Morgunblaðið - 13.06.1965, Side 28

Morgunblaðið - 13.06.1965, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 13. júní 1965 GEORGETTE HEYER FRIÐSPILLIRINN ' — Við . . . við höfum ákveðið að hafa engin boð í vetur, út yf- ir það allra nauðsynlegasta. Það er leiðinlegt, að það skyldi þurfa að fresta - brúðkaupinu hans Charles, út af þessum missi unn ustunnar hans. Ein systir frá Brinklow dó, og fjölskyldan sleppur ekki við sorgarhanzka næstu sex mánuði. Þú skilur, að þessi fjölskylda er afskaplega ströng á öllum formum. Eugg- enia fer ekki nema í mjög kyrr- lát samkvæmi . . . og auðvitað verður Charles að haga sér eftir því. — Æ, Lizzie, mér finnst nú maður ekki þurfa að vera með svarta hanzka vegna frænku manneskju, sem hann er ekki einu sinni giftur! — Auðvitað ekki, en það finnst Charles . . . og svo er það hann Charlbury. — Og hver fjandinn gengur að honum? — Hettusótt, sagði frú Ombers ley með sorgarsvip. — Sá er bærilegur! Að vera með hettusótt, þegar hann ætti að vera að giftast henni Cecilíu- sagði Sir Horace og rak upp skellihlátur! — Þetta er nú ósanngjarnt af þér, Horace, því að hvernig gæti hann að þessu gert? Og, þetta er svo neyðarlegt fyrir hann! Og auk þess sérlega óheppilegt, því að ég efast ekki um, að ef hann hefði getað tryggt sér hana Cici líu . . . sem ég er viss um, að hann ’ hefði getað, því að við- kunnanlegri maður er ekki til . . . En stúlkur éru svo vitlausar og með höfuðið fullt af rómantísk um grillum . . . en ég er nú samt fegin, að hún er ekki ein þess- ara nýtízkulegu stássmeyja, og auðvitað hlýðir hún foreldrum sínum! En það er ekki því að neita, að þessi hettusótt hans Charlburys gat ekki komið á ó- heppilegri tíma. Sir Horace opnaði aftur tó- baksdósirnar sínar og horfði á systur sína glettinn á svip. — Og hverjar eru hennar róman- tísku grillur? spurði hann. Frú Ombersley vissi vel, að elzti sonur hennar mynda hafa ráðiagt henni þagmælsku, en þörfin fyrir að létta á huga sín- um við bróður sinn, bar hana ofurliði. Hún sagði: — Ef þú segir það engum, þá er sann- leikurinn sá, að stelpukrakkinn heldur, að hún sé skotin í August us Fawnhope! — Er það einn strákurinn hans Lutterworth? Ég verð nú að segja, að ég er ekki sérlega hrifinn af þeim ráðhag. — O, guð minn góður, nefndu það ekki! Bæ$i er hann yngsti sonur, með. enga arfsvon í heim- inum! Og svo er hann skáld! — Stórhættulegt! Ég hef nú víst aldrei séð strákinn, en hvern ig er hann í hátt? — Hann er bráðlaglegur, svar aði hún í örvæntingartón. — Hvernig? Eins og Byron lá varður? Sá kauði hefur nú sitt hvað á sarnvizkunni- — Nei, ég á ekki við það, því að hann er eins ljóshærður og Cicilía sjáif og hann er ekki haltur, og þó að kvæðin hans séu afskaplega falleg, innbundin í saffían, þá er eins og þau gangi ekkert sérlega vel. Ég á við ekki nærri eins vel og kvæði Byrons lávarðar. Og það er sorglegt til að vita, því að ég er viss um, að það hefur kostað einlhver ósköp að prenta þau, og hann varð að kosta það sjálfur . . . eða þó öllu heldur hún móðir hans, er mér fortalið. — Nú, þegar ég fer að hugsa um það, sagði Sir Horace, — þá held ég, að ég kannist við kauða. Hann var hjá Stuart í Brússel í fyrra. Ef þú vilt mín ráð hafa skaltu gifta dóttur þína honum Charlbury og það heldur fyrr en síðar. — Það vildi ég líka . . . eða þó öllu heldur, þá vildi ég það ekki ef hún hefur óbeit á honum. Og eins og þú sérð, get ég ekkert að hafzt meðan hann liggur í hettu sóttinni! Sir Horace hristi höfuðið. — Þá giftist hún skáldinu. — Þetta mátti ekki segja. En Charles hefur ráðlagt mér að fara aldrei með hana á staði, þar sem hún gæti hitt þennan unga mann og það er ein ástæðan í viðbót til þess, að við ætlum að hafa lítið um okkur í vetur. Og það eru hreinustu vandræði. Svei mér ef þetta væri ekki miklu auðveld- ara, ef ungi maðurinn væri gal- ómögulegur . . . annaðhvort ævin týramaður eða kaupmannssonur, eða eitthvað af því taginu. Þá væri hægt að banna honum að- ganga að húsinu og banna Ceci- líu að dansa við hann á dansleikj um, en reyndar kæmi það þá ekki til, vegna þess að við mund um ekki hitta hann í samkvæm- islífinu. En vitanlega hittir mað ur Fawnhope-fjölskylduna alls- staðar. Sir Horace, sem var orðinn þreyttur á þessu umræðuefni, geispaði og sagði letilega: — Ég held ekki að þú þurfir að hafa neinar áhyggjur af þessu. Þetta fólk er fátækt eins og kirkju- rottur, og líklega er mamma drengsins álíka hrifin af þessu og þú sjálf. — Ekki aldeilis! svaraði hún önuglega. Hún er svo vitlaus, að það tekur engu tali, get ég sagt þér. Það, sem Augustus heimt- ar, verður hann að fá! Hún hefur verið með svo mikil hálfyrði um þetta við mig, að ég veit bókstaf lega ekki, hvernig ég á að snúa mér og því síður hvað ég á að segja, nema bara þetta, að Charl bury lávarður hefur farið þess á leit að mega ávarpa Cecilíu og að ég haldi . . . ja, að henni sé ekki sama um hann. Mér gat aldrei dottið í hug, að Augustus væri svo blindur á alla manna siði að snúa sér ekki fyrst til Ombersley, áður en hann talaði við hana, en það er nú einmitt það, sem hann hefur gert. — Nú jæja, sagði Sir Horace. — Ef hún er svona vitlaus í hon- um ættirðu að lofa henni að taka honum. Það er ekki eins og hún sé að taka niður fyrir sig, og ef hana langar til að eiga auralaus- an yngri son, má hún sjálf sjá fyrir því. — Þú segðir þetta ekki, ef hún Soffía ætti í hlut. — Soffía er enginn blábjáni. — Það er Cecilía heldur ekki, ,svaraði hún, móðguð. Og ef þú hefðir séð hann Augustus, yrð- irðu ekkert hissa á þessu. Það er illmögulegt annað en líta hann hýru auga. Ég skal játa, að það gerði ég sjálf. En það er alveg satt, sem hann Charles segir, að þetta borgar sig ekki. — Jæja, þegar hún nú fær hana frænku sína sér til skemmt unar, getur það leitt huga hennar í aðra átt, sagði Sir Horace hugg andi. Frú Ombersley virtist vakna við þessa athugasemd. Hún glaðn aði á svipinn og sagði: — Hver veit nerna það geti orðið. Hún er óframfærin, skaltu vita, og lað- ast ekki fljótt að fólki, og síðan ungfrú Firsson, vinstúlka henn- ar giftist og flutti norður, er í rauninni engin stúlka náin vin- stúlka hennar. En ef við nú fengj um hana Soffíu til okkar . . . Hún þagnaði og var sýnilega að velta fyrir sér eeinhverri ráða- gerð. Og hún var enn að því, þegar dyrnar opnuðust og elzti sonur hennar kom inn. Herra Charles Kivenhall var tuttugu og sex ára gamall, en nokkur harka í svipnum og fram komu, sem var sambland af vald mennsku og stillingu, gerði það að verkum, að hann sýndist eldri. Hann var hávaxinn og kraftaleg- ur og bar það einhvernveginn með sér, að hann væri meira heima hjá sér stikandi yfir akra föður síns en sláandi gullhamra í sal móður sinnar. Hann var oft ast í reiðfötum og kunni betur við þau en leggstígvél og leista brækur, sem þá var mest í tízku, hann batt hálsbindið sitt eins ein falt og hægt var, og vildi ekki láta stífa kraga sína nema sem allra minnst, fyrirleit spjátrungs hátt eins og signet, eða gægju- gler, og hneykslaði skraddarann sinn með því að heimta frakkana sína svo víða, að hann gæti kom- izt í þá án hjálpar herbergisþjóns. Það hafði heyrzt eftir honum, að hann óskaði þess heitast að verða aldrei orðaður við spjárungahóp inn, en eins og vinur hans, hr. Cuprian Wychbold benti honum á, voru slíkar óskir algjörlega óþarfar, þar eð vinur hans líkt- ist meira villimanni en spjátr- ungi. Þegar hann kom inn, hrökk móðir hans dálítið við og sagði eins og hálfhrædd: — Þarna er hann frændi þinn, Charles! — Já, Dassett var að segja mér það. — Sælir herra! Hann heilsaði frænda sínum með handabandi, fékk sér stól og hóf kurteislegar viðræður við hann. Móðir hans, sem hafði ver ið að fitla við sjalið sitt og