Morgunblaðið - 03.06.1965, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.06.1965, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtúdagur 3. júni 1965 ■ Keflvíkingar taka þátt í keppni um Evrópubikarinn Bíða þó enn um sinn með að senda þátttökutilkynningu EINS og málin horfa nú tekur íslandsmeistaralið Keflvík- inga þátt í keppninni um Ev- rópubikarinn í knattspyrnu, sem hefst 15. ágúst og lýkur á næsta ári. Sem Islandsmeist- arar 1964 hafa Keflvíkingar rétt til þátttöku og þar sem liðið hefur sýnt álíka styrk nú í vor og það sýndi í fyrra, hafa Keflvíkingar aflað sér eyðublaða til að tilkynna þátt töku — en þátttökutilkynn- ingar þurfa að hafa borizt Evrópusambandinu íyrir 30. júní nk. 1 gegn 1 ÞESSAR myndir tók Sveinn Þormóðsson í leik KR og Keflavíkur í fyrrakrvöld í Njarðvíkum, þar sem liðin skildu jöfn 1—1. — Á stærri myndinni sést þvaga við mark Keflavíkur eftir hornspyrnu — sem þó ekkert varð úr. Á minni myndinni slær Kjartan markvörður ÍBK knöttinn yf- ir á hættulegu augnabliki. Veður spillti EOP-mótinu en skemmtileg var keppnin HIÐ árlega E.Ó.P.-mót frjáls- íþróttadeildar KR var haldið á Melavellinum í fyrrakvöid. Veð- ur spillti mjög árangri en eigi að siður náðist athyglisverður árangur í sumum greinum. Óvæntustu úrslit urðu í 110 m. grindahlaupi þar sem Kjartan Guðjónsson ÍR sigraði Valbjörn Þorláksson i fyrsta sinn í keppni. Náði Kjartan allgóðum tíma, sem þó er ekki fyllilega að marka vegna veðuraðstæðna. Reztum árangri mótsins náði Guðmundur Hermannsson í kúlu varpi. Varpaði hann 16.28 m. í sinni síðustu tilraun — og virð- ist nú vera all öruggur með 16 metrana. Athyglisvert var 1500 m. hlaup ið sem hlaupið var við mjög erfiðar aðstæður. Þar voru eigi að síður 6 menn undir 4.13.0 og gefur þetta hlaup, við iilar að- stæður, vonir um mjög skemmti- Fr jálsíþróttadeild ÍR efnir til fundar í KVÖLD kl. 20,30 efnir Frjáls- íþróttadeild ÍR til fundar í Café Höll (uppi). Rætt verður um sumarstarfið, þjálfaramál og Frjálsíþróttamál ÍR í byrjun júlí. Að lokum verð ur kaffidrykkja. leg millivegalengdahlaup í sum- ar. Sérstaka athygli vakti 200 m. hlaupið. Þ-ar sigraði Ólafur Guð- mundsson KR eftir mjög harða og jafna baráttu lengst af við Þorkel Steinar Ellertsson Á. Þor- kell er þ'jálfari þeirra Ármenn- inga og áreiðanlega fótfráasti þjálfari hérlendis nú. Árangur mótsins í einstökum greinum varð þessi: 110 m. grindahlaup: Kjartan GuðjónssOn, ÍR 15,7 Valbjörn Þorláksson, KR 16,2 Sigurður Lárusson, Á 16,3 200 m. hlaup: Ólafur Guðmundsson, KR, 23,5 Þorkell St. Ellertsson, Á, 23,8 Sigurður Geirdal, Á, 24,2 1500 m. hlaup: Halldór Guðbjörnsson, KR, 4:05,6 Kristl. Guðbjörnsson, KR, 4:07,2 Agnar Leví, KR, 4:00,1 Halldór Jóhannesson, HSÞ, 4:10,7 Þórarinn Arnórssson, ÍR, 4:12,1 Marinó Eggertsson, UNÞ, 4:12,9 100 m. hlaup kvenna: Linda Ríkharðsdóttir, ÍR, 15,1 María Hauksdóttir, ÍR, 16,3 100 m. hlaup drengja Ragnar Guðmundsson, Á, 12i,l Magnús Jónsson, Á, 12,3 1000 m. boðhlaup: Sveit KR 2:12,1 Sveit Ármanns 2:16,6 Kúluvarp: Guðm. Hermannsson, KR, 16,28 