Morgunblaðið - 29.06.1965, Page 24

Morgunblaðið - 29.06.1965, Page 24
24 MORGUNBLADIÐ Þriðjudagur 29. júní 1965 GEORGETTE HEYER FRIÐSPILLIRINN Greifafrú de Lieven kinkaði kolli til ungfrú Wraxton, en hélt áfram að tala við Soffíu. — f»ú ert hjá henni frú Ombersley? Ég þekki hana ofurlítið og ætla að koma í heimsókn. Kannski lætur hún mér þig eftir eitt kvöld. Þú ert enn ekki búin að hitta frú Esterhazy .... eða frú Jersey? Ég ætla að segja þeim, að ég hafi hitt þig, oig þær langar áreiðan- iega til að vita, hvernig Sir Horace líður! Hvað var það nú, sem ég lofaði að gera fyrir hann Sir Horace? Æ, já, nú man ég það .... það var Almack-klúbb- urinn. Ég skal senda þér með- mælabréf, Soffía mín góð .... en í guðanna bænum ríddu ekki á harðaspretti í Garðinum. Síðan gerði hún vagnstjóranum bend- ingu um að halda áfram og kvaddi hin í einu lagi með einu kveðjubrosi og hélt svo áfram samtali sínu við frú Drummond Burrell. — Ekki vissi ég, að þér þekkt- uð greifafrú de Lieven, sagði ungfrú Wraxton. — Er yður eitthvað lítið um hana? spurði Soffía, sem hafði orðið vör kuldans í málrómi hinnar. — Ég veit, að það er mörgum. Sir Horace segir, að hún sé ekki öll þar sem hún er séð, en hún er greind og bráðskemmti leg. Og þér hafið sjálfsagt getið yður þess til, að_ hún er dálítið skotin í honum. Ég kann nú ann ars miklu betur við Esterhazy furstafrú, skal ég játa, og þó allra bezt við greifafrú Jersey, þó að hún sé alltaf eins og fló á skinni. — Það er hræðilegur kven- maður! tók Charles fram í. — Hún samkjaftar aldrei. Hér í London er hún kölluð Þögnin. — Er hún það? Ég ar alveg viss um, að ef hún vissi af því, mundi henni vera skemmt. Hún er svo mikið fyrir alla gaman- semi. — Þér eruð heppin að þekkja svona margar fyrirkonurnar í Almacks, sagði ungfrú Wraxton. Soffía gat ekki stillt sig um að skríkja. — Sannast að segja held ég að það sé mest því að þakka, að ég á svo mikið kenna-, gull fyrir föður. Hr. Wraxton skríkti, er ham. heyrði þetta, en systir hans hægði á ferðinni og komst sam- síða hr. Rivenhall, og hvíslaði að honum svo að það heyrðist ekki fyrir einhverju gamanyrði bróð- ur hennar við Soffíu. — Það er leiðinlegt, að herrarnir skuli fara að hlægja, þegar hún segir eitt- hvað, sem telja má óviðeigandi. Það gerir hana of áberandi, og það finnst mér óheppilegast af öllu. Hann lyfti brúnum. — Þú ert nú svo ströng. Hefurðu ein- hverja óbeit á henni? — Nei, alls ekki. En ég hef bara ekki smekk fyrir svona glannalegri gamansemi. Hann leit út eins og hann hefði ætlað að segja eitthvað meira, en í sama bili nálgaðist þau einhver hermannalegur ridd arahópur á harða brokki og til- burðir mannanna gáfu greini- lega til kynna stöðu þeirra. Mennirnir fjórir litu letilega á hóp hr. Rivenhalls. En í sama bili heyrðist óp og þeir snar- stöðvuðu hestana, og einn maður mn sagði með glymjandi rödd: — Hver haldið þið, að hér sé kom in önnur en Hin dásamlega Soffía. Nú komst allt í uppnám og allir mennirnir fjórir kepptust um að heilsa Soffíu, og létu spúrn ingarnar dynja á henni. Hvaðan hafði henni skotáð upp? Hve lengi væri hún búin að vera í Englandi? Hversvegna hafði þeim ekki verið sagt af komu hennar? Hverni,g leið Sir Horace? — Ó, þú ert fagnaðarsjón þreyttum augum, sagði Quinton majór, seon hafði heilsað henni fyrstur. — Þú ert ennþá á Salamanca. Manstu þegar þú reiðst honum í Pyrenneafjöllunum og Soult gamli var næstum búinn að ná í þig- , — Á hvaða leið ertu núna, 16 Soffía? Áttu heima í London? Hvar er Sir Horace? Hún hló og reyndi að svara þeim öllum, en hesturinn henn- ar fór út á hlið og var ókyrr og kastaði til hausnum. — Hann er erlendis. Hugsið