þess gerist vissu lega þörf, þar sem búskapurinn er margbreytilegur og þarf að vera rekinn með þekkingu og rannsóknum, ef góðs árangurs á að vænta. Landbúnaðar- framleiðsJan Það er ánægjuefni, að aðsókn hefir aukizt að bændaskólum og betur er nú búið að þeim en áður var. Bóndinn þarf að fræð- ast um þau mál sem búskapnum viðkemur. Sé gert ráð fyrir að ræktunin verði 5 — 6 þús. ha á ári til 1980, verður ræktað land þá um 170 þús. ha. Sé gert ráð fyrir 5 þús. bændum, má reikna með að meðaltúnstærð verði 34 ha. Reikna má með, að túnastærð- in verði frá 25 — 60 ha á býli. Árið 1980 má ætla að mannfjöldi verði um 260 þús. í stað 190 þús. nú. Sauðfjáreign landsmanna er nú um 800 þús. á fóðrum. Kúafjöldi um 40 þús. Út er fiutt áriega diikakjöt milli 2 — 3 þús, tonn. Umfram mjólk- urframleiðsia árið 1964 var um 12%. Það ár var sérstaklega hag- stætt um tíðarfar og grassprettu. Mjólkurframleiðslan var því tals vert yfir meðallag þetta ár. Ef mjóikurframleiðslan gæti verið jöfn allt árið, en á því eru erfið- leikar, væri nægilegt að hafa 35 — 36 þús. kýr, til þess að full- nægja innanlandsþörfinni um mjólk og mjólkurvörur. Ef ríkis- búin, sem framleiða mjólk, væru lögð niður, mundi mjólkurfram- leiðsian minnka um rúmlega 1%. Vissulega er eðlilegt að hugleiða það atriði. Árið 1980 þarf um 50 þús. kýr til þess að fullnægja mjólkurþörfinni. Til þessarar framleiðslu þarf um 70 þús. ha af ræktuðu landi, ef túnin eru notuð að einhverju leyti til beit- ar, sem sjálfsagt er. Eðlilegt er, að miða mjólkurframleiðsluna að mestu við það, sem þjóðin þarf að nota, þótt aldrei verði unnt að vera nákvæmlega á þeim punkti. Árið 1980 verðá þess vegna fyrir hendi um 100 þús. ha af rækt- uðti la»di fyrir aðra framleiðslu. Er þá helzt að ætla, að aðallega verði um sauðfé að ræða. Geri ég ráð fyrir að sauðfjáreignin verði þá allt að 1 % milljón í stað 800 þús. nú. Gert er ráð fyrir að 14 — 15 ær verði um hvern ha af ræktuðu landi, auk úthaga og annars beitilands. Gera má ráð fyrir að holdanaut verði einnig komin til sögunnar fyrir umræddan tíma og aðrar búgreinir eflist, svo sem garð- rækt o. fl. Þegar bústofn- inn verður aukinn, eins og hér er gert ráð fyrir, koma lög um landgræðslu og gróðurvernd vissulega að gagni. Beitarþol og gróður yerður að aukast í réttu hlutíall við bústofnsaukann. Sauð fjárrækt á ræktuðu landi, með venjulegu beitilandi, mun verða miklu arðbærari heldur en hún hefur verið til þessa. Þrátt fyrir bústofnsaukann og mikla ræktun munu enn fara í eyði jarðir, sem eru illa í sveit settar og ekki hafa ræktunarskilyrði. Við því er ekkert að gera, það er lögmál, sem ekki yerður umflúið og til- gangslaust er að spyrna gegn. Eftir 1980 er líklegt að bændum fari eitthvað að fjölga vegna stöðugt vaxandi ræktunar. Einnig vegna þess að þá er sannað, að landbúnaður er arðbær og þjóð- in hefur í enn ríkari mæli talið sér hag að því að nýta þau auð- æfi, sem 1 gróðurmoldinni eru geymd. Um ieið og búin stækka, skapast möguleiki til þess að taka fólk til hjáipar við bústörfin og iandbúnaðurinn breytist þannig á