Morgunblaðið - 03.06.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.06.1965, Blaðsíða 16
16 MORGU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 3. júní 1965 Útgefandi: Framkvæmdas tj óri: Ritstjórar: Ritstj órnarf ulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. RAÐSTEFNA UM ATVINNUMÁL NORÐLENDINGA Þér eruð mann- kyninu leiiarljós — sagði Einstein í bréfi til Gandhis London, 31. maí AP. — • í LONDON hafa verið birt bréf, sem fyrir 34 árum fóru milli þeirra Alberts Ein- steins og Gandhis, sjálfstæðis heju Indverja. Lýsti Einstein þar fylgi við þá stefnu Gandh is, að forast valdbeitingu í sjálfstæðisbaráttu Indverja og Gandhi svaraði, að stuðningur hans væri sér mikilsverð huggun og aflgjafi. Bréf þessi voru birt í tíma- ritinu „Indian Weekly“, sem gefið er út á ensku fyrir Ind- verja búsetta í Bretlandi. „í bréfi, sem Einstein skrifaði í október 1031 sagði m.a., „Þér hafið í starfi yðar sýnt, að við getum náð settu marki án valdbeitingar. Við getum sigr- að þá, sem grípa til ofbeldis með því að forðast það sjálfir. Fordæmi ýðar mun verða m.a. mannkyninu leiðariljós í við- leitni þess til að binda enda á deilur og átök, sem leitt hafa af ofbeldi og yfirgangi, — til þess að vinna að sam- hjálp *og alþjóðlegri sam- vinnu um að tryggja frið í heiminum. Um leið og ég lýsti yfir stuðningi mínum við yður, leyfi ég mér að láta í ljós aðdáun mína á yður og þá von að fá ein'hvern tíma að hitta yður að máli.“ Nokkrum dögum sfðar svar- aði Gandhi, sem þá var stadd- ur í Englandi — en Einstein var um þessar mundir enn.þá búsettur í Þýzkalandi — „Mér þótti mjög vænt um að fá þetta fallega bréf frá yður. Og mér er það mikil huggun og uppörvun, a'ð starf mitt skuli jákvætt að yðar dómi. Vissulega vildi ég, að við gæt um hitzt!“ Ekki er til þess vitað, að þeim Einstein og Gandhi hafi nokkurn tíma orðið að þeirri von að hittast að máli. Gandhi Aloert Einstein, hinn heims kunni eðlis- og stærðfræðing- ur var alla tíð mikill friðar- Einstein sinni, en yfirgangur riazis- mans varð til þess, að hann snerist á sveif með Banda- mönnum í heimsstyrjöldinni síðari og átti hugmyndina að smíði kjarnorkusprengjunnar. Var Einstein Þýzkur Gyðing- ur, tæddur árið 1879 í Wúrtt- emberg, en fluttist fimmtán ára að aldri til Sviss og dvald ist þar lengi. Var hann frá 1909 prófessor í eðlisfræði við háskólann í Zurieh, starfaði um eins árs skeið í Prag en sneri þaðan aftur til Sviss. Árið 1914 var hann beðinn að koma heim til Þýzkalands og taka við stöðu forstöðumanns Káiser Wilhelms-stafnunar- innar. Hann flúði land sitt undan ofríki Nazista og sett- ist að í Bandaríkjunum. Banda rískur ríkisborgari varð hann 1940. Einstein lézt í Princeton í New Jersey í apríl árið 1955, en Gandhi var, sem kunnugt er, myrtur í Indlandi í janúar mánuði árið 1948. Enginn árangur á ráð- herrafundi Arabaríkjanna l^ulltrúar frá 5 kaupstöðum og 8 stærri kauptúnum á Norðurlandi komu saman til ráðstefnu um atvinnumál þessa landsfjórðungs, og gerðu ýmsar ályktanir, sem miða að því að bæta atvinnu- ástandið nyrðra. Magnús Jónsson, fjármála- ráðherra, gat þess í ávarpi á ráðstefnunni, að ríkisstjórn- in undirbyggi nú stofnun framkvæmdasjóðs strjálbýlis- ins, og var því fagnað af fund armönnum. Framkvæmdasjóður strjál- býlisins mun verða mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf- ið úti um land, ef rétt verð- ur á málum haldið, og þess vegna er tímabært að ræða