Morgunblaðið - 27.04.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.04.1965, Blaðsíða 28
28 MORGU N BLAÐIÐ ' Þriðjudagur 27. apríl 1965 — Ræða Jóhanns Hafsteins Framhald af bls. 25 árum frá því að fyrsti áfangi tæki til starfa. Þriðji áfanginn, önnur 15 þús. tonn, mundi svo bætast við þremur árum síðar. Gert er ráð fyrir því, að styttra geti orðið á milli áfanga, ef um það verður samkomulag milli aðila. 2. Orkusölusamningur. Eitt meginatriði þessa máls er sá orkusölusamningur, sem gerð- ur yrði við svissneska fyrirtæk- ið. Hér er ekki aðeins um að ræða rétt fyrirtækisins til að kaupa raforku, heldur tæki það á sig skilyrðislausar skuldbind- ingar um að kaupa orkuna, hvort sem það þarf á henni að halda eða ekki. Með þessu móti er ís- lendingum skapað mikið öryggi varðandi tekjur af orkusölunni, er stórkostlega létta fjáröflun til virkjunarframkvæmdanna. Munu tekjur af raforkusölusamningn- um standa algerlega undir öllum erlendum lánum til Búrfellsvirkj unar fullbyggðrar, 210 þús. kw. Grundvallarraforkuverðið verð ur 2,5 millj., eða 10.75 á kwst. Verðið er ákveðið í dollurum og verður óbreytt í 15 ár, en breyt- ist siðan á fimm ára fresti með breytingum á rekstrarkostnaði virkjunarinnar. Gert er ráð fyrir því, að raf- orkusamningurinn, svo og aðrir samningar við fyrirtækið, gildi til 25 ára, en hvor aðili um sig geti óskað framlengingar á samn ingnum um tvö tíu ára tímabil til viðbótar, enda eigi sér þá stað endurskoðun á grundvallarraf- orkuverðinu, eftir sérstökum end ur skoðunarreglum. 3. Skattlagning. Eitt meginvandamálið í sam- bandi' við starfsemi slíks fyrir- tækis hér á landi er skattlagning, en hún getur haft í för með sér mikla óvissu fyrir báða aðila. Þannig hlýtur slíkt fyrirtæki að óttast, að skattalögum sé breytt i framtíðinni beinlínis til þess að ná af því óeðlilegum skött- um, en íslendingar eiga á hinn bóginn mjög erfitt um vik að fylgjast með rekstri fyrirtækis- ins, svo að tryggt verði, að raun verulegur arður af starfsemi þess hér á landi komi fram til skatts. Stafar þetta af því, að hér er um alþjóðafyrirtæki að ræða, er starfar í mörgum löndum, en verksmiðjan hér á landi yrði að- eins einn hlekkur í langri fram- leiðslukeðju. Af þessum ástæðum hefur sú hugmynd komið upp, að bezt væri frá íslendinga sjónarmiði, að samið yrði um fastan skatt á • tonn af framleiddu aluminium, er tryggði íslendingum öruggar og ekki minni skatttekjur, miðað við þá skattbyrði, sem fyrirtæki hér á landi þurfa að bera. Er nú gert ráð fyrir því, að skattur á tonn verði 20 dollarar fyrstu 15 árin, en hækki síðan upp í 35 dollara á tonn. Þessi skattur er miðaður við núverandi heimsmarkaðsverð á aluminium, en hann mundi hækka mjög ört, ef það hækkar. Slík skattlagning mundi tryggja það, að fyrirtækið greiddi að minnsta kosti alveg sambærilega skatta við það, sem reiknað er með, að það þyrfti að greiða samkv. núgildandi skatta- lögum. Hins vegar yrðu skattarn ir samkvæmt þessari reglu miklu hærri fyrstu árin, en það skiptir að sjálfsögðu ekki litlu máli. Eft- ir að verksmiðjan væri búin að ná fullum afköstum