Morgunblaðið - 03.06.1965, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.06.1965, Blaðsíða 13
Flmmtudagur 3. júní 1965 MORGUNBLAÐIÐ 13 Svar við bréfi Gríms Jonssonar frá Súðavík Mynd þes&a tók Sveinn Þormóðsson á Skúlagötunni eftlr áreksturinn þar i gær, og sest er veríð er að losa tvo bílana í sundur. Þurfti að beita járnkörlum wl þess, áður en það tókst. Mjólkurfélagið heldur Oddi Jónssyni hóf GAMALL kunningi minn, Grím- ur Jónsson frá Súðavík, sendir mér nokkuð einkennilegan og ells ekki vinsamlegan pistil í Morgunblaðinu 1. þessa mán- aðar. — Tilefnið er nokkrar Bkekkjur í ritgerð um íbúa Súða- vikurhrepps árið 1901 og dómar mínir þar um Grím sjálfan, sem ihonum falla ekki í geð. Ég ætla eð spjalla ofurlítið við Grím um þetta. Fræðastörf af þessu tagi, sem eru ekki tæmandi lýsingar né æviminningar er ég nefni svip- myndir af búendum og ýmsu öðru fólki við ísfjarðardjúp um aldamótin, sem ýmsir lesendur hafa látið sér vel líka, hvíla að- ellega á þessum undírstöðuatrið- um: 1. Munnlegum umsögnum og upplýsingum kunnugra manna. 2. Skriflegum eða prentuðum heimildum. 3. Mati greinarhöfundar eða áliti á þeim mönnum, sem að einhverju leyti koma þarna við *ögu, eða er lauslega getið. Allt er þetta meiri og minni vandkvæðum bundið og verður aldrei unnið villuiaust, né að hiutaðeigendur eða aðrir lesend- ur geti skilyrðislaust fallizt á dóma höfundar. Kunnuga menn misminnir oft hrapallega, og rekst maður á það, ef unnt er að grafa upp skrifaðar eða prent- aðar heimildir. Fyrir mitt leyti hefi ég gott eitt um það að segja, ef bent er á auðsæ mishermi í þessum ritsmiðum. Hefir það og jafnan verið venja, að birta athuga- semdir um það, sem mishermt hefir verið ellegar misprentað, eem jafnan reynist meira og minna. Prentvillupúkinn lætur ekki slíkt rit í friði fremur en blöðin. Fyrst vil ég þó biðja Grím að hafa í huga, að hér er einungis getið þeirra, sem bú- eettir voru í Súðavikurhréppi við manntalið 1901. — í þessari •íðustu árbók, eru margar leiðar villur, sem munu verða leiðrétt- er í einu lagi í næstu bók. Vil ég nú minnast á aðfinningar Gríms. 1. Dánarár ÓJafs í Hattardal ei rangt sett 1908 hjá mér. Hann lézt 8. okt. 1924. Sé ég þetta i handriti mínu, en við prent- un mun hafa verið tekið árið, sem hann flutti úr Hattardal, og er þetta dæmi þess hvernig vill- ur slæðast eftir ólíklegustu leið- um í rit. 2. í manntalinu 1901 eru talin hrshjón á Hattareyri Þórhannes Gislason og Þóra Jónsdóttir. Hér hJýtur Grím að misminna. 3. Ég fór ekkert út í það hver hefði leigt Hattardalseyri til að reisa þar síldverkunarstöð og vissi ekki að Grímur var eig- endi hennar og snertir það því á er 'an hátt grein mína. 4. Athugasemd Gríms um Magnús Einarsson mun að efni til rétt. Mun ég athuga um það er ar. 5. Einnig tek ég ummæli Gríms trúanleg um að þær María og Rósa hafi verið fyrri konu börn Rósinkranz á Bólstað. 6. Rétt er það að misprentast hefir aldur Jóng Valgeirs Her- mannssonar, föður Gríms. Hann var fæddur 25. nóv. 1949, var því 94 ára, er hann lézt, ékki 84 éra. — Einnig hefir misprentast eð Grímur hafi flutt úr Súðavík 1957 í stað 1951. 