Morgunblaðið - 29.06.1965, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 29. júní 1965
MORGUNBLAÐIÐ
17
Jónas Eysteínsson
Lokaorö til Ingólfs
A. Þorkelssonar
FYRIR nokkru síðan mætti ég
Ingólfi A. Þorkelssyni á förnum
vegi og sagði hann mér þá, að
nú væri hann að sémja svar-
grein við svargrein frá mér í
Morgunblaðinu 13. maí, og nú
ætlað hann aldeilis að negla mig
upp við vegg, Hann hefði að
vísu skrifað greinina í nokkrum
sesingi eftir að mín birtist, en
væri nú búinn að strika mikið af
því út aftur. Bjóst ég því við að
sjá rökfasta og prúðmannleiga
grein, þá hún kæmi. Hinn 2i5.
maí birtist-svo neglingin í Morg-
unblaðnu og í ljós kemur, að
aumingja Ingólfur hefur aðeins
átt ryðgaða nagla að reka í fú-
inn vegg, svo að allt lætur undan
um leið og á reynir.
Mér er ljóst, að þras okkar
Ingólfs er ekkert blaðaefni og
vekur ekki áhuga nema örfárra
lesenda, þess vegna ætla ég ekki
að rekja grein hans sundur lið
fyrir lið, sem er þó mjög auð-
velt, heldur taka nokkur sýnis-
ihorn af málflutningnum.
Ingólfur er mjög hrifinn af
stefnu 9. þings L.S.F.K. Og þeirr-
ar stjórnar, sem þá var kosin,
Og við sátum báðir í. Það er ég
líka.
En hann gleymir að geta þess,
að engar ákveðnar samþykktir
voru gerðar á 9. þinginu, heldur
aðeins ábendingar til næstu
stjórnar, sem og skynsamlegt
var, þar sem fyrstu kjarasamn-
ingar opinberra starfsmanna fóru
í hönd, og enginn vissi, hvernig
þeir mundu fram fara. _
í stjórninni, sem I.A.Þ. vitnar
oft í með hrifningu, voru 7 menn,
6 óháskólagentgnir og tveir há-
skólamenn. Ekki voru fúskararn-
ir vonir við meistarana þá. Að
vísu talar Ingólfur um þessa tvo
kennara sem nokkra kennara í
fráfarándi stjóm L.S.F.K., en það
verður varla skilið á annan veg
en þann, að hann telji sjálfan sig
nokkurra manna maka, því að
varla fer hann með blekkingar,
þar sem hann motto er: „Stað-
reyndir gegn blekkingum. í
framhaldi af þessu ræðir I.A.Þ.
um afstöðu þessara nokkru
kennara til flokkunar á
kennurum og andúð mína og
sálufélaganna á þeirri afstöðu.
Eftir þeirri afstöðu, sem
Ingólfur lýsir nú, hefðu állir
kennarar með próf frá Kennara-
skólanum, og kennarar með eins
árs nám við háskóla og pám í
uppeldisfræðum átt að fara í 19.
launaflokk, í þeim hópi hefði ég
t.d. orðið. Hið rétta er, að engar
tillögur í þessum anda voru
voru bornar fram innan stjórnar
IL.S.F.K., hvorki af Ingólfi né
öðrum. Hér gæti ég hugsað, að
hann væri að rifja upp grein,
sem hann ásamt öðrum kennara,
gerði fyrir því, að þeir sátu hjá
við atkvæðagreiðslu, sem um
getur hér á eftir, en þó er sú
bókun í engu samræmi við það,
sem Intgólfur kallar hér tillögur,
og ekki get ég ímyndað mér,
hvernig hann fær hugmyndina
um andúð mína og sálufélaganna
á málefni, sem aldrei var tekið til
umræðu. Þetta verður að flokk-
ast undir einhverja tegund af
staðreyndum, sem ég ekki þekki.
