Morgunblaðið - 03.06.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.06.1965, Blaðsíða 10
10 MORGU NBLAÐIÐ FJmmtudagur 3. júní 1965 Gert að veiði í Fiskivötnum. Nú standa vonir tii að veiðifélag verði stofnað um vatnasvæð- ið í sumar, og opnast þá möguleikar á að félagið selji stangaveiðimönnum veiðileyfi í vötn- unum. Þetta eru mörgum ánægjuleg tíðindi. Áhugi á fiskirækt hefir aukist stórkostlega Rætt við veiðimálastjora í upphafi veiðitímabiis MBL. átti í gær viðtal við Þór Guðjónsson, veiðimála- stjóra, um ýmisiegt varðandi veiðimál hérlendis í tilefni þess að laxveiðitíminn er nú hafinn í nokkrum ám, og fer senn i hönd í öðrum. — Laxveiðitíminn hófst 20. maí sl. í Hvítá í Borgarfirði sagði veiðimálastjóri. Veiði- menn við Hvítá eru jafnan fyrstir til veiðanna. Neta- menn í ánni urðu lítið varir fyrstu dagana, en í lok sl. viku fór veiði að giæðast, og þannig fékk einn bóndi 9 laxa í net sl. föstudag og voru þeir 8-12 pund að stærð. — Hvítá hefur verið lítil að undanförnu og er sömu sögu að segja um flestar ár landsins. Þær hafa verið vatns litlar þar til í rigningum síð- ustu daga. Vatnsforðabúrið er heldur lítið í ár, sáralítill snjór í fjöllum, þannig að allt útlit er fyrir að vatnslítið verði í flestum ám í sumar, ef ekki gerir úrkomu að ráði. Svipað ástand var í fyrra, en þá vildi svo vel til að tölu- verða úrkomu gerði víða þannig að um það leyti að laxinn gekk, yar ágætt vatn í ánum um vestanvert landið. — Nú er stangaveiðitíminn einnig hafinn í nokkrum ám, þ.e.a.s. frá 1. júní, og á næstu þremur vikum hefst hann í öllum laxám landsins. Veiði- tíminn fyrir lax í hverri ein- stakri á er þrír mánuðir, þann ig að veiði í þeim ám, sem opna 1. júní, líkt og Laxá í Kjós, Norðurá og Miðfjarðar- á, lýkur 31. ágúst. Veiði í öðr- um ám hefst síðar og lýkur þá einnig síðar. Veiði á vatna svæði Hvítár og Ölfusár hefst þannig ekki fyrr en 21. júní og lýkur 20 september. — >á er rétt að geta þess að daglegur veiðitími í hverri á er 12 stundir á stöng. Hefst veiði yfirleitt kl. 7 eða 8 á morgnana og stendur til kl. 9 eða 10 á kvöldin, með hléi yfir miðjan dagin. Nokkuð er tímaskiptingin breytileg eftir ám, en aldrei má þó veiða meira en 12 tíma á dag. — Hvernig eru veiðihorfur í sumar? — Það er erfitt að hafa nokkra spádóma uppi um það. En þó tel ég að líkur séu á meðalári og jafnvel betra, en eins og fyrr segir er illmögu- legt að geta sér til um það. — Hinsvegar er áhugi fyrir veiðum sívaxandi og ef nokk- uð má marka veiðileyfin í laxánum í sumar, er áhuig- inn aldrei meiri en einmitt nú. Þær ár, sem verið hafa í leigu í nokkur ár, en voru end urleigðar í vetur, hafa allar hækkað töluvert í verði og sumar mjög mikið. Þannig rúmlega þrefaldaðist leigan á Víðidalsá, er um hana var samið í vetur. í dýrustu án- um mun stöngin kosta 3,000- 3,500 krónur á dag á bezta veiðitíma. — Þá hefur áhugi manna fyrir ræktun ánna og vatna farið stórkostlega vaxandi á seinni árum. Sem dæmi má nefna að fjölmörg veiðifélög hafa verið stofnuð um ár og vötn, þar sem engin félög voru fyrir áður. Tilgangurinn er að sjálfsögðu að fá betri nýtingu út úr viðkomandi vatnasvæðum. í fyrra voru stofnuð eða unnið að stofn- un 9 veiðifélaga, og allt útlit er fyrir að álíka mikið verði um veiðifélagsstofnanir í ár. Stærstu veiðifélögin, sem stofnuð voru í fyrra, voru Veiðifélag Fljótsdalshéraðs um Lagarfljótssvæðið og Veiðifélag Skaftár í Skafta- fellssýslu. f námunda við Reykjavík var stofnað félaig um Elliðavatn og ár þær, sem í það renna. — Á þessu ári er verið