Morgunblaðið - 29.05.1965, Page 6

Morgunblaðið - 29.05.1965, Page 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 29. maí 1965 gMMnMHHMMMHWnHNMHIIIMI 60 ár að heiman HÉR hafa dvalizt um hálfs mánaðar skeið hjónin Carl og Hilda Anderson, en þau hafa verið búsett erlendis um 60 ára skeið, lengst af í Florida. Carl er fæddur og uppalinn í Reykjavík, en hélt sauiján ára að aldri til Kaupmannahafnar, festi þar ráð sitt og hefur ekki til íslands komið fyrr en nú, utan einu sinni. Við hittum þau hjónin að máli nú í vikunni á heimili frú Ölmu Leifsson, systur Carls, að Suðurgötu 26. For- eldrar Carls voru hjónin Helga Jónsdóttir, dóttir sr. Jóns Jakobssona'r frá Glæsi- bæ, og Hans G. Andersen, klæðskerameistari í Reykja- vík, en hann var sænskrar ættar. Þegar við spyrjum Carl, hvers vegna hann hafi haldið til Danpierkur á sínum tima, segir hann, að þar hafi ævin- týraþráin ráðið mestu um. í kóngsins Kaúpinhafn stundaði hann nám í matreiðslu í fjög- ur ár og var þá fullnuma. Á námsárum sínum kynntist hann konu sinni, Hildu, og er þetta í fyrsta sinn að hún kem ur til íslands. — f Danmðrku bjuggum við í 7 ár, síðan 15 ár í New York, en síðustu 27 árin höfum við búið í Florida, þar sem sólin skín heitust. En sjáðu nú til, maður minn: Þegar við hjónin komum til fslands, var sólin hér jafnheit og heima. Og blómaskrúðið, sem blasir við okkur hérna! Þau voru ekki einu sinni sprungin út, blóm- in í garðinum okkar heima. Meðan hjónin hafa dvalizt hér, hefur Carl heilsað upp á ættingja sína og gamla vini og leikfélaga frá æskuárun- um, sem enn eru á lífi. Það hafa sannarlega orðið fagnað- arfundir, enda margs að minn ast. — Þegar ég var strákur, segir hann, lékum við okkur mikið á Tjörninni, þegar lagðL Þá settum við segl á sleðana okkar og brunuðum áfram.... Hann bendir yfir Tjörnina á Miðbæjarskólann. — Þarna sérðu gamla skól- ann minn, og þarna fermdist ég, segir hann og bendir á Dómkirkjuna. Carl á 5 systkini á lífi. Bræð ur hans eru Axel, sem rekur „Anderson & sön“, og Franz, — hann er löggiltur endur- skoðandi. Systur hans eru Bengta, Helga og Alma. Þau hjónin hafa hér skamma Hjónin Carl og Hilda Anderson á heimili systur Carls, Ölmu Leifsson. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.) viðdvöl að þessu sinni. f dag halda þau til Osló, þar sem þau munu dveljast hjá Hans G. Anderson, ambassador, en hann er bróðursonur Carls. Síðan liggur leiðin til Kaup- mannahafnar, og þar ætla þau að heilsa upp á ættingja frú- arinnar. — Við erum sannarlega bú- in að koma víða við á þessum stutta tírna,, segir Carl. Það leynir sér heldur ekkþ að ég er farinn að fitna! En mikil ósköp hefur Reykjavík breytzt síðan ég var strákur að alast hér upp. Ja, þá voru til dæm- is engir bílar. — Eitt vekur sérstaka at- hygli okkar, segir Hilda, hve heimilin eru yndisleg. Svo vandlega byggð, svo hlý. Og öll þægindi. — Það þarf ekki einu sinni að setja ís út í vatnið til þess að fá það kalt, segir Carl. Og hann bætir við: :— Þetta hafa verið ógleym- anlegir dagar. Ég vildi gjarna eyða síðustu æviárunum á ís- landi, en ég er bara orðinn of gamall til þess að fara að setj- ast hér að. En við hjónin kom- um aftur, vertu viss. Við ætl- um að koma í ágúst og þá ætl- um við að ferðast um. Það kann að virðast undarlegt þeg ar ég segi, að þótt ég sé orð- inn 77 ára gamall, er ég í fyrsta skipti að sjá landið mitt núna! Guðmundur DanieSsson í danska úfvarpinu DANSKA útvarpið hefur ákveð- ið að hafa íslenzka skáldsögu sem framhaldssögu í útvarpinu næsta vetur. Er hér um að ræða skáldsöguna „Húsið“, eftir Guð- mund Daníelsson rithöfund. Eins og menn muna var þessi skáldsaga önnur þeirra íslenzku bóka, sem valin var í Bókmennta samkeppnd Norðurlandaráðs af íslands hálfu. „Húsið“ verður lesið í heild í danska útvarpið. Þýðingu bók arinnar á dönsku gerði Erik Sönderholm Xektor. Fáliðað á mörg- um bæjum GeldingaholtL 26. maí. EINSTÖK veðurblíða hefur ver- ið hér dag hvern, en heldur grær hægt vegna þurrka. Sauð- burður stendur nú yfir og geng- ur yfirleitt vel. Þetta er mesti annatími ársins, fáliðað á mörg- um bæjum, og verður fólk að leggja nótt við dag til að koma í verk nauðsynlegum fram- kvæmdum. — J.O. Bsrgarstjdrinn í Munchen sýnir myndir c3 heimon UM ÞESSAR mundir er xhér á ferð yfirborgarstjórinn í Múnc- hen, dr. Hans Jochen Vogel. Er hann ungur maður, ekki fertug- ur, en hefur hlotið skjótan frama á stjórnmálasviðinu í