Morgunblaðið - 29.06.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.06.1965, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLADID Þriðjuclagur 29. júní 1965 Guðmundur Halldórsson, forseti Landss. iðnmanna MINNiNG Kveðja frá Landssambandi iðnaðarmanna. GUÐMUNDUR Halldórsson, for- seti Landssambands iðnaðar- manna lézt að heimili sínu mánu- daginn 21. júní sl., 61 árs að aldri. Guðmundur var kosinn forseti Landssambands iðnaðarmanna á 22. Iðnþingi íslendinga í Reykja- vík 4. nóv. 1960 og endurkjörinn á 25. Iðnþinginu í Reykjavík 26. okt. 1963. Guðmundur Halldórsson naut trausts og vinsælda meðal iðnað- armanna, enda var hann maður drenglundaður og kostaði frem- ur kapps að vinna menn til fylg- is við skoðanir sínar en að þvinga fram aðgerðir í skjóli meirihluta- valds. Hann gjörþekkti málefni iðnaðarmanna enda voru afskipti hans af þeim drjúgur þáttur í ævistarfi hans. Reynsla hans og þekking á þessu sviði reyndist iðnaðarmönnum oft bæði dýrmæt og heilladrjúg. í starfi sínu sem forseti Lands- sambandsins gerði Guðmundur »ér far um að byggja upp lífræn tengsl milli sambandsfélaganna til að efla einingu og samstöðu meðal iðnaðarmanna. Hann lét ekkert tækifæri ónotað til að vekja áhuga iðnaðarmanna á þeim málum, sem þá vörðuðu, enda var honum vel ljóst að ekki var að vænta mikils árangurs af starfi heildarsamtaka iðnaðar- manna nema ríkjandi væri al- mennur áhugi meðal þeirra sjálfra á hinum faglegu málefn- um og réttarstöðu þeirra í þjóð- félaginu. Honum var það kapps- mál að efla iðnmenningu þjóðar- innar og auka veg íslenzkra iðn- aðarmanna og skapa þeim álit og virðingu meðal samborgara sinna. Störf Guðmundar Halldórsson- ar í þágu félagssamtaka iðnaðar- manna eru svo margþætt, að þau verða ekki rakin hér í smáatrið- um. En allt sem horfði til fram- fara á sviði iðnaðar voru hans á- hugamál, og hann var jafnan reiðubúinn til að styðja hverja þá hugmynd og vinna að fram- gangi sérhvers málefnis, sem stuðlaði að aukinni iðnmenningu og auknum hróðri iðnstéttanna. Með Guðmundi Halldórssyni er fallinn valinn forystumaður í sveit iðnaðarmanna. Landssam- band iðnaðarmanna þakkar hon- um óeigingjörn og heilladrjúg störf í þágu íslenzkra iðnaðar- manna. Það gagn, sem hann vann stétt sinni, verður seint fullþakk- a& t f DAG fer fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík útför forseta Landssambands iðnaðarmanna, Guðmundar Halldórssonar húsa- smíðameistara. Guðmundur lézt snögglega að heimili sínu mánudaginn 21. þ.m. Með Guðmundi er fallinn, á bezta aldri, einn af fremstu og beztu mönnum í forystuliði iðn- aðarmanna, verður það skarð, sem nú er höggvið í þá fylkingu vandfyllt. Guðmundur var um fjölda ára einn af fremstu forystumönnum í samtökum iðnaðarmanna í Reykjavík, bæði í sérfélögum byggingamanna og í heildarsam- tökum þeirra, og nú á annan ára- tug í forystu Landssamtaka iðn- aðarmanna. Guðmundur var fæddur 7. des. 1903 að Gröf í Miklaholtshreppi í Hnappadalssýslu. Ólst hann þar upp hjá foreldrum sínum og dvaldi þar fram til 1929. Á upp- vaxtarárum sínum vann hann alla algenga vinnu eins og geris til sveita. Tók hann.ungur þátt í Ungmennafélagshreyfingunni í sveit sinni, mun sá félagsskapur hafa orðið honum, sem svo mörg- um öðrum á þeim árum, drjúgt veganesti undir það starf, sem beið hans í samtökum iðnaðar- manna. Árið 1929 fluttist Guðmundur Halldórsson til Reykjavíkur og hóf nám í húsasmíði hjá Sig- mundi Halldórssyni bróður sín- um, síðar byggingafulltrúa í Reykjavík, sem lézt á síðastliðnu ári. Svo vel þekkti ég Sigmund frá þeim tíma, að ég er þess full- viss að hjá honum hefur Guð- mundur fengið góðan skóla og undirbúning undir síðari fjöl- þætt