Morgunblaðið - 03.06.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.06.1965, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 3. júni 1965 MORGUNBLAÐIÐ 3 SívíAWSfflSSyífíííJíffi: VBE) Seljaveg 19 í Reykjavík stendur gamalt hús, sem nú á að hverfa. Þetta hús hét einu sinni Miðsel og fram undan húsinu er Miðselsvör, ein af þremur Selsvörum þar um slóðir. I Miðseli — þ.ea.s. að Selja- vegi 19 — ræður ríkjum Kristján V. Guðmundsson. Hann varð áttræður fyrir skemmstu. Við heimsóttum hann nýlega til þess að fá að heyra eitthvað um Selsvarir, sem nú er verið að fylla upp með grjóti til þess að elskend- ur framtíðarinaiar geti ekið á steinsteyptum vegi og notið sólarlagsins á einum fegursta stað Reykjavíkur. Við borðum fyrst að dyrum en þegar enginn svaraði geng- „... og héma var Stóra-Sels-vör“. Kristján Guðmundsson stendur á uppfyUingunni, þar sem nýi vegurinn á að koma. STAKSTEIKAR Ötryggur vinnufriður Eitt af meinunum í þjóðfélagi okkar er, hve vinnufriðurinn er ótryggur. Skapar þetta margvís- lega örðugleika fyrir utan það tjón, sem beinlínis hlýzt af því. Allir virðast vera sammála um þetta og í hvert sinn, sem samn- ingaviðræður nálgast, heyrast háværar raddir um nauðsyn þess að fá úr því bætt. En það er ekki nóg að viðurkenna nauð- synina, ef ekkert er að gera. Ekki verður dæmt um það hér hver eða hverjir eiga sök á þessu aðgerðarleysi, en fyrir þjóðina í heild er 'það ástand vissulega óþolandi að til skuU sá mögu- leiki að öll vinna stöðvist við aðalatvinnugrein landsmanna, þegar sumarsíldveiðin fer í hönd. Afkoma svo mikils hluta þjóðar- innar bvggist á þeirri veiði að stöðvun hennar er ekki verjandi. Tvær hugmyndix um við inn. I>ar mættum við Kristjáni, sem bauð okkur umsvifalaust til stofu. „í þessu húsi hef ég búið síðan 1917, þegar ég kom hingað með konu mína og nú hefur húsið verið selt til nið- urrifs. Ári áður kvaddi gamli maðurinn, sem hafði búið her, Magnús Vigfússon, þá S7 ára gamall. „Hvenær var húsið byggt?“ „Þetta hús er nú að öllum líkindum orðið 96 ára gamalt. Þegar það var byggt voru hér engin hús nálægt, nema ívars- sel og Stóra-Sel. Landið, sem húsið er byggt á, fékk gamh máðurinn á leigu frá Magnúsi gamla í Bráðræði, sem var hér skammt fyrir vestan. Hérna á veggnum sjáið þið málverk af húsinu einsí>g það var upphaflega. ' Þetta mál- verk gerði Guðmundur Þor- steinsson eftir gamalli ljós- mynd. Litla húsið, sem þið sjáið þarna norðar, er ívars- sel. „Hvenær var svo byrjað að byggja hérna í kringum þig?“ „Bankahúsin hérna á bak- við voru byggð i kringum 1930 og kostaði íbúðin þar 6—7 þúsund krónur. Þegar íbúð var seld þar síðast kost- aði hún um 400 þúsund krón- ur. Svona hefur þetta breytzt á 30 árum.“ „Þú hefur ekki stundað út- ræði hér úr Selsvörinni?“ „Nei, því miður hef ég aldrei haft tækifæri til þess. En gamli maðurinn, sem bjó hér á undan mér, gerði það.“ „Selsvörin skiptist eiginlega í þrennt. Hérna nyrzt, þar sem Ivarssel var hét ívars- selsvör. Hérna framundan hús inu mínu var Miðselsvör og hérna fyrir sunnan var Stóra- Selsvör. Þar var líflending, eins og það var nefnt, vegna þess að í vondum veðrum var lent þar. Þar var grjótbálkur frá náttúrunnar hendi, sem skýldi dálítið. Ég er eiginlega óánægður með að ekki skyldi hafa verið lagað þar dálítið til fyrir gamla karla, sem áhuga hafa á að róa þaðan á grá- sleppuveiðar. Það hefði lífgað þá við síðustu æviárin. En nú er verið að fylla þama upp, Miðsel um aldamótin. Málverk eftir Guðmund Þorsteinsson. Kristján Guðmumdsson fyrir framan hús sitt að Seljavegi 19 — Miðseli — þar sem hann hefux búið síðan 1917. svo ekki verður meira róið úr Stóru-Selsvör“. „Hvernig lízt þér á þessa nýju „Sólarlagsbraut“, eins og hún hefur verið kölluð?“ „Mér lízt vel á hana. Ég sá einu sinni í Árósum götu, sem lá svona meðfram sjónum og var mjög hrifinn. Ég vona að okkur takist ekki síður vel en þeim. m „Voni ekki gerðir út bátar héðan, þegar þið hjónin flutt- uzt hingað?