Morgunblaðið - 29.06.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.06.1965, Blaðsíða 10
10 MOHGUNBLADIÐ Þriðjudagur 29. júní 1965 ☆ UNGUR Keflvíkingur, Ó- lafur Bjamason, hélt vestur um haf fyrir rúmum fimm árum til að ljúka þar mennta skólanámi. En að námi loknu gekk hann í bandaríska flot- ann, og hefur starfað þar síðan. ' Nýlega harst Mhl. eftirfar- andi grein um Ólaf, en grein- in er birt á vegum Upplýs- ingaþjónustu Bandaríkjanna, og skrifuð um borð í fiugvéla móðurskipi „U.S.S. Shangri La“, sem statt var einhvers- staðar á Miðjarðarhafi: Islendingurinn ungi segir að hann sakni enn fóstur- jarðarinnar, og muni ef til vill snúa heim og setjast þar að eftir að hafa ferðazt um svo til alllan hinn vestræna heim á undanförnuim fimm árum. Að minnsta kosti á hann eftir að fara þangað í heimsóknir öðru hvoru. Ólafur um borð í flugvélamóðurskipinu íslenzkur sjölföi hefur verið í fjögur ár í bandaríska flotanum Frakklandi, Grikklandi, . Tyrklandi og Spáni. Enginn þessara staða fékk hann til að gleyma fjölskyldu og vinum á íslandi, ségir hann, og hann hefur oft hitt íslendinga á ferðum sínum, þótt engan þeirra hafi hann hitt í flotanum. Nú síðast hitti hann fjóra íslendinga í Napoli á ítalíu í síðasta mán- uði, en þeir gengu þar í skóla. Þótt Óli hafi haft ánægju af veru sinni í flotanum og telji sig hafa lært margt, sem að gagni muni koma síðar, ætlar hann að hætta þar í júlí. Hvað við tekur er enn ekki endanlega ákveðið að öðru leyti en því að hann er ákveðinn í að heimsækja vini sína í Aurora og fara heim til íslands eins fljótt og auðið er: „Ég verð að sjá hvað býðst áður en ég geri áætlanir langt fram í tím- ann,“ segir hann. Aðspurður hvað hafi verið erfiðast fyrir hann í flotan- um, segir Óli: „Að venja mig við skiptingu manna eftir stéttum og virðingarstigum. .Heima (á íslandi) eru sumir merkari en aðrir, en samt eru allir svo til jafnir þjóðfélags- lega. í flotanum eru foringj- ar og óbreyttir tvær áber- andi aðskildar stéttir." Af öllum þeim stöðum, sem Óli hefur heimsótt, kann hann bezt að m-eta: Grísku eyjuna Rhodos, Valetta á Möltu, og St. Thomas á Jóm- frúareyjum. Gæti það verið af því að honum líkaði bezt á eyju með tiltölulega fáum í- búum? Á eyju eins og ís- landi? (Upplýsingaskrifstofa USS Shangri La, 10. júní 1965) Sólin varpaði hlýjum geisl- um sínum á Keflavík í marz mánuði 1960 þegar Óli Bjarnason, 17 ára, kvaddi heimili foreldra sinna, Bjarna Guðmundssonar og konu hans, og hélt til bæjarins Aurora í North Carolina, Bandaríkjunum þar sem hann átti að búa hjá vinum sínum. Hann man það enn að nap- ur kuldi var í New York, þegar flugvél hans lenti þar, og að hann kom til „sól- ríkra“ Suðurríkja Bandaríkj- anna í hríðarbyl. En ef veðráttan kom Óla á óvart, kom Óli ekki síður gestgjöfum sínum á óvart.' Hann eignaðist ungan bandarískan vin í slcátastarf- sseminni á Keflavíkurflug- velli, og þessi vinur bauð Óla að koma heim til sín í Aur- ora og ljúka þar mennta- skólanámi. Vinur þessi er Fred ,3onner, sem' var í varn- arliðinu í Keflavík er þeir fyrst kynntust. Fred tók á móti Óla á flug- vellinum í New York, og fór síðan með hann heim til að hitta foreldra sína, Dodd Bonner oi frú. Frú Bonner opnaði dyrnar fyrir Fred og spurði: „Hvar er litli íslendingurinn, sem þú komst með til okkar?“ En Óli er 188 sntímetrar og gnæfði yfir frú Bonner, sem er tæpir 153 sm. Hann varð fyrir svörum og sagði: „hér er ég“. Og frúin varð að halla aftur höfðinu og horfa upp til að sjá framan í þennan ó- vænta risa. Eftir lokapróf frá skólanum í Aurora 1961, gekk Óli í bandaríska flotann og gegndi störfum við herstöðvar 1 Chi- cago og Washington D.C., þar til í júlí 1982 að hann var sendur til Íslands til starfa þar hjá varnarliðinu á Kefla víkurflugvelli.. Hann var á íslandi í nærri tvö ár og vann við vigerðir á flugvélum og sem útvarps- þulur. Hann gekk í einkennis búningi bandaríska flotaans, og báru landar hans í Reykja vík og Keflavík því ekki kennsl á hann, enda urðu þeir furðu lostnir er hann talaði við þá á gallalausri ís- lenzku. „Það voru aðeins börnin, sem ekki urðu hissa“, segir hann. „Þau virtust líta á það sem sjálfsagðan hlut að bandarísk ur sjóliði talaði við þau ís- lenzku.