Morgunblaðið - 27.04.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.04.1965, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLADID Þriðjudagur 27. apríl 1965 Felix Jónsson, yfSrtoll — siötugur HVAÐ er hægt að segja um manninn? Hann er ekki einu sinni af „Bakkanum". Svo vel hafa þeir „Bakkabraeður", Ragn- ar í Smára, Páll ísólfsson og V. S. V. einokað þetta þjóðlíf okkar, og þegar manni kemur í huga að stinga niður penna um einn ágæt an austanmann sjötugan, þá verð ur að fara með löndum. Landeyjarnar með sína sögu- skæru fortíð, óravídd Atlants- hafsins á næsta leiti og skínandi jöklahringinn hins vegar fengu mótað huga drengsins. Þar lærði hann sitt kver og sögu síns lands. Við flutning í Ölvesið opnað- ist drengnum nýr heimur. Hann var áfram þegn sléttunnar miklu, er teygir sig frá Kambabrun allt austur að Vík og hefir verið nefnd mesta grasslétta Norður- landa. Þar urðu uppvaxtarár drengsins og mótun hans til full- tíða manns með líkum hætti og gerðist með æskulýð þess tíma. Þar var sótt báðum höndúm til sjós og lands. Sjálfsögð skylda hvers unglings var að neyta afls jafnt við græn'tún heimahagana sem starmýrar engjanna, þar sem afrennsli fjallahringsins liðast um grösuga og víðáttumikla sveitina og endar í ósi Ölvesár er síðan skilar því til hafs. Á næsta leiti eru hin gjöful- ustu fiskimið, Þorlákshöfn var næsta verstöð. Þangað sóttu ungir menn, og mannval mikið á bæði borð. Mátti þar oft litlu muna á hinum veikbyggðu fleit- um. Þar lærðist ungum mönnum hin helgu lög hlutaskiptanna, þar sem hvergi var hallað á við uppskipti í fjöru. Á þessum árum fer alda ung- mennafélagshreyfingarinnar eins og logi um landið, svo og afrek Lárusar Rist, að synda yfir Eyja- fjörð. Þá varð hver tjörn og hvert lón vettvangur ungra drengja, að ná tökum í þessari nytsömu list að geta bjargað sér í vatni. Glíman var þá hin sanna. þjóðaríþrótt og hvar sem hópar ungmenna komu saman urðu eigi umflúin nokkur brögð. Þannig leið uppvöxtur aldamótakynslóð- arinnar við erfið störf og krapp- an leik. Kaupstaðarferðir voru þá ým- ist famar til Reykjavíkur eða Eyrarbakka. Stokkseyri og Eyr- arbakki voru á þessum árum höf uðverzlunarstaðir alls Suður- landsundirlendis og má nærri geta að þar hefir verið lif og fjör og eitgi ónýtt fyrir ungling- inn að kynnast þeim heimi. Þar gerði hann og sitt lífs-strand- högg, er hann þaðan hafði með sér brúði sína, kvonfang hið bezta, Guðmundu Jóhannsdóttur frá Eyrarbakka. Eftir nokkra dvöl að Núpum, þar sem faðir hans bjó, lá leið ungu hjónanna til Reykjavíkur, sem þá var að fá á sig borgarsvip. Á þeim árum var ekki auðvelt fyrir unga menn að fá starfa, fæstir þeirra höfðu eigi aðra starfsþekkingu en þá sem náttúr an sjálf hafði kennt þeim. Þá þóttust ungir menn himin hÖhd- um tekið er þeir fengu togara- pláss, þó engin vöku- og vakta- lög væru í gildi, og vinnutími meðan fiskur fékkst. Þannig liðu fyrstu árin í höfuðborginni, við mismunandi störf: byggingar- vinnu, bókband, togaravinnu. Á þessum árum verður ungi mað- urinn fyrir því happi að hljóta utanför, fyrst til Skotlands og síðan til Þýzkalands. Þar nær hann góðu valdi á tungu þessara þjóða. Felix var ásamt öðrum fs- lendingi sá fyrsti, er lærði með- ferð BADER fiskflökunarvél- anna, sem nú eru taldar ómiss- andi í flestum frystihúsum lands ins. Á þeim tíma var ekki hljóm- grunnur fyrir notkun slíkra véla, vinnuafl var ekki eins verðmætt í þá daga. Það verður að telja að ævin- týri þessa lands hefjist með heimastjórn og síðan fullveldi þess árið 1918. Þar fara alda- mótamennirnir á kostum. Togaraútgerð — vélar í bátum — ritsími — bankar — frjáls verzlun — Eimskip — bílar — frelsi. — Þetta var sá arfur er féll þeim í skaut. Úr þráðum þessum spunnu þeir hið marg- slungna þjóðfélag er við þekkj- um í dag. Yngri kynslóðin má aldrei vanmeta eða varpa rýrð á verk þau er unnin voru af þessum mönnum. Þau verk eru okkar arfur. _ Eftir þessar utanferðir verða straumhvörf í lífi Felixar. Árið 1927 hefir hann