Morgunblaðið - 21.07.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.07.1965, Blaðsíða 2
2 M ORC lí N B ÍAÐIB l ! 11 I ;v HMví.VrH 4l'"'i.'V/t Miðvi'kudagur 21. júlí 1965 / Samsæri Viei Cong íór út um þúfur — Fjórir handteknir i Saigon Saigon, 20. júlí — AP. VIET CONG kommúnistar reyndu í dag að ráða Max- well Taylor, fráfarandi sendi herra Bandaríkjanna í Suð- ur-Vietnam, af dögum, en til ræðið fór út um þúfur. Fann Iögreglan öfluga sprengju skammt frá inngangi stærsta íþróttavallar Saigon, þar sem Taylor var í dag viðstaddur mikil hátíðahöld stjórnarinn- ar í Saigon, í tilefni „dags þjóðlegrar einingar“, sem haldinn var hátíðlegur í S- Vietnam. Nokkru etfir að sprengjan fannst, gekk Taylor út af leikvanginum, ásamt mörgum ráðamönnum S-Vietnam, og er ugglaust tal ið að sprengjan hefði ráðið honum og fjölmörgum öðr- um bana, ef hún hefði sprung ið á réttum tíma. Lögreglan í Saigon handtók á staðnum tvo drengi og tvo fullorðna menn. Sprengja sú, sem um var að ræða, er af svonefndri Claymore- gerð, en þær eru hin viðurstyggi legustu drápsvopn. I sprengjum þessum er komið, fyrir hárbeitt- um járnbrotum og stálflísum, sem þeytast eins og skæðadríta um nágrennið er þær springa, og geta valdið fjölda manns bana. Yfirleitt er slíkum sprengjum komið fyrir á símastaurum eða veggjum, gjarnan í axlarhæð eða svo. Þær eru sprengdar með því að toga í vírspotta, sem lagður er frá þeim. í dag fóru umrædd hátíðahöld fram á stærsta íþróttaleikvangi Saigon, og var þar gífurlegur mannfjöldi saman kominn til að halda hátíðlegan „dag þjóðlegrar einingar til frelsunar N-Viet- „Ég hef ekkert sam- nam“. Var þar fjöldi hásettra em bættismanna auk Taylors, sem áður gebur. Nokkru áður en Taylor átti að ganga út um aðaldyr leikvangs- ins, rákust lögreglumenn á tvo vírstrengi þar skammt frá. Þeir fylgdu strengjunum, og var ann an enda þeirra að finna í hliðar götu, enn hinn í holum viðar- drumbi við líkhús gegnt aðaldyr um leikvangsins, en í drumbnum var sprengjan. Lögreglumenn klipptu á vírana, og biðu átekta. Handtóku þeir síðan tvo drengi, sem voru að læðupokast í ná- grenninu og síðan tvo fullorðna menn, sem grunur leikur á að við samsærið séu riðnir. Robert McNamara, varnarmála ráðherra Bandaríkjanna, var er þetta gerðist í kynnisför við Bien Hoa herstöðina. í maí 1964 var gerð tilraun til að ráða McNam- ara af dögum í Vietnam. — Sprengju var þá komið fyrir und ir brú, sem ráðherrann átti að aka um, en hún fannst í tæka tíð, svo og sá, sem komið hSfði henni fyrir. Var hryðjuverkamað urinn skotinn opinberlega. Viet Cong kommúnistar hafa opinberlega bótað því að ráða bæði Taylor og William C. West moreland, hershöfðingja, yfir- mann herafla Bandaríkjanna í S-Vietnam af dögum. band við kommúnista" — “og þekki enga ameríkaníseringu", segir Laxness Einkaskeyti til Mbl. Kaupmannahöfn, 20. júlí — BLAÐIÐ „Information“ birtir í dag viðtal, sem það átti í síma við Halldór Laxness í tilefni fregnar kommúnistablaðsins Land og Folk um að „vinstri- menn“ á Islandi æski þess að hann verði í framboði til forseta- kjörs 1968. Fer viðtalið hér á eft- ir — Hafið þér áhuga á því að verða forseti? — Nei, hví skyldi ég hafa áhuga á því? — Land og Folk segir að sterk öfi og stór hópur manna í ákveðn um stjórnmálaflokki, sem æski þess að ameríkaníseringin verði stöðvuð, vilji fá yður í framboð við næstu kosningar. — Enginn hefur farið þess á leit við mig. Hugmyndin er al- gjörlega fáránleg. Hvernig ætti ég að taka afstöðu til