“ Frá íslandi fór óli á flug- vélamóðurskipið Shangri La, en heimahöfn þess er í N_.ð- ’ur Flórida. Síðan hefur hann ferðast víða. Hann hefur heimsótt New York pg Boston í Bandaríkj- unum, Jómfrúareyjurnar á Karabíska hafinu, ýmsar borgir á Ítalíu, Sikiley, Möltu Ásgeir G. Stefánsson, framkvstj. — Minning Faeddur 28. marz 1890 Dáinn 22. júní 1965. EINN af þekktustu borgurum Hafnarfjarðár, Ásgeir G. Stefáns son, framkvæmdastjóri, er til moldar borinn í dag. Asgeir andaðíst hinn 22. júní og hafði hann átt við vanheilsu að búa síðustu árin, en var lengst af ævinnar heilsuhraustur maður. , Táp og dugnaður Ásgeirs kom snemma í ljós, og má með sanni segja, að hann var einn þeirra manna sem setti svip á bæinn. Ásgeir lauk sveinsprófi í tré- smíði 19 ára gamall. Sem bygg- ingarmeistari stóð hann fyrir j byggingu margra húsa og m. a. þessara stórhýsa: Sjúkrahúss ísafjarðarkaupstaðar, St. Jóseps | spítala, Hafnarfirði, Flensborg- ( arskólans og Landssímastöðvar- innar í Hafnarfirði, svo nokkuð i sé nefnt. Naut hann mikils álits í þessari grein, enda var hann dugnaðarforkur og hagsýnn við byggingarframkvæmdir. Á dögum þeirra, sem nú lifa, hafa íslenzkir atvinnuvegir aldrei lent í meiri öldudal, en á árunupm 1930 til 1940. Ein af- leiðingin var stórkostlegt at- vinnuleysi í flestum kaupstöð- um landsins, þar á meðal Hafn- arfirði. Hafnarfjarðarbær ákvað árið 1931, að stofna til togaraútgerð- ar á vegum bæjarins í atvinnu- bótaskyni. Leitaði bæjarstjórnin þá til Ásgeirs um að veita útgerðinni forstöðu, enda hafði hann þá fengizt nokkuð við útgerð. Ásgeir hvarf frá blómlegri byggingarstarfsemi, og tók að sér þetta starf, án efa fyrst og fremst til að bæta úr atvinnu- leysi í bænum. Ásgeir var fram- kvæmdastjóri bæjarútgerðarinn ar til ársins 1954 eða 23 ár og stjórnaði hehni af miklum dugn- aði. Einnig var hann fram- kvæmdastjóri togarans „óli Garða“, frá 1938, er hann og fleiri Hafnfirðingar festu kaup á því skipi. Togarafélagið h-.f. „Sviði“, var stofnað árið 1928, og var Ásgeir í stjórn þess og einn af stofn- endum. Mörgum trúnaðarstörfum gegndi Ásgeir, hann átti lengi sæti í bæjarstjóm Hafnarfjarð- ar, í stjórn Félags ísl. both- vörpuskipaeigenda, Landssam- bandi ísl. útvegsmanna og Eim- skipafélagi íslands. Ásgeir var maður tillögugóður og dreng- skaparmaður mikill, og þó hann væri meðal helztu forystumanna jafnaðarmanna, var hann ekki bundinn á neinn flokksklafa, jog átti auðvelt með að eiga gott samstarf við menn í öðrum flokkum, var þetta meðal ann- ars til þess að hann naut al- menns trausts og virðingar. — Ásgeir var sæmdur hinni ísl. Fálkaorðu. Asgeir var kvæntur Sólveigu Björnsdóttur, skipstjóra Helga- sonar, er lifir mann sinn ásamt þrem uppkomnum börnum og kjördóttur. J?au áttu hið glæsi- legasta heimili að Brekkugötu 24 og eiga margir góðar minn- ingar þaðan. Með Ásgeiri er genginn góð- ur og gegn maður, sem sópaði að hvar sem hann fór. Hinir mörgu vinir hans minnast hans með virðingu og söknuði, og senda ástvinum hans innilegar samúðarkveðjúr. Loftur Bjamason. -Leiðrétting í SÍÐARI grein minni með þess- ari fyrirsögn, í Morgunblaðinu föstudaginn 2i5. júní, hefir fallið niður lína í prentun, svo að sam- hengi og hugsun ruglast. Máls- grein í næst síðasta dálki grein- arinnar á að vera þannig: Það var lýðháskólamaðurinn C. P. O. Christensen, sem 1947 setti fram hugmyndina um af- hendingu handritanna, setti hana fram og vann að henni á þann nátt að nær allir skólastjórar danskra lýðháskóla og megin- þorri allra kennara við skólana fylktu sér um þessa fyrirætlun. — o. s. frv. — Þetta bið ég þá sem lesið hafa greinar mínar, og áhuga hafa á málinu, að athuga. Á. G. E.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.