Morgunblaðið - 27.04.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.04.1965, Blaðsíða 16
IS Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristínsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. STEFNAN MÖRKUÐ Í landsfundi Sjálfstæðis- ^ flokksins var samþykkt stjórnmálaályktun, þar sem í stuttu máli er mörkuð megin- stefna Sjálfstæðisflokksins næstu tvö ár og drepið á helztu viðfangsefnin. Álykt- un þessi er birt í heild á öðr- um stað í blaðinu, og er eðli- legt að landsmenn kynni sér hana rækilega, því að álykt- anir og stefna þessa megin- stjórnmálaflokks þjóðarinnar varðar landsmenn alla. Aukin og bætt skilyrði til menntunar æskufólks um land allt er meðal þeirra meginviðfangsefna, sem flokk urinn vill vinna að, enda er ljóst að aldrei hefur verið meiri þörf en nú á öld tækn- innar og framfaranna að mennta æskufólkið sem bezt, svo að það geti tekið við hin- um fjölþætrtu og breytilegu störfum, sem í framtíðinni bjóðast. Sjálfstæðisflokkurinn legg- ur áherzlu á, að hraðað verði virkjun stórfljóta landsins, með byggingu stórra raforku- vera, og hafin stóriðja með samstarfi við erlent áhættu- fjármagn, eftir því sem hag- kvæmt þykir hverju sinni. Hér er um að ræða mesta hagsmunamál á sviði atvinnu lífsins, því að gert er ráð fyrir að ekki líði margir áratugir þar til kjarnorkan verður orðin samkeppnisfær við vatnsaflsorkuver, og sú auð- legð, sem í fallvötnunum er, verður að engu, ef þau ekki eru virkjuð og orkuverin af- skrifuð, en vatnsaflsorkuver verða auðvitað alltaf hag- kvæmari en kjarnorkuver, þegar þau hafa verið afskrif- uð. — Framleiðni atvinnuveganna þarf að auka. Byggingarkostn að að lækka og efla verður atvinnulíf í hinum dreifðu byggðum landsins með öfl- ugri sjóðsmyndun. Að öllu þessu vill Sjálf- stæðisflokkurinn vinna, og hann leggur megináherzlu á, að einkaframtak verði örvað til forustuhlutverks í fram- farasókninni, og sem flestum þjóðfélagsborgurum veitt að- staða til aðildar að atvinnu- rekstri. Flokkurinn styður þá stefnu, sem nefna mætti auð- stjórn almennings. Hún mið- ar að því, að borgararnir geti öðlast fjárhagslegt sjálfstæði, að sem flestir geti átt eigin íbúð, jörð eða smærri atvinnu tæki, en aðrir gerist aðilar að atvinnurekstri með þátttöku í stærri fyrirtækjum, svo- nefndum almenningshlutafé- lögum. í samræmi við þessa stefnu ályktar landsfundurinn að fjárhagslegar kvaðir, sem ríki og sveitarfélög leggja á herð- ar einstaklingum og atvinnu- rekstri eigi að vera innan þeirra marka, að fjármuna- myndun og atvinnurekstur geti styrkst með eðlilegum hætti, enda verði hóf haft á um kröfugerð á hendur opin- berum aðilum, svo að fjár- hagsleg afkoma ríkis og sveit arfélaga sé tryggð. Loks er í ályktun landsfund ar Sjálfstæðisflokksins lögð á- herzla á það, að fá samkomu- lag um grundvöll kjaravið- miðunar, sem forðað geti þjóðinni frá stéttarstríði og stórfelldu tjóni af verkföllum og verðbólgu, enda miði efna- hagsráðstafanir að því að tryggja gengi krónunnar. Á þessari meginstefnu mun Sjálfstæðisflokkurinn byggja störf sín. Hún miðar fyrst og fremst að því að bæta hag hinnar uppvaxandi kynslóðar og búa í haginn fyrir hana, svo að hin unga kynslóð geti búið í betra þjóðfélagi við stöðugt aukna velmegun. STYTTA AF ÓLAFI THORS T andsfundur Sjálfstæðis- flokksins ályktaði ein- róma að fela miðstjórn