Morgunblaðið - 03.06.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.06.1965, Blaðsíða 28
28 MORCUNBLAÐID Fimmtuctagur 3. júní 1963 ANN PETRY: STRÆTIÐ 1 En þá mundi hún eftir því, að Bub var í Barnaskýlinu. Hún ætlaði ekki að vinna í dag, held- ur fara til hans. í>að var henni að kenna, að hann hafði lent í þessum vand- ræðum. Það var sama, hvernig því var velt og snúið . . það var henni að kenna. Það var alltaf mæðrunum að kenna, ef börnin lentu í einhverjum vandræðum, því að það þýddi sama sem, að móðirin hafði brugðizt barninu á einhvern hátt. Hún, sem vildi láta hann vaxa upp og verða stóran og sterkan, hafði allan tímann verið að vanrækja hann. Hún hafði verið að reyna að vinna sér inn nóg til þess, að hann gæti átt heima á almenni- legum stað, en um leið hafði hún lagt svo mikla áherzlu á peningana, að hann fann sig knúðan til að hjálpa henni og fór svo að stela bréfum úr bréfa kössum. í seinni tíð hafði hún verið svo uppfull af hatri og gremju að hún hafði hrundið honum æ lengra frá sér. Hann átti ekkert erindi í Barnaskýlið, né heldur fyrir dómstólinn. Þeir hefðu átt að taka hana sjálfa og draga hana fyrir lög og dóm. Meðan hún beið. eftir þvi að syði á katlinum, dró hún frá glugganum og leit út. Þetta var dimmur og hráslagalegur morg- unn. Hún flýtti sér að draga fyrir gluggann aftur. Hún spældi egg og steikti brauð, en þegar hún var sezt við eldhúsborðið, ýtti hún matnum frá sér aftur. Hún þoldi ekki að horfa á hann né finna lyktina af honum. Hún átti bágt með að kingja kaffinu, það sat fast, rétt eins og einhver snara herti að hálsinum á henni. Hún var lengi að klæða sig fyrir ferðina til Barnaskýlisins því að hún stanzaði hvað eftir annað til að velta ýmsum fárán- legum hugsunum fyrir sér. Aldrei hafði pabbi komizt neitt 1 lífinu, og ekki hafði Lil afrek- að neitt, en hvorugt þeirra hafði nokkurntíma lent í fangelsi. Kannski var betra að taka hlut- unum eins og þeir komu fyrir og ekki vera neitt að reyna að breýta þeim. En hvern hefði ekki langað til að búa í betra húsi en þessu, og hver hefði ekki reynt að sleppa út úr því? . Og eina ráðið til þess var að safna peningum. Þannig varð þetta vítahringur þar sem alltaf var að- lpkum komið til sama staðar aftur, af því að ef maður var svártur og átti heima í New York og gat ekki greitt nógu háá húsaleigu, þá lenti maður í svóna húsi Og meðan maður var úti að vinna, til þess að greiða húsa- leiguna fyrir þessa skítugu rottu hoiu, varð strætið að vera barn- fðstrá fyrir barnið. Og strætið gerði meira en það. Það varð barninu faðir og móðir og kenndi barninu fyrir mann, og það var £lur ffeðir og vond móðir, og svo hjálpaði maður strætinu við uppeldið, með því að vera að tala um peninga. Það síðasta, sem hún gerði áður en hún fór út, var að stinga stífu pappírsörkinni í veskið sitt. Og í neðanjarðarvagninum varð hún svo mjög vör við hana, að henni fannst hún geta þreif- 'að á henni gegnum gervileðrið í veskinu. Klúkkan var rétt níu þegar hún • fór út úr vagninum. Þá komst hún að því, að hún hafði ekki. farið út á réttum stað, og varð ;að ganga langa