Morgunblaðið - 29.06.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.06.1965, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAQID Þriðjudagur 29. júní 1965 Sænsku utauríkísráðkerraSilöuíii, og Vera Nilsson, i opin- berri heimsékn hér Torsten UTANRÍKISRÁÐHERRA Svía, Torsten Nilsson, kom í heimsókn til íslands í gær, og er kona hans, Vera, í för með honum. Ráðherrann kom með flugvél frá Flugfélagi tslands til Reykja víkurflugvallar kl. 16,30. Þar tóku á móti honum islenzku ut- anrikisráóherrahjónln, Guð- mundur í. Guðmundsson og frú Rósa Ingólfsdóttir, og Agnar Kl. Jónsson, ráðuneytisstjóri utan- ríkisráðuneytisins. Sænsku utanríkisráðherrahjón in óku siðan til Ráðherrabústað- arins, þar sem þau hafa aðsetur, meðan á heimsókn þeirra stend- ur, eða fram á föstudag. Fylgd- arlið þeirra dvelst í Hótel Sögu. í gærkvöldi héldu íslenzku ut- anríkisráðherrahjónin hinum sænsku kvöldverðarboð í Ráð- herrabústaðnum. TH.HÖGIIN 'HEIMSÓKNARINNAR Heimsókninni er að öðru leyti hagað þannig, að kl. 9 í dag fljúga gestirnir til Akureyrar og aka þaðan til Reykjahlíðar í Mý vatnssveit, þar sem hádegisverð- ur verður framreiddur kl. 13. — Síðan svipast hjónin um í hér- aðinu, en halda aftur til Akur- eyrar kl. 17. Kl. 20 býður bæj- arstjórn Akureyrar til kvöld- verðar á Hótel KEA, og þar gista hjónin um nóttina Á morgun, miðvikudag, verð- ur flogið aftur til Reykjavíkur, og kl. 12 ekið til Þingvalla, þar sem hádegisverður verður snæddur í Valhöll. Til baka verð ur ekið um Sog og Hveragerði. Verið getur, að Akureyrar- og Mývatnsferðin verði ekki farin fyrr á miðvikudag, en hins vegar farið til Þingvalia í dag. Fer það eftir því, hvernig veður er í dag nyrðra og -yðra. Kl. 10 á fimmtudagsmorgun fara Torsten Nilsson og frú Vera í kynningarferð um Reykjaviií. Verður m.a. komið í hraðfrysti- hús og Ásmundur Sveínsson, myndhöggvari, heimsóttur. Kl. 13 býður forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, til hádegis- verðar á .Bessastöðum, en kl. 16 heldur Torsten Nilsson fund með blaðamönnum. Um kvöldið kl. 19,30 bjóða Torsten Nilsson og frú til kvöldverðar. Á föstudag munu sænsku ráð- herrahjónin snæða hádegisverð kl. 11.30 í Nausti, en kl. 14 fara þau heimleiðis með flugvél frá Reykjavík. ÆVIÁGRIP Utanríkisráhðerra Svía heitir fullu nafni Harald Torsten Leo- nard Nilsson. Hann er fæddur hinn 1. april árið 1905 á Nevis- hög í Málmhaugaléni (Vlalmö- hús lan). Hann gerðist ungur múrari, eins og Lars, faðir hans ,og vami við múrverk á árunum 1922— 1929. Að skyldunámi loknu stundaði hann nám í iðnskóla í Svíþjóð og í lýðskóla þýzkra sósí aldemókrata f Thúringen í Þýzkalandi. Hann var ritari æskulýðssamtaka sósíaldemó- krata á Skáni 1927—1930, for- maður sömu samtaka 1930— 1934, forseti Sambands ungra sósíaldemókrata í Svíþjóð 1934, ritari Sósíaldemókrataflokksins 1940—1948 og formaður Stokk- hólmsdeildar sænska sósíaldemó krataflokksins síðan árið 1945. Hann fékkst mjög við blaða- •mennsku um tíma. Upp úr 1930 vann hann við' blað sósíaldem- krata í Málmhaugum, „Arbetet", bæði sem almennur fréttamaður og skýrandi borgarmálefna. Síð- ar varð hann ritstjóri erlendra tíðinda við sama blað. Um tíma var hann ritstjóri vikuritsins „Frihet“, málgagns ungra sósíal- demókrata. Torsten Nilsson hefur setið í neðri deild sænska