Morgunblaðið - 27.04.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.04.1965, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 27. apríl 1965 — /?æða Jóhanns Hafsteins Framhald af bls. 8. á Alþingi, en við alþingismenn var gott samstarf um málið. í hinum nýju sjúkrahúsalögum er ákveðið, að ríkisstyrkur til bygginga allra þeirra sjúkrahúsa, sem styrks njóta, verði hinn sami. Er bæði ósanngjarnt og óheppilegt, að sjúkrahús í kaup- stöðum hljóti lægri byggingar- styrki en sjúkrahús annars stað- ar á landinu, enda hafa mismun- andi styrkupphæðir bæði verið handahófskenndar og óraunhæf- ar. Það er staðreynd, að nútíma sérþekking í læknisfræði nýtist einungis á stórum, vel útbúnum, deildaskiptum sjúkrahúsum. Þess vegna ber að keppa að því, eftir því sem unnt er, að reisa fá, en fullkomin sjúkrahús í stað margra og ófullkominna. Full- komið sjúkrahús er hins vegar ekki unnt að reka nema þar, sem fólksfjöldi er mestur, eins og nú standa sakir í stærstu kaup stöðunum, þá fyrst og fremst í Reykjavík, en einnig á Akureyri, enda verður sífellt auðveldara fyrir landsbyggðina að hafa not slíkra sjúkrahúsa, vegna fram- fara í samgöngum. Frá Laridsfundinum á laugardag. Jóhann Hafstein flytur ræðu sína. Sitjandi frá vinstri: BJarni Benediktsson, Ragnhildur Helgadóttir, fundarstjóri, og fundarritarar, þær Guðrún Lúðvíksdóttir og Vigdís Jakobsdóttir. Ef við getum ekki hjál pað þeim sjúku getum við ekki heldur hjálpað þeim heilbrigðu Varðandi greiðslu byggingar- styrks frá ríkinu til sjúkrahús- anna var ákveðið, að hann skyldi greiðast innan 8 ára til stærri sjúkrahúsa, en innan 5 ára til sjúkrahúsa minni en 20 rúma og sama reglan skyldi gilda um læknisbústaði og þá miðað við þann tíma, þegar fyrsta fram- lag er veitt á fjárlögum. Áður var ekkert tímamark á greiðsl- um þessara framlaga og er þetta nýmæli til mikils hagræðis fyrir sveitarfélögin, sem standa fyrir byggingarframkvæmdunum. Ríkið hefir lengi styrkt rekst- ur sjúkrahúsa sveitarfélaga með beinum rekstrarstyrk. í hinni nýju löggjöf er gerð sú breyting á fyrirkomulagi þessa styrks, að £ stað þess að ákveðin hefur ver- ið í lögunum tiltekin upphæð á legudag, er nú styrktarupphæð- in, sem hvert sjúkrahús fær á legudag ákveðin með reglugerð, en heildarstyrkupphæðin ákveð- in í fjárlögum hvert ár. Skiptist síyrkurinn síðan milli sjúkrahús- anna þannig, að styrkupphæð- in verður þeim mun hærri á legu dag eftir því, sem sjúkrahúsið veitir meiri þjónustu. Ég held mér sé óhætt að fúll- yrða, að þessi nýja sjúkrahúsa- loggjöf stuðli að mjög bættu skipulagi þessara mála og hafi þáð ótvírætt sýnt sig við fram- kvæmd löggjafarmnar. Ný læknaskipunarlög Alþingi hefur nú í vetur haft til meðferðar frumvarp að nýjum lækanskipunarlögum. Það frum- varp felúr í sér mörg og merk nýmæli og megintilgangur þess er að ráða bót á þeim mikla vanda að tryggja fólkinu í strjál býli landsins nægjanlega og góða læknisþjónustu. Nokkur ágrein- ingur var um þetta mál í önd- vérðu, þegar ég lagði frumvarp- ið fyrir þingið. Síðan hefur tek- izt góð samstaða um málið og það afgreitt ágreiningslaust, sem lög frá Alþingi. Er það von mín, að þessi merka löggjöf eigi eftir að verða landsmönnum