starf sem toll- vörður. Það mun víst ekki of mælt að sjaldan hefir betur til tekizt að tengja saman mann og starf. Allir þeir mörgu er sótt hafa úr hendi embættismanns- ins, munu þar á einu máli. Þeg- ar tollvarðafélag er stofnað árið 1935, þá er Felix fyrsti formaður þess. Árið 1941 er Felix skipað- ur yfirtollvörður og þannig þekkja flestir Reykvíkingar hann. Má nærri geta að 38 ára erilsöm tollvarðastörf, unn- in við hin erfiðustu skilyrði og á mestu umbrotatímum-sögunn- ar hljóta að móta og marka per- sónuna. Það má líka ætla að mörg frásagnarverð atvik hafi hent í starfi tollvarðarins, þar sem stór hluti þeirra er unnin á þeim timum þegar flestir borg- arar njóta svefnfriðar. Einnig væri fróðlegt að hafa kynnzt eitt- hvað því starfi yfirtollþjónsins er fram fór með leynd þeirri er einkenndi stríðsárin. Það er ó- þarfi að kynna Reykvíkingum starf yfirtollvarðarins Felixar Jónssonar, svo margir eru þeir er notið hafa hans einstöku hátt- prýði og fyrirgreiðslu í starfi. — Þar hefir Felix unnið brautryðj- endastarf sem ætti að geta orðið gott vegarnesti hinum yngri. Það væri freistandi að leiða hugann og leita uppi það ævi- skeið og þau rök er móta manns- sálina. Á hvaða æviskeiði hann þroskast mest. Hvort það eru samskipti • við bækur, dýr eða fólk. Kannski eru það fjöllin, eða hinir björtu sumarmorgnar, kannski er það hafið, en hvað um það, á einhvem hátt finnst mér Felix Jónsson hafa gert þetta land betra og auðugra, stækkað ísland, þannig að við hin njótum góðs af. Á þessum tímamótum er hon- um ng fjölskyldu hans að Bald- ursgötu 7 sendar hugheilar árn- aðaróskir, með ósk um langan ævidag. Þ. — Landsfundurinn Framhald af bls. 1 kell Sigurðsson, Magnús Guð- mundsson, Jónatan Einarsson, Hannes Þorsteinsson og Bjarni Benediktsson. Eftir hádegishlé hófst fundur aftur kl. 14. Þá var Pétur Otte- sen fundarstjóri og Marselíus Bernhardsson og Sigurður Helga son fundarritarar. Bjarni Benediktsson gerði grein fyrir breytingartillögu á kosningarfyrirkomulagi til mið- stjórnar, og var tillagan sam- þykkt samhljóða. Umræður fóru fram um stjórnmálayfirlýsingu og fleira, og tóku þessir til máls: Gísli Jónsson, Þorgeir Ibsen, Gunnar Thoroddsen, Bjarni Bene diktsson, Sigurveig Guðmunds- Eilífðarvandamál Áfengið hefur skapað eitt af þessum eilífðarvandamálum mannlegs þjóðfélags að því er virðist. Svo sannarlegá er þetta ekkert nýtt vandamál — og heldur ekki vandamál okkar ís lendinga einna. Vínveitingar í samkomuhúsum og bjórmál okkar eru næstum því jafnvin- sæl umræðuefni og veðrið — og verða það um ófyrirsjáan- lega framtíð. Aldrei er hægt að gera svo að öllum líki og þótt meiriþluti fólks felli sig e.t.v. við þær reglur og löggjafir, sem settar eru, og er alltaf hægt að finna einhverja agnúa á þeim — eða koma auga á hliðar málsins, sem allir geta verið sammála um að séu afkáralegar. Þeir, sem telja, að við ættum að fá sterkari bjór, gera sér e.t.v. ekki grein fyrir því, að hér er ekki um einfaldan sam- anburð okkar lands við „bjór- löndin“ að ræða. Það er með öðrum orðum ekki hægt að gera samanburð og segja: Ekki er bjórinn neitt höfuðvandamál í Danmörku éða Bretlandi. Hví skyldi hann verða það hjá okk- ur? Tappinn úr tunnunni í flestum Evrópulöndum er bjórdrykkjan aldagömul og það er ekki óeðlilegt þótt margir óttist að bjórinn geti skapað aukinn vanda á íslandi, ef allar flóðgáttir yrðu opnaðar í einu vetfangi. Sjálfur kann ég vel að meta góðan bjór, þótt ég sé þeirrar skoðunar, að það yrði ábyrgðarhluti að taka tappann úr tunnunni hjá þjóð, sem aldrei hefur kunnað að fara með áfenga drykki. En vera má að það geti lærzt eins og hvað annað og þá er vissulega kominn tími til að byrja að læra. Ekki öll vitleysan eins í þessu sambandi kemur mér í hug atvik, sem maður nokkur nýkominn frá útlöndum sagði mér á dögunum. Hann kom heim í flugvél og skömmu fyrir lendingu bað hann flug- freyjuna að selja sér sex flösk- ur af Agli sterka. Pólar bjór Egils er sem sé veittur í flug- vélum okkar — a. m. k. hjá Flugfélaginu. Stúlkan sagði, að því miður mætti hún ekki selja áfengan bjór án þess að taka flöskurnar upp. Það mætti sem sagt ekki fara með Egil sterka í land á íslandi. Hins vegar gæti hann keypt viský, gin eða koníak og farið með það heim til -sín. En ekki bjór. Kæmi ekki til greina — því miður. Því verður vart neitað, að þarna stríða reglur gegn heil- brigðri skynsemi svo að ekki sé meira sagt. Meðalvegurinn virðist vera vandrataður, ekki síður hjá þeim sem setja lög og reglur — en hinum, sem ætlað er að fara eftir blessuð- um reglunum. ★ Iðnaðarmaður skrifar um skólamál Og hér kemur bréf frá Halldóri Guðmundssyni, húsa- smíðanema: „Velvakandi! — Við lestur tveggja tölublaða Morgunblaðs ins, 22. og 24. þessa mánaðar, hvar í voru greinar eftir Gísla Halldórsson, verkfræðing, og Jón H. Björnsson, garðarkitekt, varð mér fyllilega ljóst, að það ófremdarástand, er ríkir í iðn- fræðslumálum þjóðarinnar, er eingöngu þeim mönnum að kenna, sem átt hafa að standa vörð um framvindu þessara mála. Þeir hafa brugðizt skyldu sinni. Og ekki nóg með það, að þeir hafa vanrækt allar tillögur til úrbóta, heldur hafa þeir barizt á móti þeim með oddi og egg. Þeir hafa líka uppskorið ríku- lega. Öngþveiti það, sem nú dóttir, Davíð Ólafsson, Jóhann Hafstein, Þorvaldur Garðar Krist jánsson, Halldór Guðmundsson, Sveinn Ólafsson, Kári Þórðarson og Jón Pálmason. Formannskjör, varaformanns- kjör og miðstjórnarkosning fór fram á þessum fundi. Bjarni Benediktsson var endur- kjörinn formaður flokksins. Jóhann Hafstein var kosinn varaformaður í stað Gunnars Thoroddsens, sem bráðlegá held- ur til Kaupmannahafnar, þar sem hann verður sendiherra íslands. Þessir sjö voru kosnir í mið- stjórn: Birgir Kjaran, Geir Hall- grímsson , Ingólfur Jónsson, Magnús Jónsson, Matthías Á. Mathiesen, Pétur Ottesen og Sigurður Bjamason. Sjálfkjörin í miðstjórn eru Árni Grétar Finnsson Bjarni Benediktsson, Gunnar Helgason, Jóhann Haf- stein og Ragnhildur Helgadóttir. Bjarni Benediktsson þakkaði flokksmönnum endurnýjað traust og Gunnar Thoroddsen flutti ræðu, sem birt er annars staðar í Morgunblaðinu í dag. Bjami Benediktsson flutti eftirfarandi tillögu, sem sam- þykkt var í einu hljóði: „Landsfundurinn þakkar Gunn ari Thoroddsen hans frábæru störf í þágu Sjálfstæðisflokksins og alþjóðar og óskar honum og fjölskyldu hans allra heilla i bráð og lengd“. Þá bar Bjami Benediktsson fram tillögu um að heiðra minn ingu Ólafs Thors með því að gerð verði af honum myndastytta. Er skýrt frá þessu í sérstakri frétt í Mbl. í dag. Landsfundinum lauk um kl. 19 á sunnudag. tFlutti formaður flokksins þá lokaræðu, þakkaði fulltrúum fundarstörí, árnaði þeim heilla og sleit fundi. ríkir, er þeim verðugur minnis- varði. Við höfum dregizt tugum ára aftur úr nágrannaþjóðum okkar. Menntun iðnaðarmanna hér hefur stórhrakað meðan unnið hefur verið stöðugt allt í kring um okkur að því að mennta og sérhæfa iðnaðar- menn. Skólamál iðnaðarins eru í slíkum ólestri, að það er með ólíkindum. Iðnskólinn í Reykja- vík hefur skársta aðstöðu af iðn skólum landsins, en úrelt keimslufyrirkomulag, ófullnægj andi kennslubókakostur, lítil verkleg kennsla (og úrelt) — svo og það, að sáralitlar kröfur eru gerðar tii nemenda, kemur gersamlega í veg fyrir að nokk- ur árangur náist með fjórfaldri tveggja mánaða skólasetu. Iðn- skólar i bæjum og þorpum úti á landi búa við ennþá lakari skilyrði og enga verklega kennslu. Nú hefur Alþingi okkar vakn að við vondan draum og komizt að þeirri niðurstöðu, að eitt- hvað muni vera athugavert við iðnfræðslulöggjöfina. Gerðar eru breytingar, sem vissulega miða í rétta átt. En það er krafa iðnnema, að ekki verði látið staðar numið, heldur verði vak- að vel yfir allri framvindu mála, er gæti aukið og bætt menntun iðnaðarmanna og ís- lenzkan iðnað. Halldór Guðmundsson Kaplaskjólsvegi 27.“ BO SC H þurrkumótorar, þurrkuarmar og þurrkublöð. BRÆÐURNIR ORMSSON hf Vesturgötu 3. — Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.