Morgunblaðið - 03.06.1965, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.06.1965, Blaðsíða 32
Lang stærsta og íjölbreyttasta blað landsins 124. tbl. — Fimmtudagur 3. júní 1965 Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Hljómsveit Svavars Gests, fremriröð: Reynir Sigrurðsson, Halldór Pálsson, Svavar Gests. — Aftari röð: Garðar Karlsson, Ragnar Bjarnason, Elly Vilhjálms og Magnús Ingimarsson. 29 þús. mál á þriðju- dag og miðvikudag TÆPLEGA 29 þúsund mál síld- ar bárust á land í gaer og fyrra- dag af miðunum fyrir Austur- landi. Morgunblaðið átti í gær- kvöldi samtal við Jón Einarsson á síldarleitarskipinu Hafþóri, sem var þá staddur 130 mílur 100 gráður réttvísandi frá Langa nesi og fékk hjá honum upplýs- ingar um veiðarnar. Jón kvað veiðina á þessum slóðum og væru torfumar nokkuð dreifðar með auðum blettum á milli. Gott veður ,var, hægviðri og þoka. Afli einstakra Skipa í fyrradag fyrrinótt og gærdag: (Atlh. þó, að nokkrir bátanna fengu tvisv ar afla á þessum tíma). Krossanes 500, Þórður Jóns- son 300, Hamravík 500, Guðrún Jónsdóttir 300, Þorbjörn II. 200, Sigurður Bjarnason 1700, Bára 300, Þorsteinn 1600, Bjartur 1700, Heimir 1300, Hannes Hafstein 1100, Akurey 1500, Halldór Jóns son 1000, Jörundur III. 2200, Reykjaborg 1200, Ögri 1000, Barði 1400, Jón Kjartansson 1600, Ólafur Friðbertsson 1300, Guð» rún Jónsdóttir 700, Helgi Fló- ventsson 1000, Sætþór 1000, Súlan 1400, Árni Magnússon 1300, Jón á Stapa 800, Þórður Jónasson liOOO og Loftur Baldvinsson 950. Samninga- fundir FUNDUR sáttasemjara með full- trúum verkalýðsfélaga og at- vinnurekenda á Norður- og Aust- urlandi stóð til kl. 6 í gæiViorg- un. Annar fundur hófst kl. 9 í gærkvöidi og stóð enn, er blaðið fór í prentun. SKIPSTJÓRI á norskum línu- veiðara kveðst hafa orðið var við sdid á tveimur stöðum fyrir Norðurlandi, á Skagagrunni og austur af Grímsey. Línuveiðarinn Real I frá Á'la- sundi kom inn til Neskaupstaðar í gær. Hann hafði verið á iínu- veiðum út af Skaga. Sagði skip- stjórinn, að þorskaflinn hefði verfð sáratregur þar, en hann hefði hins vegar orðið dálítið var við síld á Skagagrunni. Þá hefði hann á siglingu sinni austur fyrir land í fyrradag orðið var eíldar 20 mílur austur af Grims- ey, meiri en á fyrri staðnum. 24 hvalir Akrane-si, 2. júní: 24 HVALIR höfðu veiðzt á hva. bátunum fjórum í dag. — Oddur. fresta drætti til 16. þessa mánaðar. Landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins. Frá Skálavatni. Hér mun vera einn af mörgum góðum stangaveiðistöðum á vatnasvæði því, sem nefnt hefur verið Fiskivötn. Verða Fiskivötn opnuð almenningi? Stoínfundur veiðifélags um vötnin haldinn í mónuðininn I SAMTALI, sem Mbl. átti í gær við Þór Guðjónsson, veiðimálastjóra, kom fram atriði, sem vafalaust mun gleðja bjarta þeirra þús- unda manna, sem ánægju hafa af veiðum og útilífi. Vm þessar mundir er ver- ið að vinna að stofnun veiðifélags um bin marg- umtöluðu og landsfrægu Fiskivötn, og verði af fé- lagsstofnun er liklegt að þessi fengsælu vötn verði opnuð almenningi. Yrði þá hægt að kaupa veiðileyfi í vötnunum af félaginu. Til