skipulag þess sjóðs, en lög- gjöf um hann verður væntan- lega sett á næsta Alþingi. Enginn efi er á því, að fram kvæmdasjóður strjálbýlisins mun koma að mestum notum, ef honum verður að verulegu leyti ætlað það hlutverk að stuðla að því að upp rísi öfl- ug einkafyrirtæki og félags- fyrirtæki í strjálbýlinu, sem síðan standi á eigin fótum og laði bæði fólk og fjármagn að þeim stöðum, þar sem þau hafa starfrækslu sína. Ráðstefnur á borð við þá, sem Norðlendingar hafa hald- ið, eru vafalaust til verulegs gagns, en sjálfsagt næst þó ekki sá árangur, sem að er stefnt, öðruvísi en með því að koma fastri skipan á starf- semi þá, sem miðar að því að bæta atvinnuástandið í hin- um einstöku landshlutum. Og við gerð þjóðhagsáætlunar þarf ekki einungis að hugsa um þróun atvinnugreinanna almennt, heldur líka staðsetn- ingu fyrirtækjanna og þróun atvinnulífs í hverjum einstök- um landshluta. Líklegast til árangurs virð- ist það vera að koma upp fastri nefnd eða ráði í hverj- um landshluta. Ættu þar ekki einungis að eiga sæti pólitísk- ir fulltrúar, heldur líka at- hafnamenn og fulltrúar meg- in atvinnugreinanna. Sjálf- sagt þyrfti þetta ráð að hafa fastan aðsetursstað, skrif- stofu og dugmikinn fram- kvæmdastjóra, sem stöðugt ynni að upplýsingasöfnun og hefði tengsl við atvinnurek- endur, fylgdist með hug- myndum, sem uppi eru um stofnun nýrra atvinnufyrir- tækja, og gerði tillögur um fyrirgreiðslu, sem gæti orkað því, að slík fyrirtæki risu úti um land, fremur en í Reykja- vík eða nágrenni. Auðvitað væri nokkur kostnaður samfara því að halda uppi slíkum skrifstof- um, en þó væru laun eins duglegs manns og kostnaður við skrifstofu hans aðeins lít- ið brot af því, sem allir eru sammála um að verja þurfi til þess að styrkja atvinnulíf- ið úti um land. Hér er ekki um að ræða neinar fastmótaðar tillögur í þessu efni, heldur einungis ábendingar, sem menn þurfa að hugleiða, áður en löggjöf verður sett um framkvæmda sjóð strjálbýlisins, því að vissulega er mikið í húfi að vel takist um framkvæmdir og hið mikla fjármagn, sem hugmyndin er að verja til að styrkja atvinnulífið í hinum dreifðu byggðum, komi að til- ætluðum notum, en fari ekki til bráðabirgðastyrkja, sem að engu haldi koma til fram- búðar. RÚBLAN Tf’ins og greint hefur verið frá hér í blaðinu, var ný- lega skýrt frá því opinber- lega, að í einu Suður-Amer- íkuríkja hefðu þrír útlending ar verið handteknir, og á þeim hefði fundizt hvorki meira né minna en 330 þús- und bandarískir dollarar, allt í 100 dollara seðlum. Þessir menn reyndust vera sendi- menn heimskommúnismans, og fjármagn það, sem þeir höfðu meðferðis, var ætlað til að kosta undirróðurs- og áróð ursstarfsemi í þessu ríki. Auðvitað er þetta ekkert einsdæmi, heldur einmitt eitt af ótal mörgum dæmum um vinnubrögð kommúnista. — Starfsemi þeirra í frjálsum löndum er hvarvetna kostuð af erlendu fé, og kommúnista foringjar eru þannig í bók- staflegri merkingu málaliðar erlends valds. Það er ekki úr vegi að rifja þessar staðreynd ir upp nú, þegar kommúnist- ar hér á landi segjast enn einu sinni vera í miklum peninga- vandræðum. Það segja þeir venjulega einu sinni eða tvisv ar á ári. Síðan gufa peninga- vandræði þeirra skyndilega upp og þeir hafa nóg fé undir höndum. Þeir segjast að vísu hafa fengið milljónir frá fá- tækum verkamönnum, en enginn heilvita maður trúir því. íslenzkur almenningur ger- ir sér líka glögga grein fyrir því, hvaðan