nokkrum árum úr einyrkjabú- skap í það að bændurnir hafa fólk til hjálpar við framieiðsl- una og hafa eíni á að greiða kaup. Meðaltekjur bænda á þessu verðlagsári eru 147.500,00 kr. Þannig er Ijóst að hvorugur þarf annan að öfunda, bóndinn eða launþeginn. MiJiil framtíð í landbúnaði Raddir hafa heyrzt um að ekki sé skynsamlegt að rækta og auka framleiðslu landbúnaðarvara. Samskonar raddir 'tala um að ekki sé vit í að virkja stórt. Halda beri áfram að virkja smátt. Úr- tölumenn hafa alitaf verð til. Talað -hefur verið um útfiutn- jngsuppbætur og niðurgreiðslur, sem sérstök vandræðamál land- búnaðarins. Verði kyrrstaða í ræktuninni er stefnt að því að kotbúskapur og meðgjafarbúskap ur verði rekinn um alla fram- tíð. Það eru kreppsjónarmið, sem ekki mega verða ráðandi. Þegar tímar líða, landið hefur verið ræktað, búin hafa stækkað og unnið hefur verið þrotlaust að markaðsmálum fyrir afurðir okkar á erlendum vettvangi, kemur að því, að útflutnings- uppbætur á landbúnaðarvörur hverfa. Með því átaki, sem nú er gert, með löggjöf landbúnað- arins og markaðsmálum á erlend um vettvangi, er grundvöllur lagður að því að landbúnaður verði rekinn án verðuppbóta vegna útflutnings landbúnaðar- vara. Einn iiður í markaðsmálum er sölustöð í London, sem er í senn kynningarstöð og ætti að ýta undir ferðamannastraum til landsins. Ferðamennirnir munu nota í vaxandi mæli íslenzkar vörur, sem þannig breytast í erl. 'gjaldeyri. Með hagnýtingu ull- arinnar, eins og nú er unnið að, standa vonir til að ullin geti orðið miklu verðmætari en hing- að til. Með verkun skinnanna, hagnýtingu innyflanna, blóðsins, beinanna og hornanna. skapast skilyrði fyrir því að bændur geti flutt út kjöt án framlags úr ríkissjóði þar sem framleiðend- ur geta þá búið við lægra kjöt- verð. Verði sauðfjáreignin 1 Vz milljón 1980, mun útflutningur á diikakjöti nema árlega 12 — 13 þús. tonnum, í stað 2 — 3 þús. 1965. Verðmæti kjötsins og ann- arra sauðfjárafurða, -með auk- inni nýtingu, mun gefa þjóðinni ehki hundruð nniJljóna heidur milljarða í erlendum gjaldeyri. Þúsundir manna munu hafa vinnu við iðnað úr landbúnaðar- vörum. Mun ekki af veita að skapa möguleika fyrir aukna at- vinnu vegna fólksfjölgunar, sem árlega bætist við. Árið 1965 koma 3500 unglingar á 18 ára aldri á vinnumarkaðinn, árið 1970 munu ungmenni á þessum aldri verða yfir 4000. Þetta fólk verður að fá trygga og góða atvinnu. Með aukinni og bættri hagnýt- ingu sjávarafurða, mun fiskiðn- aðurinn geta tekið við allmörgu fólki, þótt hráefnið aulíist ekki frá því sem verið hefur. Þótt land helgin verði færð út, hljóta að vera takmörk fyrir því, hversu mikið getur aukizt það fiskrnagn,- sem við drögum úr sjónurn. Sjávarútvegurinn mun vissulega halda áfram að veita mörgum at- vinnu og skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið. En allri fóJksfjölg- uninni getur sjávarútvegurinn ekki tekið við. Það er því ljóst, að nauðsynlegt er að hafa sem flestar stoðir, sem standa undir þjóðarbúskapnum og byggja þannig upp fjölbreytt atvinnu- Jíf. Margs konar iðnaður mun eflast