flokks ins að beita sér fyrir því, að gerð verði stytta af hinum látna foringja flokksins og þjóðarinnar, Ólafi Thors, og henni valinn æskilegur stað- ur. — Það er eðlilegt að Sjálf- stæðismenn hafi forustu um að slík myndastytta rísi, en enginn efi er á því, að margir fleiri muni vilja að þessu styðja og þjóðin öll telja eðli- legt að Ólafs Thors sé minnzt með þessum hætti. Jafnt stjórnmálalegir and- stæðingar sem samherjar Ól- afs Thors dáðu hann, eins og glöggt sást af' minningar- greinum þeim, sem ritaðar voru við fráfall hans, og öll þjóðin þekkti og dáði persónu töfra hans. Þess vegna munu lands- menn fagna því, að stytta verður reist af Ólafi Thors. FLOKKSMENN ÞAKKA FORINGJA k landsfundi Sjálfstæðis- flokksins flutti Gunnar Thoroddsen ávarp, þar sem hann þakkaði Sjálfstæðis- fóiki langt og giftudrjúgt sam MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 27. apríl 1M5 —• Ræða Jóhanns Hafsteins Framh. af bls. 13 ans, sem í því fælist, að hann endurkaupi framleiðslu- og hrá- efnavíxla iðnaðarins eftir því, setn því yrði við komið. Ég veit, að af hálfu iðnaðarins er þetta talið mikið hagsmunamál. Sjálf- ur hef ég varað við því að menn gerðu sér of miklar vonir í þess- um efnum almennt fyrir hinn smávaxna og margþætta ís- lenzka iðnað, en hitt er mér á- hugamál, að slík lánastarfsemi geti komizt í framkvæmd og orð- ið til nokkurs liðs þar sem hún á við. Tollabreytingar og aðlögunartími Ég veit að margir segja, að ís- lenzkur iðnaður eigi erfitt vegna vaxandi frjálsræðis í innflutn- ingi og samkeppni við aðfluttar vörur. Að nokkru leyti er þetta rétt, en ráðstafanir hafa jafn- framt verið gerðar til þess að veita iðnaðinum aðlögunartíma til þess að standast samkeppni á frjálsum markaði. Jafnframt hef- ur iðnaðinum verið veitt mikið hagræði með tollalækkunum nú á þessu þingi á innfluttum vélum og tækjum til iðnaðarframleiðslu í landinu. Menntun og tækniaðstoð: Lögð hefur verið áherzla á að auka menntun í landinu til styrktar iðnaðinum ekki síður en öðrum atvinnugreinum. Fyrir Al- þingi liggur frumvarp að merkri löggjöf um iðnfræðslu í landinu og á sl. hausti hóf Tækniskóli ístands göngu sína og unnið er að því að efla þá stofnun og styrkja eftír mætti, . Samtök iðnaðarmanna hafa ósk að eftir að veitt verði opinber fyrirgreiðsla tit útvegunar er- lendra sérfræðinga til Leiðbein- ingastarfsemi í ýmsum iðngrein- um: Það má-1 er til athugunar og verður reynt að verða við þeim óskum. Áður hefur iðnað- inum verið látin í té slík fyrir- greiðsla. Minni ég í því sambandi á dvöL norsks sérfræðings á þessu sviði hér á landi og skýrslu, sem hann lét ríkisstjórninni í té og iðnrekendum hefur verið kunn- gerð. Á grundvelli þessarar skýrslu fer nú m. a. fram rann- sókn á eflingu ullariðnaðarins í landinu. Norsk-íslenzk nefnd hef ur unnið að rannsóknum á því, hvernig hægt væri að skilja tog- ið frá þelinú og gera ullina þann- ig verðmætari. íslenzku nefndar- mennirnir hafa verið Pétur Sig- urjónsson og Stefán Aðalsteins- son. Niðurstöður liggja enn ekki fyrir, en þær athuganir ,sem þeg- ar hafa farið fram eru mjög já- kvæðar. Lagt hefur verið fram fé af opinberri hálfu til hagræðingar á sviði atvinnumála og ekki sízt iðnaðarins. Er þess að vænta að af þessu leiði aukin hagkvæmni og framför í atvinnurekstrinum. Innlend stálskipasmíði: Ríkisstjórnin