Morgunblaðið - 03.06.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.06.1965, Blaðsíða 21
f Fimmtudagur 3. júní 1965 MORGUNBLAÐIÐ 21 Hlufabréf Eimskips í Elugfélagi íslands f MORGUNBLAÐINU í dag er birt viðtal við Loft Bjarnason út- gerðarmann: „Á Eimskip að selja hlutabréf sín í Flugfélaginu?“ en Loftur átti sæti í stjórn Eim- skips sl. ár, svo sem kunnugt er. Tilraunir Loftleiða til að leggja undir sig Flugfélagið hafa þegar vakið andúð flestra heiðarlegra manna, og þá ekki sízt það bragð þeirra að hindra, í bili a.m.k., að starfsfólk Flugfélagsins gæti eignast helming hlutabréfa Eim- skipafélagsins í Flugfélaginu, með því að bjóða Eimskipafélag- inu fimmtánfalt verð fyrir hluta- bréfin á lokastigi samninga Flug félagsins við Eimskipafélagið um kaup hlutabréfanna fyrir starfs- fólk sitt, fyrir tífalt verð. Ég mun ekki að sinni ræða þetta mál 1 heild, en þar sem Loftur Bjarnason hefir nú lýst Tryggvi Marteinsson, matreiðslumaður á Hvoli. Hvoll bœtir þjónustuna við ferðafólkið HVOLSVELLI — Framkvæmda-1 Runólfssón okkur að Hvoll gæti stjóri Félagsheimilisins Hvols ájtfckið á móti stórum ferðahópum, Hvolsvelli, Markús Runólfsson,' allt að 300 manns oig einnig séð Ibauð fréttariturum dagblaðanna á Hvolsvelli ásamt húsnefndinni til kvöldverðar 2.8. þ.m. í tilefni af breyttu fyrirkomulagi á rekstri veitingahússins. . Nýlega var ráðinn ungur og jnjög fær matreiðslumaður, Tryggvi Marteinsson að nafni. Tryggvi nam matreiðslu í Dan- mörku ,en tók próf hér heima íyrir skömmu. Trýggvi er mörg- ium íslendingum góðkunnur ,m.a. fyrir störf sín í 4 sumur í Bif- röst í Borgarfirði. Og einnig var hann í hálft annað ár á flagg- skipi íslands, Gullfossi. Hvoll hyggst bæta mjög þjón- tistu sína við ferðafólk. T.d. verð ur hægt að fá heitan mat alla daga frá kl. 8—11.30 e.h. Þá verð j ur til reiðu smurt brauð með! allskonar áleggi. Þá tjáði Markús ’ Auðséð er af framangreindu að Hvoll hefur hug á að þjónust an við gesti hússins verði sem bezt og takist það, sem ég er ekki í neinum vafa um, þá er vel. — Otto EyfjörS. viðhorfi sínu til málsins, og ýms- um atriðum í sambandi við af- greiðslu þess, langar mig að leggja fyrir hann nokkrar spurn- ingar. í viðtalinu segir Loftur: „Með bréfi dagsettu 13. janúar, bauð meirihluti stjórnar Eim- skipafélagsins Flugfélaginu að kaupa 800 þúsund krónur af hlutafénu fyrir 8 milljónir, en ég vildi selja félaginu bréfin öll, en þau eru 1559 þúsund krónur að nafnverði. Þessu tilboði var ekki svarað fyrr en með bréfi dag- settu 29. apríl, og ekki tekið fyr- ir í stjórn Eimskipafélagsins fyrr en 7. maí. Þá hafði komið tilboð frá Loftleiðum um að kaupa bréf in á fimmtánföldu verði, og gat ekki komið til greina frá hags munasjónarmiði Eimskipafélags- ins að selja bréfin á miklu lægra verði til tilboð lá fyrir um.“ — (Leturbr. mín). Spurningar mínar eru þessar: 1) Hvenær var stjórnarfundur Eimskipafélagsins, sem hald- inn var 7. maí, boðaður? 2) Var stjórnarmönnum kunn- gert í fundarboði, munnlega eða skriflega, að tilboð Flug- félagsins um kaup hluta- Eimskips í Flugfélaginu, yrði tekið fyrir á fundinum? 