og aukast. Atvinna við iðn- aðinn mun því veita tugum þús- unda lífsviðurværi í framtíðinni. Allur iðnaður þarf mikla orku og þess vegna ber nauðsyn til að virkja það afl, sem þjóðin á í ríkum mæli í fallvötnum lands- ins. Áður en ísJendingar íengu rafmagn, áður en farið var að virkja vatnsföll hér á landi, gerðu menn sér grein fyrir verð- mætum fossanna. Einar Bene- diktsson komst svo að orði nærri aJdamótunum: „En framtið á vor þjóð með þessa fossa, með þessi römmu tröll í samhljóms kór“. Og ennfremur: „Hve mætti bæta laeds og lýðs vors kjör affi leggja á bogastreng þeim kraftsins ör“. Nú hafa veriS virkjuð rúmlega 100 þús. kw af vatnsorku. Talið er að um 4 millj ónir kw séu virkjanlegar með góðu móti og auk þess ein milíjón kw við verri skilyrði. Hér er því mikill forði, sem er hægt að taka af. Raforkuþörf þjóðarinn- ar er áætluð að vera um 400 þús. kw um næstkomandi aldamót, eða nálægt 1/10 hluta af aflinu, virkjun jarðgufu er þó ekki reiknuð með. MæJikvarði á lífskjörum er tal inn vera sú orkunotkun sem þjóð irnar nota. Hin háþróaða iðnað- arþjóð, Bretar, notar meiri raf- orku á mann en fslendingar. All- ar aðrar Evrópuþjóðir nota minni raforku á mann en við gerum. Stórvirkjun og stóriðja Nú er rætt um stórvirkjun, til að vinna raforkuna á ódýrari hátt en hingað til hefur verið unnt að gera. Til þessa höfum við virkjað í smáum áföngum og virkjunarkostnaðurinn því verið í dýrara lagi. Umfangsmiklar rannsóknir hafa farið fram á veg um Raforkumálastjómarinnar á ýmsum virkjunarstöðum. 36 virkj unarstaðir hafa verið rannsakað- ir aJJnákvæmJega. Þessir virkj- unarstaðir hafa 25 þús. kw eða meira. Talið er að um 90 virkj- unarstaðir gætu komíð til greina á öliu landinu. Nákvæm rann- sókn hefur leitt í Ijós, að virkjun Þjórsár við Búrfell er lang ódýr- ust. 210 þús. kw virkjun þar kostar 8,6 aura hver kw-stund, 105 þús. kw virkjun á sama stað 10.3 aura, 70 þús. kw við Búrfell, 12.3 aura. Dettifoss 133 þús. kw, ll, 2 aura. Laxá í Þingeyjarsýslu 76 þjús. kw, 17,3 aura. Kláffoss í Hvitá 13 þiís. kw, 15,3 aura. Brúará 22 þús. kw, 17,7 aura. Hveragerði, gufuvirkjun, 30 þús. kw, 16,7 aura. Augljóst er að 210 þús. kw virkjun við Búrfell er það, sem ber að stefna að. Gert er ráð íyrir að fá á þessu þingi lög um Lands- virkjun, sem heimila að virkja við Búrfell upp að 210 þús. kw. Þá er einnig gert ráð fyrir að fá heimiJdarlög til þess að stækka Laxárvirkjun og leggja streng frá Laxá til Austurlandsins og einnig línu frá Akureyri til Norð-vest- urlandsins, ef henta þykir. Norð- lendingar geta, hvenær sem þeir vilja, gengið inn i Landsvirkj- unina og væri þá lögð lína frá Búrfellsvirkjun til Akureyrar. Stefnt veiður að því að virkja það sem hagstæðast er á hverj- um tíma, og tengja landshlutana saman með línum frá þeim virkj- unum, sem hagstæðastar eru. Eng inn vafi er á því að þannig fá Jandsmenn ódýrasta raforku ©g mest öryggi fyrir þvi að rafork- an verði á hverjum tíma nægi- lega mikil. Til þess að geta virkj- að það, sem ódýrast er, þarf stór- Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.