þjóðþingsins síðan árið 1941. Hann var sam- göngumálaráhðerra 1945—1951, varnarmálaráðherra 1951—1957, trygginga- og húsnæðismálaráð- herra 197—1962 og untanrikisráð herra frá 1962. Árið 1935 kvæntist hann Veru Mánsson. Þau eiga tvö börn, pilt og stúlku. Hann hefur áhuga á listum auk stjórnmála, eitikum málaralist og tónlist. í tómstund um dvelst hann oftast með fjöl- skyldu sinni í sumarbústað sin- um í Útey (Utö), nálægt Stokk- hólmi, les bækur og hlustar á tónlist. Torsten Nilsson hefur lengi verið í hópi þeirra, sem standa næst Tage Erlander, forsætisráð herra Svía. Hann er þrautþjálf- aður og hæfur stjórnmálamaður, laginn samningamaður, og hon- um er einkar sýnt um að ávinna sér trúnað manna og traust. — Framkoma hans er sögð ein- kennast af kurteisi og Ijúf- mennsku. Hann íhugar málefn- in vandlega, áður en hann mynd ar sér ákveðna skoðun á við- fangsefninu, en að því loknu fylgir hann skoðun sinni fast eft ir. Honum hefur oft tekizt að brúa bil milli ólíkra skoðana og bera klæði á vopn, ekki sízt inn- an eigin stjómmálaflokks. Hann vandar mjög val á nánustu sam- starfs- og aðstoðarmönnuan sín- um, enda felur hann þeim oft vandasöm verkefni til sjálfstæðr ar úrlausnar. Torsten Nilsson hefur verið talinn farsæll í starfi sem ráð- herra, en hann hefur setið í ríkisstjóm í tuttugu ár og gegnt fjórum ráðherrastöðum alls. Erf- iðast mun honum hafa reynzt að gegna embætti trygginga- og húsnæðismálaráðherra á árunum 1957 til 1962. Þá bar hann jafn- an hita dagsins og þunga í bar- áttu sósialdemókrata fyrir stór- auknum tryggingum og eftir- launum. Sú barátta var mjög hörð, því að andstaðan var sterk, og sumir flokksmenn jafnvel hálfvolgir eða beinlínis grunað- ir um andstöðu við hina nyju löggjöf, sem hömruð var í gegn. Torsten Nilsson er ákafur fylg- ismaður hugmyndaima um hið algera eða fullkomna „velferðar- ríki“. Hann hefur beitt sér fyrir því, að hugmyndirnar um vel- ferðarríkið séu látnar ná til <a fleiri atriða í gervöllu þjóðlíf- inu. Mörgum finnst nóg komið af slíku í Svíþjóð, í bili a.m.k., — bæði sósíaldemókrötum og öðrum —■, en Torsten Nilsson hef ur haldið því mjög ákveðið fram, að ríkisvaldið eigi að ganga enn lengra í áttina til „velferðarríkisins“. Hann náði allmiklum árangri að þessu leyti á árunum 1957—1962. Honum tókst að bæta verulega ástandið í húsnæðismálum í Svíþjóð á þessum árum, en þó hefur Sví- um ekki enn tekizt að vinna bug á húsnæðisskorti. Myndin er tekin á Reykjavíkurflugvelli í gær viff komu saensku utanrikisráffherrahjónanna. Frá vinstri: Guffmundur í. Guðmundsson, utanríkisráðherra, kona hans, frú Rósa Ingólfsdótt ir, Árni Tryggvason, sendiherra íslands í btokkhólmi, frú VeraNilsson og sænski utanríkisraö- herrann, Torsten Nilsson. • ENN VANTAR SOLSKIN „Hundruð látast úr sól- stungu" las ég í einu dagblað- anna um helgina og sagði við sjálfan mig: Ekki er það á ís- landi, svo mikið er víst. Já, sulskin og hitar hafa ekki verið nein plága það sem af er sumrinu á landinu kalda — og við gætum gjarna þegið meira sólskin án þess að þurfa að ótt- ast manntjón af völdum þess. En þannig er það í einu og öllu, að heimsins gæðum er misskipt og sums staðar er það plága, sem annars staðar er eftirsótt. En ef ég ætti að velja í milli of mikils kulda og of mikils hita, kysi ég kuldann. Það