3) Hvenær er tilboð Loftleiða um kaup hlutabréfanna fyríi fimmtánfallt verð dagsett? 4) Með hvaða hætti barst stjór* Eimskips þetta tilboð Loft- leiða og hvenær? Barst það í pósti — eða var var það lagt fram á fundl stjórnarinnar 7. maí og þá af hverjum? Með tilliti til þess, sem Morg- unblaðið hefir eftir Lofti, þ.e.a.s.: „Ég mundi ekki vera að segja frá því sem gerðist á stjórnarfund- um Eimskipafélagsins, nema vegna þess að frá því hefur verið skýrt meira og minna í blöðum, og því rétt að skýra málið I heild“, vænti ég þess að hann sjái sér fært að svara framangreind- um spurningum minum. Að öðru leyti vil ég þakka Lofti vinsamleg ummæli hans i garð Flugféalgsins. Reykjavík, 1. júní 1965. Öm Ó. Johnson. S^mánnadagur á Akranesi Akranesi, 31. maí: — SJÓMANNADAGURINN var há tíðlegur haldinn hé'r. Kl. 10 hófst skrúðganga frá höfninni. Þá höfðu fánar blakt við hún í tvær stundir á hverju skipi. Gengið var um aðalgötur með lúðrasveit í fararbroddi og hlýtt sjómanna messu hjá sóknarprestinum kl. H. Á eftir var Hallfreður Guð- mundsson, fyrrverandi hafnsögu maður heiðraður í kirkjunni. Kl. 13.30 fluttu fulltrúar sjómanna og útvegsmanna ávörp á íþrótta- vellinum. Lúðrasveit lék og keppt var í knattspyrnu. t Kl. 16 var björgunarsýning við höfnina og kappróður milli skips hafna og fyrirtækja. Um kvöldið voru dansleikir í Hótel Akranesi og Félagsheimilinu Rein. Sam- sæti var Hallfreði Guðmundssyni haldið um kvöldið og í hófinu afhent skjal með svofelldri áletr un: Sjómannadagsráð færir þér hugheilar þakkir fyrir frábær störf í þágu sjómannadagsins á Akranesi allt frá því dagurinn fyrst var hátíðlegur haldinn. Heiðursskjalinu fylgdi gjöf, silf urbúinn stafur, áletraður úr íb- enviði. Allur ágóði af sjómannadegin um hér rennur til að byggja dvalarheimili aldraðra sjómanna. Konur höfðu kaffisölu á mörg- um stöðum til að auka ágóðann. Á laugardaginn var þreytt stakkasund og fleiri sund ■ í Bjarnarlaug. — Oddur. Framreiðslustúlkurnar Þuríður Guðmundsdóttir Bjarnadóttir. . um veizlur, en þá þarf að panta með viku fyrirvara. Markús sýndi gestunum síðan nýja ver'zlun, sem Hvoll hefur opnað og er þar að fá allt sem ferðafólki vanhagar um. Auð- sætt er að mikinn vinnukraft þarf til þjónustu þegar stórir hópar koma. Hefur Hvollinn því ráðið til sín 8 stúlkur til starfa í sumar, auk þess sem hægt er að fá konur úr þorpinu, þegar flest verður. í sumar munu verða haldnir 2 opinberir dansleikir á mánuði og ein skemmtun, þar sem fólki gefst kostur á að skemmta sér án áfengis og verður fyrsta skemmtunin af því tagi 12. júní n.k. Stefama Einn Eslending- ur á Listahá- skólanum Listaháskólinn í Kaupmanna- höfn hefur fallizt á að taka við einum íslendingi árlega til náms í húsagerðarlist, enda fullnægi hann kröfum um undirbúnings- nám og standist með fullnægj- andi árangri inntökupróf í skól- ann, en þau hefjast venjulega í byrjun ágústmánaðar. Umsóknir um námsvist í skól- anum sendist menntamálaráðu- neytinu, stjómarráðshúsinu við Lækjartorg, fyrir 20. júní n.k. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Fé lætur lömbum Látmm, 1. júní: — ' HÉR STENDUB yfir sauð- I burður og er hann langt kom- | inn. Fé er enn á gjöf, þar sem i gróður er lítiil, en bændur eru þó ennþá samæilega birg- ' ir af heyi. Mikið hefur borið I á því hér að fé hafi látið | lömbum. Á Látrum eru f jórir , bændur og hefur þessa orðið ' vart hjá þeim öllum en þó I hefur þetta komið harðast nið ) ur á einum þeirra, því hjá hon l um hefur féð látið um helming ' lambanna. Þessa hefur áður I orðið vart hér í nágrenninu | en í ár herjar þetta aðeins að I Látrum. Ekkl er vitað hvað þessu veldur en sýnishom I hafa verið send til Reykjavík I ur og þar komast menn ekki i að neinni niðurstöðu um or- sakir þessa. Er þetta mikill 1 skaði fyrir bændurna hér sér staklega, þar sem ekki er I hægt að fá tryggt fyrir þessu , nema með afarkostum. — Þórður. Fyrsti báturinn kominn á síEd Hnífsdal, 2. júní. HÉR er fyrsti báturinn kominn á síld en það er Guðrún Guðleifs dóttir. f kvöld mun Mímir vænt- anlega far út og Páll Pálsson í lok þessarar viku. Spretta er mjöig lítil ennþá en þó er litur farinn að koma á jörðina. Á sjómannadaginn var haldinn síðasti dansleikurinn í gamla samkomuhúsinu en nú er í smíð um nýtt samkomuhús og verður hluti þess væntanlega tekinn í notkun í haust. — Sigurður Stjórn Lionsklúbbsins ásamt nokkrum konum úr Hraunprýði, sem veittu gjöfinni móttöku. Frá vinstri: Hulda Sigurjónsdóttir, Sólveig Ey jólfsdóttir form., Svavar Jóhannesson, Vilhjálm- ur Sveinsson, Soffía Sigurðardóttir Ögmundur Haukur Guðmundsson, Þorgeir Ibsen, Ester Kláusdóttir og Rannveig Vigfúsdóttir. Lionsfélagar færa Hraunprý&i myndarfega gjöf Á LOKADAGINN, 11. maí, höfðu Hraunprýðiskonur í Hafnarfirði merkja og kaffikvöld, svo sem þær hafa gert sl. 17 ár. Eru Hraunprýðiskonur ánægðar yfir góðum degi, allt hefði gengið að óskum, veðráttan verið þeim hlið holl, merkin selzt mjög vel, og húsfyllir af kaffigestum allan daginn í báðum kaffisöluhúsun- um. Um kl. 5 þennan dag kom stjórn Lionsklúbbs Hafnarfjarðar í heimsókn og færðu Hraunprýðis- konum að gjöf „dúkku“ eða lík- an, sem notað er til kennslu við lífgun úr dauðadái- Líkaninu fylgja öll tilheyrandi áhöld, og er öllu haganlega fyrir komið í þar til gerðri tösku. Allt er þetta af vönduðustu gerð og ákaflega hentugt í allri meðferð. Forseti Lionsklúbbs Hafnar- fjarðar, Þorgeir Ibsen, afhenti gjöfina með ræðu, þar sem hann meðal annars flutti Hraunprýði beztu heillaóskir með framtíðar- starf deildarinnar. Form. Hraunprýði, Sóveig Eyj- ólfsdóttir, þakkaði Lionsmönn- um fyrir hina myndarlegu og vel hugsuðu gjöf, og bað þá flytja klúbbsbræðrum sínum innileg- ustu þakkir og kveðjur frá Hraunprýði. Að ósk Lionsklúbbs Hafnar- fjarðar verður fyrsta námsskeið- ið í meðferð þessa áhalds haldið í Raftækjaverksmiðjunni Rafha, núna næstu daga. Mun erindreki Slysavarnafélags Islands verða leiðbeinandi. Þá mun Hraunprýði standa fyrir námskeiðum í öllum skól- um bæjarins á næsta skólaári. — Einnig barst deildinni gjöf að upphæð kr. 2000,00 frá skipstjóra og skipshöfn á m.b. Ársæli Sig- urðssyni. Hraunprýðiskonur þakka þess- ar rausnarlegu gjafir og allan þann mikla hlýhug sem bæjarbú- ar hafa sýnt deildinni fyrr og síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.