“ „Það var nú að deyja út þá. En áður hafði verið gerður hér út fjöldi báta. Það voru fjögurra manna bátar og sex- æringar og að ég held einn átt æringur. Við gengum nú niður að sjónum og Kristján benti okk ur á hvar hin og þessi upp- sátur hefðu verið. „Þarna, þar sem Vesturgat- an kemur niður, var ívars- selsvör. Fyrir framan hús Péturs Snælands var svo Mið- selsvör og hérna fyrir neðan hús Jóns Loftssonar "var Stóra-Selsvör. Það voru merki legir tímar. Þá voru engir menn, nema í Vesturbænum". Fulltrúafundur A.S.V. tsaflrðl, 2. júní. A MÁNUDAG var haldinn hér fulltrúafundur sambandsfélaga Alþýðusamibamds Vestfjarða. Sóttu hann 20 fulltrúar frá 10 félögum. Samningum allra verkalýðsfélaga á Vestfjörðum var sagt upp í vor og falla þeir úr gildi 5. þ.m. Á fulltrúafundinum var sam- þykkt að kjósa 5 manna samn- inganefnd, er hæfi viðræður við Vinnuveitendafélag Vestfjarða nú þegar. Nefndinni var einnig heimilað að óska eftir að taka upp samstarf við Stéttarfélögin innan Verkamannasambands ís- lands, sem nú eiga í samning- um við atvinnurekendasamtökin, ef nefndin teldi, að samningsum- leitanir heima fyrir reyndust til- gangslitlar, vegna núverandi við horfa í þeim málum og vegna skipulagshátta atvinnurekenda- samtakanna. Ef til þess kemur, að vest- firzku verkalýðsfélögin óski eftir aðild að samninganefnd verka- lýðsfélaganna í Reykjavíik, var nefndinni heimilað í samráði við stjóm A.S.V. að tilefna 1 eða 2 fulltrúa til að taka þátt í starfi samninganefndar stéttarfélag- anna innan Verkamannasam- bnds íslands. Alþýðublaðið ræðir nm yflr- standandi kjarasamninga í rit- stjórnargrein í gær, og bendir á tvær leiðir, sem blaðið telur að hugsanlega geti greitt fyrir sam- komulagi. Þar segir m.a.: „Fyrri hugmyndin er að tryggja kjarabætur í áföngum, svipað því kerfi, sem hefur kom ið verkakonum svo vel á undan- förnum árum. Yrði þá að semja tii tveggja ára og gera ráð fyrir reglulegum breytingum. Verka- lýðurinn þyrfti að vísu að hafa einhverja varnagla í samningi til svo langs tíma, en atvinnu- rekendur mundu fá svigrúm til umþóttunar, er þeir vissu að hverju þeir ganga. Verkakonur hafa á undanföm- um árum fengið meiri raimveru- legar kjarabætur en verkamenn, og ma þakka það lögunum lltn launajafnrétti, þar sem reynd var tröppuhækkun á kaupi þeirra, unz vissu marki er náð. Að vísu er erfiðara að beita þess- ari aðferð við allar stétUr í einu, en þó gerlegt ef, allt taUð um tækni og hagræðingu er meira en innantómt orð. Hin hugmyndin snertir ekkl beinlínis kjör verkafólks, en gæti þó komið að gagni. Hún er sú, að sett verði upp áætlunar- ráð, þar sem fulltrúar verkalýðs, atvinnuvega, sveitarfélaga og ríkis kæmu saman til að fjaUa um heildarlínur í efnahagskerf- inu, sérstaklega skipulag fram- kvæmda, sem hafa mikil áhrif á eftirspum eftir vinnu og fleiri atriði vinnumarkaðsins. Verka- lýðsfélögin hafa sakað ríkis- stjómina um að hafa ekki haldið verðbólgu í skefjum eins og um vr ^am'ö í júní í fyrra. Slíkt ráð gæti hjálpað mjög til þess að nýtt samkomulag yrði haldið svo að hvorugur geti um kvartað. Undanfarin ár hefur verið stig ið hvert sporið á fætur öðru í átt til áætlunargerðar um fram kvæmdir. Eru allir flokkar sam- mála um þá stefnu í aðalatrið- um, og virðist tímabært að setja á stofn víðtæka samstarfsnefnd um þau mál, er gefi bæði verka- liýðssamtökum og atvinnuvegum tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri og fylgjast með framkvæmd mála. Slíkar stofnanir eru til í flestum ná- grannalöndum okkar, jafnvel fyrir einstaka landshluta. Mætti leggja eitthvað af nefndum niður um leið og nota Efnahagsstofn- unina til stuðnings, svo að ekki rísi nýtt skrifstofubákn með skipan áætlunarráðs."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.