yrðu skatt- arnir um 50 millj. kr. á ári, en það eru 100—110 þús. kr. á hvern starfandi mann í fyrirtækinu. Er óhætt að segja, að það séu marg- falt hærri skattar á vinnandi mann, en nokkurt íslenzkt iðn- fyrirtæki greiðir nú. Síðan mundi skatturinn hækka, eftir að fram- leiðslugjaldið á tonn hækkar eft- ir fyrstu 15 árin frá byrjun hvers framleiðsluþreps, og verða að lokum um 90 millj. kr. á ári. 4. Aðflutningsgjöld. I Annað verulegt vandamál í þessu sambandi eru aðflutnings- gjöldin. Sannleikurinn er sá, að iðnaður eins og aluminium- bræðsla greiðir hvergi nein að- flutningsgjöld, sem teljandi eru, hvorki af stofnkostnaði eða rekstrarvörum. Ef íslendingar eiga að verða samkeppnishæfir um það, að slíkur iðnaður verði stofnsettur hér á landi, er óhjá- kvæmilegt að taka tillit til þess- ara staðreynda. Verður því vafa- laust óhjákvæmilegt, að aðflutn- ingsgjöld af fyrirtækinu verði felld niður með einhverjum hætti, enda er það í rauninni sam bærilegt við þá aðstöðu, sem ýms ar greinar í íslenzku atvinnulífi, sem keppa á heimsmarkaðnum eiga nú við að búa. Er þá sérstak lega ástæða til að nefna sigling- ar og flug, ,en hvorug þessara at vinnugreina greiðir nein aðflutn ingsgjöld. Sömuleiðis eru fiski- skip og svo að segja allt til út- gerðar undanþegið aðflutnings- gjöldum og öðrum óbeinum sköttum. 5. Staðsetning og höfn. Þótt ríkisstjórnin hafi talið það mjög æskilegt, að hægt yrði að staðsetja aluminiumverksmiðj- una, þar sem hún stuðlaði að auknu jafnvægi í byggð landsins, hefur af fjárhagslegum ástæðum reynzt óhjákvæmilagt, að henni yrð valinn staður við sunnan- verðan Faxaflóa. Er nú fastlega gert ráð fyrir því, að verksmiðj- an verði staðsett við Straums- vík fyrir sunnan Hafnarfjörð, en íslenzka ríkið mundi þar sjá henni fyrir lóð undir verksmiðju byggingar, svo og nauðsynlegum hafnarmannvirkjum. Mundi allt þetta vera í eigu íslenzka ríkis- ins, en það hins vegar fá tekjur til að standa undir kostnaðin- um með hafnargjöldum af hinum miklu flutningum til verksmiðj- unnar og frá henni. Auk flutn- inga vegna verksmiðjunnar gæti slík höfn orðið gagnleg uppskip- unarhöfn fyrir meiriháttar flutn inga til Reykjaness. fylgjast með öllu i rekstri fyrir- tækisins. Jafnframt er gert ráð fyrir ákvæðum er tryggi að ís- lenzkir menn séu í meirihluta í stjórn verksmiðjunnar. 9. Annar aluminiumiðnaður. Svissneska aluminiumfyrirtæk ið hefur lýst sig reiðubúið til þess að veita bæði tæknilega og viðskiptalega aðstoð til þess að upp geti risið hér á landi ýmiss konar iðnaður úr aluminium, en það er sem kunnugt er mjög mikilvægt hráefni í margs konar iðnaði. 10. Aluminiumbræðsla norðan lands í viðræðum hefur svissneska Ég vil nú, um leið og ég skilst við stóriðjuna, víkja að máli, sem segja má, að snerti hana, en er þó engu að síður sjálf- stætt og aðkallandi, hvað sem stóriðju líður. Það hefur verið vaxandi vandi og veigamikið viðfangsefni að skapa nýja atvinnumöguleika út um dreifðar byggðir landsins, þar sem atvinnuskilyrði eru fyr ir hendi, en vantar hins vegar fjármagn og annarskonar aðstæð ur til þess að hrinda í