Morgunblaðið - 29.06.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.06.1965, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. júní. 1965 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík- Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. STÖÐVUN SÍLD VEIÐIFL OTANS au tíðindi gerðust nú um helgina, að sjómenn á síld arskipunum sendu sjávarút- vegsmálaráðherra skeyti til að mótmæla bræðslusíldar- verði því, sem yfirnefnd lög- um samkvæmt hefur ákveðið. Það er lágmarkskrafa, að réttum aðilum hefði a.m.k. verið gefinn einhver frestur til þess að rannsaka sjónar- mið þeirra ,sem telja sig ekki geta sætt sig við það lágmarks verð, sem ákveðið hefur verið. Núverandi fyrirkomulag við ákvörðun síldarverðs, sem og annars fiskverðs, var upp tek- ið með lögum um verðlags- ráð sjávarútvegsins 1961. Með hinni nýju stefnu í efnahagsmálum, sem upp var tekin 1960 var tekið upp eitt gengi á íslenzkri krónu, en áður höfðu þau í rauninni verið milli 40 og 50. Mátti þá segja, að að því er gengisskráningu varðaði gæti útflutningsatvinnuvegirnir vel við unað. Var þá eftir að ákveða hvernig skiptingin inn á við færi fram. Það var svo ákveðíð með lögum um verðlagsráð sjávar- útvegsins, sem sett voru 1961, og var þeim fagnað af öllum aðilum sjávarútvegsins og sett í samræmi við óskir þeirra. Lauk þar með því ófremdar- ástandi, sem verið hafði á fjárhagskerfi þjóðarinnar um langt árabiJ Ákvörðun um bræðslusíld- arverð á yfirstandandi síldar- vertíð var tekin lögum sam- kvæmt af yfirnefnd eftir að verðlagsráð hafði um það fjaillað um nærri 4 vikna skeið. Gildandi bræðslusíld- arverð felur í sér 22% hækk- un til skipahna frá árinu áð- ur, ef ekki er tekið tillit til verðjöfnunargjalds, sem að sjálfsögðu kemur bæði út- gerð og sjómönnum til góða í hækkuðu saltsíldarverði og flutningsstyrk til Norður- landshafna, ef löndunarstöðv- un er á Austfjörðum. Ef reikn að er með verðjöfnunargjald- inu nemur hækkun bræðslu- síldarverðsins úm 27 % frá síð asta árL Það er ljóst, að með stöðv- un síldveiðiflotans í mótmæla skyni við ákvörðun yfirnefnd ar um bræðslusíldarverð, er gerð tilraun til þess að brjóta niður rétt landsíög, Slíkt atferli aflar þeim, sem að því standa, ekki samúð- ar hjá almenningi, enda virð- ist ljóst, að verkfall skipstjór- anna án fyrirvara Se einnig brot á vinnulöggjöfinni. Ágreiningur var í yfir- nefndinni um dómsniðurstöð- una og var' hún samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur og er að sjálfsögðu bindandi fyrir alla aðila. Ef farið er að lögum, eins og sjálfsagt er að gera, áttu skip stjóramir að láta óánægju snía tT ljós á anaaan hát.t en þeir hafa gert. Vera má að einhver ákvæði bráðabirgðalaganna um verð jöfnunar og flutningasjóð síldveiðiskipa gætu farið bet- ur. Og úr því sem komið er, hljóta allir þjóðhollir menn að óska þess og treysta, að viðræður þær, sem hefjast í dag, milli fulltrúa skipstjór- anna og útvegsmanna upp- ræti hugsanlegan misskilning og leiði til þess að farsæl lausn fáist á þeæari deilu. VI0TÆKJA- VERZLUNIN tlþýðublaðið fyrtist mjög í *• forystugrein sl. sunnudag egna skrifa Mbl. um Við- ækjaverzlun ríkisins og virð- ;t meginröksemd blaðsins y^rir því, að sú stofnun skuli tarfa áfram vera sú, að menn ígarstofnanir á borð við ’jóðleikhúsið og Sinfóníu- ljómsveit íslands mundu íða hnekki við það, að Við- ækjaverzlunin yrði lögð nið- ur. Það er ýmsum spurningum ósvarað varðandi rekstur Við- tækjaverzlunar ríkisins og meðan svo er mun Mbl. ræða mál þessa ríkisfyrirtækis eins og sjálfsagt er um opinber fyr irtæki. Viðtækjaverzlunin var stofnuð fyrir 35 árum og skyldi hún háfa einkasölu á útvarpsviðtækjum. Á það hef ur verið bent hér í blaðinu, að á síðustu árum hefur Við- tækjaverzlunin mjög dregið úr innflutningi sínum, en í þess stað veitt innfíytjendum heimild til innflutnings, án Kristnir menn hvíia ekki einir í katakombunum Fornleifarannsóknir afsanna alda- gamlan misskilning FRAN9KUR JESUITI og forn- leifafræðingur, faðir Pierre du Bourget, hefur fundið sannanir Iþess, að katakomburnar frægu í Róm voru ekki notaðar sem graf (hýsi a'ðeins fyrir kristna menn. Faðir du Bourget, sem sér um fornkristnideild listasafnsins í Louvre, var fyrsti fornleifafræð ingurinn, sem fékk leyfi frá