Tillögur stjórnar L.S.F.K. voru
lengi að mótast otg tóku breyt-
ingum á samningstímabilinu
eftir því sem samningum miðaði
áfram. Þess vegna getur Ingólfur
vitnað í ýmsar tillögur, sem eru
ósamhljóða eftir þvi, hvenær
þær koma fram. En hvers vegna
birtir Ingólfur ekki lokasam-
þykkt stjórnarinnar, sem gerð
var eftir að sýnt var, að samn-
ingsaðilar vildu ekki taka
ákvæðið um námskeið inn í
kiarasamning? Sambvkkt beas.i
var gerð á fundi stjórnar L.S.F.K.
28. sept. 1963 og er svohljóðandi:
„Með bréfi dags. 23. sept. 1963
óskar Kjararáð umsagnar stjórn-
ar L.S.F.K. um bréf undirritað af
5 kennurum gagnfræðastigsins,
sem Kjararáði hefur borizt og
fjallar um röðun fastráðinna
kennara í launaflokka. í tilefni
af þessu óskar stjórn Landssam-
bandsins að taka fram:
1. í bréfinu og meðfylgjandi
fundarsamþykkt verður ekki
annað séð, en höfð sé í huga lög
og almenn hefð, er krafzt er 18.
launaflokks fyrir alla fasráðna
gagnfræðaskólakennara.
2. Stjórn L.S.F.K. skrifaði
menntamálaráðherra bréf ásamt
greinargerð dags. 17. apríl 1963,
þar sem farið var fram á, að
allir fastráðnir framhaldsskóla-
kennarar taki laun samkvæmt 17.
ifl. nema efni væru til skipa
þeim í hærri launaflokka. Afrit
bréfs þessa fylgir hér með.
3. Kjararáð hefur gefið út
yfirlýsingu, staðfesta af samn-
mganefnd ríkisstjórnarinnar, um
fyrirvara á röðun og sérstöðu
fastráðinna starfsmanna í þeim
launasamningum, sem fram fóru
á fundum með sáttasemjara.
4. í áðurnefndu bréfi til mennta
málaráðherra lýsti Landssam-
bandsstjórniri áliti sínu í sam-
bandi við röðun fastráðinna fram
haldsskólakennara í launa-
flokka eftir því sem lög og
venjur leyfðu.
Formlegt svar hefur ekki bor-
izt frá Menntamálaráðuneytinu
við bréfi þessu. Af viðtölum við
fræðslumálastjórnina hefur kom-
ið fram sú skoðun, að úrskurðar-
vald í máli þessu heyri undir
Kjaranefnd.
Stjórn Landssamibandsins ósk-
ar því þess, að mál þetta verði
tekið upp við samninganefnd
ríkisstjórnarinnar og' síðan lagt
fyrir Kjaranefnd, ef samnings-
lausn fæst ekki.
í sambandi við meðferð máls-
ins vill stjórn Landssambandsins
taka fram, að hún telur kröfur
kennaranna sanngirniskröfu,
sem taka beri til greina.“
Bréf þetta var borið undir at-
kvæði og samþykkt samhljóða.
Þá hafði Ingólfur það mikla
ábyrgðartilfinriingu, að hann sat
hjá. Nú segir hann orðrétt. „Þessi
krafa var aldrei borin fram eða
samþykkt af þeirri stjórn, ein-
faldlega vegna þess, að það hafði
farið í bága við samþykktir
þingsins.“ 18. launaflokkur hefur
alltaf verið nefndur hæsti flokk-
ur, sem gagnfræðaskólakennarar
gátu gert sér von um að komast
í, þótt cand. mag. prófs menn
menn væru í 19. lfl., enda hafa
engir kennarar þess stigs gert
kröfu um -að vera með þeim í
lfl.
