Morgunblaðið - 21.07.1965, Síða 22

Morgunblaðið - 21.07.1965, Síða 22
22 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 21. júlí 1965 Við afhendinguna. Fra vinstri: Thor Ö. Thors, dr. Finnbogi Guðmundsson, dr. Kristján Eldjárn, prófessor Ármann Snævarr, próiessor Einar Ólafur Sveinsson, Halldór Jónsson og prófessor Halldór Halldórsson. Heildarsöltun 8 þús. tunnur í IMeskaupstaÖ -Neskaupstað, 20. júlí: — f GÆR og í d-ag hafa komið hing að 20 skip með um 13 þús. tunn ur af síid. Saltað var á fimm soltunarstöðvum í dag, um 1500 tunnur. Heildarsöltun hér nem- ur þá rúmum 8 þús. tunnum og er söltunarstöðin Drífa haest með 3 þús. tunnur. Síldin, sem veiðzt hefur að undanförnu er ágæt til söltunar og hefur nýting hennar verið góð. — Ásgeir. Handritastofnuninni gefin höföingieg gjöf Fyrsti íslendingur ver doktorsrii- gerð við Búnaðarháskólann í Höfn Sameinaðir verktakar afhenda stofnuninni 100 Jbús. krónur í GÆRDAG afhentu Sameinaðir verktakar Handritastofnun ís- lands raunsnarlega gjöf, en það var ávísun að upphæð kr. 100 þúsund. Afhendingin fór fram á heimili Einars Ólafs Sveinssonar, prófessors. Fyrir hönd gefenda voru viðstaddir Halldór Jónsson arkitekt og Thor Ó. Thoft, en fýrir hönd Handritastofnunar- innar þeir prófessor Ármann Snævarr, háskólarektor, Halldór Halldórsson, prófessor, dr. Krist- ján Eldjárn og dr. Finnbogi Guð- mundsson. Halldór Jónsson fylgdi gjöf- inni úr hlaði með nokkrúm orð- um. Lýsti hann ánægju sinni yfir HINN NÝI ambassador Mexikó Eduardo Suarez Aransolo af- henti í dag forseta íslands trún- aðarbréf sitt við hátíðlega at- höfn á Bessastöðum, að viðstödd að fá tækifæri til þess að af- henda Handritastofnuninni þessa gjöf, sem sýndi að áhugi á mál- efnum stofnunarinnar ríki jafnt meðal almennings sem fræði- manna. Prófessor Einar Ólafur Sveins- son veitti gjöfinni móttöku og þakkaði við það tækifæri þann höfðingsskap og velvilja, sem Sameinaðir verktakar sýndu stofniminni. Sagðist hann ekki kvíða því að Alþingi íslands eða íslendingar sjálfir brygðust Handritastofnuninni. Það hefði komið fram, með þessari gjöf og öðrum, að áhugi meðal almenn- ings á stofnuninni væri ekki minni en meðal fræðimanna. um utanríkisráðherra. — Mynd- in var tekin við þetta tækifæri. (Frétt frá skrifstofu forseta Íslands). NÝLEGA varði Per Jónsson, son ur Péturs heitins Jónsonar óperu söngvara, doktorsritgerð við Bún aðarháskólann í Kaupmannahöfn og mun vera fyrsti íslendingur- inn, sem ver doktorsritgerð við þann fræga skóla. Fjallaði rit- gerð hans um eiginleika svína af dönsku kyni og áhrif erfða og ytri aðstæðna á hina ýmsu þætti ræktunarinnar. Doktorsritgerð Pers Jónssonar vakti mikla at- hygli í hinu mikla svínaræktar- landi, Danmörku, og birtu Poli- tiken og Berlinske Tidende frá- sagnir af doktorsvörninni og síð- arnefnda blaðið heilsíðu viðtal við doktorsefnið með myndum og eins teiknaðar myndir frá doktorsvörninni viku síðar, með frásögn sinni. Þar segir m.a. að Per, Jónsson hafi í ritgerð sinni sett fram skýrslur um 25 mikilvægustu eig inleikana hjá svínum af