Morgunblaðið - 27.04.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.04.1965, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ ' Þriðjudagur 27. apríl 1965 —-------------------------é Skilningur stétta á milli og sáttfýsi ríki meðal Islendinga Ræða Jóhanns Hafsteins, dómsmálaraðherra, á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins ÉG MUN halda mig við þá venju, sem tíðkazt hefur, að ráðherrar Sjálfstæðisflokks- ins geri landsfundarfulltrúum grein fyrir stjórnarfram- kvæmdum og framvindu mála, fyrst og fremst hver á sínu sviði, en að öðru leyti eftir því, sem þörf þykir og aðstæður leyfa. l»að er stuttur málaferill, sem ég get rakið sem ráðherra flokksins á þessum lands- fundi, enda aðeins ár og fáir mánuðir, sem síðan ég tók við ráðherraemhætti. Sú embættistaka bar að meS leiðari hætti en ég hefði óskað. Þetta var á þeim timamótum, þeg ar okkar mikli foringi, Ólafur Thors, varð að hverfa af svið- inu vegna vanheilsu. Verra var hitt, að þetta var þó aðeins und- anfari hins, er yfir lauk. Sökn- um við nú margir vinar í stað og leiðsagnar og forustu, er okkur líður ekki úr minni. Þáttaskil í stjórnmálum Jafnhliða þeim djúptæku áhrif um, sem það hlaut að hafa í ís- lenzkum stjórnmálum, að Ólafur Thors hvarf af stjórnmálasviðinu, eftir lengri og glæstari stjórn- málaferil en nokkur annar í hans samtíð og þótt miklu lengra væri horfið til baka í sögu landsins, voru um þetta leyti að skapast veruleg og mikil þáttaskil í ís- lenzkum stjórnmálum. Það skiptir í sjálfu sér ekki miklu máli að sakast nú um orðna hluti. Hitt er staðreynd, að árið 1963 fól í sér þróun og atburði, sem nærri höfðu koll- varpað þeirri viðreisn í efnahags- málum landsmanna, sem unnið hafði verið að, frá myndun hinn- ar svokölluðu viðreisnarstjórnar árið 1959. Má vera, að alþingis- kosningar fyrri hluta ársins og aðdragandi þeirra hafi átt vissan þátt í því sem gerðist, og skal ég ekki rekja það mál frekar. Hitt er ljóst, að þegar kom fram á síðari hluta ársins, var hér geigvænleg verðbólguþróun. Op- inberir embættismenrt höfðu feng ið sínar miklu kauphækkanir með kjaradómnum um mitt ár- ið. Enda þótt þær kauphækk- anir skyldu vera til leiðrétting- ar á því, með hverjum hætti þeir höfðu dregizt aftur úr, voru þær notaðar til nýrra átaka og áhlaupa í kjaramálunum. Byrj- uðu svo verkföllin og deilurnar, sem ekki linnti eftir að Alþingi hófst. Vandinn var ekki auðleystur. Efnahagsmál og aftur efnahags- mál voru á dagskránni og síðan gagnráðstafanir, sem ríkisstjórn- in dró ekki dul á, að gera þyrfti vegna verðbólguþróunar og kaup hækkana á árinu 1963 og eink- um síðari hluta ársins. Eitthvað á þessa leið var um- hvorfs, þegar ég tók sæti í rík- isstjórninni. Upp úr áramótun- um 1963 til 1964 töldu flestir gengisfellingu óumflýjanlega og hvað mundi þá taka við? Forusta stjórnmálanna þá átti við meiri vanda í ríkisstjórn að glíma en lengi áður. Hinni nýju forustu innan ríkisstjórnarinnar heppnaðist að sanna ágæti sitt með forgöngu um júnísamkomu- lagið, sem svo hefir verið nefnt, árið 1964. Pó að enginn viti frem ur nú en fyrr, hvað við tekur, tókst þá með samstilltum að- gerðum ríkisstjórnar, verkalýðs- leiðtoga og vinnuveitenda, að skapa frið um tíma í þjóðfélag- inu, sem haft hefir meiri áhrif en mönnum er ef til vill í dag ljóst. Forsætisráðherra hafði for- göngu þessara mála innan ríkis- stjórnarinnar. Mér eins og flest- um var það mikið gleðiefni hvernig til tókst. Ég hafði fyrr lýst áhyggjum mínum yfir hinu eilífa efnahagsmálaþrasi, sem óneitanlega var farið að fela í sér mikla hættu stöðnunar. Virt- ist það augljóslega geta falið í sér þá hættu, að ríkisstjórn á hverj- um tíma gæfist hreinlega ekki kostur þess að sinna í senn að- kallandi verkefnum til úrlausnar í stjórnarframkvæmdum al- mennt og framtíðarmálum lítill- ar, en ört vaxandi þjóðar, með mikil og margiháttuð framtíðar- verkefni. Ég hafði orðað þetta eitthvað á þessa leið á fundi í Sjálfstæð- iskvennafélaginu