Morgunblaðið - 27.04.1965, Side 17

Morgunblaðið - 27.04.1965, Side 17
T* Þriðjudagur 27. apríl 1965 M0R6UNBLADID 17 Ræða Ingólfs Jónssonar, landbúnaðarráðherra á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins LANDSFUNDUR Sjálfstæðis- fiokksins byrjaði vel í gærkvöldi, þar sem mikill mannfjöldi var saman kominn í Háskólabíói. Margt bendir til að fundurinn verði til loka í samræmi við byrjunina. Auðfundið er að fund armenn eru samstilltir og ákveðn ir að vinna í einingu undir merki Sjálfstæðisflokksins og gera flokkinn enn öflugri en hann hef- ur noklcru sinni verið. I>að hefur löngum verið stýrkur flokksins að innan hans hefur verið eining og kraftarnir sam- stilltir til átaka við úrlausnir góðra mála. Sextándi landsfund- ur Sjálfstæðisflokksins, sem nú er haldinn, mun vera einn hinn fjölmennasti landsfundur, sem haldinn hefur verið. Á lands- fundum eru þjóðmálin rædd og ráðherrar flokksins gera nokkra grein fyrir þeim málaflokkum, sem þeir hafa sérstaklega með að gera, auk annarra þjóðmála, sem eðlilegt er að ræða á lands- fundi. Um leið og ástæða er til að fagna mörgu, sem áunnizt hefur í framfaraátt, en það er vissu- lega margt, verður huganum ósjálfrátt leitað til fyrri tíma, þegar þjóðin var umkomulaus og lítilsmetin. Atvinnuvegirnir, land búnaður og sjáuarútvegur, sem þjóðin hefur lengst lifað af, voru fábreyttir og reknir með frum- Ingólfur Jónsson flytur ræðu sína. stæðum hætti. Fjármagn var ekki fyrir hendi, iðnaður var enginn utan lítiL heimilisiðnaður, vegir voru engir eða hafnir, skip til siglinga voru engin í eigu Landsmanna, fiskiskipin aðeins litlir árabátar, verzlunin var í höndum eriendra manna og arð- urinn af henni fluttist úr iandi. Um síðustu aldamót kom vakn- ing í þjóðiífið. Ýmsir hugsjóna- og áhugamenn bentu á ieiðir til uppbyggingar, framfara og sjálf- stæðis. Einar Benediktsson og fleiri góðskáld brýndu menn til dáða í ljóðum sínum. „Fleytan er of smá, sá guli er utar, hve skal lengi dorga drengir, dáðlaus upp við sand?“ Vissulega hættu ís- lendingar að dorga upp við sand. Þeir ieituðu að fiskinum þar sem hann var, togaraöldin var gengin í garð og ýmsar mikilsverðar framkvæmdir komu í kjölfarið. Með togaraútgerðinni kom fjár- magn inn í landið, framleiðslan margfaldaðist, atvinnan varð meiri, tekjur einstaklinga og þjóðarbúsins í heild uxu með hverju ári. Með nýju fjármagni fór þjóðin að gera kröfur til margs konar framkvæmda, svo sem vegagerða, bygginga, hafn- argerða og ræktunar. Verzlunin varð að öllu leyti innlend, ís- lendingar önnuðust sjálfir sigl- ingar miili landa. Framfarirnar hafa verið miklar síðustu áratug- ina. Yfir 300% aukin framlög' til vegamála Samgöngur á sjó og landi og í lofti mega teljast mjög góðar miðað við allar aðstæður. Landið er stórt og strjálbýlt. Vegamálin verða því alltaf dýr og erfið viðfangs. Þjóðvegir landsins eru nú yfir 9000 km, auk sýsluveganna. Til vegamála hefur vitanlega verið varið of litlu fé til þess að vegirnir þoli samanburð við það, sem bezt gerist hjá þéttbýlli og fjölmenn- ari löndum. Eigi að síður má segja, að bílvegir séu komnir til flestra bæja á landinu þótt mis- jafnir séu. Nýlega var lokið við að afgreiða vegaáætlun til fjög- urra ára. Er gert ráð fyrir að verja til vegamála á þessu tíma- bili allt að 1500 milljónum króna. Á árinu 1965 er gert ráð fyrir að unnið verði að vegamálum fyrir hátt á fjórða hundrað milljónir. Árið 1958 var varið tii vegamála 83 milljónum króna. Vegagerðarvístala hefur hækkað síðan um 76% og er því sýnilegt að tiltölulega miklu meira fjár- magni er nú varið til vegamála heldur en var á vinstri-stjórnar- árunum. Það er eðiilegt að gera þennan samanburð, vegna þess að stjórnarandstæðingar teija að ekki sé unnið vel að þessum málum nú. Það er rétt að æski- legt væri að hafa meira fé til vegamála. En þeir, sem létu sér nægja 83 milljónir á ári til vega- gerða á meðan þeir höfðu völd, geta tæplega með sanngirni haft uppi gagnrýni á þá ríkisstjórn, sem hækkar þetta framlag um meira en 300% á fárra ára tímabili. Það eru mörg verlc- efni framundan í vegamál- um. Okkur vantar góða vegi með varanlegu