Morgunblaðið - 21.07.1965, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.07.1965, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 21. júlí 1965 MORCUNBLAÐIÐ 11 Sigríður Árnadóttir, skriftarkennari — Minning Eveðjn iiá Verzlunaiskóla ís’.ands FRK. SIGRÍÐUR Árnadóttir, skriftarkennari, átti lengstan samfelldan starfsferil allra kenn ara við Verzlunarskóla íslands. Hún hóf þar skriftarkennslu árið 1909 og kenndi síðan óslitið í 40 ár við Verzlunarskólann. Þeir voru þvi orðnir ærið marg ir verzlunarmennirnir, sem not- ið höfðu tilsagnar hennar í skrift. Er þeim, sem þessar lín- ur ritar, minnisstætt, að þegar ekólanefndin hélt henni samsæti og sæmdi hana fögrum minja- grip fyrir langt og gott starf, þá komst einn skólanefndarmaður- inn, gamall nemandi frk. Sigríð- «r, svo að orði, að aldrei yrði sér hugsað til Verzlunarskólans, svo að hann minntist ekki frk. Sigríar Árnadóttur. Hún væri í eínum huga e.k. einkenni eða tákn fyrir langt tímabil í sögu ekólans, að sínu leyti eins og t d. Viktoría drottning hefði verið á einni öld í sínu mikla Bretaveidi, l>ó að annars væri ólíku saman eð jafna. Hvorugt leyndi sér, að frk. Sigríður var bæði af góðu bergi brotin og hafði hlotið gott upp- eldi. Hin látlausa fágun og hóg- værð hinnar sannmenntuðu konu voru aðall hennar og prýði. bessi kjölfesta brást henni aldrei, þó að oft reyndi á þolin- mæðina. Það liggur í augum uppi, að 40 ára skriftarkennsla i framhaldsskóla, þar sem megn- ið af nemendunum þóttist ekkert eiga ólært í þeirri grein, hefur ekki verið neinn dans á rósum. En hér reyndist svo sem oftar, að göfugmennskan er vænleg- ust til sigurs, hvort sem það er nú í skólastofunni eða á öðr- um vettvangi. Munu hinir mörgu nemendur frk. Sigríðar nú und- antekningalaust minnast hennar með virðingu og innilegri þökk fyrir frábæra alúð og óviðjafn- anlega þolinmæði í starfi. Frk. Sigríður Árnadóttir var fædd að Sauðá við Sauðárkrok 3. júní 1881. Voru foreldrar hennar þau Árni héraðslæknir Jónsson og kona hans, Sigríður Jóhannesdóttir. Áþriðja árinu fór hún í fóstur til Jóns rekrors Þorkelssonar og konu hans, Sig- ríðar Jónsdóttur að Víðimýri Jónssonar, sem var aíasystir hennar. Á sinni tíð var heimili þeirra rektorshjóna eitt allra helzta menningarheimili bæjarins. Hús bóndinn var orðlagður lærdóms- og mannkostamaður, en hús- freyja hinn mesti skörungur og rausnarkona. Voru þau hjón hin- ar mestu hollvættir ýmsum efni legum, en fátækum skólasvein- um. Naut frk. Sigríður snemma hjá þeim tilsagnar, sumum, t.a.m. hjá Bjarna Jónssyni frá Vogi. I uppvextinum naut hún einnig kennslu hjá Thomsens- systrum, bæði í bóklegum grein- um og hannyrðum. Thomsens- systur, Kristjana og María, bjuggu í litlu húsi við Grjóta- götuna. Kristjana Thomsen, sem talin var prýðilega að sér í ensku og dönsku, kenndi bók- legar greinir, og mest á dönsku. En María, systir hennar, var mikil hannyrðakoma og sagði til í kvenlegum