störf í iðnaði og félagsmál- um. Guðmundur lauk sveinsprófi í húsasmíði árið 1934 með ágætum vitnisburði. Árið 1935 réðist.hann til Kornelíusar Sigmundssonar, múrarameistara, serm þá var með umsvifamestu byggingameistur- um í Reykjavík og var Guðmund- ur hjá honum allt til 1943. Komu þá fljótt í ljós forystuhæfileikar Guðmundar, því síðari árin var hann yfirsmiður hjá Kornelíusi. Árið 1943 réðist Guðmundur til Byggingafélagsins Brúar sem yf- irsmiðar og varð fljótlega fram- kvæmdastjóri þess, og gegndi því starfi þar til 1956, að hann réðist til Reykjavíkurborgar sem eftir- litsmaður með öllum húseignum borgarinnar, gegndi hann því starfi til æviloka. Hvar og að hverju sem Guð- mundur gekk hafa skýrt komið í ljós hans ágætu forystuhæfi- leikar og var hann því ávallt mjög eftirsóttur til allra starfa, og kom það ekki sízt fram í hin- um fjölmörgu félagsmálastörfum, sem hann leysti af hendi. Að loknu iðnprófi gekk hann í Trésmiðafélag Reykjavíkur, sem þá var samfélag meistara og sveina og má segja að þá um leið hafi hafizt félagsstörf hans fyrir samtök iðnaðarmanna, sem hafa staðið viðstöðulaust fram til síð- ustu stundar og ávallt í vaxandi mæli og ábyrgð. Var hann fljótt kosinn í stjórn Trésmiðafélagsins og formaður þess um árabil . Þegar að því kom að Trésmiða- félaginu var skipt árið 1954 i meistara- og sveinafélag, gerðist Guðmundur stofnandi að meist- arafélaginu og var kosinn fyrsti formaður þess. Hann var hvata- maður að stofnun Meistarasam- bands byggingamanna og um fjölda ára fulltrúi'trésmiða í Iðn- ráði Reykjavíkur og formaður þess síðustu 15 árin. Guðmundur var kosinn í stjórn Landssambands iðnaðarmanna ár ið 1952 og kosinn forseti þess 1960 og hefur verið það síðan. Frá 1956 hefur hann verið full- tfúi Landssambandsins í Iðn- fræðsluráði og verið varaformað- ur Iðnaðarmannafélagsins í Rvík um árabil. Hann var í stjórn Nor- ræna byggingadagsins, Sýningar- samtökum atvinnuveganna, i stjórn Iðngarða h.f. frá stofnun þeirra, í vörusýninganefnd og í stjórn Húsfélags iðnaðarmanna. Hann var í nefnd þeirri, sem end- urskoðaði iðnfræðslulögin og end urskoðandi Iðnaðarbanka íslands h.f. Margt fleira mætti telja af félagsstörfum, sem Guðmundi hafa verið falin, en ég læt hér staðar numið. Öll þessi fjölþættu félagsstörf voru unnin sem aukástörf í hvíld ar og frítímum frá oft umsvifa- miklum daglegum störfum, má af því ráða að hvíldartíminn hef- ur ekki oft verið langur, því aldrei sparaði Guðmundur tíma eða fyrirhöfn, því að starfið var honum allt. Vegna langs starfstíma við fjöl þætt iðnaðarstörf, mikillar reynslu í félagsmálum og afbragðs upplags, reyndist honum ávallt auðvelt að vinna að félagsmálum iðnaðarmanna og vera í forystu þeirra, enda hafa iðnaðarmenn eins og reynslan sýnir, óspart not að sér það á liðnum árum, með því að fela honum sivaxandi störf og ábyrgð. Guðmundur kvæntist 16. nóv. 1931 eftirlifandi konu sinni, Jó- hönnu Lovísu Jónsdóttir frá Höfn í Fljótum. Hefur sambúð þeirra verið með ágætum. Má nærri geta að ósjaldan hefur það skapað óþægindi og erfiði fyrir eiginkonu og fjölskyldu, öll þau störf sem Guðmundur hafði með höndum og fáar hljóta að hafa verið stundirnar, sem hann gat verið óskiptur með fjölskyldu sinni, en óhætt má fullyrða að án góðrar konu hefði honum ekki tekizt að ljúka sínu dagsverki, enda var hún honum sú stoð, sem þurfti og stóð við hlið hans í öll- um hans störfum. Þau hjón eignuðust þrjár clæt- ur, tvær þeirra eru búsettar í Reykjavík og ein í Danmörku. Að Guðmundi Halldórssyni látn um er sár harmur kveðinn, ekki eingöngu að eftirlifandi konu hans og fjölskyldu, heldur og að samstarfsmönnum og vinum um allt land, en bót er í