síðan við vasaklútinn, greip nú fram í og sagði: — Þú manst eftir henni litlu frænku þinni, henni Soffíu? Hr. Rivenhall var ekki þann- ig á svipinn, að hann myndi eft ir neinum litlum frænkum sín- um, en svaraði þó kurteislega: — Ég vona, að hún sé við góða heilsu, herra. — Henni hefur aldrei orðið mis dægurt, utan mislinganna. En þú færð bráðum að sjá hana sjálf- ur, því að móðir þín ætlar að taka hana að sér meðan ég er í Brasilíu. Það var auðséð, að svona fljót afgreiðsla málsins féll frúnni ekki allskostar vel í geð, því að hún flýtti sér að grípa fram í: — Nú, þetta er nú auðvitað ekki af- gert enn, enda þótt ég vildi ekk- ert heldur en hafa dóttur hans elsku bróður míns hjá mér. Mér var líka að detta það í hug, Charles, að það gæti verið gaman fyrir hana Cecilíu . . . þær eru hér um bil jafngamlar, skilurðu. — Brasilíu? Það gæti verið gaman, sagði hr. Rivenhall. — Ætlið þér að dvelja þar lengi? — Nei, nei. Líklega ekki, svar aði Sir Horace, eins og hann færð ist undan spurningunni. Það er undir atvikum komið. Ég var að segja við hana móður þína, að ég skyldi vera henni þakklátur, ef hún gæti fundið ákjósanlegan eig inmann handa Soffíu. Það er tími 'til kominn, að hún fari að giftast, og móðir þín virðist vera talsvert útfarin í slíkum málum, hef ég heyrt. Og ég heyri, að ég geti óskað þér til hamingju, drengur minn. — Já, þakka yður fyrir, sagði Charles og hneigði sig ofurlítið. — Ef þér væri sama, Charles, þá vildi ég gjarna hafa hana Soffíu hérna, sagði frúin hálf biðjandi. Hann sendi henni augnaráð, sem bar vott um óþolinmæði, og sagði. — Þú skalt hafa það alveg eins og þú vilt, mamma. Ég skil ekki, að það geti komið mér neitt við. — Auðvitað er ég búin að segja honum frænda þínum, að við höf um lítinn gleðskap hér. — Henni er alveg sama um það sagði Sir Horace vingjarnlega. — Hún er ágætis krakki og get- ur alltaf fundið upp á einhverju til að hafa af fyrir sér. Hún var alveg jafnánægð í spænsku þorpi og í Briissel eða Vín. Við þessi orð rétti frúin snöggt úr sér. — Þú ætlar víst ekki að fara að segja mér, að þú hafir dregið barnið með þér til Brúss el í fyrra? — Vitanlega var hún þar! Hvað í fjandanum annað? svaraði Sir Horace önugur. — Og hafði gam- an af. Við eigum þar fjölda'af gömlum kunningjum. — En það er hættulegt. — O, sei sei. Ekki meðan Wellington ræður þar öllu. — Hvenær megum við vænta þeirrar ánægju að fá dóttur yð- ar hingað? spurði Charles. — Við verðum bara að vona, að henni finnist ekki lífið hér hversðags- legt, eftir alla dýrðina á megin- landinu. — Engin hætta. Ég hef aldrei vitað Soffíu skorta viðfangsefni. Látið hana sjálfráða! Það geri ég alltaf, og kemur aldrei að sök. Ég veit bara ekki alfnennilega, hvenær hún getur komið. Hún vill nú náttúrlega kveðja mig, en svo kemur hún til London undir eins og skipið er farið. Borgarnes Umboðsmaður Morgun- blaðsins í Borgarnesi er Hörð- ur Jóhannsson, Borgarbraut 19. — Blaðið er í lausasölu á þessum stöðum í bænum: Hótel Borgarnesi, Benzínsölu SHELL við Brákarbraut og Benzínsölu Esso við Borgar- braut. Stykkishólmur UMBOÐSMAÐUR Morgun- blaðsins í Stykkishólmi er Víkingur Jóhannsson, Tanga götu 13. Ferðafólki skal á það bent að i lausasölu er blaðið selt í benzínsölunni við Aðalgötu. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess i bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allai. Eyjaf jörð Á Egilsstöðum HJÁ Ara Björnssyni í Egils- staðakauptúni er tekið á móti áskrifendum að Morg- unblaðinu. Þar i kauptún- inu er Morgunblaðið selt gestum og gangandi í Ás- biói og eins í Söluskála kaup félagsins. JAMES BOND Eftir IAN FLEMING — Komdu sæll, James. Ég er feg- inn, að þú hefur tekizt þetta starf á hendur. Ég geri ekki ráð fyrir, að þú hafír kynnzt Vesper. Hún er nýja að- stoðarstúlkan min.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.