listum. Árið 1908 sigldi frk. Sigríður til náms í Statens Lærer H0j- skole í Kaupmannahöfn, aðal- lega í landafræði. Jafnframt sótti hún námskeið í skrift. Var þetta nám raunar miðað við kennarastörf við Kvennaskól- ann. En eftir heimkomuna fékk Jón Ólafsson, skáld og ritstjóri, sem þá var ritari í skólanefnd Verzlunarskólans, og síðar for- maður, frk. Sigríði til að taka að sér jíkriftarkennslu við skólann. Þar með var hafinn hinn langi og farsæli starfsferill frk. Sigríð ar við skólann. Allir samstarfsmenn frk. Sig- ríðar munu ljúka upp einum munni um það, að grandvarari Vegleg gjöf fil SVFÍ og Hrafnistu TJM þessar fundir er staddur hér é iandi Ólafur Albertsson kaup- maður í Kaupmannahöfn, en hann hefur dvalist þar í 35 ár. Óiafur er mikill áhugamaður um eiysavárnir og er í stjórn slysa- varnardeildarinnar Gefjunar í Höfn, en hún er deild í Slysa- varnarfélagi íslands. Slysavarnarfélag fslands kvaddi blaðamenn á sinn fund í sam- bandi við komu Ólafs og konu hans, en þau komu með tvær íorláta Börgundarhólmsklukkur og færðu SVFÍ og Hrafnistu. Klukka sú er SVFÍ fékk er ensk •— einstæður dýrgripur og segja kunnáttumenn að engin önnur 6ambærileg sé til á íslandi. Klukkan er 200 ára og hefur inn byggt orgel í stað slagverks. — (Klukka sú, er Dvalarheimilið fékk er frönsk, dýrgripur mik- ill, 175 ára. Forráðamenn SVFÍ kváðust vílja þakka Ólafi Albertssyni gott starf og þrótt- mikið meðal íslendinga og ann- ara, er áhuga hefðu á starfi SVFÍ í Kaupmannahöfn. Þá skýrði Ólafur Albertsson nokkuð frá slysavarnardeildinni Gefjunni, en eins og fyrr er sagt er hún deild í SVFÍ. Deild- in var stofnuð í janúar 1953 af Matthíasi Þórðarsyni frá Móum og Jóni Helgasyni stórkaup- xnanni. Seinna bættust svo í hóp inn Agnar Tryggvason og séra Finnur Tulinius. Lengst af hafa etarfað i stjórn deildarinnar þeir séra Finnur Tulinius og Ól- efur Albertsson, en Jón Helga- son óskaði þess nýlega að hætta, þar eð hann var farinn að heilsu. Núverandi stjórn skipa eéra Finnur Tulinius, séra Jónas Gislason, Pétur M. Jónsson, Þor björn Petersen og Ólafur Al- bertsson. Markmið deildarinnar er að veita SVFÍ allan þann styrk, sem henni er unnt. Hefur hún geng- ist fyrir söfnunum með íslend- ingum í Danmörku og reynt að vekja áhuga fólks á þeirri starf- semi, sem SVFÍ vinnur að. Frá upphafi munu hafa safnazt á Vegum deildarinnar um 200 þús. krónur og þar af befur SVFÍ fengið um 140 þús. kr. Ólafur kvaðst vilja taka það fram að SVFÍ hefði leyft deildinni að halda eftir % hluta brúttótekna deildarinnar og sé það sjóður hennar. Leysist deildin hins veg ar upp, sem Ólafur kvaðst vona. að aldrei yrði, myndi þetta fé renna til SVFÍ. Að endingu bað SVFÍ Mbl. að taka fram, að félagið hefur i nýlega reist þrjú ný skipbrots- mannaskýli á Ströndum og nýtt væri á döfinni í Surtsey, þar sem reist myndi skýli í félagi við Surtseyjarfélagið og Björgunar félag Vestmannaeyja. Dagsbrún tekur afstöðu tíl