harmi að minnast hans góðu og miklu verka og sem framúrskarandi góðs félaga. Ég flyt Guðmundi látnum þakk ir fyrir löng og góð kynni og góða samvinnu okkar á milli öll þau ár, sem við höfum starfað saman, ég flyt honum einnig þakkir iðnaðarmanna fyrir öll störfin, sem hann vann í þeirra þágu. Eftirlifandi konu hans og öðr- um ástvinum færi ég hugheilar samúðarkveðjur og bið þeim styrks og blessunar frá þeim sem öllu ræður. Vigfús Sigurðsson. t AÐ kvöldi þess 21/6 þegar mér barst tilkynningin um andlát Guðmundar Halldórssonar, for- seta Landssambands iðnaðar- manna, kom fregnin algjörlega flatt upp á mig, því að fyrir nokkrum dögum vorum við sam- an í góðum veizlufagnaði og þá var hann eins og hann átti að sér, glaður og reifur og enga veilu var hægt að sjá á heilsu hans. Því varð það með mig, eins og margan hendir, að þótt við vit- um að lögmálið er, að dauðinn ber á hvers manns dyr einhvern tíma og oft þannig að ekki er gert boð á undan, þá finnst manni, að það sé svo fjarstæðukennt þeg ar um vini manns er að ræða eða nánustu ættingja. Þetta kvöld varð mér ákaflega dapurt. Mér gekk illa að dreifa huganum frá þeirri sorglegu staðreynd að Guðmundur Hall- dórsson væri algjörlega horfinn héðan. Minningarnar hrönnuðust upp frá liðnum samverustundum okkar. Ég man hann fyrst þegar hann óvenjulega fallegt ung- menni þeysti í hlað á Búðum, á- samt föður sínum, sem annaðist póstferðir á sunnanverðu Snæ- fellsnesi áður en bílferðir hófust. Halldór faðir Guðmundar var höfðingi í héraði, glæsimenni og framúrskarandi góðmenni. Hesta maður mikill og átti ævinlega góða hesta. Það var því góðra gesta von, þegar þá feðga bar að garði. Leiðir okkar liggja svo aftur saman hér í Reykjavík frá árinu 1928, að báðir fara í iðnnám og í skóla. Þar skarar Guðmundur, sem víðar, fram úr öðrum sakir góðra gáfna og námshæfileika sinna. í félagsmálum iðnaðarmanna störfuðum við mikið saman, fyrst í Meistarafélagi húsasmiða, en eins og kunnugt er var Guðmund ur fyrsti formaður þess félags og gerður að heiðursfélaga á 10 ára afmæli þess. Hann var einn af aðalhvatamönnum að stofnun Meistarasambands bygginga- manna, þegar hann var formað- ur Meistarafélags húsasmiða. í stjórn Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík hefir Guðmundur verið um allangt skeið og starfað þar af sama áhuga og einlægni eins og hans var vani áð málefn- um iðnaðarmanna. Þótt Guðmundur hafi starfað í ótal stjórnum og nefndum í þágu iðnaðarsamtakanna, sem ekki verða talin upp hér, þá hafi reynt mest á hann eftir að hann var kosinn forseti Landssambands iðnaðarmanna og var þar með fyrirsvarsmaður iðnaðarmanna- samtakanna utan lands sem inn- an. Þá raun hefir Guðmundur staðizt með mestu prýði. Á Iðnþingum og með fyrir- lestrahaldi úti á landsbyggðinni hefir Guðmundur unnið stéttinni ómetanlegt gagn sem seint verð- ur fullþakkað. Stéttabarátta í lýðfrjálsu landi hlýtur alltaf að verða og ég held óumflýjanleg, og má kannski segja að hafi gengið einum of langt stundum. Guðmundur Hall dórsson var aldrei harður kaup- kröfumaður fyrir hönd stéttar sinnar, hann leit ævinlega með sanngirni á þau mál, með tilliti til annarra stétta þjóðfélagsins og þjóðarheildarinnar. Aftur á móti átti hann ekki gott með að þola ef iðnaðarstéttin var fyrir borð I borin af því opinbera í saman- burði við aðrar atvinnugreinar. Þessi kveðju- og minningarorð eru orðin fleiri en ég ætlaði í fyrstu. Mér er kunnugt um að aðrir muni minnast Guðmundar, geta um uppriana hans og ævi- starf. Ég þakka Guðmundi Halldórs- syni af heilum hug fyrir allt það góða sem hann hefir látið mér í té á okkar samferðalagi, fyrir glaðværð hans, fyrir bjartsýni hans á að koma