þið ekki um mig. Hvað eruð þið allir að gera Englandi? Ég hélt, að þið vær- uð enn í Frakklandi. Þið eruð þó ekki farnir úr hernum? — Jú, það er Debenham, sá lukkunar panfíll. Ég er í fríi. Wolvey er í Englandi og Tal- garth er orðinn mikill maður. Já, heldur betur það. Aðstoðar- foringi hjá hertoganum af York. Þú sérð líka á honum merkileg- heitasvipinn. En það er ekki ann- að en uppgerð. — Hættu þessu heimskujapli, sagði félagi hans. Hann var held- ur eldri, laglegur, dökkærður maður, með eindreginn tízku- herrasvip — Soffía mín góð, ég ei alveg viss um, að þú ert ekki búin að vera marga daga í Lond- on, þar sem engar fréttir hafa enn borizt um eldgos eða jarð- skjálfta neinsstaðar í nágrenn- inu, og þú veizt hvað ég er fljót- ur að heyra allt, sem fréttnæmt er. — Þetta er illa mælt af þér? Sir Vincent. Ég veld engum hrær ingum neinsstaðar, það veiztu bezt sjálfur. — Ekki kannast ég við það, barnið gott. Seinast þegar ég hitti þig varstu að skipuleggja með harðri hendi líf fjöilskyldu í Belgíu. Öll mín samúð var auð- vitað fjölskyldunnar megin, en ég hef nú vit á að reyna ekki að spyrna móti broddunum. — Já, vesalings Lebrun-fólkið. Nú, einhver varð að hjálpa þeim út úr svona flækju eins og þau voru í. En hvað er ég að hugsa að gleyma allri kurteisi af ein- tómum æsingi. Fyrirgefið mér, ungfrú Wraxton, og leyfið mér að kynna yður Sir Vincent Tal- garth ofursta og Debenham of- ursta. Og þetta er Titus Quinton majór .... og .... fyrirgefðu, Francis, ég hefði átt að nefna þig fyrstan .... það er eitt af því, sem ég veit en gleymi alltaf .... Francis Wolvey, höfuðsmað- ur. Og þetta er hr. Rivenhall, frændi minn .... Og ... . já .... hr. Wraxtön. Ungfrú Wraxton laut höfði kurteislega, og hr. Rivenhall kinkaði kolli til allra í einu lagi, en sneri sér svo að Francis lá- varði og sagði: — Ég hef víst aldrei hitt yður, en bróðir yðar var samtímis mér í Oxford. Francis lávarður laut strax fram til að taka í hönd hans. — Já nú veit ég, hver þér eruð. Þér eruð Charles Rivenhall. Ég þótt- ist þekkja yður. Komið þér sæl- ir. Iðkið þér enn hnefaleika? Freddy sagði mér, að hann hefði aldrei þekkt neinn áhugamann, sem væri öruggari með hægri höndina. Hr. Rivenhall hló. — Sagði hann það? Hann fékk nú annars oft að kenna á því, en það var bara því að kenna, að hann var alltaf að glápa í hina áttina. Quinton majór, sem hafði horft á þá, sagði nú: — Nú veit ég hvar ég hef séð yður. Það var í hnefaleikasalnum hjá Jackson. Þér eruð maðurinn, sem hann hefði getað gert að meistara, hefðuð þér ekki bara verið aðals- maður. Þetta tal leiddi auðvitað um- ræðurnar að íþróttum. Hr. Wrax ton reyndi að blanda sér í talið, með því að skjóta inn fáeinum orðum en enginn hinna gaf því neinn gaum, Soffía brosti er hún sá, hve vingjarnlega þessir vinir hennar tóku frænda hennar, og Debenham ofursti, sem kunni vel mannasiði og var auk þess góður i sér, tók að hefja viðræður við ungfrú Wraxton. Án þess að nokkuð væri um það sagt, sneru allir þessir herforingjar við með hinum og allur hópurinn fór fót fyrir fót. Soffía sá, að Sir Vincent var kominn við hliðina á henni, og sagði: — Þér eruð einmitt mað- urinn, sem ég þarf á að halda. Við skulum koma okkur svolítið á undan hinum. — Ekkert gæti glatt mig meir, þú töfrandi Júnó, sagði Sir Vin- cent. Eitthvað segir mér, að þú ætlir að koma mér í einhverja klípu, sem endar með því, að ég verð settur af. — O, engin hætta, sagði Soffía. En ég hef engan hitt, að Sir Horaee einum undanteknum, sem ég treysti betur á dómgreindina hjá, ef um það er að ræða að kaupa hest. Ég hef í hyggju að kaupa tvo hesta fyrir vagninn minn. Þau voru nú