slitlagi. Það er á valdi ríkisstjórnar og Alþingis að auka vegaféð þegar henta þykir. Gert er ráð fyrir að ljúka Keflavíkur- veginum í sumar, en hann er einn af fjölförnustu vegum landsins. Þá verður Vesturlandsvegur upp í Kollafjörð og Austurvegur tekn ir á áætlunartímabilinu og unnið að undirbyggingu þessara vega Fraimhald á bls. 20. „Heff valið tnér aiýjan vettvang og verkahring um sinny/ Ræða Gunnars Thoroddsens á Landsfundi A LOKAFUNDI sextánda Landsfundar Sjálfstæðisflokkg ins á sunnuda," flutti Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra eftirfarandi ræðu, en hann læt ur nú af störfum sem vara- formaður Sjálfstæðisflokksins. Ungur var ég að árum, þeg- ar þær hugsjónir fæddust og festust í sál og sinni, að ísland ætti að ráða sjálft öllum málum sínum og verða lýðveldi, að andlegt frelsi og athafna- frelsi ætti að ráða hér ríkj- um, að hinar ótæmandi auðlind- ir íslands, til lands og sjáv- ar yrði að nýta sem fyrst og sem bezt, og að íslenzka tungu og þjóðlega menningu þyrfti að vernda og varðveita. Það var hafið yfir allan efa að ég hlyti að skipa mér undir merki Sjálfstæðisflokks ins strax við stofnun hans til þess að vinna þessum hug- sjónum. Þær voru í beztu sam ræmi við Sjálfstæðisstefnuna og hún við þær. Þessi flokkur hefur gefið mér tækifæri, sem ég er ósegj anlega þakklátur íyrir. Sem erindreki Sjálfstæðis- flokksins um tveggja ára skeið ferðaðist ég um öll hér- uð íslands, átti þess kost, að kynnast landi o»g þjóð, hinum ólíku atvinnugreinum, stað- háttum og þörfum fólksins, og ekki sízt að tengjast traustum vináttuböndum við mikinn fjölda manna. Sem þingmaður Snæfellinga kynntist ég héraði, þar sem saman fara nokkuð jöfnum höndum sjávarútvegur og landbúnaður, kauptún og sveitir. Og hlýleika, tryggð og vináttu Snæfellinga fæ ég ekki fullþakkað. Sem borgarstjóri 1 Reykja- vík, fékk ég mörg viðfangs- efni, sem vissulega voru heill- andi, þótt oft væru þau örðug. En það var hressandi glíma að fást við þau og reyna að leggja fram lið sitt til þess að byggja upp hina ört vaxandi höfuð- borg, þessa unigu borg, sem jafnframt er elzta byggð á ís- landi. Og ómetanlegur styrkur var það og aflgjafi, að hafa þar sér við hlið samhentan og stækkandi meirihluta. Starf fjármálaráðherra er kannski erfiðast þessara starfa. En umbótaþörfin á mörgum sviðuni íslenzkra fjármála var rík, og undir- tektir landsmanna undir flest ar þær umbætur hafa yfirleitt verið með þeim hætti að þær hat'a hlýjað utn hjartarætur og gert störfin iéttarL Oftlega hef ég í starfi mínu sem borgarstjóri «g í ríkis- stjórn hugsað til þess, hver fengur mér var að því i þess- um störfum að hafa áður átt þess kost að víkka sjóndeildar hringinn með erindarekstri og ferðalögum um land allt og með þingmennsku fyrir kjör- dæmi úti á landi. Nú eru þáttaskil. Tilbreyt- ing er okkur öllum nauðsyn- leg. Ég hafði aldrei ætlað mér að verða eilífur augnakarl í fjármálaráðuneytinu. Það er hollt að aðrir reyni sig nú við verkefni fjármálanna, og ég við önnur ný. 18 ár samfleytt í embætti fjármálaráðherra otg borgarstjóra er nóg í biii. Ég hef valið mér nýjan vett- vang og verkahring um sinn. Utanríkismál hafa jafnan ver- ið mér hugstæð, og ekki sízt norræn samvinna. Ég hygg gott til hins nýja starfs. Von mín er sú að ég geti á ókomn- um árum gert íslandi eitt- hvert gagn. Ég læt nú senn af störf- um sem fjármálaráðherra og varaformaður flokksins og geri það með góðri samvizku af því, að ég þykist þess full- viss, að til þeirra starfa beggja muni veljast þeir menn, að ekki verður á betra kosið. Á þessari stundu er mér fyrst og fremst þakklátssemi í hug, þakklæti til formanna Sjálfstæðisflokksins, sem ég hef unnið náið með öllum — til hinna mikilhæfu leiðtoga Jóns Þorlákssonar, Olafs ffhors og Bjarna Benedikts- sonar, — þakklæti til sam- starfsmanna og samherja. Kæru vinir. Einlægar þakk- ir til ykkar allra, Lifið heil. Jóhann Hafstein, varaforniaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- staeðist'lokksins og Gunnar Thoroddsen. fyrrverandi varaformaður. (Ljósm,: Vigfús Sigurgeirsson)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.