frarn- kvæmd því, sem gera þarf og fyrirtækið iátfð í Ijós vilja sinn til þess að atl£iga vinsamlega að eiga þátt í þvi, að hálfu á mótí íslendingum, að reist yrði síðar aluminiumbræðsla við Eyjafjörð, ef ísfenzka ríkisstjórnin teldi það æskilegt og það teldist þá hagkvæmt fyrirtækL Við þetta stutta yfirlit er svo þessu að bæta: Allt það, sem fram til þessa hefur farið fram, milli fulltrúa ríkisstjórnarinnar og Swiss Aluminium, er á um- ræðugrundvelli og skuldbindur því enn sem komið er hvorugan aðilann. Það má hins vegar telja, að nú, séu viss þáttaskil í þessu máli. Viðræðurnar hafi leitt til skapað getur fólkinu á viðkom- andi stöðum lífsskilyrði á borð við það, sem annarsstaðar á landinu gerist. Við höfum töggjöf um atvinnu bótasjóð, sem stefnir að noikkru að þessu marki. Við höfum heyrt tillögur og ráðagerðir um svokallað jafn- vægi í byggð landsins. Vestfjarðaáætlunin, sem gerð hefur verið grein fyrir, er e.t.v. fyrsti vísir að raunhæfu mati á viðfangsefninu að sínu leyti, og gæti gefið bendingu um þeirrar vitundar um viðhorf hvors aðila um sig, að ástæða sé til þess að ætla, að samningar gætu tekizt. Það sem fyrir liggur er þvii að taka ákvörðun um, hvort til slíkrar samningagerðar skuli nú ganga. Yrði þó sumarið notað til þess að gera frv. að slikum samningi, og hann svo lagður fyrir þingið í haust, en af oikk- ar hálfu yrði samningurinn sikil yrtur því, að Alþingi staðfesti hann. Liggur nú beint við, að Lands- fundur Sjálfstæðisflokksins marki afstöðu sína til málsins að þessu leyti. fleira svipað, sem á eftir kæmi. í þingflokki Sjólfstæðismanna hefur í vetur verið rætt um nauð syn þess að taka þessi mál fast ari tökum og þvi er ekki að neita að m.a. er það í tengslum við ráðagerðir um aluminium- bræðslu. Hefur því verið ráðgert að stofna einskonar framkvæmda- sjóð strjálbýlisins, sem með heil steyptri löggjöf og sjálfstæðri stjórn fengi það verkefni að sinna framangreindum viðfangs efnum á grundvelli áætlana, sem gerðar væru og stefndu að því að tryggja sem mest jafnvægi í uppbyggingu landsins. Þetta mál þarfnast ítarlegrar athugunar fyrir næsta þing, en þessi Landsfundur gæti mótað viljayfirlýsingu sína í málinu, sem síðan yrði unnið eftir og við miðað. Framkvæmdasjóður strjálbýlisins 6. íslenzkt vinnuafl og þjónusta. Svissneska fyrirtækið er reiðu búið til þess að skuldbinda sig til þess að nota íslenzkt vinnuafl við byggingu og rekstur verk- smiðjunnar, eftir því sem fáan- legt er og kunnátta þess leyfir. Jafnframt mundi það skuldbinda sig til að þjálfa íslendinga til slíkra starfa svo fljótt sem auðið er. Er gert ráð fyrir því, að innan fárra ára yrði verksmiðjan rekin svo að segja eingöngu með ís- lenzku vinnuafli og sérfræðing- um. Svissneska fyrirtækið mundi einnig skuldbinda sig til þess að nota íslenzkar vörur og þjón- ustu, þar á meðal íslenzk skip, byggingarfélög og verktaka, bæði við byggingu og rekstur verksmiðjunnar, ef þessi þjón- usta er fáanleg á samkeppnis- hæfu verði. 