að undirbúa veiðifélag um Fiski vötn, sem mörgum munu þykja góðar fréttir. (Sjá frétt á baksíðu). — Þá má nefna annað at- riði, sem Ijóslega sýnir hinn stóraukna áhuga á fiskirækt, en það eru byggingar fisk- vega. Undanfarin ár hefur verið gerður að meðaltali einn laxastigi eða fiskvegur annað hvert ár, en í fyrra brá svo við að unnið var að gerð fiskivega á sex stöðum, og út- lit er fyrir að unnið verði að slíkum framkvæmdum á fjór- um eða fimm stöðum í sumar. Er þetta gleðilegt merki um hinn mikla og almenna áhuga fyrir fiskrækt í landinu. — í fyrra ólu átta aðilar upp lax og silung í landinu, auk þess sem fjórir eða fimm Þór Guðjónsson til viðbótar voru með klak. Nú er mikill áhugi víða í héruðum að koma upp stór- um fiskeldistöðvum fyrir hér- uðin, og er unnið að undir- búningi þess máls víða. — Hvað um Kollafjarðar- stöðina? — Það er langt til lokið að reisa stöðina í því formi, sem henni er nú ætlað og klak og eldi er þar í fullum gangi. Þessa daigana eru gönguseiði að synda út úr stöðinni í sjó fram, en þau koma væntan- lega til baka eftir eitt og tvö ár. — í eldisstöðinni við Elliða- ár, sem er eign Rafmagns- veitu Reykjavíkur, var stigið merkt spor í fyrra. Hafizt vair þá handa um að byggja eldis- hús að sænskri fyrirmynd og er verið að leggja síðustu hönd á það verk. Fiskeldi er hinsvegar hafið þar fyrir nokkru, og fyrir hálfum mán- uði var sleppt um 1000 göngu- seiðum í Elliðaárnar frá stöð- inni, svo sem skýrt var frá í Mbl. þá. Þá var frá þriðju eldisstöðinni sleppt töluverðu magni af gönguseiðum í vor. — Hvað um starfsemi Yeiði málastofnunarinnar í sumar? — Hinn mjög svo aukni áhugi og starfsemi á sviði veiðimála hefur leitt af sér mjög aukið annríki fyrir Veiði málastofnunina, en starfskraft ar hennar og starfsfé hafa hinsvegar ekki aukizt að sama skapi. Hefur því ekki verið hægt að greiða fyrir mönn- um eins og æskilegt hefði ver- ið, en vonandi verður bætt úr þessu ástandi á næstunni. — Vegna hinna miklu anna við daglega afgreiðslu, höfum við haft mjög lítinn tíma til að sinna rannsóknarstörfum, sem þó eru ein veigamesta undirstaða þess, að eðlileg þró un veiðimála geti átt sér stað hérlendis. Við höfum verið að merkja með uggaklippingum þann fisk ,sem sleppt hefur verið frá eldistöðvunum í vor, Og nú stendur yfir veiði og merking lax- og sjóbirtings- seiða, sem ganga um þessar mundir til sjávar úr Úlfarsá (Korpu). Þetta er 18. sumar- ið, sem slíkar merkingar fara þar fram. — Rétt er að benda á, að merkingar eru mjög mikil- vægar í þeirri viðleitni að komast að raun um að hve miklu gagni sleppingar á seið um koma. Verður því aldrei of mikil áherzla á það lögð að veiðimenn taki vel eftir því, hvort allir uggar séu á fiskum þeim, sem þeir veiða, og ef einhverja vantar, að þeir geri Veiðimálastofnuninni að- vart, og veiti henni upplýsing a rum veiðistað, veiðitíma, hvaða fisktegund sé um að ræða, og loks væri æskilegt að fá hreistursýnishorn af fiskinum. — Þá höfum við einnig merkt hoplax og sjóbirting með sérstökum merkjum, þannig að tvenns ber að gæta. Getur hvorttveggja til komið að fiskurinn sé uggaklipptur eða í honum sé merki. — Þörfin fyrir rannsóknim ar er mikil og það verður að veita meira fé til þeirra en nú er gert. Aðkallandi er t.d. að telja gönguseiðin úr nokkrum ám og síðan fullorðna fiskinn sem gengur, til þess að fá ná- kvæmar upplýsingar um stærð stofnsins í ánni, og hve mikið má veiða af honum án þess að á hann gangi. — Þá má að lokum nefna að nauðsynlegt er að geta fylgzt nákvæmlega með því, sem nú