Morgunblaðið - 03.06.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.06.1965, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 3. júní 1965 MORGU N BLAÐIÐ 19 Ekki á brauði einu saman Fáein orð um kristinfræðikennsluna EITT af því sem nú er efst á baugi bæði hér hjá oss og hjá binum Norðurlandaþjóðunum, er það sem lýtur að fræðslumálun- um. Sífellt er verið að ræða um fræðsukerfið, skyldunámið, náms tilhögun skólanna og menntun kcnnaranna. Það er ofur eðlilegt að svo sé, þar sem þjóðfélag vort er enn í mótun. Erlend áhrif ber- ast ört að úr öllum áttum og eftir ýmsum leiðum. En auk þess er víst flestum Ijóst, að vér lif- um nú þáttaskil í veraldarsög- unni. Æskan í dag er á leið inn í nýja framtíð, sem mun gera nýjar og allt öðru vísi kröfur til menntunar og þroska einstakl- ingsins. Það þarf því að aðlaga fræðsluna breyttum kröfum og nýjum viðhorfum. Menntunin verður sífellt að gerast meira og meira alhliða, en jafnframt skilja menn, að það verður að taka til- lit til hæfni einstaklingsins. Með etarfsfræðslu og leiðbeiningum um stöðuval, er séð fyrir því. Og það er vissulega mikilvægt fyrir fámenna þjóð, að hver borgari finni sitt svið og verði þannig samtíð sinni að sem.mestu gagni. Eitt er það þó, sem æði oft virðist gleymast í þessu sam- bandi, og það er áð bókleg þekk- ing einungis eða tæknilegur lær- dómur á ákveðnu sviði getur aldrei skapað heilbrigt siðferðis- þrek eða sterka persónuleika. Það er gamall sannleikur en ei- lífur, að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Það hefur líka alla tíð verið viðurkennt, a.m.k. í orði, bæði hjá oss og hjá nágrannaþjóðunum, að barna fræðslan ætti að vera siðferðilega þroskandi og mótandi fyrir lífs- ekoðun nemendanna ævilangt, og það á þeim grundvelli, sem öll menning vor hefur hvílt á í 1000 ár' á grundvelli kristinnar trúar. Þeim mun furðulegra er það, hve kristinfræðinni er lítill gaumur gefinn, hve sjaldan er á hana minnst í ræðum og ritum, og hve sáralítið rúm hún hefur í skól- unum hér hjá oss. Að undanförnu hefur þetta mál verið ofarlega á dagskrá í Noregi. í því sambandi gáfu allir helztu leiðtogar norskrar kristni og kirkju út yfirlýsingar um þessi mál, og hefst ein þeirra á þess- um athyglisverðu orðum, sem vissulega eiga engu síður við hér hjá oss: „Guðs orð segir, að sú þjóð hljóti að tortímast sem sé án þekkingar á Guði og Guðs vilja. Ef kristin þekking minnkar hjá þjóðinni, hlýtur það ljós sem fagnaðarerindið eitt sinn tendr- aði í landi voru, að víkja fyrir myrkri afkristnunar. Og með kristindómsþekkingunni mun sið ferðisþrek þjóðarinnar þverra, sérstaklega barnanna og ungling anna, en ráðaleysi og ábyrgðar- leysi aukast. Kristin þekking og hugsunarháttur er umfram allt annað grundvöllur þeirrar skoð- unar á manninum og á heilbrigðu siðgæði, sem öll menning vor byggist á.“ Nýlega las ég eftirfarandi setn- ingu í ritstjórnargrein Morgun- blaðsins, þar sem verið var að ræða sjónvarpsmálið: „Sem betur fer bera íslenzkir foreldrar ábyrgð á uppeldi barna sinna en ekki „ríkið“.“ (Mbl. 23. maí). Þetta er þó satt aðeins að tak- mörkuðu leyti. Vissulega byggist uppeldi æskunnar hjá oss á for- eldraréttinum. En hið opinbera hefur tekið á sínar herðar mik- inn hluta þessarar ábyrgðar. Hér er almenn skólaskylda. Engir for- eldrar hafa heimild til þess að halda börnum sínum frá skóla. En foreldrarnir geta vissulega enn ráðið nokkru um það, hvern- ÍC uppeldi börnin þeirra fá í skól unum. Þeir hafa rétt til að krefj- ast þess að uppeldi og uppfræðsla skólanna fari fram eftir þeim meginreglum, sem foreldrarnir sjálfir aðhyllast. Og skyldi því ekki enn vera þannig