er vegur að klæða hann af sér, en ofsahiti getur blátt áfram sturlað fólk. En sennilega verð- ur það eitt og annað sem sturlar fremur en hitinn og sólskinið á íslandi. • ERFITT AÐ ELTA BLlÐUNA Óneitanlega er það ýmsum vonbrigði, þegar vel unairbúin sumarferðalög fara gersamlega út um þúfur vegna illviðris. Fólk ákveður ferðir sínar oft með töluverðum fyrirvara og heldur áætlun þótt ekki viðri sem bezt, vongott um að veðrið lagist. En þær óskir rætast ekki alltaf svo sem kunnugt er — og þess vegna er erfitt að binda sig við einhverja fasta áætlun í sumarferðum hérlendis. Oft gefst bezt að ákveða aðeins brottfarardaginn — og halda síðan þangað, sem veðrið er bezt, þótt ekki sé á allra færi að elta sólskinið á íslandi. Stund- um finnst það hvergi. eru allt of mörg dæmi að fólk fari illa klætt í slíkar ferðir. Auðvitað er ekki hægt að miða við kvenfólk, sem gengur í sams konar fötum bæði sumar og vetur — og tekur sér þá h^lzt til fyrirmyndar sumar- tízkuna í París. Það er óútreikn anlegt og gæti sjálfsagt fengið sólsting í tíu stiga frosti í miðj- um desember — í Austurstræti. Klæðnaðurin gefur það a.m.k. til kynna. Hinir, sem hugsa um heils- una, ættu að búa sig vel í sum- arferðalagið. • • ENGUM TIL GÓÐS Nú ætla þeir að skrúfa fyr- ir benzínið, líka mjólkina — og aldrei er að vita hvenær skrúf- að verður fyrir brennivínið. En ÆTTU AB BÚA SIG VEL •yonandi taka þeir ekki allt af okkur í einu. Út af fyrir sig er það ágætt að neyða menn í bindindi við Fólk, sem heldur úr byggð með tjald og svefnpoka verður að vera viðbúið öllu — og þess v I 9 _ ' >CiC- “ . %, Vj, V j r—t- (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) og við — og á það jafnt við vín og mjólk. Börnin eru auðvitað undanskilin hvað mjólkina varðar, en ég er viss um að fullorðið fólk á Islandi drekkur yfirleitt allt of mikla mjólk — og sum böm gera það likíu Náttúran hefur sétlað mjólkina ungviðinu og ég skil ekki að fullorðnu fólki sé nein sérstök hollusta í því að þamba einn eða fléiri litra af mjólk á dag. Það er samt ekki óalgengt. Nú, og svo er það benzínið. Ýmsir hafa gott af því að fá sér gönguferð til tilbreytingar — og spara bílinn, þótt benzínið sé nauðsynlegt alla daga vikunnar til margra hluta. Ég held samt varla að heimurinn farist þótt menn fái hvorki benzin, mjólk né brennivín í nokkra daga. Hitt er svo verra, ef hella verður einhverri mjólk niður þann tíma sem verkfallið á að standa. Það er engum til góðs. • HÓTELIÐ AÐ BÚÐUM Sagt er frá því í fréttum, að verið sé að vinna að endurbót- um og stækkun á gistihúsinu að Búðúm á Snæfellsnesi. Þetta er ánægjuleigt að heyra, því Snæ- fellsnes er einn fegursti hlutt landsins, fjölsóttur af ferða- mönnum — og Búðir hafa verið vinsæll áningarstaður. Frú Lóa Kristjánsdóttir hefur rekið hó- telið með miklum myndarbrag undanfarin ár og er óvíða betra að koma. Verst er að ekki skuli vera grundvöllur fyrir bygg- ingu nýtízkulegs hótels á þess- um stað — og það væri vafa- laust framkvæmanlegt, ef hægt væri að nýta húsnæðið að fullu yfir vetrarmánuðina. Væri ekki hugsanlegt að slá tvær flaugur í einu höggi og stofna þar skóla, sem aldrei verða of margir. og stunda hótelrekstur þar að sumr inu. Og þar höfum við fólk, sem kann sitt fag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.