leið. Barnaskýlið var í stóru múr- steinshúsi. Á leiðinni að því hélt hún áfram að hugsa. En ekki gat það verið fullt af börnum. Hún gekk upp dyraþrepin og fann einhvern tómleika fyrir bringspölunum. Vörður í ein- kennisbúningi stóð rétt innan við dyrnar. l — Ég ætlaði að hitta hann gon minn, sagði hún og dró upp stífu, hvítu pappírsörkina. — Hann kom hingað í gær. Hann benti henni á biðstofu, sem var næst ganginum. Þetta var stór stofa, full af fólki, og um leið og hún kom þar inn, fannst henni þögnin þarna áber- andi. Gráhærða konan við borðið, þar sem stóð „Upplýsingar", spurði hana um nafn og heimili og blaðaði síðan í stórri spjald- skrá. — Hann kemur fyrir á föstu- dag, sagði konan. — Ef þig lang- ar að sjá hann, geturðu fengið það sem snöggvast núna í morg- unmálið. Lutie settist niður aftast í salinn. Þarna var allt fullt af svörtum konum, sem sátu í hnipri. Engin þeirra hreyfði sig. Þessi þolinmóða þögn þeirra fyllti salinn og henni fór að líða illa. Hversvegna voru þær allar svartar? Var það af því að mæður hvítra barna höfðu öruggan stað fyrir þau, eða af því að þær. þurftu ekki að vinna? ■HMU 53 En henni hafði skjátlazt. Þarna voru nokkrar hvítar konur . . . þrjár útlendingslegar konur rétt við dyrnar, og gráhærð kona tveim sætum fyrir framan hana, með hárið hangandi eins og gluggatjald, niður eftir báðum kinnum, og há og mögur kona, rétt fremst, sem kreisti ermarn- ar á loðkápunni sinni, og út við vegginn Ijóshærð stúlka með ungbarn í fanginu. Þær sátu líka svona saman- hnipraðar. Kannski erum við hér allar af því að við erum fátæk- ar, hugsaði hún. Kannski er það litnum óviðkomandi.. Lutie spennti greipar í kjöltu sinni. Fimmtán minútur liðu. Allt í einu rétti hún sig upp, því að hún hafði setið í hnipri, eins og allar hinar. Og nú vissi hún, hversvegna þær sátu allar þannig. Vegna þess, að við erum eins og dýr, sem standa í höm og reyna að verjast hættunum, sem bíða okkar hvarvetna í um- hverfinu, og þögnin magnar ótta okkar við þær. Þegar vörðurinn loksins fór með hana í litla herbergið þar sem Bub beið hénnar, hafði hún verið farin að trúa því að þögn- in og kyrrðin þarna inni gæfi frá sér sérstakan þef, sem fyllti vitin á henni, þangað til hún átti erfitt með andardráttinn. Bub hafði minnkað. Hann var svo lítill, svo einmanalegur og svo bersýnilega hræddur, að hún féll á kné og þrýsti honum að sér. — Elskan min, sagði hún lágt. — Elskan mín! — Ég hélt, að' þú ætlaðir aldrei að koma, mamma, sagði Bub. — Nei, það hélztu ekki, sagði hún og klappaði honum á kinn- ina. — Það hefur þér ekki getað dottið í hug. — Nei, líklega hefur mér það ekki. Ég hef víst vitað, að þú mundir koma undir eins og þú gætir. Mér fannst bara tíminn svo afskaplega lengi að líða. Get um við nú fárið heim? — Nei, ekki enn. Þú verður að vera hérna þangað til á föstu- daginn. — Það er svo langt, kveinaði hann. — Nei, það er ekki svo langt Ég skal koma aftur á morguri Og næsta dag. Og næsta dag. O , þá verður kominn föstudagur. Vörðurinn var kominn aftu og hún var á leið út úr húsinu. Hún hafði ekki spurt Bub neitt um bréfin