til mik- iis gagns og hagræðis. Ég skal ekki á þessu stigi rekja efni hennar frekar. Hjúkrunarlög Ég vil svo minna á frumvarp til nýrra hjúkrunarlaga, sem Al- þíngi hefur haft til meðferðar. Mál það var undirbúið af land- lænki og borgarlækni í samráði við hjúkrunarkvennasamtökin í landinu, stjórn Hjúkrunarskóla íslands o.fl. aðila. Felur það í sér endurbætur á eldri löggjöf á þessu sviði og á m.a. að stuðla að því að bæta að nokkru úr þeim skorti, sem nú er á hjúkr- unarkonum í landinu með þeim hætti, að þjálfa aðstoðarfólk, er vinni við hjúkrunarstörf undir stjórn hjúkrunarkvenna og er gert ráð fyrir því, að Rauði kross íslands taki að sér að stjórna þjálfun þessa starfsfólks. Frum- varpið gerir einnig ráð fyrir, að fleiri hjúkrunarskólar en Hjúkr- unarskóli íslands geti verið starfræktir hérlendis og mun vera tímabært að athuga það mál nánar, einkum, að slíkum skóla verði komið upp á Akureyri. Áfengismál Þegar ég tók við dómsmála- ráðherraembættinu lá fyrir þing inu frv. til laga um breytingu á áfengislögunum, er fyrrverandi dómsmálaráðherra hafði íagt fyr ir þingið. Fr.umvarp þetta var samið á grundvelli tillagná, sem fram komu í álitsgerð nefndar, sem skipuð hafði verið af mennta- málaráðherra í samráði við dóms málaráðuneytið, í tilefni atburða, sem gerðust í sambandi við ferð- ir æskufólks í Þjórsárdal um hvítasunnuhelgina 1963. Þær ábendingar um endurskoðun áefngislaga, sem fram komu í til- lögunum, voru að mestu teknar til greina í ákvæðum frumvarps- ins og vörðuðu einkum ákvæði, sem stuðlað gætu að því, að koma í veg fyrir áfengisneyzlu ungmenna. Frv. varð ekki afgreitt á þing- inu, en samkomulag um, að Al- þingi kysi nefnd sjö alþingis- manna til þess að rannsaka svo sem verða má ástandið í áfeng- ismálum þjóðarinnar og eðli og orsakir þessa mikla vandamáls. Skyldi nefndin jafnframt kynna sér framkvæmd áfengisvarna, starfsemi bindindissamtaka og endurskoða eftir þörfum gildandi löggjöf um áfengismál. Að lokn- um athugunum skyldi nefndin gera rökstuddar tillögur um þær úrbætur, er hún telur nauðsyn- legar og framkvæmanlegar.t Þessi nefnd hefir ekki enn lok- ið storfum. Hún óskaði hins veg- ar eftir því við dómsmálaráðu- neytið, að þegar yrði lögfest skylda ungmenna til að bera persónuskilríki, svo að hægt væri með fullu öryggi að hindra kaup þeirra á áfengi og aðgang að veitingastöðum, þar sem á- fengi er selt, í samræmi við á- kvæði áfengislaganna. Að ráði varð að ríkisstjórnin lagði fyrir Alþingi frv. til laga um almenna skyldu til þess að bera persónu- skilríki og hefir það nú verið samþykkt sem lög frá Alþingi. Mér er ljóst, að hér er við mikið vandamál að glíma og torleyst. Dóms- og kirkjumálaráðuneyt- ið hafði um það samvinnu við Landssambandið gegn áfengis- bölinu að boða til ráðstefnu um áfengismál í apríl 1964. Verkefni ráðstefnunnar, sem sótt var af helztu fyrirsvars- mönnum á sviði þessara mála, var að ræða þar,,hvað helzt ætti að gera í þessu vandamáli. Hér var um að ræða tilraun til þess, að samstilla áform manna og úrræði. Hver árangur hefir orðið, læt ég ósagt, en fyr- ir mér vakti, að ráðuneytið léti ekki standa á sér til samvinnu við þá, sem yinna mest að því að bætá úr þeim