Morgunblaðið - 29.06.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.06.1965, Blaðsíða 19
r Þriðjudagur 29. Jðní 1965 MORGUNBLAÐIÐ 19 Þðrhallur Pálsson borgarfógeti - Minnin HINN 17. þ.m. lézt Þórhallur Pálsson borgarfógeti á Landa- kotsspítalanum fyrir aldur fram. Þórhallur Pálsson var fæddur hinn 26. júlí 1915 á Njálsstöðum í Vindhælahreppi, Húnavatns- sýslu, sonur hjónanna Páls Stein- grímssonar bónda þar og Ingi- bjargar Sigurðardóttur. Þórhallur brauzt til mennta að mestu af eigin rammleik og lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1937. Um haustið settist hann í laga- deild Háskóla íslands og lauk em bættisprófi vorið 1942. Að loknu prófi varð hann fulltrúi hjá lög- manninum í Reykjavík, og er embætti því var skipt í ársbyrj- un 1944, varð hann fulltrúi við borgarfóetaembættið, og árið 1961 skipaður borgarfógeti við það embætti. Hann var kvæntur Soffíu Jó- hannsdóttur og áttu þau þrjú mannvænleg börn, Hrafn 22 ára, Jóhann 14 ára og Ingibjörgu 12 ára. Auk embættisstarfa sinna, tók Þórhallur nokkurn þátt í félags- málum. Átti hann m.a. sæti í stjórn KRON. Hann var og for- maður og framkvæmdarstjóri Byggingasamvinnufélags starfs- manna ríkisins frá árinu 1960 og fórnaði þeim samtökum miklu af tíma sínum. Þá gekkst hann á sl. ári fyrir stofnun tryggingafélags- ins Heimis h.f. og var stjórnar- formaður þess félags. Ég þekkti mjög vel til embætt- isstarfa Þórhalls og vissi, að þau fóru honum vel úr hendi, enda naut hann þar gáfna sinna og hinnar ríku réttlætiskenndar. Hann var réttlátur og góður dóm ari. Lögfræðingastéttin, sem Þór- hallur átti mest skipti við í starfi sínu, bar til hans mikið traust, og virti og mat mikils ráð hans, en þeirra var oft leitað. Eins og kunnugt er, var em- bætti það, er Þórhallur gegndi eigi fallið til þess að afla sér vinsælda, því oft þurfti hann í embætti sínu að fjalla um við kvæm t ilfinningamál og vinna þau verk, er leiðindum gátu vald- ið. Þrátt fyrir það tókst honum setíð að framkvæma þau, án á- rekstra, og það sém meira var, vinna sér hylli allra þeirra, er við hann áttu skipti. Utan embættis síns og þeirra starfa, er minnzt hefir verið á, hér að framan, eru ótalin öll þau verk, er Þórhallur vann í frítíma sínum og voru honum ljúfust, það er að leysa vanda og greiða götu þeirra, hinna fjölmörgu, einstæðu og umkomulitlu, er leit- uðu hjá honum trausts og halds. Þau störf rækti hann með hóg- látu geði og hugði aldrei á end urgjald. Það sem einkenndi ÞórhalL mest var góðvild hans, réttlæt' iskennd og samúð með þeim, er minna máttu sín. Þó hann væri hið mesta ljúfmenni í allri fram- göngu, gat hann verið fastur fyrir, ef hann taldi einhvern ó- rétti beitttan og vann það aldrei fyrir vinskap manns og víkja af götu sannleikans. Hann tók þó vægt á yfirsjónum annarra en gerði strangar kröfur til sjálfs ■íns. Ég kynntist Þórhalli eigi að marki fyrr en fyrir um það bil níu árum og tókst þá fljótlega með okkur vinátta, sem hélzt ó- elitið