Þessu til viðbótar vil ég að-
eins geta þess, að á einum stað
talar I.A.Þ. um ágreining innan
núverandi stjórnar og segir, að
þar geti núverandi starfsmaður
og ritari ekki einu sinni farið
með rétt mál. Allt, sem hann
segir um þennan ágreining, er
hugarburður. Eina atriðið, sem
ágreiningur varð um, gat ég um
í fyrri grein minni og það var
allt annað en það, sem I.A.Þ. ræð-
ir hér um. Svo mikill grautar-
haus er I.A.Þ. að honum tekst,
þótt sennilega sé óvart" að halda
því fram, að hann og aðrir há-
skólamenntaðir kennarar séu nú
flokkaðir hærra en þeir eiga
raunverulega að vera. Hann
segir, og ræðir þá um, að kjara-
dómslögin hafi ekki verið látin
verka aftur fyrir sig: „f hverju
liggur þá þessi afturvirkni, sem
J.E. og sálufélögum hans verður
CVO tiArnti um btair Irnnnarar
sem hér eiga hlut að máli glata
auðvitað engum rétti, þótt reynt
sé að bæta að nokkru úr því
ranglæti, sem háskólamenntaðir
kennarar hafa orðið fyrir árum
saman.“ Sem sagt, það er verið
að bæta þeim gamalt ranglæti,
en ekki að staðsetja þá í launa-
stiganum í samræmi við stöðu
þeirra og menntun. Svo hrædd-
ur er I.A.Þ. um að þessi sess
þeirra í launastiganum sé valt-
ur, að hann óttast að það kunni
að draga háskólamenntaða kenn-
ara niður, ef settir eru í flokk
með þeim kennarar, sem voru
í stöðum 1. júlí ’63. Ég skal róa
I.A.Þ. með því, að fullvissa hann
um, að stjórn L.S.F.K. mun gera
það, sem hún megnar til að há-
skólamenntaðir kennarar verði í
launaflokki í samræmi við aðra
háskólaménntaða menn með sam
bærilega menntun, en það verður
reynt að láta hina fylgja með,
þótt I.A.Þ. þoli það illa. Þegar
iðnlögigjöfin gekk í gildi, fengu
próflausir iðnaðarmenn rétt til
að starfa áfram í iðngreinum
sínum og engum hefur dottið í
hug, að þeir ynnu fyrir lægri
launum en þeir, sem prófin hafa.
Hér koma tvö dæmi um rök-
snilli I.A.Þ. Hann ræðir um
sömu laun fyrir sömu vinnu og
segir: „Ég hef sýnt fram á það
á öðrum stað j Alþýðúblaðinu 7.
maí, að slagorðið um sömu vinnu
stenzt ekki.“ Um regluna, að
eins flokks munur sé milli skóla-
stiga segir hann: „Þessa reglu
viðurkenna ekki lengur aðrir en
þeir, sem- eru á móti menntun
enda er hún ranglát“. Hvað
skyldu menntaskóla-, kenn-
araskóla- og háskólakennarar
segja um þetta? Hér skal hætt
að taka dæmi. Þetta nægir til að
sýna heilindin í grein Ingólfs.
Persónulega hef ég engra hags-
muna að ,gæta í sambandi við
þessi launamál. Ég var ekki
nema tvo mánuði kennari í gagn-
fræðastigi eftir að kjaradómur
gekk í gildi og var aldrei í sam-
tökum 16. fl. kennaranna. Ég hef
því sett mér að segja hér sögu
eins og hún hefur gengið til, og
átti alls ekki von á því, að úr
því þýrfti að verða neitt aur-
kast.
Þeigar ég hitti Ingólf í áður-
nefnt skipti, lánaði ég honum
annað heimildarrit það, sem
hann sækir heimildir í, þegar
hann semur grein sína, en það
var skýrsla námskeiðsnefndar
til menntamálaráðuneytisins.
Skýrslan er upp á 40 vélritaðar
síður, en ekki gat Ingólfur fund-
ið nema þrjár línur til að gera
athugasemdir við, eftir öll stóru
or^in um fulltrúa L.S.F.K. I
þeirri nefnd í fyrri grein hans.
