Morgunblaðið - 03.06.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.06.1965, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 9- Jfiní 1965 MORCUNBLAÐIÐ 23 Guðmundur Ferró v ið eitt málverk sitt. FERRO GUÐMUNDUR Guðmundsson, Ferró, heldur sýningu í Lista- mannaskálanum þessa dagana og sýnir þar mósaík, olíumálverk og klippmyndir. Hann dvelur að jafnaði erlendis og hefur haldið Iþar margar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samisýn- ingum undanfarin ár. Nú munu um fimm ár, síðan Ferró hélt hér sýningu síðast, og er því forvitnilegt að sjá þessi verk hans. Guðmundur Ferró er einn af duglegustu og iðnustu listamönn um, sem við eigum, og fram- leiðir hann einhver ósköp af alls ikonar verkum: mósaík, olíumál- verk, krítar- og klippmyndir og jafnvel kvikmyndir. Guðmundur beitir sér nú að því að gera vélamenningu nútímans hlsegi- lega og andstyggilega. Hann not- ar til þess surrealistiskar aðferð- ir, sem hann blandar nokkrum áhrifum frá pop-list seinustu éra, og held ég, að hann sé fyrsti málari okkar, sem not- fært hefur sér ýmislegt frá þessu seinasta fyrirbæri nútímalistar. Pop-list hefur haft mikil áhrif seinustu árin, og má með ein- hverjum sanni líkja því fyrir- bæri við Bítlana í hljómlist. Ferró lætur poppið þó ekki ná neinum verulegum tökum á myndgerð sinni, en blandar því saman við þann surrealistiska skrímslaheim, sem hann hefur skapað sér, en sá heimur er byggður upp af alls konar vél- rænum táknum og kynlífssprot- um — hlutum, sem við hér á ís- landi eru ekki vön að sjá í mál- verki. Ferró hefur enda algera sérstöðu hérlendis, hvað snertir 6urrealisma í málaralist. Það er því nokkuð óvenjuleg sýning, hann býður upp á, og að vissu leyti skemmtilegt, að þetta fyrir bæri skuli vera til á meðal ís- lenzkra listamanna Surrealisminn hafði mikla þýð íngu á sínum tíma, en varð ekki eins langlífur i málaralist og í bókmenntum. Ástæðan var ofur einföld. Hið myndræna varð að öllum jafnaði að víkja fyrir frá- söguefni og heilabrotum um það. Ég er ekki trúaður á nýtt surreal istiskt ævintýri í myndlist. Orð- inu ma beita sem svipu á sam* tíðina, kvikmyndinni líka — en myndinni einni, málverkinu, er annað hlutverk ætlað Það er skyldara ljóðrænu kvæði en ádeilubókmenntum eða sögulegu skáldriti. Ef til vill er eitt aðal- gildi góðrar myndlistar einmitt það, að hún tekur við, þar sem orðið nægir ekki lengur, lætur það eitt í ljós, sem orðið megnar ekki að tjá. í myndlist verður það mynd- ræna að sitja í fyrirrúmi fyrir öllu öðru. Það eru sannindi, sem enn hafa ekki verið hrakin. — Sé reglan brotin, er hætta á ferð- um, en Ferró virðist enn ekki hafa gert sér grein fyrir þeirri hættu. Þegar gömlu myndirnar hans eru bornar saman við nýrri verk á þessari sýningu, kemur í ljós, að það myndræna, sem áður var í verkum hans að finna, hefur orðið undir í átökunum, er Ferró sleppir sér lausum í hugmyndaheimi sínum og virðist hugsa um það eitt, að koma sem mestri frásögu á léreftið hverju sinni Ég er vantrúaður á, að þessi verk gefi sanna hugmynd um Ferró sem málara. Hann er ung- ur, geðfelldur og hressilegur maður, sem hefur ferðazt mikið og séð margt. Hann er að mínu áliti enn ekki búinn að finna sjálfan sig sem listamaður og algerlega laus við þann óhugn- anlega hugmyndaheim, sem svo mjög sækir að honum í málverk um hans. Ég verð að játa það, að þessi sýning olli mér dálitlum von- brigðum, því að ég geri þær kröfur til manns eins og Guð- mundar Ferró, að verk hans séu myndrænni en raun ber vitni þessu sinni. En hann er ungur enn, og heimurinn í dag krefst þess, að eitthvert sprell sé gert, ef eftirtekt almennings á að vakna. En aldrei má það þó gleymast, að myndlist er byggð á vissum undirstöðuatriðum, sem hvergi má vanta, hver sem sá stíll er, sem verkið er unnið í. Stilar koma og fara, en kjarni allrar góðrar myndlistar verður ætíð sá smi. Valtýr Pétursson. 