Kjartan Guðjónsson, ÍR, 13,05 Ármann J. Lárusson, UBK, 12,97 Sleggjukast: Jón Magnússon, ÍR, 47,65 Jón Ö. Þormóðsson, ÍR, 47,61 Langstökk: Páll Eiríksson, KR, 6,74 Einar Frímannsson, KR, 6,63 Ragnar Guðmundsson, Á, .6,58 Kjartan Guðjónsson, ÍR, 6,56 Mbl. átti stutt samtal við Haf stein Guðmundsson formann íþróttabandalags Keflavíkur um málið. Hafsteinn sagði: — Það er mikill áhugi fyrir þátttöku í Evrópukeppninni. Við höfum kynnt okkur reglugerð keppninnar og enn er nokkur stund til stefnu því þátttökufrest ur er til 30. júní. Við höfum að- allega verið að bíða eftir því að sjá hvernig liðið reyndist í sín- um fyrstu leikjum í ár. Eftir þeirri reynslu sem af er, tel ég víst að við göngum til Evrópu- keppninnar. Við eigum leik í næstu viku og við munum enn bíða og sjá. — Hins vegar tel ég, hélt Haf steinn áfram, að Keflavíkurlið- ið hafi ekki komið ver til leikja nú í ár en í fyrra. Það þýðir að við tökum þátt í Evrópukeppn- inni. — Ef til þátttökunnar kemur, þá myndi leikur ykkar fara fram í Reykjavík? — Jú, að sjálfsögðu. Þegar um slíka heimsókn og aðeins einn leik er að ræða er hvergi að- staða til móttöku erlends liðs eða kappieikshalds í Evrópu- keppni nema í Reykjavík. — Hvert er álit þitt á væntan legum mótherjum? — Þegar dregið er, mun lönd um að einhverju leyti skipt eftir hnattlegu. Það þýðir að mögu- legir eru allt að 10 mótherjar, þ.e. Norðurlöndin, Bretlandseyj ar, Holland, B.elgía eða Luxem- borg. Mikill munur er á meist- araliðum þessara landa, og mál- ið allt á þeim rekspöl nú. að ekki er ráðlegt að spá neinu. - Ali Oppheim á fullri ferð. Frœkinn garpur á Hvíta- sunnumótinu á Siglufir&i EINS og fyrr hefur verið getið koma norskir skíðamenn til Siglufjarðar um hvítasunnuna og munu þeir verða meðal kepp- enda á Skarðsmótinu. Fyrst skal nefna Alf Opheim frá Voss. Alt er nú 45 ára og virðist vera lítið lakari, en flestir vestumorskir svigmenn í dag. Alf Opheim keppti á Olympíu- leikjunum 1948 og 1952 og varð Noregsmeistari í Alpagreinum árið 1950. Ennfremur vann hann Alpagreinar á Holmenkollenmót- inu árið 1953. Oft síðar hefur hann verið nr. 2—3 í Alpagrein- 1 marz sL um á Noregsmeistara- og Holm- enkollenmótum. í marz sl. þegar reykvískir skiðamenn kepptu í Voss var Alf Opheim meðal keppenda. Ennfremur hefur hann verið þjálfari skíðamanna í Voss sl. 2—3 ár. Þrír keppendur úr drengja- flokknum í Voss mæta ennfrem- ur til leiks á Skarðsmótinu. Eru það þeir Jarle Tveit, Brede Tveit og Terje Gjeraldsveit, Brede og Jarle unnu hvor sinn aldurs- flokk á skíðamótinu í Voss í Á Skarðsmótinu um hvítasunn ima verður tvímælalaust margt um manninn, og munu norsku keppendurnir án efa setja sinn svip á Skarðmótið í ár. Alf Oppheim er meðal fræg- ustu skíðamanna er hingað hafa komið. Eru þau ótöM verðlaun- in sem henn hefur unnið á stór- mótum í Noregi og víðar fyrr á árum og er einstakt hiversu vel hann ber aldur sinn og ætla má að það verði ísl. görpum ekki auðvelt hlutverk að sigra hann í góðri brekku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.