hefur viljað veita aðstoð sína til þess að innlend skipasmíði, og þá á ég fyrst og fremst við stálskipasmíði, geti orðið verulegur þáttur í atvinnu- lífi landsmanna og jafnframt verði sköpuð aðstaða til þeirrar viðgerðarþjónustu, sem hinn nýi | og stóri .skipafloti [andsmanna hefur þörf fyrir. I framkvæmda- og fjáröflunaráætlun ríkisstjórn- arinnar fyrir yfirstandandi ár er gert ráð fyrir sérstakri fjáröft- un í þessu skyni. Ýmsu-m fyrir- tækjum á þessu sviði hafa verið gefin fyrirheit um lán og fyrir- greiðslu. í tollalöggjöfinni, seia nýlega var afgreidd frá Alþingi voru sérstök ákvæði til hagsbóta þessúm iðnaði, sem fólst í að fella niður tolla af innfluttum dráttarbrautum og jafnframt ráð gert að endurgreiða tolla á efnt til dráttarbrauta, sem smíðaðac væru innanlands. Ríkisstjórnin mun leggja fyrir Alþingi næstu. daga frumvarp til laga um ríkis- ábyrgð á lánum allt að 30 miltj.. kr., til byggingar dráttarbraúta og skipasmíðastöðva, til þess að auðvelda þessum fyrirtækjum aðgang að lánsfé. Ég tel, að þær ráðagerðir, sem uppi hafa verið fram til þessa séu aðeins byrjun á miklu stór- stígari og meiri framkvæmdum. Fiskifloti íslendinga hefur aukizt gífurlega á síðustu árum. Ftest skipin eða öll má segja hafa verið keypt erlendis frá. Við Is- lendingar eigum að stefna að því að geta smíðað okkar skipa- stól að mestu leyti sjálfir og jafnvel gerast á þessu sviði það öflugir, að geta selt öðrum þjóð- um góð og vel búin fiskiskip í stað þess að kaupa þau sjálfir er- lendis frá. Þetta getur að vísu ekki orðið nema með því að menn einbeiti sér að því að afta fjár og tæknikunnáttu til upp- byggingar slíks atvinnurekstrar en það er að mínum dómi eifct af þýðingarmeiri verkefnum oklc I ar Islendinga á næstu árum. • 1 Æ fjölbreyttari framleiðsla ger'r kröfur til hagkvæmni og hugviis Ranr.sóknir og tilraunir: Ég vil taka undir orð Gunnárs Friðrikssonar, formanns Félags íslenzkra iðnrekenda, sem hann mælti á nýafstöðnu þingi þeirra, þegar hann segir: „Hin stóraukna og háþróaða tækni, sem nú ryður sér til rúms, gerir mjög miklar kröfur til at- vinnugreinanna og þá sérstaklega til stóraukinnar fjárfestingar inn an þeirra. Hin mikla og fjöl- breytta framleiðsla gerir einnig stórauknar kröfur til meiri hag- kvæmni og hugvits í sölu og dreifingu og þá að sjálfsögðu til meiri menntunar og hæfni þeirra, sem skipuleggja og stjórna at- vinnurekstrinum. Forsendur fyrir þessari þróun eru, að haldið sé uppi hagnýtum rannsóknum og tilraunum og niðurstöður þeirra séu án tafar nýttar í framleiðsl- unni.“ Að mínum dómi mun sá iðnað- ur á íslandi, sem tileinkar sér þá framsýni og bjartsýni, sem í þessum orðum felast eiga fyrir höndum mikinn og vaxandi þroska. Veiðarfæraiðnaður: Það er ekki tilgangur minn að gera á þessum vettvangi neina. tæmandi upptalningu á viðfangs- starf, en hann er nú á förum til að taka við sendiherráemb ættinu í Kaupmannahöfn, eins og kunnugt er. Landsfundarmenn hylltu Gunnar Thoroddsen ákaft, og þökkuðu honum hin miklu störf í þágu flokksins, og landsfundurinn samþykkti einróma eftirfarandi ályktun: „Landsfundurinn þakkar Gunnari Thoroddsen hans frá bæru störf í þágu Sjálfstæðis- ílokksins og alþjóðar og ósk- ar honum og fjölskyldu hans allra heilla í bráð og lengd“. efnum iðnaðarins, en þó er einn þáttur enn sem ég vildi aðeins víkja