7. Grímur finnur að því að ég ekuli ekki hafa tekið lífshlaup hans, eigi getið verzlunarstarfa hans hjá Guðmundi kaupm. JSveinssyni í Hnífsdal né pöntunar féJagsforstöðu hans þar og fleiru f því sambandi. I>ví er til að svara að ég var ekki að skrifa æviminningu Gríms, heldur aðeins að geta ör- íárra drátta í sviponynd af hon- txm i sem fæstum orðum. Raunar ■aá geta þess að Grhnur fellur ekki undir þann ramma, sem Súðavíkurhreppsbúum er afmark aður þarna með árinu 1901. En ég tel að Grímur hafi skilað svo miklu starfi með atvinnurekstri sínum í Súðavík og þátttöku í opinberum störfum þar um langt árabil, að ótilhlýðilegt héfði ver- ið að ganga þegjandi fram hjá nafni hans, þótt hann tæki, að sjálfs hans sögn, fyrst verulega þátt í athafnalífi í Súðavík árið 1913. I>á er komið að því atriði um- sagnar minnar um Grím Jóns- son, sem ásteitingi hans valda. — Grímur segir að ég tali „um harðýgi sína, óvinsældir og fjár- þröng“. Hvar stendur Slíkt skrif- að? Ég segi orðrétt: „Hann komst ekki 'hjá árekstrum sem atvinnu- rekandi. — Þótti hann sýna tak- markaðan skilning á kröfum og kaupgjaldi verkafólks og ýmsu fleiru í því sambandi er verka- lýðsfélag tók til starfa í þorpinu. Og vilja kunnugir bæta því við að hann hafi stundum egnt til mótspyrnu, sem ffemur hafi skað að málstað hans“. — Og ég bætti við Grími til málsbóta: Hann átti um skeið nokkuð þröngt um hendur fjárhagslega, eins og margir á kreppuárunum þótt hann ætti eignir allmiklar." Og hér vildi ég nú bæta við: Hann var þó ávallt talinn vel efnaður maður. Mér þykir Grimur ærið orð- sjúkur, er hann tekur sér nærri og vill gera veður út af ekki svæsnari ummælum. Tilefni þessara ummæla er sú skoðun'mín að Grímur hafi, á sín um tíma, streitzt um og við að viðurkenna samningsrétt verka- lýðsfélagsins í Súðavík um kaup vgjaldsmál og það eftir að annar aðalútgerðarmaðurinn þarna, Jón Jónsson, hafði samþykkt þennan iétt og sömuleiðis hygg ég Sig- urður Þorvarðsson, sem þá rak útgerðarstöð á Langeyri Þetta olli að sjálfsögðu mótspyrnu gegn Grími, þótt nú vilji hann ekki við slik-t kannast. — Af þessu blaut að skapast gremja. — Þetta olli að sjálfsögðu mót- spyrnu gegn Grími og sannast hér, sem oft er að orðtaki haft, að sjaldan verði sá -sekux fund- inn, sem sjáifan sig dæmir. Og er hér að vísu ekki um neinn sekt- ardóm að ræða. Tel ég þau um- mæli mín réttmæt að Grímux hafi fremur beðið tjón, sem at- vinnurekandi í Súðavík, vegna umræddrar tregðu hans og deilu við venkalýðsfélag þorpsins. Lónamál Gríms í útibúi Lands- Ibankans eru ekkert blaðamál, enda ekki söguleg. Um þau mál vil ég einungis segja það, að gefnu tilefni Gríms, að lán hans voru jafnan tryggð með gildum veðum og því sjálfgefið að hann hefði traust forráðamanna úti'bús ins og hann brást ekki því trausti. — Hins vegar fannst mér, sem hann æskti eftir meiri lánum fyrr á árum, en útibúið gat í té látið og varð þó ekki óánægju- efni. Lánaþörf