7. Varúðarráðstafanir. Svo sem kunnugt er gefa aluminiumbræðslur frá sér fluor gös, sem geta haft skaðleg áhrif á vissar tegundir gróðurs, sér- staklega í næsta nágrenni verk- smiðjunnar, svo og þar sem vind ar eru litlir og loft kyrrt. Sér- fræðingar telja litla hættu á því, að nein skaðleg áhrif geti stafað af aluminiumbræðslu, sem stað- sett væri í hrauninu sunnan' Hafnarfjarðar. Engu að síður er gert ráð fyrir því, að aluminium fyrirtækið bæri alla áhættu í þessum efnum. Verði tjón af þess um sökum, mundi það verða full komlega skaðabótaskylt, en auk þess skuldbundið til þess að gríþa til nauðsynlegra varúðarráðstaf- ana, ef hætta yrði á frekara tjóni. Taka því íslendingar enga áhættú á sig í þessu efni. 8. Félagsform og stjórn Gert er ráð fyrir því, að alum iniumbræðslan yrði sérstakt ís- lenzkt hlutafélag, en svissneska aluminiumfyrirtækið eigi allt hlutaféð. Hins vegar hefur það fallizt á, að íslenzka ríkisstjórn- in skipi a.m.k. tvo af sjö mönn- um í stjórn fyrirtækisins, svo að íslendingum gefist kostur á að Virðulegu landsfundarfulltrú- ar. Leyfið mér nú í lok ræðu minnar að draga upp nokkrar almennar myndir úr þjóðlífsiþró un undanfarinna ára, sem ég bið um að skoðaðar séu í ljósi þess, sem ekki aðeins ég- hefi leitt fram í ræðu minni, heldur við ráðherrar flokksins allir saman- lagt frá fyrsta degi þessa fund- ar. Þeir segja andstæðingar okk- ar í stjórnmálum, að viðreisnin hafi farið út um þúfur, sé búin að vera. Má vera, að allt hafi ekki orðið eins og til var ætlast. Viður kennum það. En nú spyr ég: Gera menn sér almennt grein fyrir þeirri gjörbyltingu, þeim reginbreytingum, sem hafa átt sér stað í íslenzku þjóðfélagi síð an viðreisnarstjórnín tók við völdum eftir alþingiskosningam ar 1959? Við bjuggum við innflutnings höft og leyfafargan, gjaldeyris- skort og svartamarkað; styrki og uppbætur til atvinnuveganna — sem afla þurfti fjár til með sköttum á sömu atvinnuvegi og almenning. Látið í einn vasann það, sem tekið var úr hinum. Þetta haftakerfi hafði verið bölvaldur í þjóðfélagi okkar — í meira eða minna mæli allt frá kreppuárunum eftir 1930. Það er þessi sósíalistíska hyggja að vilja vera með nefið niðri í hvers manns koppi: Sú veglega hug- sjón er varasamari en margur hefur haldið. Á hana er límd þessi ljósrauða yfirskrift: „Lát- um ekki þá ríku hafa frelsi til þess að arðræna þá fátæku. Við skulum vera ríkisvaldið og vera með í spilinu til þess að vernda lítilmagnann. Sétjum því upp nefndir og ráð til þess að út- hluta leyfum, — lífsins gæð- um“. Þetta lítur ekki illa út í orði. En í reyndinni er þetta jafnan leiðarvísirinn að þjóðfélagslegri spillingu. Leiðin til óstjómar og ofstjórnar, þar sem valdhafarn- ir vita, að haftakerfið er sama og þeirra valdakerfi, því meiri I höft, þ^i meiri völd. Þetta er vegurinn til ofríkis og loks ein- ræðis, þegar frelsi einstakling- anna hefur verið með öllu farg- að. Það er í sjálflu sér mjög ánægjulegt og mikilvægt, að Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu flokkurinn skuli hafa verið alveg saimmála um þann eftir- mála um höftin, haftastefnuna, sem fram kemur í greinargerð ríkisstjórnarinnar fyrir efna- hagsmálafrumvarpi hennar í febrúar 1960, þar