Vatíkaninu til að rannsaka kata- komburnar. f nóvember sl. rannsakaði hann Via Appia katakomiburnar með svissneska listaverkaljós- myndaranum André Heid. Bók þeirra um málaralist í forn- kristni er nýkomin út í París. Árum saman hefur Vatíkanið heft rannsóknir í katakombun- um, sennilega vegna hins mikla fjölda kenninga um hvílustað jarðneskra leifa Péturs postula. Annar franskur fornleifafræðing ur, frú Francoise Robelin, sem hefur oft unnið með föður du Bourget, sagði, að katakomburn- ar væru ekki eingöngu rómversk ar eða kristnar að uppruna. Fað- ir du Bourget hefði fundið merki þess, að Etrúskar, ýmsir útlend- ingap og Gyðingar deila með þeim grafhýsunum. Kataíkombur eru Miðjar’ðar- hafsfyrirbrigði, en dæmi þeirra þekkjast, utan Rómar, í Napólí, Sikiley, Möltu og Júgóslavíu. Þar eru fögur listaverk frá fyrstu öldum kristninnar. Áður var mjög erfitt að taka ljósmyndir af mósaiki og máil- verkum í katakombunum, sök- um ljósleysis. Jafnvel gasblossa- ljó s föður du Bourget brást vegna loftleysis, —; en það sýn- ir einnig, að hinir kristnu, sem stundum leituðu hælis í sölum og göngum, hafa verið í hættu vegna súrefnisleysis. Þó er það almenn skoðun, að katakomb- urnar hafi aldrei veri'ð notaðar sem fastur samkomustaður krist inna manna. Faðir du Bourget fann nægar sannanir þess, að fólk af ýmsum kynstofnum hefur verið lagt til hinztu hvíldar í katakombunum. Hugmyndin um neðanjarðargraf hýsi er ekki heldur rómversk né kristin að uppruna. Hún kemur upprunalega frá Austurlöndum, og stórt Gyðinga samfélag bjó í Trastevere hverf- inu í Róm, löngu fyrir Gyðinga- ofsóknirnar í Landinu helga. Gyðingatákn, sjö arma ljósa- stika fannst við hli’ð kristilegra mosaikmynda af Góða hirðin- um. önnur gögn benda til þess, að Etrúskar hafi ráðið katakomb unum og elztu málverk í kristni eiga ætt sína að rekja beint til etrúskra jarðarfarasiða. Frú Robelin sag'ði „Katakomb- urnap eru miklu stærri en yfir- leitt hefur verið talið. Sennilega eru 15 meiriháttar katakombur og 4 þeirra opnar almenningi". Katakomburnar eru mikili þrándur í götu borgarskipulaga í Róm, byggingarfyrirtækja og arkitekta, vegna erfi'ðleika á því að finna byggingum tryggan grunn. í rómverskum lögum segir, að hverjar þær fram- kvæmdir, sem leiði af sér forn- leifafund, verði að stöðva sam- stundis. Tunnuflutningabíl frá Akureyri hvolfdi efst á Fjarðarheiði 23. júní sl. Engin slys nrðu á mönnum. Orsök slyssins munu vera þau, að djúp hola myndaðist í veginum og varð vart séð fyrr en komið var fast að henni. Litlar sem engar skemmdir urðu á bílnum. — (Ljósm. Hákon Aðalsteinsson). þess að farið sé eftir nokkrum ákveðnum reglum um þær leyfisveitingar, svo kunnugt sé. Það er auðvitað öllum fyrir beztu, að einkainnflytj- endur hafi innflutning þess- ara tækja með höndum eins og dnnað, en spyrja má í þessu sambandi, hvaðan Við- tækjaverzluninni kemur heim ild til þess að veita þessi „leyfi“. — Þeir, sem þessi „leyfi“ fá frá Viðtækjaverzl- uninni fýrir innflutningi á tækjum eða tækjahlutum verða að greiða 30% gjald til einkasölunnár af þessum inn- flutningi. Það væri kannski hægt að fá vitneskju um, hvaðan Viðtækjaverzlun rík- isins kemur heimild til þess að krefjast slíks gjalds? Þetta eru aðeins tvær af f jölmörgum spurningum varð andi rekstur Viðtækjaverzl- unar ríkisins, sem nauðsyn- legt er að fá svör við. Það gefst kannski tilefni til þess síðar að bera fram fleirL ÁST ÆÐULAUS ÓTTI Atti Alþýðublaðsins um það, " að Þjóðleikhúsið og Sinfóníuhljómsveit íslands mundu bíða mikinn hnekki ef Viðtækjaverzlunin yrði lögð niður er ástæðulaus með öllu. Ef menn telja á annað borð rétt að veita þessum menningarstofnúnum fjár- styrk af sölum útvarpstækja er ekkert auðveldara en að taka það gjald í tolli, þegar tækin eru flutt inn á vegum einkaaðila. Er nauðsynlegt að halda uppi skömmtunarskrifstofu, sem skammtar ekki eftir nein um reglúm, til þess að afla fjár til menningarstarfsemi? í þessum efnum sem öðrum er rétt að láta skynsemina ráða, en ekki tilfinningar og gamlar kreddur. Viðtækjaverzlun ríkisins hefur sjálf lagt niður mikið af sinni fyrri starfsemi og nú virðast engin rök fyrir því að þetta ríkisfyrirtæki starfl lengur. Því ber að leggja það hiður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.