kommúnista- flokkurinn hér á landi hefur sína peninga, enda kom það af sjálfu sér að stórhýsi það, sem kommúnistar hafa reist við Laugaveg, hlaut nafnið Rúblan, og enginn nefnir það hús öðru nafni. En hvernig skyldi nú standa á því, að Rússar — og raunar Kínverjar líka — kosta starfsemi stjórnmála- flokka í öðrum löndum? — Skyldi það vera af hjarta- gæzku og til þess að auðvelda þessum flokkum að vinna að hagsmunamálum sinnar þjóð- ar? Sá, sem þeirri spurningu svaraði játandi, væri meira en lítið skrítinn. Auðvitað gera kommúnista- ríkin þetta í eiginhagsmuna- skyni. Þau gera það til þess að eignast fimmtu herdeildir víða um lönd, sem vinna eiga að því að lama lýðræðisríkin og styrkja aðstöðu kommún- istaríkjanna á alþjóðavett- vangi. Þetta þurfa menn ætíð að hafa hugfast og gleyma því ekki að kommúnistar eru alls staðar eins og munu hlýða hinum austrænu yfirboður- um sínum í einu og öllu, þótt þeir þykist oft á tíðum vera þjóðhollir. Kairó, 31. maí (NTB-AP) ENGAN árangur er að sjá af fimm da& fundi forsætisráðherra Arabaríkjanna tólf, sem lauk í Kairó á sunnudag. Þetta er ann- ar ráðherrafundur Arabarikj- anna á þessu ári og fjallaði nær einvörðungu um sameiginlegar aðgerðir ríkjanna gegn Israel. Fundurinn samþykkti 20 leynileg ar ályktanir varðandi aðkallandi málefni en vísaði öðrum til fund- ar forseta Arabarikjanna, sem haldinn verður í Casablanca 13. september nk. Túnis sat ekki þennan fund og var eina Arabaríkið sem átti þar ekki fulltrúa. Engu að síður kom það mjög við sögu fundarins og var m.a. talið ein þriiggja á- stæðna fyrir því hversu lítið gagn varð að fundinum. Önnur ástæða sem tilgreind var var stríðið í Jemen og sú þriðja, sem var sú er mestu máli skipti, var sögð skortur á gagnkvæmu trún- aðartrausti milli ríkjanna. Fregnir herma, að fundurinn hafi ekki tekið til meðferðar stríðið í Jemen, þrátt fyrir mikla umleitan forsætisráðherfa lands- ins, Muhammad Ahmed Nomans, sem vonaði að með viðræðum myndi ef til vill takast a ðbinda endi á borgarastyrjöldina, sem staðið hefur í Jemen í tvö og hálft ár. Ekki var heldur fjallað um mál Túnis eða Bourgiba forseta, sem í fyrra mánuði ieystu deilumál sín við fsrael með samningum. Leiðtogi samtaka þeirra er berjast fyrir því að Palestína verði aftur ara- bískt land, Ahmed Shukairy, gekk tárfellandi af fundi og sagði af sér í mótmælaskyni við af- stöðu fundarmanna til tillögu Bourgiba. Vildi Shukairy gera Túnis brottrækt úr samtökum Arabaríkj anna og áfelldist fund- armenn fyrir slælegar undirtekt ír við þá tillögu sína. Þá eru Sýrlendingar sagðir lít- ið hrifnir af áformum þeim sem uppi eru um að veita vatninu úr ánni Jórdan aðra leið, svo ekki nýtist áveituframkvæmdir fsraels manna og eins segjast þeir larug- eygir eftir aðgerðum hinnar stofnuðu yfirstjómar sameigin- legra hervarna Arabaríkjanna. Nokkur Arabaríkjanna létu I ljósi andúð á framkvæmdum Jór- dana við ána Jórdan og heimt- uðu að fyrst yrði tryggilega frá því gengið, að þau myndu varin, ef ísrael hyggði á hefndir. Lítið gekk líka saman með Egyptum á fundinum og nágrannaríkjun- um í Norður-Afríku. Framkvæmdastjóri samtaka Arabaríkjanna, Abdel Khalek kvað fundinn hafa samþykkt ýmsar ráðstafanir um sameigin- legar aðgerðir gegn ísrael og for seti ráðstefnunnar, Zakaria Mohieddine, varaforseti Arabiska sanvbandslýðveldisins, taldi ráð- stefnuna hafa verið hina gagn- legustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.