varið hjá oss, að flestir foreldrar óski eftir því að börnin þeirra mótist af kristinni hugsun og kristnu sið- gæði? En sé svo, er það þeim mun alvarlegra að kristinfræðin skuli vera orðin algjör aukanáms grein í skólunum. Skólarnír fá nú sífellt meira og meira að segja í uppeldi æsku- lýðsins. Það er þróun, sem öll- Sr. Felix Ólafsson spyrnt við. Breyttir þjóðfélags- hættir knýja þá þróun fram. Auk kennslunnar, sem sífellt verður umfangsmeiri, er mikið gert til þess að beina skemmtanalifi og tómstundaiðju æskunnar inn í skólana. Rætt er um að æskilegt væri að lengja daglega skólaveru barnanna, t.d. með því að láta heimavinnu þeirra fara fram þar, og ýmsir vilja stytta sumar- leyfin. Ábyrgð skólanna eykst jafnt og stöðugt. En hvaða rúm hefur þá krist- infræðin, þessi höfuðnámsgrein, í núgildandi námsskrá? í náms- skránni segir, að kristindóms- fræðslan eigi að „efla þroska þeirra (nemendanna) með fræsðlu um lífsskoðun og sið- fræði kristinnar trúar“. Og enn- fremur: „Kennaranum verður að vera það ríkt í huga, að kennsla hans í kristnum fræðum á að vera börnunum undirstaða undir trú þeirra og siðgæði ævilangt." Samkvæmt þessu mætti þá ætla, að kristinfræðinni væri ætl að allverulegt rúm, en svo er því miður ekki. Þar er gert ráð fyrir því, að börnin fái samtals 8 tíma á viku í kristinfræði meðan þau eru á skólaskyldualdri, þ.e.a.s. 2 tíma vikulega í 10, 11 og 12 ára bekk og 2 tíma í 1. bekk unglinga stigsins. Aftur á móti er engin kristinfræði kennd í þrem yngstu deildum barnaskólans né heldur í 2. bekk unglingastigsins. Og þetta er sú námsgrein, sem fjöl- margir foreldrar vilja að rpóti uppeldi barna þeirra í heild, sú grein sem átti að vera „undir- staða undir trú þeirra og sið- gæði ævilangt." Það má með sanni segja, að skólarnir sjái ó- líkt betur fyrir heilbrigði lík- amans en sálarinnar. Á móti þessum 8 tímum á viku, sem kristinfræðinni eru ætlaðir koma 20 til 28 tímar á viku fyrir íþróttir. En það sem mér þykir einna alvarlegast í þessu sambandi er, að einstakir skólastjórar hafa umboð til að draga enn úr áhrifa mætti þessarar kennslugreinar. Þess eru víst mörg dæmi, að eng- in kristinfræði sé kennd í skól- um unglingastigsins út um lands- hyggðina (í héraðsskólunum). — Til eru dæmi þess hér í Reykja- vík, að kristinfræðin hafi aðeins einn tíma á viku í l. bekk unel- ingastigs og engan eftir það. Og nú þekkist það jafnvel í barna-, skólum, að börnin í 10, 11 og 12 ára bekkjuM læri kristinfræði aðeins fyrri hluta vetrar, en ekki eftir miðsvetrarpróf. Að vísu hafa þau þá fleiri tíma vikulega meðan varir, en það liggur í eðli kristinfræðikennslunnar, að það gerir ekki sama gagn. Með þessu móti getur kristnifræðin ómögu- lega orðið mótandi. Frásögur og kenningar kristindómsins ná aldrei að grípa hugi barnanna né festa rætur í hjörtum þeirra. Og ég skal þá einnig játa, að þessi óheppilega þróun í barnaskólun- um olli því, að ég tók mér penna í hönd, til þess að rita þetta greinarkorn. Prestar landsins hafa að und- anförnu glímt við vandamál ferm ingarfræðslunnar, og fermingin verður einnig aðalefni presta- stefnunnar í sumar. En það ligg- ur í augum uppi, að fárra vikna fermingarundirbúningur, hversu vel sem hann er undirbúinn, kemur að engu gagni, ef krist- infræðiþekking barnanna er lítil eða engin fyrir. Vér verðum að byrja á því að fá kristindómin- um aftur það rúm, sem sjálfsagt er að hann hafi í skólum vor- um. Ég er sannfærður um, að ég mæli fyrir munn alls þorra ís- lenzkra foreldra er ég held því fram, að vér óskum eftir því, að börnin vor fái kristið upp- eldi í skólunum og uppfræðslu sem mótuð er af kristinni