forna er mælt að silungs veiði í Veiðivötnum hafi verið lögð til jafns við heila vertið í Vestmannaeyjum. Hreppsnefndir í Landmanna hreppi og Holtahreppi eru nú í óðaönn að undirbúa stofnun veiðifélags um öll vötn á Landmannaafrétti, og verður stofnfundur veiðifélagsins haldinn seinna í þessum mán- uði. Frá því að Hæstaréttardóm- ur féll í deilu um eignarétt á vötnunum 1955, hefur engum leyfzt að veiða í þeim utan héraðsmönnum í fyrrgreind- um tveimur hreppum, auk ábúenda Næfurholts og Hóla í Rangárvallahreppi. Er veiðifélag hefur verið stofnað um Fiskivötn má vænta þess að veiðileyfi verði seld almenningi í vötnunum, og mega það teljast ánægjuleg tíðindi (Sjá ennfremur viðtal við veiðimálastjóra á bls. 10. Héraðsmót Sjálfst æðisf lokksins nteð nýjum hætti Hljómsveit Svavars Gests annast skemmtiatxiði f SUMAR efnir Sjálfstæðis- flokkurinn til héraðsmóta víðsvegar um landið. Er á- kveðið að halda 27 héraðsmót á tímabilinu frá 11. júní til 15. ágúst. Samkomur þessar verða með breyttu sniði frá því, sem tíðkazt hefur um héraðsmót flokksins. Á héraðsmótunum í sumar munu forustumenn Sjálf- stæðisflokksins halda ræður að venju. En auk þess mun nú sá báttur tekinn upp, að Síld d Skoga- punni og aust- ur nf Grímsey? sérstakur fulltrúi ungu kyn- slóðarinnar tali á hverju móti. Þá verða nú gjörbreytt skemmtiatriði frá því sem venja hefur verið. Nú mun hljómsveit Svavars Gests skemmta á hér- aðsmótunum. — Hljómsveitina skipa fimm hljóðfæraleikarar, þeir Svavar Gests, Garðar Karls- son, Halldór Pálsson, Magnús Ingimarsson og Reynir Sigurðs- Orðsending frá Lands- happdrætti Sjálfstæðis- flokksins ÁKVEÐIÐ hefur verið að son. Auk þess eru í hljómsveit- inni söngvararnir Elly Vilhjálms og Ragnar Bjarnason. Á hverju héraðsmóti, mun hljómsveitin skemmta með marg vislegum hætti. Leikin verða vinsæl lög. Söngur verður, þar sem skiptast á einsöngur þeirra Ellyar og Ragnars, tvísöngur og þá mun söngkvartett innan hljóm sveitarinnar syngja. Gamanvísur verða fluttar og stuttir gaman- þættir. Síðast en ekki sízt verða spurningaþættir, sem Svavar Gests mun stjórna. Spurninga- þættirnir fara fram með þátttöku gesta á héraðsmótunum. Þess er að minnast, að spurningaþættir þeir, sem Svavar Gests stjórnaði í útvarpinu á sínum tíma nutu fádæma vinsælda. Að loknu hverju héraðsmóti verður haldinn dansleikur, þar sem hljómsveit Svavars Gests leikur fyrir dansi og koma söngv- arar hljómsveitarinnar þar að sjálfsögðu fram. Framhaid á bls. 31 Þá héldu fulltrúar vinnuveit- enda og verkalýðsfélaganna Dagsbrúnar, Hlífar, Framtíðar og Framsóknar fund kl. 8 í gær- kvöldi og stóð sá fundur einnig ennþá um miðnætti. Fulltrúar Iðjufélaganna og Fé- lags íslenzkra iðnrekenda áttu fund saman í gær frá kl. 5 til 7:30. Var rætt um nýtt launa- greiðslukerfi á grundvelli starfs- mats, en það hefur verið í undir- búningi um 2 ára skeið og 3 sér- fróðir menn unnið að því. Annar fundur verður eftir hádegi í dag. Enginn fundur var í gær í deilu þjóna og veitingamanna og hefur slíkur fundur ekki verið boðaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.