3 bátar austur Akranesi, 2. júní: — í KVÖLD fara héðan austur á sumarsíldveiðarnar Sólfari og Höfrungur II. Á morgun siglir Skírnir. Útlent fiskflutningaskip kom í gær með 75 tonn af sements- pokum til Sementsverksmiðjunn ar. — Oddur. um. Slysið vildl þannlg til, É að Birgir var á leiðinni suð- § ur og er hann kom á blind I beygju þá, er liggur milli = Geitaskarðs og Fremstagils, I fór hann tæpt út í kantinn, | en hann er mjög laus þarna, \ brast kanturinn undan þunga 1 bílsins og skipti það engum i togum að bíllinn valt út af = veginum. Skemmdir á bifreið i inni urðu ekki miklar. Fram- I rúðan sprakk út og brotnuðu 5 hliðargluggar. — G. Th. IIIMIIIIMtlMIMIMIIIIIIIIIIIMIMIIMIIIIIMMIMMIMMIIIIIIIMIIIIMMIIMIMIIIIMMMMMtlMMMII* Vörubíll vallt d Langadal Vöruflutningabíll fór út af veginum í Langadal á mánu- dag. Geir Thorsteinsson frá Reykjavík, sem er í sveit á Geitaskarð'i, tók meðfylgjandi mynd af honum og sendi okkur snarlega eftirfarandi frétt sama dag. Það slys vildi til hér Iaust fyrir hádegi í morgun, að stór vöruflutningabíU, af gerðinni Mercedes Benz, lenti út af veginum og valt á girðingu, er var nokkuð' frá veginum, og á hliðina. Bifreið þessa átti Birgir Runólfsson frá Sigiufirði og ók hann bifreið- inni sjálfur. í bílnum voru þrír menn auk hans, og sluppu þeir allir ómeiddir. Bifreiðin var ekki þungt hlaðin, aðeins tómar gos- drykkjaflöskur í opnum köss- RagnheíBur Magnús- dóttir frá VaUanesi Fædd 17. október 1886. D. 22. apríl 1965. FRÚ Ragnheiður Magnúsdóttir andaðist í Landsspítalanum á sumardaginn fyrsta eftir stutta en stranga sjúkdómslegu. Hún var jafnan vorsins barn og má það teljast táknrænt að hún skyldi borin brott á vængjum þess inn í hið eilífa sumar, sem hún- trúði á að biði handan vetr- arkólgu jarðlífsins. Ragnheiður var fædd í Akur- eyjum á Breiðáfirði, dóttir hjón- anna frú Ingibjargar Eggerz og séra Magnúsar Blöndals Jónsson ar, sem lengi var prestur í Valla nesi. Hún var elst 8 alsystkina, en móður sína missti hún, þegar hún var 12 ára að aldri, og má geta nærri að það hafi orðið henni þung reynsla. Séra Magnús faðir hennar kvæntist öðru sinni og var síðari kona hans frú Guðríður Ólafsdóttir Kerúlf, og eignuðust þau 4 börn, en aðeins eru nú 3 systkini á lífi af hinum stóra systkinahópi frú Ragnheiðar. Ragnheiður ólst upp í Valla- nesi til fullorðins ára, en þar var þá ein mesta menningarstöð austanlands, og þótt Ragnheiður byggi að góðu uppeldi og fræðslu í heimahúsum, þráði hún frekari menntun. Hún lauk prófi frá Kvennaskólanum í kona, leit fordómalaust á hvers- konar nýjungar og vildi greiða þeim leið, þegar henni sýndist þær horfa til heilla. Hún átti fáa en góða og trygga vini, og var hrókur alls fagnaðar í vinahópi. Stundirnar liðu fljótt í návist hennar, og það var ekki ótítt að liðið væri langt fram yfir háttamál er gestir hennar bjugg- ust til heimferðar, og þótti 'þá sá einn ljóður á, að hafa ekki tæki- færi til að dveljast lengur í ná- vist hennar. Kæra vinkona, þessi fáu kveðjuorð eiga að tjá þér virð- ingu og þökk fyrir líf þitt og þá birtu og yl, sem þú stráðir um- hverfis þig. Og ég læt nú staðar numið, því að sjálfsagt verða fleiri til að minnast þín en ég. Vertu sæl, kæra vinakona, og friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðrún Jensen. Reykjavík, og einnig lagði hún stund á nám í píanóleik hjá frú Önnu Péturs með mjög góðum árangri, og hvatti Anna hana til framhaldsmenntunar á því sviði, en úr því gat þó ekki orðið. En svo fær var hún í tónlistinni, að hún hóf sjálf píanókennslu og stundaði hana um nokkurra ára skeið, og þótti afburða kennari. Ragnheiður Magnúsdóttir var tvígift. Fyrri maður hennar var iBjarni ívarsson bókbindari og varð þeim sex barna auðið, sem öll komust til fullorðins ára, utan ein telpa, sem þau misstu á fyrsta ári. Börn þeirra sem upp komust eru Hulda, Magnús, Ólafur, Yngvi og Jakobína. Þau Ragnheiður og Bjarni slitu sam- vistum, en seinni maður hennar var Kjartan J. Gíslason skáld frá Mosfelli. Þau slitu einnig samvistum, en eignuðust einn son, Ragnar. Ég hefi hér í fáum orðum vik- ið að helztu æviatriðum frú Ragnheiðar, en færra rætt um persónuleika hennar Það duld- izt engum, sem kynntist henni að hún var stórbrolin og elskuleg kona, og fáum gleymist góðvild hennar, einkum gagnvart þeim, sem hallloka höfðu farið í lífs- baráttunni. Hún átti ríka samúð arkennd og var það lagið að glæða hjá öðrum trú á lífið og auka þeim bjartsýni, sem böl og mæða þjáði, enda var hún með afbrigðum hjálpsöm og vildi allra vandræði leysa. Þó að henn ar eigið líf ætti ýmsa skugga, leit hún jafnan bjartsýn fram á veginn og dró upp hinar feg- urstu myndir, sem gátu heillað og glatt þá, sem í návist hennar voru. Hún var líka mjög listræn og unni öllu fögru, og af því mótaðist dagfar hennar og um- hverfi. Frú Ragnheiður var í orðsins fyllstu merkinu nútíma BUXUR BOLIR BEZTI nærfatnaður í sveitina. Stærðir: 1—12. STORKURINN Kjörgarði. Kaupum allskonar málma á hæsta verði. Borgartúni. m Teddy næion-foam drengjafrakkinn fæst nú aftur,- Stærðir 3—15 ára. Þolir þvott. Fisléttur. Aðalstræti 9. —Sími 18Ö60.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.