vanda, sem við er- um stödd í. Sjúkrahúsabyggingar Ég vil nú þessu næst leyfa mér áð gera stutt yfirlit yfir fram- kvæmdir við sjúkrahúsabygging ar í landinu. Sjúkrahúsabyggingar ríkisins lúta yfirstjórn heilbrigiðsmála- ráðherra og Dóms- og kirkjumála ráðuneytisins. Sérstök bygging- arnefnd stjórnar og hefur um- Sjón með byggingarframkvæmd- um við Landsspítalann, en þar eru nú mestar byggingarfram- kvæmdir í spítalamálum á veg- um ríkisins. Ríkissjóður stendur að öllu leyti undir kostnaði af þessum byggingum, nema hvað borizt hafa einstaka gjafir til framkvæmdanna frá einstakling- um og líknarfélögum og ber þar fyrst og fremst að nefna Kven- félagið Hringinn, sem hefur af al úð og kostgæfni og með miklum fjárframlögum stuðlað að bygg- ingu barnaspítala-deildarinnar í Landspítalanum. Til þessárra framkvæmda er fé veitt á fjár- lögum og stundum fengið lán hjá Tryggingastofnun ríkisins til þess að hraða þéim fremur en ella yrði. Það má geta þess, að Alþingi hefur séð vel fyrir fjár- þörf til bygginga hælis vangef- inna í Kópavogi með setningu laga um hið svonefnda tappa- gjald, sem nema mun nú ár- lega um 7 millj. króna. Varðandi byggingu hælisins í Kópavogi fyrir vangefna vil ég nefna það, að sérstök byggingarnefnd stjórnar og sér um framkvæmd- ir þar, en þær eru þegar orðnar miklar og gert ráð fyrir að auka þær mikið á næstu árum . Gert er ráð fyrir, að hægt verði að taka í notkun á þessu ári um % hluta þeirra nýbygginga, sem unnið hefur verið að á undan- förnum árum við Landsspítal- ann. Á Landsspítalalóðinni eru einnig fyrirhugaðar ýmsar aðr- ar framkvæmdir í sambandi við byggingu þvottahúss, éldhús- byggingu og starfsmannahúss. Þar er og fyrirhugað að reisa sérstakt hús fyrir geðdéild, er rúmað geti um 100 sjúklinga og einnig sérstakar álmur fyrir rannsónkarstofur og aðrar hjálpa deildir. í þessu sambándi má minnast á, að byggingu Borgar- sjúkrahússins í Fossvogi, er nú langt komið og sennilega búið að greiða um 100 millj. kr. í bygg- ingarkostnað þar. Samkvæmt nýju sjúkrahúsa- lögunum, greiðir ríikssjóður nú orðið 60% byggingarkostnaðar við þetta sjúkrahús. Þegar allt þétta er haft í huga og reyndar nokkrar fleiri býggingarfram- kvæmdir, sem ég hef ekki nánar gert grein fyrir, er ljóst, að hér er um að ræða framkvæmdir, sem kosta munu á næstu árum hundruð milljónir króna. Ég sagði í ræðu, sem ég flutti á Al- þingi í fyrra í sambandi við sjúkrahúsalögin, að í byggingu væru og fyrirhugaðar fram- kvæmdir á sviði heilbrigðismála ríkisins og sveitarfélaga, sem kosta mundu 5—600 millj. kr. Sjálfsagt verður þetta meira og gagnar lítið, að reyna að gera sér grein fyrir því nú. Verkefn- in framundan eru óþrjótandi og munu halda áfram ár frá ári. En þeir heilbrigðu í þessu landi, sem gera miklar kröfur til rík- issjóðs og opinberra fram- kvæmda við eitt og annað, bygg- ingu hafna, vega, flugvalla, brúa o.s.frv. verða að gera sér grein fyrir því, að ef við getum ekki hjálpað þeim sjúku, þá getum við ekki heldur hjálpað þéim heilbrigðu. Ég vil svo í þessu sambandi minna á sjúkrahúsabyggingar sveitafélaganna út um land, svo að ménn sjái nokkuð heilli mynd af þessu máli. Nú er ýmist varið að ljúka eða í byggingu