hafnarvinnu unglinga AÐ GEFNU tilefni vill Verka- mannafélagið Dagsbrún minna á, að slysafjöldi við Reykjavíkur- höfn hefur verið ískyggilega mikill á undanförnum árum, og hvergi á vinnusvæði félagsins hafa verið jafn alvarleg og tíð slys og í skipavinnunni. Að undanförnu hafa óeðliæga margir unglingar verið í þeirri vinnu. Stjórn Dagsbrúnar telur. að af þessum ástæðum skapxst slíkt hættuástand, að ekki verði \ við unað Stjórnin vill því alvar- lega benda foreldrum á þá hættu, sem börn eru í við skipa- vinnu við Reykjavíkurhöfn og vara við að senda unglinga, yngri en 15 ára, í slíka vinnu. Jafnframt beinir félagið þess- ari aðvörun til atvinnurekenda við Reykjavikurhöfn, að verði ekki gagnger breyting á, má bú- ast við, að öllum Dagsbiúnar- mönnum veiði bannað að vinna með unglingum, yngri en 16 ára, í skipavinnu. Aðvörun þessi er' birt í sam- ráði við Öryggiseftirlit ríkisins. 20 júlí 1965 Fréttatilkynning frá Verkamannafélaginu Dagsbrún FERÐIR í VIKU BEINALEIÐ TIL^ L0ND0N FLUCFE.LAG og vammlausari samkennara geti vart. Aldrei náði þreyta eða amstur að bregða skugga á framkomu hennar. Alltaf var hún jafnalúðleg á kennarastof- unni í frítímum, alltaf jafnþægi- lega ræðin og gamansöm. En kímni hennar var mild og græskulaus. Allir söknuðu frk. Sigríðar, þe'gar hún lét af starfi og hætti að spjalla við okkur á kennarastofunni. Nú, að leiðarlokum, fylgja frk. Sigríði Árnadóttur, á hennar hinztu för, alúðarþakkir skóla- stjóra, samkennara, nemenda og skóláns alls, fyrir hennar langa og merka kennslustarf, fyrir mannkosti hennar og göfugt hjarta. Jón Gíslason. Sölufólk — Aukavinna Bandarískt útgáfufyrirtæki óskar að ráða sölufólk í aukavinnu sem fyrst. — Góð sölulaun. Fullkomin tilsögn veitt þeim, sem uppfylla nauð- synleg skilyrði. — Lysthafendur vinsamlegast leggi nöfn sín og símanúmer inn á afgr. Mbl. fyrir 25. júlí nk., merkt: „Aukavinna — 7533“. Húnaflug Blönduósi Afgreiðslumaður Húnaflugs á Blönduósi er Sverrir Kristófersson, kaupmaður, sími 53. Blönduósi. Afgreiðsla okkar í Reykjavík er hjá Flugsýn h.f., Reykjavíkurflugvelli, símar 18823 og 18410. Kaupmenn — pantið — Pókus blómaáburðinn í síma 12505. Litli ferðaklúbburinn Verzlunarmannahelgin — Þórsmörk Ferðir föstudagskvöld kl. 20 og laúgardag kl. 14. Aðgöngumiðar seldir að Frikirkjuvegi 11, fimmtu- dagskvöld 22. júlí og föstudagskvöld 23. júlí, mánu dagskvöld 26. júlí og þriðjudagskvöld 27. júlí. — Alla dagana frá kl. 20—22. Upplýsingar í sima 15937 frá kl. 14—20. Trvggið ykkur miða í tíma. Litli ferðaklúbburinn. DAIMMORK — RUMENiA 29. iúlí til 19. ágúst. Fararstjóri: Gestur Þorgrimsson. 22 daga ferð. Dvalið í 6 daga í Kaupmannahöfn og 14 daga á Mamaia baðströndinni. — Ferðir til Istanhul, Odessa og innan lands gegn aukagreiðslu. 5 sæti laus. — Þátttaka tilkynnist fyrir annað kvöld. Ferðaskrifstofan LANO SYN 1- Skólavörðustíg 16. — Simi 22890.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.