góðum málum fram og fyrir góðvild hans, sem var hans aðalsmerki á hverju sem gekk í blíðu eða stríðu. Að endingu vil ég votta samúð mína konu hans, börnum og barnabörnum, systkinum, svo og öðru venzlafólki. L F. t í DAG verður til moldar bor- inn Guðmundur Halldórsson, for seti Landssambands iðnaðar- manna, en hann lézt úr hjarta- bilun 21. júní s.l. Guðmundur var fæddur 7. desember 1903 i Gröf í Miklaholtshreppi i Hnappadalssýslu, sonur Halldórs Bjarnasonar, hreppstjóra, og fyrri konu hans Þuríðar Jóns- dóttur. Guðmundur vann í æsku við bú föður síns, en 1929 flutti hann til Reykjavíkur og hóf nám í húsasmiði hjá bróður sín- um Sigmundi Halldórssyni, sem síðar var byggingafulltrúi I Reykjavík og lézt á s.l. ári. Burt- fararprófi frá Iðnskólanum i Reykjavík lauk Guðmundur 1933 og sveinsprófi í húsasmíði 1934. Vann hann síðan að húsa- smíði hjá Korneiiusi Sigmunds- syni, múrarameistara, og sem yfirsmiður frá 1937 til 1943. Ár- ið 1943 réðst Guðmundur til Byggingafélagsins Brúar h.f. sem yfirsmiður og varð síðar framkvæmdastjóri þess fyrirtæk is. Hjá Reykjavíkurborg hóf Guðmundur störf 1956 og hafði þar eftirlit með húseignum borg arinnar. Árið 1931 kvæntist Guðmund- ur eftirlifandi konu sinni Jó- hönnu Lovísu Jónsdóttur og áttu þau þrjár dætur: Kolbrúnu, gift er Viggó Sigurðssyni, verzlunarstjóra í Reykjavík, Auði, sem starfar í Iðnaðar- bankanum og Þuríði, sem bú- sett er í Danmörku og gift þar- lendum manni. Störf Guðmundar að félags- málum iðnaðarinanna voru mik- il, enda voru honum snemma fal in margvísleg trúnaðarstörf. Hann var í stjórn Trésmiðafé- lags Reykjavíkur í 10 ár og for- maður frá 1947-1950. Guðmxmd- ur var einn af stofnendum Meistarafélags húsasmiða 1954 og fyrsti formaður þess félags og heiðursfélagi. Hann var einn af hvatamönnum að stofnun Meistarasambands bygginga manna 1958. Guðmundur var fulltrúi iðnfélags síns í Iðnráði Reykjavíkur um árabil og for- maður frá 1950. í stjórn Landssambands iðn- aðarmanna var Guðmundur kos- inn 1952 og forseti sambandsins 1960. í starfi sínu sem forseti Landssamibands iðnaðarmanna vann hann ágætt starf, með þvl að halda uppi lífrænu sambandi við hin einstöku sambandsfélög og efla samheldni og einingu iðnaðarmanna. Mörg störf önnur en þau, sem hér hafa verið talin, innti Guð- mundur af hendi. Hann átti m. a. sæti í stjórn Iðnaðarmanna- féiagsins í Reykjavík, í stjórn Norræna byggingardagsins, Sýn- ingasamtaka atvinnuveganna h.f., varaformaður Iðngarða h.f, í prófnefnd húsasmiða, endur- skoðandi Iðnaðarbankans og I stjórn Norræna iðnsambandsins. Trúnaðarstörf þau, sem Guð- mundi Halldórssyni voru falin í félögum þeim og stofnunum, sem hann starfaði í, sýna betur en hrósyrði það traust, er til hans var borið og það mikla starf, sem hann vann í þágu iðn aðarins og iðnaðarmanna. Ég minnist samstarfs okkar Guðmundar í iðnaðarmálum I dagsins önn og á gleðistundum, ferða til iðnaðarmannafélaga úti á landsbyggðinni og Iðnþinga. Mér kemur í hug hversu oft við ræddum okkar sameiginlegu á- hugamál og hversu hreinskipt- inn Guðmundur var, og ég minn ist þess, að við höfðum uppi á- form nm að ræða við iðnaðar- armenn á Akureyri um iðnaðar- mál á þeim tíma, sem ég er nú að skrifa þessa minningargrein. Guðmundar Halldórssonar mun ég ætíð minnast sem góð* °g frjálslynds manns. Með innilegri samúðarkveðju til ekkju hans, barna og annarra aðstandenda. Bragi Hannesson. t Guðmundur Halldórsson húsa- smiðameistari er dáinn. Við er- um að kveðja hann hinztu kveðju í dag. Þetta er hin sorg- lega staðreynd, sem kom okkur samstarfsmönnum hans, ekki síð ur en vandamönnum, mjög á ó- Framh. á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.