En þessar línur snerta hjarta
hans, þær fjölluðu um próf. Svo
heilög virðast Ingólfi prófin, að
manni fer að detta í hug, að próf
hans hafi ekki verið metin sem
skyldi, t.d. í sambandi við um-
sóknir um stöður. Eru virkilega"
til ennþá svo sérvitrir menn, að
þeir líti á manninn bak við próf-
ið engu síður en námið, sem-bak
við það er?
Sá eldurinn er heitastur, er á
sjálfum brennur, segir Ingólfur
í grein sinni.
Sem betur fer eiga háskóla-
menntaðir kennarar enga óvild-
armenn innan stjórnar L.S.F.K..
heldur telja allir þar skyldu
sína að vinna að málefnum
þeirra eins og annarra meðlima
sambandsins, en þeir væru illa
settir, ef þeir væru settir utan-
garðs þar, og ættu svo ekki betri
málsvara í sínum hópi en Ingólf
A. Þorkelsson.
Sýslunefnd Suður-Múlasýslu. Sitjandi frá vinstri: Sigurjón Jónsson, Breiðdal; Hrafn. Sveinbjam
arson, Vallahreppi; Vilhjálmur Björnsson, Búðahreppi; Axel V. Tulinius, sýslumaður; Asgeir
Júlíusson, Eskjfjarðarhreppi; Guðjón Hermannsson, Norðfjarðarhreppi, Kristján Guðnason Skrið
dalshreppi; Stefán Björnsson, Fáskrúðsfjarðarhreppi. — Standandi frá vinstri: Þorfimnur Jó-
hannsson, Geithellnahreppi; Magnús Guðmundsson, Reyðarfjarðarhreppi; Stefán Ólafsson Helgu
staðahreppi; Hermann Guðmundsson, Beruneshreppi; Vilhjálmur Hjálmarsson, Mjóafjarðarhreppi,
Sigurður Magnússon Eiðahreppi, Friðgeir Þorsteinsson, Stöðvarhreppi; Björn Sveinsson, Egilsst.
Sérstök vegaáætiun verði gerð
Frá sýslufundi í S-I\lúlasýslu
AÐALFUNDUR sýslunefndar
Suður-Múlasýslu var haldinn á
Eskifirði dagana 15. og 16. júní
s.l. Aðalverkefni fundarins var
samþykkt f jögurra ára áætlunar
um framkvæmdir á sýsluvegum
sýslunnar, en til þeirra verður
varið um 1 milljón kr. þessi
fjögur ár, er áætlunin nær yfir,
og eru vegirnir alls um 86,9 km.
að lengd.
Niðurstöðutölur fjárhagsáætl-
unar Suður-Múlasýslu eru kr.
1.245.667,52, en sýslusjóðsgjald
samtals kr. 1.225.000,00. Til
menntamála er varið kr. 366.510,
00; til heilbrigðismála kr. 135.000,
00; til atvinnumála kr. 130.00,00;
til samgöngumála auk sýsluvega-
kostnaðar kr. 50.000,00 og til lög-
gæziu kr. 275.000,00. Eins Og
undanfarin ár var einnig lagt í
sýslu kr. 100.000,00 og hafa Þá
alls verið lagðar í hann kr.
framkvæmdasjóð Suður-Múla-
300.000,00. Fé úr Framkvæmda-
sjóðnum var nú veitt í fyrsta
skipti, kr. 100.000,00 sem óaftur
kræft framlag til byggingar
íþróttahúss á EskifirðL
Framlag þetta var veitt til
minningar um Axel V. Tuliníus,
er var sýslumaður Suður-Múla-
sýslu frá 1895 til 1911, en síðar
fyrsti forseti Í.S.I. og skátahöfð-
ingi íslands, í tilefni þess, að 6.
júní s.l. voru 100 ár liðin frá
fæðingu hans. En hann var fædd
ur á Eskifirði og í sýslumanns-
tíð sinni gekkst hann mjög fyrir
fimleikaiðkunum ungra manna,
sem þá vor mjög fáfcítt hér á
kndi
Enn fremur voru veittar kr.