einhvers, sem ég hefi aldrei heyrt neitt um? Hvers vegna skyldi það ein mitt vera ég? Hvernig fá rpenn þessa furðulegu hugmynd? — Þér eruð taldir geta unnið gegn hinni vaxandi ameríkaní- seringu. — Ég þekki enga ameríkaní- seringu, Ég bý úti í sveit. Það hefur ekkert staðið um þetta í blöðunum hér. Þetta hlýtur að vera eitthvað, sem menn hefur dreymt í Land og Folk. Það er vissulega hlægilegt að menn í útlöndum skuli fá þesskonar hug dettur. — Hafið þér ekkert samband við þá ákveðnu hópa, sem rætt er um í Land og Folk? — Ég hefi ekkert samband við kommúnista, hvorki hér á íslandi né í Danmörku. Spyrjið heldur Land og Folk, og spyrjið heldur þann hóp manna, sem hefur hleypt þessari hugmynd af stokk unum.“ — Rytgaard. í viðtali við Iníormation OlíugeymSr fluttur tíl Reykiavíkur AKRANESI, 20. júlí. — Olíufé- lagið Skeljungur átti gríðarstór- an olíugeymi uppi á há Gellu- Valt í Ártúns- brekkuiuiS SKÖMMU fyrir kl. 5.30 í gær- dag valt Taunus-bifreið R-16504, sem var á leið niður Ártúnbrekk una. Mun ökumaðurinn hafa misst stjórn á bifreiðinni, er kúplingin fór úr sambandi. Bif- reiðin skemmdist á þaki við velt- una og framrúða brotnaði, en ökumanninn sakaði ekki. klettum. Hann rúmar 300 tonn og hefur staðið þarna í þrjá ára- tugi. Undanfarnar þrjár vikur hafa þrír menn unnið af og til við að losa um og lyfta upp úr klettasæti sínu þessu risavaxna ferlíki. Hundrað metra langar rennibrautir voru lagðar niður og á þeirri stundu, sem geymir- inn skall í sjóinn voru boðaföll- in slík og þvílik, að gárungi einn sagði, að sumir Innnesingar hefðu fórnað höndum og haldið að flóðbylgja steðjaði að landi. Dráttarbáturinn Magni tók síð- an við geyminum og dró hann til Reykjavíkur. Ætlar Faxaverk- smiðjan að taka geyminn upp í eyna og nota hann undir olíu og lýsi — Oddur. Fundur fræðslustjóra höfuí- borga Norðurlanda hér í borg NÚ STENDUR yfir fundur fræðslustjóra höfuðborga Norðurlanda. Fundir þessir eru haldnir árlega og skipta Norðurlöndin með sér að halda þá. Síðasti fundur var haldinn í Kaupniannahöfn. Þannig fórust fræðslustjóra Reykjavíkurborgar orð í gær er fréttamaður blaðsins ræddi við hann í fundarhléi. Og Jónas B. Jónsson bætti við: — Fundur sem þessi hefir ver- ið haldinn hér á landi einu sinni áður, 1959. Þennan fund nú sitja 11 erlendir fulltrúar og auk þess þrír héðan úr Reykjavík. Flestir eru fundargestir með kon ur sínar, enda er þa'ð vani á slík- um fundum. Á þessum fundum, er skýrt frá því helzta, sem hefir gerzt á síðasta ári - ^kólamálum og ennfremur er rætt um breyt- ingar og ný viðhorf, sem skapast hafa, og ný áform varðandi fram kvæmd skólastarfsins. Þá skipt- ast fulltrúar á skoðunum og skýra frá reynslu sinni. Á þenny an hátt geta þeir gert sér grein fyrir, á skömmum tíma, hvað er að gerast á þessu sviði í höfuð- borgum hinna Norðurlandanna og notfært sér hver annars reynslu Þá eru ýms sérstök mál tekin fyrir á fundum þessum og eru t.d. að þessu sinni rædd mál eins og hvenær börn skuli hefja skólagöngu, hagnýtar til- raunir í skólum og námskeið fyrir skólaleiðtoga, svo eitbhváð sé nefnt, sagði Jónas B. Jónsson fræðslustjóri. Á fundi með blaðamönnum í gærmorgun tóku fuliltrúar höfuð- borga hinna Norðurlandanna til máls og lýstu þeir skólakerfinu hver frá sínum bæjardyrum séð og því helzta, sem þar er á döf- inni. Af hálfu dönsku fulitrúanna talaði Aage Nörfelt skólastjóri og lýsti þfóun skólamála í Dan- j mörku og ræddi sérstakiega að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.