sem segir: „Höftin gera það að verkum, að framleiðslan beinist í aðrar áttir en þær, sem hagkvæmast- ar eru. Tilraunir til að takmarka eða stöðva innflutning sumra vömtegunda, leiða til þess að hafin er framleiðsla, sem annars gæti efcki þrifist. Þessi fram- leiðsla dregur síðan vinnuafl og fjármagn frá annarri fram- leiðslu, sem byggð er á heilbrigð ari grundvelli. Þar við bætist, að höftin torvalda eðlilegan gang framleiðslunnar, þar sem þau geta orðið til þess, að efnivörur og aðrar rekstrarvörur berist ekki að jafnt og eðlilega. Fyrir- tækjum er gert erfiðara að afla sér framleiðslutækja og tilvilj- anir og annarleg sjónarmið geta ráðið því, hvaða atvinnurekend um eða framleiðslugreinum er leyft að þnóast .... Þá er hitt etkki síður þýðingar mikið, að höftin takmarka eðli- lega samkeppni í innflutnings- verzluninni og stuðla þannig beinlínis að hærra vöruvérði og ■minni þjónustu við neytendiur en ella myndi. Það er ekki á færi neins verðlagseftirlits að hamla á móti þessu, hversu gagnlegt sem verðlagseftirlit annars kann að vera. A síðast- liðnum 10 árum hafa orðið geysi miklar framfarir á Vesturlönd- um í vörudreifingiu. Rutt hafa sér til rúms nýir verzlunarhætt- ir, sem hafa í för með sér minni verzlunarkostnað og stóraukin þægindi fyrir neytendur. Það á sér sjálfsagt margar orsakir, hversu lítið þessara framfara hef ur enn gætt á íslandi, en ein þýðingarmesta orsökin er ein- mitt innflutningshöftin.“ Sú mynd, sem blasir við okk- ur í dag, eftir að viðreisnar- stjórnin hefur verið að verki er í örstuttu máli þessi: Innflutningur hefur verið gef 1 in frjáls nærri með öllu. Inn- flutningsnefndin lögð niður, en bankarnir annast framkvæmd innflutnings -og gjaldeyris- mála. Byggðir hafa verið upp gildir gjaldeyrissjóðir í stað gjaldeyrisskorts. Svartamarkað- ur með gjaldeyri þekkist ekki og sérhver hefur greiðan að- gang að erlendum gjaldeyri hjá bönkunum, ef nauðsyn krefur. Atvinnulíf landsmanna er í meiri blóma en lengi hefur þekkzt. Stofnlánasjóðir atvinnu- veganna í mikilvægri eflingu. Sparifjársöfnun landsmanna er meiri en nokkru sinni áður — og með henni lagður grundvöllur að vaxandi velmegun og ör- yggi í framtíðinni, Endurvakið er fjálmálatraust þjóðarinnar út á við og tekizt hefur í fyrsta sinn frá stríðs- iokutm í tíð viðreisnarstjórnar- innar að ná greiðslujöfnuði við útlönd. Hafa ekiki stjómmálaandstæð ingar okkar orðið varir þessara þjóðfélagsbreytinga? Ég held, að almenningi séu þær fullljósar. Á hverju hafa þær grundvall- ast? Þegar vinstri stjómin baðst lausnar í desember 1956, fól for- seti íslands formanni Sjálfstæðis flokksins að gera tilraun ti4 stjómarmyndunar. í sambandi við þessa tilraun til stjórnar- myndunar markaði fiiokk.sráð Sjálfstæðisflokksins mjö.g á- kveðna meginstefnu, sem leggja bæri til grundvallar stjórnar- samstarfi. Skal ég aðeins vitna til þriggja atriða úr þessari yfir- lýsingu, sem að öðru leyti var mjög ítarleg: „Stefnt verði að því að af- nema uppbótakerfið svo fljótt sem unnt er, með því að skrá Framh. á bls. 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.