Hvöt í febrúar 1964: Það fer of mikill tími ríkis- stjórnar og Alþingis í efnahags- mál, sem spretta af illvígum inn- anlandsófriði, stéttastsríði um óraunhæfar kjarabætur. Það Þarf að koma á friði og lands- menn verða að vinna í samein- ingu að hinum ýmsum málum, sem bíða úrlausnar og miða að framförum, endurbótum og raun hæfum kjarabótum öllum til handa." Ég held, að með júní-samkomu laginu 1964 hafi verið að mót- ast þáttaskil að þessu marki og vonandi er það og verður upp- haf enn meiri breytinga. •---o---- Skal ég nú víkja að þeim mál- um, sem mér virðist, að ég ætti öðrum fremur að gera einhver skil og varpa þá með því ljósi yfir stjórnarframkvæmdir og þróun þjóðmálanna undanfarið við hlið þeirra mála, sem flokks- bræður mínir í ríkisstjórninni hafa þegar gert grein fyrir. Dómsmál og réttargæzla Ég vil leyfa mér að víkja fyrst í stað að þeim málum, sem und- ir dómsmálaráðuneytið heyra: Meðferð dómsmála Er þar fyrst til að telja al- menna athugun á meðferð dóms- mála í landinu, bæði einkamála og opinberra mála, en það hefir sætt allmikilli gagnrýni, að með- ferð þeirra taki of langan tíma og hefir það m.a. verið gert að umtalsefni og ályktunarefni á A1 þingi. Af þessum sökum ritaði dóms- málaráðuneytið öllum dómurum landsins bréf á sl. hausti og sendi skýrsluform, þar sem ósk- að var upplýsinga um þessi atriði, sem síðan kynnu að geta orðið grundvöllur að úrbótum, hvort sem verða mundi í fram- kvæmd eða löggjöf. Enn er þetta mál í skoðun og svör hafa ekki borizt alls staðar að, enda þarf í ýmsum efnum að leita síðar fyllri upplýsinga. Umbætur i fangelsismálum Með löggjöf um héraðafangelsi og ríkisfangelsi, sem fyrrverandi dómsmálaráðherra beitti sér fyr- ir, stefnir óðum að úrbótum á þessu sviði. Að undirbúningi, staðsetningu og by^gingarfram- kvæmdum við ríkisfangelsi vinn ur nú nefnd, sem ég skipaði í febrúarmánuði sl. og eiga í henni sæti: Valdemar Stefánsson, sak- sóknari ríkisins, formaður, Bald- ur Möller, ráðuneytisstjóri dóms- málaráðuneytisins og yfirsaka- dómari Þórður Björnsson. Þeir hafa haft samráð við húsameist- ara ríkisins og nýlega lagt til, að ríkisfangelsi verði valinn stað ur í landi Úlfarsár hér skammt frá bænum og hefi ég fallizt á þessa tillögu og munu nú fara fram frekari rannsóknir, sem nauðsynlegar eru, áður en hægt er að gera teikningar og bygg- ingarframkvæmdir geti hafizt. En það verður að teljast, að hér sé um að ræða meiriháttar fram kvæmd á sviði löggæzlu og rétt- arvörzlu í landinu. Umferðarmá Á sviði umferðarmála hefir ríkisstjórnin nýlega tekið þá á- kvörðun að undirbúa fyrir næsta Alþingi frumvarp til laga, þar sem að því sé stefnt að breyta til frá vinstri handar akstri til hægri handar aksturs. Er það í samræmi við þá venju, sem skap azt hefir í öllum nærliggjandi löndum í Evrópu, að Englandi einu undanskildu. En Svíar, sem einnig hafa haft vinstri handar akstur, munu taka upp hægri handar akstur síðari hluta árs 1967. Hjá okkur yrði að því stefnt, að breytingin kæmi til framkvæmda vorið 1968. Gerð hefir verið grein fyrir þessu máli á opinberum vettvangi ekki alls fyrir löngu og sé ég ekki ástæðu til þess að rekja það nánar. L andhelgis gæzlan Á sviði landhelgisgæzlunnar er að því stefnt að bæta hana og fylgjast með kröfum tímans. Það mun hafa verið í september sl. að ríkisstjórnin ákvað, að haf- inn skyldi undirbúningur að smíði nýs varðskips, væntanlega svipað og Óðinn er, og þó held- ur meira að stærð, ganghraða og útbúnaði. Þessu máli hefir mið- að vel áfram og mætti vænta þess, að slíkt skip gæti komið til gæzlunnar að u.