eða, hvort hann hefði verið hræddur. Kannski var það eins gott, því að aðalatriðið var, að hann vissi, að hún elskaði hann og mundi koma að heim- sækja hann. Nú varð hún að drepa tímann heilan dag. Og þegar hún var kominn heim, var eins og dagur- inn lægi óendanlegur fram und- an henni. Hún skúraði eldhús- gólfið og þvoði skápana yfir vaskinum. Meðan hún var að þessu var hún að finna sér til hinar og þessar ástæður, sem Boots mundi hafa til þess að láta hana enga peninga fá í kvöld. Hún tók að þvo gluggana í stofunni. Hún sat í gluggakist- unni, en löngu fæturnir héngu inn í stofuna, en efri búkurinn var út úr glugganum. Fyrst kepptist hún við þvottinn, en stanzaði svo snögglega. Hún fægði eina rúðuna aftur og aftur. Nuddið í klútnum gat ekki rofið þessa óhugnanlegu þögn, sem þarna var allsstaðar. Hún fór að stara í dauðu gluggana á húsunum á móti. Þar vottaði ekki fyrir neinu lífi. í fjarska heyrði hún óglöggt í út- varpi. Himinninn uppi yfir henni var dökkgrár. Rakur og kaldur gustur tók í rúðurnar og ermarnar á bómuullarkjólnum, sem hún var i Setjum nú svo, að af einhverri ástæðu hefði Boots enga peninga handa henni í kvöld? Efinn greip um sig hjá henni og gerði hana svo hrædda, að hún hætti við gluggana og fór inn aftur. Hún safnaði saman hreinsunartækj- unum, helíti vatninu úr skálinni, sem hún hcfði verið að nota og horfði á eftir því niður úr vask- inum. Það var dökkt og sýróps- kennt, þykkt af óhreinindunum af gluggunum. Hún lagði tusk- urriar í bleyti. Annaðhvort lét hann hana hafa peningana eða ekki. Ef ekki, þá*varð hún að finna ein- hverja aðra leið til að ná í þá. Það var engin ástæða til að vera að súta það. En meðan hún væri hérna alein, mundi hún sífellt. verða að gera sér áhyggjur, svo að hálsinn á henni mundi kipr- ast saman, eins og núna. Hún kingdi munnvatni sínu. Það var eins og kverkarnar væru alltaf að þrengjast. Þær voru þrengri núna en í morgun, þegar hún var að drekka kaffið. Ef hún færi í bíó, mundi það ef til vill leiða hugann frá þess- um ótta, sem settist að henni. En undir eins og hún kom þang- að inn, greip hana vonleysi. Þegár augun höfðu vanizt myrkr inu, sá hún, að ekki voru nema örfá sæti setin. Hú.n settist af ásettu ráði rétt hjá ofurlitlum hóp af fólki . . . svo að hún hefði einskonar vernd bæði í bak og fyrir. Og hún fann ekkert vit út úr myndinni. Hún var öll í litum og þarna voru geysistórir og skrautlegir salir, og allt snerist um það, hvort aðal-kvenstjörn- unni mundi takast að ná karl- stjörnunni, sem var með pípu- hatt á höfði, úr klónum á rauð- hærðum kvennjósnara, sem flatti sig út á legubekk, íklædd kvöldkjól úr hvítu flaueli. Allur þessi glæsileiki á tjald- inu megnaði ekki að eyða ótta- kennd hennar. Hún hélt áfram að hugsa, að annað eins og þetta kæmi henni ekkert við, af því að þarna voru engin lítil og skítug herbergi, engar þröngar yfirfullar götur, engin 'börn með lögregluskýrslu á baki sér, engar áhyggjur af rafmagns- og gas- reikningum Og þessa óhugnan- legu þögn hafði hún flutt hingað með sér. Hún hnipraði sig í göng unum, dragnaðist yfir raðir af tómum