trú, lífsskoðun og siðgæði. En ég vil þá einnig taka það fram, að með þessum skrifum er neinn. Ég trúi þvf ekki að hér sé einhverjum einum. sérstaklega um að kenna. Það er almennu sinnuleysi þjóðarinnar um að kenna, að kristindómurinn er kominn í skammarkrókinn í flest um íslenzkum skólum. En ein- mitt þess vegna ætti að vera auð- velt að bæta úr þessu. Að öðrum kosti mun skólinn ekki verða fær um að gegna uppeldishlutverki sínu, og mun það koma fram í vaxandi rótleysi æskunnar og sið ferðilegum og menningarlegum glundroða. Ég minntist á, að þessi mál hefðu verið til umræðu í Noregi að undanförnu. Þar ér verið að koma á 9 ára skólaskyldu í stað 7 ára áður, og hafa á síðastliðnum vetri staðið yfir miklat umræð- ur í Stórþinginu um það mál. Þá þóttust margir hafa ástæðu til að óttast að áhrif kristindómsins í skólunum yrði rýrð, en hingað til hefur kristinfræðin verið kennd sem höfuðnámsgrein öll ár skólaskyldunnar og morgun- bænir tíðkast mjög víða. Urðu nú margir. til þess að láta í ljósi skoðun sína, og þinginu voru sendar margar álitsgerðir og áskoranir varðandi þessa sér- stæðu námsgrein. 8000 kennarar vildu að kristinfræðin hefði á- fram mikið rúm, eða ekki minna en 25 stundir á viku samtals yfir skyldunámstímabilið. Biskupar landsins fóru fram á, að kristin- fræðin yrði kennd þrjá tíma á viku öll ár barnafræðslustigsins og tvo tíma vikulega bæði ár unglingastigsins. Og loks barst þinginu áskorun sama efnis, sem undirrituð var af fjölda norskra borgara úr öllum landshlutum. Svo hátt reis þessi alda, að menntamálaráðherrann sá sig að lokum tilneyddan að koma með ákveðna yfirlýsingu um afstöðu ríkisstjórnarinnar varðandi þetta mál. Þar kemur greinilega fram, að hanrt álítur að kristindómur- inn sé mikilvægur menningararf- egs eigi að vera kristinn skólV þar sem kristindómur sé ein aé höfuðnámsgreinunum í ölluna námsáætlunum. „Noregur e» kristið land, og það er eðlilegt og rétt að börn sem alast upp 1 Noregi, fái þekkingu á kristin- dóminum sem mikilvægum hluta þess menningargrundvallar sem vér byggjum á.“ (í Stórþinginu 24. marz 1965). Það væri gaman að minnast á ýms atriði úr ræðu hans, en^það yrði of langt máL En um 9. skólaárið segir hann: „Á 9. skólaárinu er lögð mikil áherzla á hin siðferðilegu vanda- mál, á kristindóminn í dagl^ga lífinu, í starfi, í fjölskýldulífi og í þjóðfélaginu almennt.“ Gætum vér ekki af þessu lært? Vér virðum og metum mikils þessa ágætu frændþjóð vora, og vér vitum að hún er í fremstu röð þeirra þjóða, sem hafa aflað sér alþjóðlegrar viðurkenningar fyrir siðferðisþrek, áræði og dugnað. En það eru líklega ekki allir sem vita eða gera sér grein fyrir því, að óvíða eða hvergi meðal vestrænna þjóða er krist- in trú og menning jafn rótgróin þáttur í þjóðlífinu og í Noregi. Vér getum ekki heldur verið án kristindómsins. Hvort sem oss er það almennt ljóst eða ekki, þá veltur framtíðarheill þjóðar vorrar einmitt á því, menningar- lega og siðferðislega, að vér gef- um kristindóminum rúm, mikið rúm. Vér verðum að nota til hins ýtrasta þá fáu tíma, sem kristin- fræðinni eru skammtaðir. Það er hægt að afgreiða sögu, lartda- fræði og náttúrufræði með aukn- um tímafjölda á hálfum vetri, en ekki þá námsgrein, sem átti að vera næring fyrir sálarlíf barn- anna. Og næst þegar náms- skránni verður breytt, ættum vér að fjölga þessum tímum. — Kristin lífsskoðun og kristilegt siðgæði er óhugsandi án krist- innar trúar, en kristin trú bygg- ist á raunhæfri kristindóms- egeKKiað afellast einn eða ur og að skyldunamsskoli Nor- þekkingu Italskir kommúnistar leita bandalags við sósíalista eftir Godfrey Blakeley STÆRSTI