sjúkra- hús á Sauðárkróki, Siglufirði, Akranesi, Húsavík og Vestmanna eyjum. Og óskir hafa komið fram um auknar framkvæmdir á Ak- ureyri og nýja sjúkrahússbygg- ingu á Selfossi fyrir Suðurland- ið, Árnes-, Rangárvalla-, og Skaftafellssýslu. Á Sauðárkróki mun bygging- arkostnaðurinn fyrir 44 rúma sjúkrahús vera orðinn um 13 millj. kr. Á Siglufirði um 12-—13 millj. kr. kostnaður við byggingu 26 sjúkrarúma húss. Á Akranesi er gert ráð fyrir að 60 rúma sjúkrahúskosti um 27 millj. kr. Á Húsavík er ráðgerður kostnað- ur við fyrsta áfanga um 16 millj. kr., í Vestmannaeyjum áætlaður kostnaður um 30 millj. kr. Af öllu þessu má marka, að mik- illa átaka er þörf bæði fyrir sveitafélög og ríki, sem greiðir nú 60% alls byggingarkostnaðar við sjúkrahús sveitarfélaganna. I Fjárframlög til heilbrigðismála Ég vil nú nefna til fróðleiks nokkrar tölur um framlag ríkis- ins til heilbrigðismála á fjárlög- um á undanförnum árum. Niðurstöðutölur 12. gr. fjár- laga, sem tekur til heilbrigðis- mála, voru 1963 67 millj. kr., 1964 102 millj. kr. og áætlað a fjárlögum 1965 142 millj. kr. Byggingarstyrkir ríkisins til sjúkrahúsa sveitafélaga og lækn- isbústaða voru 1963 7 millj. kr., 1964 7 millj. kr., en þá var til viðbótar veitt 20 millj. kr. af greiðsluafgangi ársins 1963 og áætlað er í fjárlögum 1965 20 millj. kr. Fjárveitingar í fjárlögum til byggingar sjúkrahúsa ríkisins voru 1963 7 millj. kr., 1964 10 millj. kr. og áætlað 1965 37 millj. kr. Kostnaður ríkissjóðs vegna reksturs ríkisspítalanna var 1963 37.6 millj., 1964 62 millj. kr. og áætlað 1965 81 millj. kr. Ég skal nú ekki rekja þetta nánar, en allar þessar tölur gefa nokkra mynd af þeim vaxandi vanda, sem við er að glíma við úrlausn þessara mála. Húsnæðismálin Ég vil þessu næst víkja nokkr- um orðum að einni þeirri grein sameiginlegra þjóðfélagsmála, sem jafnan er mjög veigamikil fyrir velferð borgaranna og varp ar almennt nokkuð skýru ljósi á þróunarstig þjóðfélagsins :— Þetta eru húsnæðismálin. Grundvöllur húsnæðismála löggjafarinnar Svo var komið málum hér á landi, að algjörlega var í molum öll . veðlánastarfsemi til íbúða- bygginga í landinu. Þessi mein- semd gerði vart við sig í æ ríkari mæíi, þegar frá leið stríðsárun- um og peningaflóð stríðsáranna var þrotið, en þá höfðu margir getað göslazt áfram með öðrum hætti, en almennt er títt og eðli- legt verður að teljast. Þegar Ólafur Thors. myndaði samsteypustjórn Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokks- ins, eftir alþingiskosningarnar 1953, voru þessi mál fyrst tekin föstum tökum. Við Sjálfstæðismenn höfðum lagt megináherzlu á eftirfarandi í kosninagbaráttunni: „Það, sem mest skortir nú á i lánsfjármálum til íbúðabygginga, er að samræma lánsfjárgetu þjóðarinnar og gæta réttlætis og jafnvægis í byggingarmálum til sjávar og sveita og milli þegn- anna innbyrðis. Varðandi byggingar í kaup- stöðum og kauptúnum verður að efla almenna lánastofnun til íbúðabygginga og er þar hægast að endurskapa veðdeild Lands- bankans. - Það verður að endurskoða þær reglur, sem gilda um lífeyrissjóði og eftírlaunasjóði, og að rann- sökuðu máli að véita því, sem Framh. á bls. 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.