sætum. Henni fannst rétt eins og þessi óHugnaður kæmi skríðandi til hennar. Hún fór út r miðri myndinni. Fyrir utan kvikmyndahúsið dok- aði hún við, full einhverri ógleði, óþreyju, sem gerði það að verk- um, að það kom ekki til nokk- urra mála að fara heim. Það var snyrtistofa rétt við hornið. Hún skyldi fá sér hárþvott, sem hún hafði ekki efni á, en þarna væri fólk í kringum hana og hún gat drepið þar talsvert langan tíma. Á leiðinni til snyrtistofunnar reyndi hún að útgrunda, hvað eiginlega gengi að sér. Hún var hrædd við eitthvað. Hvað var það? Hún vissi það ekki. Það var ekki einasta hræðsla við það, hvernig farið gæti fyrir Bub. Það var eitthvað annað. Hún var að þefa uppi mótlætið, eins og amma hennar hafði sagt. Gamall vani. Jafngamall og tíminn. Það var þögult í snyrtistof- unni, að öðru leyti en hávaðan- um sem liandsnyrtikonan gerðL Hún sat við gluggann 'og tuggði tyggigúmmí og gerði smelli þegar hún sprengdi blöðrurnar. önnur hljóð heyrðust þarna ekki. Raufarhöfn UMBOÐSMAÐUR Morgun- blaðsins á Raufarhöfn er Snæbjörn Einarsson og hef- ur hann með höndum þjón- ustu við fasta-kaupendur Morgunblaðsins I kauptún- inu. Aðkomumönnum skal á það bent að blaðið er selt í lausasölu í tveim helztu söluturnunum. Þórshöfn Umboðsmaður Morgun- blaðsins á Þórshöfn er Helgi Þorsteinsson, kaupmaður og í verzlun hans er blaðið selt í lausasölu. Reyðarfjörður KRISTINN Magnússon, kaupmaður á Reyðarfirði, er umboðsmaður Morgunblaðs- ins þar í kauptúninu. Að- komumönnum skal á það bent að hjá Kristni er blað- ið einnig selt í lausasölu. Eskifjörður í BÓKSÖLUNNI á Eskifirði er umboð Morgunbiaðsins á Eskifirði. Seyðisfjörður UMBOÐ Morgunblaðsins í Seyðisfjarðarbæ er í Verzl. Dvergasteinn. Blaðið er þar einnig í lausasölu fram til kl. 11,30 á kvöidin. „Bar- inn“, veitingastofa, hefur blaðið í lausasölu. Fáskrúðsfjörður F R Ú Þórunn Pálsdóttir er umboðsmaður Morgunblaðs- ins á Fáskrúðsfirði og hefur með höndum þjónustu við kaupendur blaðsins í bæn- um. í söluturni hjá Marteini Þorsteinssyni er blaðið selt í lausasölu. GERIÐ SAMAIMBUR9 Á VERÐI ! ! ! Framúrskarandi reynsla hérlendis á VREDESTEIN hjólbörðunum sannar gæðin og hið ótrúlega lága verð tryggir hagstæðustu kaupin. Munið að gera samanburð á verðum áður en þér kaupið hjólbarðana. VREDESTEIN hjólbarðar eru fyrirliggjandi í eftir- töldum stærðum: 520x13/4 Kr. 668,00 7Í0xl5/6 Kr. 1.295,00 560x13/4 — 739,00 760x15/6 — 1.579,00 590x13/4 — 815,00 820x16/6 — 1.787,00 640x13/4 — 930,00 425x16/4 — 591,00 640x13/6 — 1.080,00 500/525x16/4 — 815,00 650x13/4 — 1.122,00 550x16/4 — 960,00 670x13/4 — 970,00 600x16/6 — 1.201,00 670x13/6 — 1.114,00 650x16/6 — 1.285,00 520x14/4 — 735,00 700x16/6 — 1.731,00 560x14/4 — 810,00 900x16/8 — 3.881,00 590x14/4 — 860,00 650x20/8 — 2.158,00 750x14/6 — 1.215,00 750x20/10 — 3.769,00 560x15/4 — 845,00 825x20/12 — 4.400,00 590x15/4 — 920,00 1100x20/14 — 8.437,00 640x15/6 670x15/6 — 1.153,00 1.202,00 900x20/14 — 5.591,00 C&Zki y M B 0 tl 1 fl HR. KRISTJÁI SUDURLANDSBRAUT \IS50N 2 • SÍMI H.F. 3 53 00 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.