að. Eins og kunnugt er hafa ein- stakar greinar iðnaðarins átt í erfiðleikum að undanförnu, Er það af mismunandi orsök- um. Sumar, sem notið hafa mik- illar tollverndar samhliða ströng um innflutningshöftum, hafa ekki staðizt fyrst í stað sam- keppni vaxandi verzlunarfrelsis. Sjálfsagt hafa viðbrigðin í sum- um tilfellum verið of snögg og ætti í framkvæmdinni að mega lagfæra sumt. Aðrar iðngreinar, sem engrar tollverndar hafa notið né vernd- ar innflutningshafta, hafa þurft að mæta öðrum erfiðleikum, — ört vaxandi tækni og gjörbreyt- ingum í iðnaðarframleiðslunni, sem jafnan þarf mikið fjármagn auk áræðis til að standast. Ég vil á þessum vettvangi að- eins gera einn þátt þessara mála að umtalsefni, — en það er ís- lenzkur veiðafæraiðnaður. íslenzkur veiðafæraiðnaður hef ur löngum átt erfitt uppdráttar — og hvert fyrirtækið af öðru gefizt upp á liðnum árum. Hvað veldur? Hér er þó einmitt á þessu sviði hlutfallslega "meiri markaður en í nokkurri annarri iðngrein, sem framleiðir fyrir innlendan markað. Mér hefur þótt þetta sérstakt rannsóknarefni. Ég skipaði því þann 16. september sl. fjögra manna nefnd til þess að fram- kvæma sérfræðilega athugun á því, hvort ekki sé tímabært að íslenzkum veiðarfæraiðnaði verði búin sömu kjör og öðrum ís- lenzkum iðnaði og hliðstæðum erlendum iðnaði, t. d. miðað við meðaltollvernd Efnahagsbanda- lags- og Fríverzlunarlandanna, og einnig, hvort stefna beri að stór- felldri aukningu umrædds iðnað- ar með þátttöku erlends fjár- magns ,eða aukningu í áföngum með inntendu fjármagni. Formaður nefndarinnar er framkvæmdastjóri Iðnaðarmála- stofnunar Islands, en auk þess tUaefndir fulltrúar frá Fiskifé- lagi íslands, Félagi íslenzkra iðn- rekenda og Landssambandi ísL útvegsmanna. Þessi nefnd hefur unnið gaum- gæfilega að verkefni sínu og því ekki enn unnizt tími til að skila áliti. En mér er það alvörumál, að hér í landinu sé traustur og fjöt- þættur veiðarfæraiðnaður. Ekkt fyrst og fremst vegna iðnaðarina sjálfs, heldur íslenzkrar útgerðac. Það er augljóst, hversu aðstaða okkar vegna útgerðarinnar hefðí verið alvarleg í síðustu styrjöld, ef við hefðum ekkert getað bjargað okkur sjálfir á þessu sviði. Annað er hitt: Því skyldi ekki þessi þaulreynda fiskimannaþjóð geta staðið öðrum þjóðum framar um gerð veiðarfæra og íslenzk veiðarfæri þar af leiðandi orðið eftirsótt hjá öðrum þjóðum? Hafa ekki einmitt Islendingac verið til þess fengnir af alþjóða- samtökum að kenna öðrum þjóð- um að fiska? Það hafa staðið deilur í blöð- um undanfarið um tolla á að- fluttum veiðarfærum. Ljóst er» að sitt sýnist hverjum. Sérstak- lega hefur verið deilt um nauð- syn undirboðs-tolls vegna óeðli- legra verzlunarhátta. Allt er þetta mál til athugunar í iðnaðar málaráðuneytinu og skal ég ekki að svo komnu leggja neinn dóm á deilur manna. Hitt legg ég áherzlu á, að miHi atvinnugreinanna, iðnaðar, verzl- unar og útgerðar ríki gagnkvæm- ur skilningur á úrlausn þjóð- félagslegs vandamáls, sem augljós lega er fyrir hendi. Stóriðja Stóriðja er svo óákveðið hugtak að þar verða engin ákveðin tak- mörk sett. Kemur þar margt til álita, meira og minna skyldar iðngreinar, eftir því við hvað er miðað. Orðið stóriðja er því ekkí allskostar heppilegt og getur vatdið nokkrum misskilnmgi og Framhald 4 bls. 2S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.