er að gerast í fisk- ræktar- og fiskeldismálum úti í heimi til þess að geta hag- nýtt sér þær aðferðir hér eins fljótt og hægt er. Allt kostar þetta fé, en Ijóst er að það verður naumast metið til fjár að veiðimál landsins séu í góðu lagi, sagði veiðimála- stjóri að lokum. Samsöngur Karla- kórs Keflavíkur ÞAÐ er gleðilega undravert að Karlakór Keflavíkur skuli vera til og með vaxandi glæsibrag hverju sinni, sem hann lætur til sín heyra, þvi þar eru menn úr öllum stéttum, sem vinna langan vinnudag og fórna kvöld- um sínum og oft vinnu til æf- inga. Nú hefur karlakórnum bæzt liðsauki, sem eru 24 ungar stúlkur og húsmæður, sem einnig eru störfum hlaðnar, til að mynda hinn fjölmenna samkór, sem nú kom fram í fyrsta skipti. Dugnaði og festu söngstjórans, Herberts Hriberschek Ágústsson ar, er þar vafalaust mikið að Iþakka. Söngskráin var að þessu sinni mjög vel valin. í fyrrihlutanum , sem karlakórinn söng einn, voru eingöngu lög eftir íslenzka höf- unda. Einsöngvarar kórsins voru með ágætum. Sveinn Pálsson hefur fallega hljómþýða rödd. Hann söng „Nú andar suðrið“ af skilningi og tilfinningu að því er virðist á hinn eina rétta hátt, með góðri aðstoð kórsins. — Haukur Þórðarson hefur mikla og fallega rödd og er í stöðugri framför. Eldri og þekktari kórar væru vel sæmdir af honum sem einsöngvara, Það fer ekki hjá því að raddþjálfun V. Dementz setur sinn svip á og hefur borið góðan árangur, bæði fyrir kór- inn í heild og einsöngvarana. Síðari hluti söngskrár var , fluttur af blandaða kórnum og hófst á syrpu af lögum frá Norðurlöndunum sex, í útsetn- ingu söngstjórans. Það er vafa- laust rétt, mússik-málið er al- þjóðlegt og er skilið jafnt í Kína og á íslandi, en þó hefur hver þjóð sinn sérstaka blæ yfir söng sínum, sem kann að vera erfitt að ná utan landsteina heimalands, en þó hefði verið skemmtilegt að heyra og finna mismunandi blæ í tónfalli í tón- falli Norðurlandanna í þessari syrpu, sem blandaði kórinn flutti að öðru leyti afburða vel. Á eftir syrpunni voru lög úr óperettunni „Keisarasonurinn“ eftir Lehar, með einsöng Hauks Þórðarsonar. Kom þar sérstak- lega vel fram hnitmiðuð sam- stilling kórsins; sama má segja um kórinn úr óperettunum „I Lombardi“ etfir Verdi. Sam- söngnum lauk með amerískri sönglagasyrpu í útsetningu Hriberschek, sem að vissu leyti reyndi á þolrif kórsins, er hann stóðst fyllilega. Ragnheiður Skúiadóttir aðstoð aði með traustum og fáguðum undirleik, sem hvergi brást og Hriberschek er hinn öruggi leið togi og allir þræðir liggja um hendur hans. Það er vissulega mikill menn- ingarauki fyrir Keflavíkurbæ að eiga þennan ágæta kór, sem ber hróður Keflavíkur um víða vegú og er kórnum þakkað hans mikla og óeigingjarna starf og óskast allra heilla í gframtíðinni. — hsj — Gróður að koma til vestra ísafirði, 2. júní. MAÍMÁNUÐUR var óvenjuþurr á norðanverðum Vestfjörðum og mátti heita að varla kæmi dropi úr lofti. Framan af mánuðinum var fremur kalt í veðri, en sól- far mikið og hlýnaði, er á leið. Sauðburður hefur yfirleitt alls staðar gengið mjög vel, en þó farið hægt. Fram undir mánaóa- mót fór gróðri mjög lítið fram, en síðustu dagana hefur rignt nokkuð og hefur gras tekið mjög að grænka og úthagi að koma til. Gróður er þó enn óvenju skamrnt á veg kominn. — H.T. Fiskibátar til sölu Seljum og leigjum fiskibáta af öllum stærðum. Útvegum hagkvæma greiðsluskilmála. SKIPA- OG VERÐBRÉFA- SALAN SKIPA- LEIGA , VESTURGOTU 5 Talið við okkur um kaup og sölu fiskiskipa. Sími 13339.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.