síðan, svo aldrei bar skugga á. Það var mín gæfa. Þakka ég honum fyrir alla vin- áttu og tryggð og allt það, sem hann gerði fyrir mig og fjöl- Bkyldu mína. Með Þórhalli er genginn góð- wr drengur. Ég hefi eigi kynnzt öðrum betri. Þorvaldur Lúðvíksson. SJÓNARSVIPTIR er fagurt og máttugt íslenzkt orð, en sjaldan hefir inntak þess orðið jafn sár- lega skýrt og okkúr vinum Þór- halls Pálssonar varð, er sú fregn barst að hann væri andaður. Og í dag skal hann kvaddur í síð- asta áfanagstað. Ekki tel ég þörf á að rekja æviferil Þórhalls, mun það gert af öðrum og betur, — vil aðeins geta þess, að hann var af kjarn- miklum ættum í Austur-Húna- vatnssýslu. Lauk hann stúdents- prófi frá M.A. vorið 1937 og em- þættisprófi í lögfræði frá Háskóla fslands vbrið 1942, hvort tveggja með sóma. En muna má, að í þann tíð varð mörgum náms- manninmu þungróið, sem áttu sér nær aðeins viljafestu og gáfur að faraveyri, og guldu líka þau torfalög ósjaldan með heilsu sinni og þreki. Ekki mun Þór- hallur hafa farið varhluta af bú- sifjum þess lögmáls. En því bet- ur skírist góðmálmur sem deigl- an er heitari. Ævistarf sitt vann Þórhallur sem fulltrúi, og síðar borgarfó- geti hér í Reykjavík, en eins og þeim er kunnast er bezt til þekkja er því émbæiti svo háttað, að sjaldan er ríkari þörf hins um- burðarlynda mannviijar, ásamt með réttsýni og óskoraðri skyldu rækni embættismannsins, é'n ein mitt í slíku stárfi. En það hygg ég mál manna, að Þórhalli Pálssyni hafi svo vel tekizt E.ð samríma þau sjónarmið, að fágætt sé. Þórhallur var maður dulur skapi og kyrrlátur og flíkaði lítt áhyggjuefnum sínum, — hins vegar manna reifastur á vinfund- um og sjálfkjörinn aufúsugestur í þeim hóp og þeirra mest er þekktu hann bezt. En hæst bar sjaldgæfa samúð og góðfýsi í skaphöfn hans. Okkur góðvinum hans skilst fyrst nú, þá hann er allur, hve sjálfsagður var sá hátt- ur okkar að leita á hans fund þá er okkur var nokkur vandi á höndum, fullvissir þess, að ef hans ráða og dáða nyti, yrði úr- lausn hans á þann veg einan, sem öllum aðilum væri fyrir beztu. Svo er mælt, að maður kami í manns stað. Betur að satt reynd ist, en óneitanlega lætur sú heim- speki framandlega í eyrum vina Þórhalls Pálssonar. En jafnvíst er hitt, að þann mann myndi ég kjósa mér að vini, sem næst gengi honum að göfgi. Þórhallur Pálsson var mikill hamingjumaður. Honum gafst sú kona, er var sól hans og sæla og þeim dugmikil og mannvænleg óskabörn þrjú. Og öll í samein- ingu mótuðu þau sér heimili, þar sem hélzt í hendúr þokki og rausn. Móðir hans öldruð fylgir nú syni sínum síðasta spölinn. Vissu- lega eru það spor þyngri en þau hún kenndi honum ungum. En vel má hún vita, að slík var hennar leiðsögn, að þau horfðu öll í rétta átt æ síðan. Hugur þeirra veit einn hver harmur er kveðinn ástvinum hans. Verði þeim skugglaus minn ing um vammlausan hal og víta- lausan lífsteinn í sári. Nú er sólmánuður og íslenzk mold hlý og ilmrík. Megi hún búa Þórhalli Pálssyni hægan beð. Hvíli hann í ró. Jóhannes Guðfinnsson. Guðrún Biarnadóttir Minning f. 3. des. 1867 — d. 19. júní 1965 í DAG verður jarsett frá dóm- kirkjunni Guðrún Bjamadóttir, sem lézt að Elliheimilinu Grund hinn 19. júní í hárri elli, eða á 98. aldursári, eftir langa legu. Hún var fædd 3. desember 1867 að Syðra-Firði í Lóni, dótt- ir Bjarna Ófeigssonar bónda og Margrétar Sigurðardóttir, sem þar bjuggu búi sínu. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum, en fór ung að heiman að vinna fyrir sér annars staðar. Hún mun hafa flutzt til Reykja víkur eftir aldamótin, og unnið fyrir sér við heimilisstörf á nokkrum stöðum, m.a. á Fram- nesvegi 12 og í Tjarnargötu 16, hjá Þuríði ljósmóður, og að lok- um og lengst var hún ráðskona hjá Bjarna heitnum Matthíassyni sem var hringjari við dómkirkj- una, og annaðist hún um hann af stakri alúð og kostgæfni í elli hans allt þar til er hann lézt háaldraður. Fyrstu kynni okkar sem ég man eru þau, er ég stalst ttil að heimsækja frænku, eins og hún var kölluð heima hjá okkur, og var það álitið of langt farið fyrir 6 ára hnátu einsamla. En þá kom í ijós að frænkuhús við Kirkjugarðsstíg í Vesturbænum sást úr okkar stofuglugga í Aust urbænum, svo ekki var um feng- izt úr því barnið þekkti leiðina til hennar. Margar voru því heim sóknirnar farnar til hennar á íþeim árum, því að áliti barns- ins var svo skemmtilegt að skrýt ið að koma til frænku. Seinna, eftir dauða Bjarna hringjara bjó hún um tíma á heimili foreldra minna í Skerja- firði, en fluttist þaðan, er þau urðu að hverfa þaðan, og þá í Tjarnargötu, og undi hún sér þar vel hjá vinum, og nálægt þeim stað er hún átti sín beztu ár, eða á meðan hún var ráðskona hjá Bjarna hringjara. Ég minnist hennar sérstaklega fyrir það hve röskleg og glað leg hún ætíð var, allt til þess síðasta, sem ég sá hana, og þrátt fyrir það, að síðustu 14 árin átti hún við að stríða sjóndepru og og lokum algjöra blindu, var hún ætíð eins í tali, glaðleg og hlý, sem ekkert væri. Veri hún kært kvödd af okkur öllum sem eftir erum og sem nutu vináttu henn- ar. • Frænka. Norðssrlandaráð tónskálda á lundi hér UM næstu helgi koma hingað tón skáld frá öllum Norðurlöndum, formenn og forystumenn tón- skáldafélaganna í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð til þess að ræða sameiginleg áhuga- mál og hagsmunamál og taka á- kvarðanir um framkvæmdir Nor- ræna tónskáldaráðsins í framtíð-\ inni. Forseti ráðsins, Jón Leifs, mun stjórna þessum fundum. Samtímis kemur hér saman dómnefnd frá öllum Norðurlönd- um til þess að velja verk til flutnings á næsta tónlistarmóti ráðsins, er halda á hér í Reykja- vík í lok júní næsta árs. Páll Kr. Pálsson, organleikari, er full- trúi Tónskáldafélags íslands í dómnefndinni . og mun stjórna fundum hennar hér. Svo er gert ráð fyrir að mót þetta verði liður í alþjóðlegri tón listarhátíð, sem í undirbúningi er. Samkvæmt hugmynd Geirs Zoega, fulltrúa ferðaskrifstofunn ar Cook hér á landi, verður nú reynt