komin alllangt fram úr hinum. Sir Vincent hægði á hestinum sínum niður á fetið og sagði vesældarlega: — Gefið’mér tóm til að endurheimta karlmennsku mina. Er þetta allt og sumt sem þér þurfið á mér að halda? — Verið ekki með neina vit- leysu, svaraði hún. — Hvaða betri þörf gæti ég haft á nokkr- um manni? — Kæra Júnó, það er ég búinn að segja svo oft, að ég ætla mér ekki að fara að endurtaka það. — Sir Vincent, sagði Soffía, í ströngum tón, — þér 'hafið nú verið að dingla á hælunum á hverri stúlku með arfsvon, frá því að ég man fyrst eftir mér.... — Já, ætli maður muni ekki eftir þeim dögum. Þér höfðuð fellt framtönn og rifið kjólinn yðar. — Það þykir mér ekkert ólík- legt, enda þótt mér sé næst að halda að þér munið ekki eftir neinu slíku, en skáldið þetta bara upp í fljótheitum. Þér eruð enn- þá forhertari duflari en Sir Hor- ace, og þér gefið yður að mér eingöngu vegna þess, að þér vit- ið, að þér fáið hrygigbrot, enda yður er sama, af því að ég er ekki nærri nógu rík. — Það er ekki nema satt. En betri menn en ég, Soffía mín, hafa orðið að sníða sér þannig stakkinn, að efnfð entisit. — Já, en ég er bara ekkert fataefni, og þér vitið ósköp vel, að þó að Sir Horace láti allt eftir mér, mundi hann aldrei láta mig giftast yður, þó að ég vildi .... sem ekki er. — Jæja, gott og vel. Við skul- um þá heldur snúa okkur að hrossaketinu. — Svo stendur á, að ég neydd íst til að selja vagnhestana mína, áður en við fórum frá Portógal, Oig Sir Horace hafði engan tíma til að snúast í þessu áður en hann fór til Brasilíu. Hann sagði, að hann frændi minn mundi hjálpa mér með þetta, en þar skaut hann alveg framhjá markinu. Frændi vill það alls ek'ki. Sir Vincent gaut augunum til hliðar. — Charles Rivenhall er nú annars talinn hafa gott við á hestum. Hvaða hrekki eruð þér nú áð brugga, Soffía? — Enga, en hann sagðist ekki mundu koma nærri þessu, og eins, að það væri óviðeigandi fyr- ir mig að koma í Reiðskólann. Er það satt? — Ja, það væri að minnsta kosti óvenjulegt. — Þá ætla ég ekki að gera það, af því að hún frænká yrði alveg frá sér, og hún hefur nógar plág- ur á sinni könnu fyrir. Hvar annars staðar get ég keypt par, sem mér hæfir? Hann horfði hugsi fram fyrir sig, _ milli eyrnanna á hestinum. — Ég veit ekki, hvort þér vild- uð kaupa' tvo af hestunum hans Manninghams, áður en þeir koma á opinn markað, sagði hann allt í einu. — Hann er alveg á heljar- þröminni, manngreyið og er að selja allan sinn kvikfénað. Hvað viljið þér borga, Soffía? Þórshöfn Umboðsmaður Morgun- blaðsins á Þórshöfn er Helgi Þorsteinsson, kaupmaður og í verzlun hans er blaðiö selt í Iausasölu. Reyðarfjörður KRISTINN Magnússon, kaupmaður á Reyðarfirði, er umboðsmaður Morgunblaðs- ins þar í kauptúninu. Að- komumönnum skal á það bent að hjá Kristni er blað- ið einnig selt í lausasölu. Seyðisfjörður UMBOÐ Morgunblaðsins i Seyðisfjarðarbæ er í Verzl. Dvergasteinn. Blaðið er þar einnig í lausasölu fram til ki. 11,30 á kvöldin. „Bar- inn“, veitingastofa, hefur blaðið í lausasölu. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland alit. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allán Eyjaf jörð Á Eg'hlsstöðum HJÁ Ara Björnssyni í Egils- staðakauptúni er tekið á móti áskrifendum að Morg- unblaðinu. Þar í kauptún- inu er Morgunblaðið selt gestum og gangandi í Ás- bíói og eins í Söluskála kaup félagsins. JAMES BOND * * * Etfir IAN FLEMING Bond yfirgefur spilavítið eftir að — Herra Muntz. Hann er kominn Heinz. hafa gaumgæft Le Chiffre, hinn rúss- aftur. neska fulltrúa — og fjárhættuspilara. — Settu segulbandstækið af stað,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.