þ.b. tveim árum liðnum. Við stækkun landhelg- innar hefir gerzt þöTf betur bú- inna og stærri skipa en fyrir eru, enda sum eldri skipin að ganga úr sér. Þá hefir einnig verið frá því greint, að landhelgisgæzlan, í sam vinnu við Slysavarnafélag ís- lands hefir fest kaup á þyril- vængju, bæði til aukinnar gæzlu og björgunarstarfa. Er fyrst og fremst að því stefnt að fá með kaupum þessarar þyrlu mögu- leika til reynslu á þessu sviði og hvort okkur beri þá að leggja ríkari áherzlu á notkun slíkra tækja, einkum miðað við mikla tækniþróun og framfarir á þessu sviði. Fluggæzlan að öðru leyti hefir orðið æ ríkari þáttur í land helgisgæzlunni á síðari árum og verður að telja, að reynsla sú, sem af henni hefir fengizt, frá því hún var hafin á árinu 1962, bendi eindregið til þess, að stefna beri að því að auka þessa þjón- ustu við gæzlu íslenzku land- helginnar. Landgrunnið Landhelgin sjálf og útfærsla hennar yfir landgrunnið, að nokkru eða öllu leyti, hefir verið til umræðu á yfirstandandi Al- þingi, eins og kunnugt er. Er þar einkum um að ræða vandamál Vestfirðinga og möguleika til út- færslu landhelginnar yfir allt landgrunnið við Vestfirði. Um þetta hefi ég nýlega flutt grein- argerð á Alþingi og skal ekki endurtaka einstök atriði þess máls, en legg áherzlu á þær nið- urstöður, sem ég gerði þar grein fyrir, fyrir hönd ríkisstjórnar- innar, að við íslendingar stefnum að því að færa út landhelgina á öllu landgrunninu, eins og Al- þingissamþykkt frá 5. maí 1959 felur í sér og vitnað var til við síðustu samningagerð við Breta frá 1961. Það er stefna okkar og markmið að vinna að því, að öðrum þjóðum verði gert þetta ljóst, og að þær viðurkenni þörf okkar og nauðsyn og rétt til slíkrar útfærslu. Eigna- og afnotaréttur fasteigna Fyrir Alþingi liggur nú frum- varp til laga um eigna- og af- notarétt fasteigna. í því felst end urskoðun á löggjöf um sama efni frá 1919 óg stefnir frumvarpið að því að auka rétt íslendinga sjálfra til eigna- og afnotaréttar á fasteignum hér á landi, og gera í því efni þá almennu kröfu, að eingöngu íslenzkum ríkisborgur- um sé heimil slík réttindi. Með löggjöfinni frá 1919 var heimild- in til þess að njóta þessara rétt- inda miðuð við búsetu í landinu, þótt menn væru ekki íslenzkir ríkisborgarar. Önnur mál Afgreidd hafa verið á þessu þingi ný lög um hreppstjóra, sem fela í sér launabætur fyrir þessi störf og almennar endurbætur á sviði þessarar gömlu starfrækslu og embættismennsku. Geri ég einnig ráð fyrir, að leggja fyrir þingið frumvarp um ljósmæður, sem fyrst og fremst miðar að launabótum þeim til handa, hlið- stætt endurbótum til handa hreppstj órunum. Þegar ég var um tíma dóms- málaráðhórra í lok árs 1961, beitti ég mér fyrir nýrri löggjöf um almannavarnir í landinu. —• Unnið hefir verið að ýmiskonar framkvæmd þeirrar löggjafar, en þó farið hóflega í alla hluti og miðað við þróun heimsmála á hverjum tíma. Sé ég ekki ástæðu til að gera nánar grein fyrir gangi þeirra mála að svo komnu. Heilbrigðismál Heilbrigðismálin tilheyra eins og sakir standa dómsmálaráðu- neytinu. Það er að vísu orðin venja að tala um heilbrigðismála ráðherra í sambandi við heil- brigðismálin, en sérstakt heil- brigiðsmálaráðuneyti höfum við ekki. Kemur þó fyllilega til álita, að til þess verði stofnað. Einum fulltrúanum í dómsmálaráðu- neytinu hefir verið falið að sinna heilbrigðismálunum ein- vörðungu og hefir það fyrirkomu lag reynzt til mikilla bóta, en jafnframt er á það að líta, að landlæknirinn er hægri hönd ráðherra á sviði þessara mála. Lyfsölulög Ég vil nú nefna nokkra meiri háttar löggjöf síðari ára á sviði heilbrigiðsmálanna. Minni ég þar fyrst á lyfsölu- lög, sem afgreidd voru frá Al- þingi 1963, en fyrirrennari minn, Bjarni Benediktsson, hafði for- göngu um þá lagasetningu. Lög þessi eru heildarlöggjöf á sviði lyfsölumála, mikill lagabálkur og merkur, fjallar bæði um fram leiðslu, innflutning, heildsölu og smásölu lyfja hér á landi. Þau fela í sér mörg nýmæli og áhrifa þeirra gætir nú í vaxandi mæli til góðs á þessu sviði. Ný sjúkrahúsalög Á síðasta Alþingi voru sam- þykkt lög um breytingu á sjúkra húsalögunum frá 1953. Frv. að þessari löggjöf hafði verið und- irbúið áður en ég tók við ráð- herraembætti, en það féll í minn hlut að fylgja frumvarpinu eftir Framhald á bls. 10 JÓHANN HAFSTEIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.