að samstilla komur er- Saurbæjarkirkju á Kjalarnesi ber- ast veglegar giafir NÝLEGA hafa Saurbæjar- kirkju á Kjalarnesi borizt veg- legar gjafir. Er það forláta fag- ur messuskrúði og altarisklæði. Þykir hökullinn sérlegur kjör- kripur. Gripirnir voru vígðir við fermingarmessu s.l. sunnu- dag. Gjafir þessar eru gefnar til minningar um hjónin Guðrúnu Jónsdöttur og Einar Jónsson bónda á Morastöðum í Kjós, og hjónin Rannveigu Jónsdóttur og Halldór Ólafsson bónda frá Hvammi í sömu sveit. Gefendur þessara góðu gjafa eru börn ofangreindra hjóna, makar þeirra, börn og fóstur- börn. Sóknarnefnd Saurbæjar- sóknar þakkar gefendum fyrir hönd alls safnaðarins þessar stórhöfðinglegu gjafir og biður guð að blessa minningu hinna látnu hjóna. lendra skemmtiskipa slíkum ái> legum tónlistarhátíðum og tryggja þannig samvinnu aðila þeirra, sem hagsmuna eiga að gæta í þeim efnum. Málinu hef- ur verið vel tekið af hinum er- lendu skipafélögum, og hið ný- stofnaða Ferðamálaráð íslands er á einu máli um að styðja hug- myndina. Er svo ráð fyrir gert að hátíðir þessar hefjist ætíð 17. júní, en haldi svo áfram fram á sumarið svo lengi sem fært þykir. ■gmmMWHHM 14 punda un-1 iði úi Þing- vullavutni UNGUR bandarískur flug- liði af Keflavíkurvelli, Jackie Sublett, 22 ára, dró vænan urriða úr Þingvallavatni nú um helgina. Fiskurinn reyndist vega rúm 14 ísl. pund, og var veiddur á spón. Oft hafa væn ir fiskar fengizt úr Þingvalla- vatni, en þó munu silungar af þessari stærð vera frekar fágætir, og veiðast, þá sjald- an þeir fást, venjulega á all- miklu dýpi. Sparisjóðurinn á Húsavík yfirtekinn Húsavík, 26. júní. ÚTIBÚ Samvinnubankans á Húsavík og umboðsskrifstofa Samvinnutrygginga fluttu í gær í nýtt húsnæði, sem Samvinnu- tryggingar eiga við Stóra-Garð. Jafnframt yfirtók Samvinnu- bankinn rekstur Sparisjóðs K.Þ. Útibússtjóri er Stefán Sörensson lögfræðingur en aðalumboðsmað ur Samvinnutrygginga er Þor- móður Jónsson. — FréttaritarL GERIÐ SAMAIMBURÐ Á VERÐI ! ! ! Fromúrskarandi reynsla hérlendis á VREDESTEIN hjólbörðunum sannar gæðin og hið ólrulega lága verð tryggir hagstæðustu kaupin. Munið að gera samanburð á verðum áður en þér kaupið hjólbarðana. VREDESTEIN hjólbarðar eru fyrirliegjandi í eftir- töldum stærðum; 520x13/4 Kr. 668,00 710x15/6 Kr. 1.295,00 560x13/4 — 739,00 760x15/6 — 1.579,00 590x13/4 — 815,00 820x16/6 — 1.787,00 640x13/4 — 930,00 425x16/4 — 591,00 640x13/6 — 1.080,00 500/525x16/4 — 815,00 650x13/4 — 1.122,00 550x16/4 — 960,00 670x13/4 — 970.00 600x16/6 — 1.201,00 670x13/6 — 1.114,00 650x16/6 — 1.285,00 520x14/4 — 735,00 700x16/6 — 1.731,00 560x14/4 — 810,00 900x16/8 — 3.881,00 590x14/4 — 860,00 650x20/8 — 2.158,00 750x14/6 — 1.215,00 750x20/10 — 3.769,00 560x15/4 — 845,00 825x20/12 — 4.400,00 590x15/4 — 920,00 1100x20/14 — 8.437,00 640x15/6 — 1.153,00 900x20/14 5.591,00 670x15/6 — 1.202,00 KR.KRISTJÁNSSON H.F. UMBOJmi sudurlandsbrá-ut 2 • sími 35300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.