heimalandi sínu, varð m.a. yfirborgarstjóri í Munchen um 5 ára skeið og er talinn líklegastur ungra manna til stjórnmálaforystu. Dr. Vogel mun sýna myndir frá heimaborg sinni á vegum félagsins German- ía í 1. kennslustofu háskólans sunnudaginn 30. maí og hefst sýningin kl. 8,30 e.h. Eins og kunnugt er, er Munc- hen mjög gömul borg, og þar margt um forna byggingu, en í síðustu styrjöld varð hún fyrir • AÐFINNSLTJR OM MÁLFAR Velvakandi góður. Leyfist mér að koma að hjá þér fáeinum aðfinnslum um málfarið á blaðinu ykkar síð- ustu daga? í grein, sem rituð er um hljóðritun á óperunni Carmen, af þekkingu að því er virðist, er leitt að sjá þesskonar setn- ingar: „Þar er rödd Callas í svo miklu rusli að nálgast „paródíu"; „Óneitanlega hefur maður lúmskan grun um, að Callas hafi valið þenna diri- gent, m.a. vegna þess, að veldi primadonnunnar hefur seinni ár færzt yfir af söngkonunni á hljómsveitarstjórann“ (hvers- vegna er forsetningin „yfir“ á þessum stað?); „Samspil hljóm- sveitarinnar er oft og tíðum í meira lagi druslulegt . . .“; „.. og þeir tæknilegu örðug- leikar, sem Callas á sífellt í, exitera ekki fyrir Price“; „.. það eitt er stúdíum út af fyrir sig að heyra hvernig Philharmoníuhljómsveitin í Wien leikur . .“ í gær rek ég svo augun í þessa setningu í knattspyrnu- gagnrýni: „.. en þessi sló mósjón á vissum augnablikum er stundum of áberandi”. Og nú í dag gefur að líta þessa aðalfyrirsögn á einni síðunni: „Börn að leika í sumarsól", og fylgja myndir og grein frá leikvelli í borginni. 1 frásögn af dvöl forsætisráðherra okkar í Noregi sé ég að gleymist að beýgja nafn höfuðborgar lands- ins og þar sagt „til Osló“. Virð- ist mér sem mjög sé að ágerast brottfall eignarfallsendingar- innar „ar“ eða „s“, til mikilla lýta. Ég hef ekki tekið eftir slíku kæruleysi með öðrum þj óðum. Er ekki mesti óþarfi að gera fátæklegasta götumálinu svo hátt undir höfði að nota það í almennu lesmáli og eins hitt, að sletta útlendum orðum á pappírinn, jafnvel þótt viðhöfð séu í daglegu tali í og með? Að segja að rödd sé í rusli (illa fyrirkölluð), að telja ein- hvern hafa lúmskan grun um að eitthvað (illkvittnislegan grun, eða kannski á greinarhöf. hér fremur við áleitinn grun), að tala um druslulegt samspil (tætingslegan samleik eða slappan), allt er þetta afar hvimleitt fyrir sakir linnku og ljótleika. Óneitanlega heggur greinarhöfundur þar harla nærri sjálfum sér, því að í þessari hinni sömu grein ber hann fram umvandanir með þessum orðum: „.. enda er þessi kafli með því ljótasta og furðulegasta, sem heyrist í þess- ari upptöku*. 0 ALÞJÓÐLEGU ORÐIN ÓÞÖRF Alþjóðlegu orðin, sem miklum skemmdum, svo sem flestar þýzkar borgir. Mikið er því einnig um nýjar byggingar I borginni, enda hefur uppbyggmg hennar gengið eindæma veL Mun því verða einkar fróðlegt að sjá hvort tveggja í senn, nýtt og gamalt frá þessari fomu höf- uðborg Bæjaralands og heyra skýringar borgarstjórans á því markverðasta. hrjóta þessum greinarhöfundi úr penna, eru líka allsendis óþörf: paródía (skopstæling). dirigent (stjórnandi), prima- donna (aðalsöngkona eða jafn- vel söngstjarna), existera (vera til eða fyrirfinnast), stúdíum (athugunar- eða rannsóknar- efni). Nafnið á höfuðborg Austurríkis ber að rita Vín eða Vínarborg á okkar máli. Verra en allt þetta er þó að sjá orðin sló mósjón notuð í ís- lenzkri grein, án aðgreiningar með gæsalöppum, hvað þá meira. Og virðist mér að ekki sé með öllu ástæðulaust að bera nokkurn kvíðboga fyrir þróun ísl. máls í sambýli við enska tungu, úr því að hér er komið sögu. • AÐ LEIK I SÓLSKINI Eigum við ekki að halda áfram að gera greinarmun á tvennskonar verknaði, sem felst í sagnorðunum að leika og leika sér? í tilgreindu dæmi hefðl ekki þurft annað en nema burt einn staf, til þess að viðunandi væri: Börn að leik í sumarsóL Helzt hefði ég kosið: Börn að leik í sólskini. „Sólskin" er að hverfa í skuggann fyrir „sól- inni“ sjálfri! Að svo mæltu kveð ég þig með fullvissu um það, að ég er hvorki að leika né leika mér með þessu skrifi heldur að myndast við að benda á nokkr- ar leikreglur móðurmálsins, sem enginn má fótumtroða i skeytingarleysi, og þá hvað sízt þeir, sem rita i víðlesnasta dagblað landsmanna. Reykjavík, 22. maí 1965 B. P. Síðasta athugasemdin var prentvilla. Blaðamaðurinn er alveg sammála B. P. og hafði einmitt skrifað í handritið. Börn að leik í sumarsóL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.