viðskiptamanna, einkum útgerðarmanna, hefir jafnan meiri verið en unnt hefir reynzt að sinna. Heiisubrestur Gríms, sem olli því að hann hlaut að hverfa frá atvinnurekstri sínum og eign um í Súðavík árið 1951, var mér kunnur og þótti mér hann jafn- an bera sjúkleika sinn með hug- prýði. Og vel var það, að hann hitti sér áður ók-unna velvildar- menn þá Vilmund landlækni og Emil ráðherra, er hann settist að í Reykjavík. Þegar ég er að Ijúka þessum línum hefi ég sannfrétt að Grím- ur hafi sk-ilizt mjög myndarlega við Súðvikinga. Hann hefir ánafn að hverju barni, sem fæðst hefir í þorpinu, ég hygg frá árinu 1960, 100 króna fæðingargjöf og mun ætla að haida því áfram i nokk- ur ár. Ennfremur heíir hann gefið til AÐALFUNDUR Mjólkurfélags Reykjavíkur yrir árið 1964 var haldinn að Hótel Sögu, laugar- daginn 1. maí sl. Fundarsókn var góð. Starfsemi félagsins hafði geng íð vel á árinu og er hagur fé- lagsins góður, þrátt yrir mikla fjárfestingu vegna byggingafram kvæmda. Eigi mun ég ræða frekar gang mála á fundinum, aðeins geta þess, að góður samhugur og ríkur samstarfsvilji var meðal fundar- manna. En tilefni greinar minnar er, að forstjóraskipti hafa orðið við MjóJkurfélag Reykjavíkur. Oddur Jónsson hefur látið af störfum eftir 40 ára starf við félagið. Var hann fulltrúi til árs- ins 1946, en tók þá við forstjóra- starfi af Eyjólfi Jóhannssyni. Við forstjórastörfum hefur nú tekið Leifur Guðmundsson. í fundarlokin var haldið kaífisam- sæti fyrir Odd Jónsson og konu hans, frú Eyvöru Þorsteinsdótt- ur. Þar var mætt auk fundar- manna starfsfólk Mjólkurfélags- ins. Var orðið geið frjálst og tóku tO máls margir fundarmenn og gestir og voru Oddi Jónssyni þökkuð gifturík störf fyrir Mjólk urfélag Reykjavíkur og um- hyggja og vinsemd, sem hann hef ur sýnt íélagsmönnum öll þessi ár og einnig utanfélagsmönnum, sem hafa bætt hag félagsins aíl- verulega. En það er sameiginlegt álit félagsmanna og þeirra er til þekkja, að Oddur Jónsson hafi sýnt frábæran dugnað, fyrir- hyggjusemi og heiðarleika í starfi, sem hefur leitt til félags- styrkleika og góðs eínahags fyrir bændasamtök Mjólkuríélags Reykjavíkur. Oddur var hejll og óskiptur í starfi, fyrir það skal honum þakkað. • Oddur Jónsson þakkaði fyrir gott samstarf og árnaði félaginu heilla og góðs gengis. menningarmála í Súðavík stóra fjárfúigu, sem mér er tjáð að nema muni um eða yfir 2900 þús- undum króna, auk þess sem þau hjón styrktu kirkjubygginguna í Súðavik. Hygg ég því (og hef þó ekkert umboð til að lýsá því yfir) að honum fylgi nú einhuga vinar- hugur Súðvikinga og Álftfirð- inga yfirleitt. Kveð' ég svo Grína Jónsson og hans ágætu konu og bið' þeim ánægjulegs ævikvelds. ísafirði, 9. 