35.000,00 úr sýslusjóði til Ung-
menna- og íþróttasambands Aust
urlands til að gángast fyrir holl-
um samkomum fyrir æskulýð-
inn, þar sem áfengi er ekki haft
um hönd.
Meðal ályktana, er sýslufund-
urinn gerðL voru áætlanir um
atvinnumál og um samgöngumál
og fara þær hér á etfir:
Sýslufundur Suður-Múlasýslu
1965 ályktar, að hlutur sýslunn-
ar til nýlagninga þjóðvega í ný-
gerðri vegaáætlun sé óeðlilega
lítil miðað við ástand vega innan
sýslunnar og hversu erfitt er þar
að leggja vegi. Sýslufundur bend
ir á til samanburðar, að á ísa-
fjarðarsvæðinu einu á Vestfjörð-
um er varið til nýlagninga vera
yfir 40 millj. kr. samkvæmt sér-
stakri vegaáætlun um Vestfirði
umfram aðra landshluta.
Fundurinn skorar á þing og
stjórn að hefja þegar undirbún-
ing að sérstakri vegaáætlun fyrir
Austurland, þar sem hlutur þess
sé stórbættur.
Þá lætur fundurinn 1 ljós
áhyggjur yfir, að þeir vegir, sem
fullgerðir hafa verið, hljóta að
ganga mjög úr sér á áætlunar-
tímabilinu, þar sem sama krónu-
tala er látin nægja til viðhalds
og undanfarin ár, en ekkert til-
lit tekið til aukinnar umferðar
Og minnkandi verðgildis fjárins.
Oddvita var veitt heimild til
að taka lán f.h. sýslusjóðsins hjá
Sparisjóði Fáskrúðsfjarðar, að
fjárhæð allt að 1,5 milljón kr.,
og endurlána vegagerð ríkisins
til að hefja framkvæmdir við
vegagerð út fyrir Vattarnés til
Fáskrúðsf j arðar.
Aðalfundur sýslunefndar Suð-
ur-Múlasýslu 1965 fagnar því, að
hilla skuli undir síldarverksmiðj
ur á Djúpavogi og Stöðvarfirði,
en ítrekar fyrri ályktanir um
nauðsyn þess, að byggð verði
stór síldarverksmiðja sunnan
Gerpis, væntanlega á Mjóeyri
við Eskifjörð, að reist verði
tunnuverksmiðja á Reyðarfirði,
að bætt verði á næstu árum
hafnarskilyrði á Stöðvarfirði,
Breiðdalsvík og Djúpavogi. Enn
fremur verði hafizt handa um
hafnarbætur og undirbúning
byggingar síldarverksmiðju við
Mjóafjörð. Þá telur fundurina
mikilvægt, að aukin verði aðstoð
til einstaklinga og félaga vegna
sem nauðsynlegt er vegna at-
kaupa á nýjum fiskiskipum, þar
vinnuuppbyggingar.
Fundurinn telur, að efla beri
landbúnað, m.a. með svo öflugum
stuðningi við ræktun og bústofn,
að frumbýlingum skapist mögu-
leikar til búreksturs, og þannig
að honum búið, að hann geti
keypt vinnuafl til jafns við aðra
atvinnuvegi.
Fundurinn ítrekar ábendingu
um brýna nauðsyn á aukningu
rafmagnsframleiðslu fyrir Aust-
urland til daglegra þarfa og efl-
ingar iðnaðar í næstu framtíð.
Þá vill fundurinn itreka, að
sem allra fyrst verði kannaðir
til hlítar möguleikar á hagnýt-
ingu jarðhita og jarðgass á Ausfc-
urlandL