kommúnista- flokkur á Vesturlöndum, Kommúnistaflokkur Ítalíu, hefur að undanförnu reynt að hvetja til stofnunar sameiningarflokks verka- lýðsins og leitað í þeim til- gangi bandalags við ítalska sósíalistaflokkinn og hinn sósíalíska einingarflokk al- þýðunnar. Hefur formaður kommúnistaf lokksins, Luigi Longo, lagt til í ræðum að undanförnu, að stofnaður verði sameinaður flokkur ítalskra vinstrimanna. Tillagan um sameiningu kommúnistaflokksins og sósíal istaflokkanna tveggja kom fyrst fram í minnisblöðum Togliattis, leiðtoga kommún- istaflokksins, sem hann skrif- aði skömmu áður en hann lézt í ágúst. Og einn af æðstu mönnum kommúnistaflokks- ins, Giorgio Amendola, hefur jafnvel lagt til, að nafnið kommúnistaflokkur verði lát- ið niður falla, sameinist flokk- arnir. Viðbrögð sósíalista við til- lögu kommúnista, lýsa fyrst og fremst tortryggni. í stjórn- arsamstarfinu með kristileg- um demókrötum hafa sósíal- istar, undir forystu Pietros Nennis, snúizt æ meir á sveif með hinum hógværari armi þeirra. Kom þetta greinilega í ljós, þegar Nenni gekk á fund Páls páfa VI fyrir skömmu. Vakti það mikla athygli, því að mestan hluta stjórnmála- ferils síns hefur Nenni verið yfirlýstur Marxisti og trúleys- ingL Kommúnista flokkurinn hyggst nota sér óánægju vinstri arms sósíalistaflokks- ins, en hún er fyrst og fremst sprottin af heimsókn Nennis til páfa og stuðningi sam- steypustjórnarinnar við stefnu Bandaríkjamanna í Víetnam. Einnig reyna kommúnistar að ala á sundrung milli sósíalista Nennis og hins litla, en áhrifa- mikla sósíaldemókrataflokks, sem hefur lykilstöðu í stjórn- inni. Hann klofnaði út úr sósíalistaflokknum 1947 vegna óánægju með samvinnu hans við kommúnista, en nú virð- jst ýmislegt benda til þess að flokkarnir sameinist aftur inn an fárra ára. Sósíalistar tortryggja tillögu kommúnista fyrst og fremst vegna þess að þeir vita, að kommúnistar eiga við mikla innbyrðis örðugleika að etja, og telja, að það sé fyrst og fremst til þess að leysa eigin vandræði, sem þeir vilji ganga til samstarfs við sósíalista. Frá því að Togliatti lézt hef- ur meðlimum kommúnista- flokksins fækkað um 15%, og í ræðu fyrir skömmu sagði Longo, að kommúnistar í bar- áttuhug væru orðnir fáir í flestum verksmiðjum Ítalíu. Meginágreiningurinn innan ítalska kommúnistaflokksins ríkir milli hins frjálslyndari arms undir forystu Amendola og marxiskari og róttækari arms Ingraos. Amendola er andvígur því að flokkurinn hafi byltingu á yfirlýstri stefnuskrá sinni, en Ingraos vill halda henni þar sem forms atriði. Stuðningsmenn Ingra- os hafa látið í ljós áhuga á bandalagi við hina vinstri- sinnuðustu innan kristilega demókrataflokksins og vilja stofna með þeim bandalag kaþólskra verkamanna, en öll- um uppástungum i þá átt hef- ur kirkjan vísað eindregið á bug, og Páll páfi verið þar fremstur í flokki. Eins og málum er nú háttað, blasir martröð einangrunarinn ar við kommúnistum. Flokk- urinn hefur viðurkennt með sjálfum sér, að kommúnisminn í Austur-Evrópu sé misheppn- aður og ýmis sjónarmið sov- ézka kommúnismans séu óað- gengileg, t.d. staða sovézkra verkalýðsfélaga og andrúms- loftið í menningarmálum Sovétríkjanna. Kommúnistaflokkur Ítalíu heldur áfram að tapa fylgi, og það litla, sem hann vann á í sveitastjórnarkosningunum á dögunum stafar af því, að ýms ir greiddu honum atkvæði til að mótmæla stefnu stjórnar- innar. Flokkurinin hefur nú um 8 milljónir atkvæða, þ.e. nýtur stuðnings fjórða hvers allra kosningabærra manna á Ítalíu, en hann veit ekki hvað hann á að gera við þessi atkvæði. (OBSERVER — öll réttindi áskilin).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.