1965. Kristján Jónsson frá Garðsstöðum Oddur Jónsson. Þetta var ánægjuleg stund, og hugsa ég, að flestir hefðu viljað halda áfram lengur og taka undir með norðlenzka hagyrð- ingnum „Höldum gleðí hátt á loft,“ o.s.frv., en tíminn Jeyfði það ek-ki Bændur skyldu heim til búa sinna, upp sveitir ©fan Hvalfjarðar; um Kjósarsýslu, suð ur í GuJlbringusýslu, austur í Þingvallasveit til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Fundurinn þakkaði Oddi Jóns syni og frú hans komuna á fund- inn og árnaði þeim allra heiJla og Mjólkuríélagi Reykjavikur igóðs gegnis um alla framtíð. Var þá fundi slitið'. Ég þakka fyrir hönd MjóJkur- félags Reykjavíkur ©g vona, að við hittumst heilir heil.su næst. Ó.B. Grasmjölsfram- leiðsla í Erautar- holti BrautarhoHi, 2. júní. Síðastiiðinn mánudag bófst- framleiðsla á grasmjöli hér i Brautarftiolti á KjaJarnesi. Er þetta þriðja áráð; sem grasmjöl er framleitt hér. Hefur framJeiösl an aukizt með' hverju ári og markaður fyrir grasmjöl aukizt mikið lika. AHt mjöiið frá því í fyrra er nú selt. Hefur fjöidi bænda notað grasmjöl í síaukn- um mæli sem kúa- og hænsna- íóður með mjög góðum árangri í vetur var flutt út grasmjöi frá Brautartbolti til EngJande og félkk- það viðurkenningu fyrir gæði þar-. — Ólaf'uri Kona slasast í árekstri SÍÐDEQIS í gær varð allharður árekstur á Skúlagötunni á móts við vörugfcymslu Eimskipafélags íslands. Þar var Volkswagenbif- reið ekið aftan ó aðra fólksbif- reið, sem kastaðist á næstu bif- reið fyrir íraman. Allar bifreið- irnar skemmdust nokkuð, rriest þó Volkswagenbifreiðin. Móðir ökumannsins var farþegi í þeirri bifreið og skall hún í framrúð- una við áreksturinn. Hlaut hún af nokkur meiðsli á höfði, en þau voru þó ekki talin alvarleg. Ökumaður taldi ástæðuna til þessa óhapps vera þá, að hemlar bifreiðarinnar hafi ekki verkað. Við rannsókn kom í ljós, að heml arnir voru þó í lagi. AFMÆLISHÁTÍÐ I TÚNIS Túnis, 1. jnúí (NT!B) MIKIL hátíðahöld voru í Túnis í dag í tilefni þess að tíu ár eru liðin síðan Habib Bourguiba, forseti, kom heim eftir langa utlegð, Síðan hefur dagurinn verið hátíðlegur haldinn á hverju ári. Var Bourguiba ákaft fagnað er hann ók um götur Túnisborg- ar, sömu leið og fyrir tíu ár- um. — Iðngarðar Framh. af bls. 12 ir.jelt með þeim. Hefur Agnar Breiðfjörð þegar fengið einka- leyfi fyrir tengimótum sínum í FrakkJandi, Englandi og Þýzkalandi. Tengimótin henta sérstak- lega vel fjölbýJishúsum, þvi að þau eru þannig úr garði gerð, að nota má efnið aftur og aftur, en við það lækkar byggingarkostnaður að mikl- um mun. Til Iðngarða hf. er stofnað af iðnrekendum og iðnaðar- mönnum í Landssambandi iðn aðarmanna. Félagið hefur ráð- ið ýmsa verktaka til að takast á hendur hin ýmsu verkefni framkvæmdanna, en yfirum- sjón með störfum hinna ýmsu verktaka hefur sem fyrr segir Þórður Jasonarson, byggingar meistari. Múrarameistari er Eiríkur Jónsson, en bygging- arverkfræðistörf annast Vil- hjálmur Þorláksson, verkfræð ingur. Frumdrög að teikning- um gerði Sigvaldi Thordarson, en Þorvaldur Kristmundsson lauk við þær. í stjórn Iðngarða hf. eru Sveinn Valfells, formaður, Sveinn K. Sveinsson, verk- fxæðingur, framkvæmdastjóri, GuSmundur HaJJdórsson, for- seti Landssambands iðnaðar- manna, Þórir Jónsson, for- stjóri, og Bjarni Björnsson, forstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.