dönsku kyni og leyst af hendi f jölda af útreikningum með rafreikniheila sem í fyrsta sinn sé hér notaður við slíkt viðfangsefni. Útreikning arnir sýni m.a. að litur svína- kjötsins — sem hefur mikla þýð- ingu við framleiðslu „bakons“ — byggist 16% á erfðum, því megi bæta kjötlitinn með ræktun. Enn fremur að erfðir ráði 65% þykkt hryggvöðvanna, 50% þykkt síðu- spiksins, einnig 50% holdfyllunn- ar, „bakon“-lagsins lengd svíns- ins o.s.frv. Of langt mál yrði að rekja efni ritgerðarinnar, enda er hún 502 síður að lengd og byggist á þúsundum útreikninga í reiknivélum, sem aðeins fag- menn kunna skil á. En ofamefnd dæmi gefa nokkra hugmynd um efni hennar. Þykir Dönum að von um mikið til um, að með út- reikningum skuli mega bæta svo svínastofninn, að hægt sé með Asgeir BE kemur inn á Reykjavíkurhöfn með sildarfarm af miðunum fyrir sunnan land. (Ljósm. Sv. Þ.) Per Jonsson, hinn nýbakaði doktor. ræktun að fá svín sem gefi’af sér bæði stórar kótelettur og rétt- an kjötlit. Niðurstöður Pers Jóns- sonar hafa bæði fræðilega og hagnýta þýðingu fyrir ræktun danskra svína, sem eru um 11 milljónir, og danskrar svínakjöts framleiðslu, sem færir 2.5 millj- arða danskra króna í erlendum gjaldeyri. Per Jónsson er tilraunastjóri á Búnaðarhagfræðistofnuninni. Hann er fæddur og uppalinn í Þýzkalandi, sonur Péturs Jóns- sonar, óperusöngvara og fyrri konu hans, óperusöngkonunnar Idu Marie Köhler. Hann er bú- fræðingur að menntun og hafði mest fengizt við jurtaræktun, áð- ur en hann tók stöðu hjá dr. Hjalmar Clausen og fór að fást við tilraunir með svínarækt. Doktorsritgerð sína varði Per Jónsson 28. maí við Landúnaðar- háskólann í Kaupmannahöfn og stóð vörnin í 5 klukkutíma. Hinir opinberu andmælendur voru dr. S. Berge frá Noregi og dr. Hj. Clausen, sem fundu það helzt að ritgerðinni að hún væri of löng, en luku lofsorði á verkið. Fjöldi manns var viðstaddur dokt orsvörnina. Steinúnn stjórnar revyu AKRANESI, 20. júlí. — Frú Steinunn Bjarnadóttir, leikkona, setti á svið leikritið £>aklausa svallarann eftir Arnold og Badh á Fáskrúðsfirði. Leikendur voru eintómir viðvaningar, en stóðu sig þó með mikilli prýði, og þar var leikurinn sýndur þrisvar sinnum í félagsheimilinu — I hvert sinn fyrir fullu húsi. Síð- an sigldi frú Steinunn til Eng- lands að kynna sér leikstjórn og dvaldist þar í þrjá mánuði. Nú er hún komin heim aft.ur og ætlar að byrja á því að setja upp revýu í Reykjavik. — Oddur. íslandsmeistaramót útihandknattleik ■ Á MÁNUDAGSKVÖLDIÐ sl. hófst á Hörðuvöllum í Hafnar- firði, íslandsmeistaramót í úti- handknattleik. Eins og sagt hefur verið frá taka 6 félög þátt í mót- inu, F.H., Haukar, Í.R., Þróttur Ármann og Valur og sér F.H. um mótið. Þrír leikir voru leiknir á mánu dagskvöldið. F.H. lék við Hauka og vann auðveldan sigur 41:9. Haukar eru með unga menn og lítt reynda þar sem þeir hafa orðið að sjá af nokkrum sinna beztu manna. Mér þótti það bara gott hjá þeim að taka þátt í mót- inu jafn fáliðaðir og þeir eru. Ármann sigraði Þrótt 27:19 og Valur sigraði Í.R. 31:7. ' Það er erfitt að segja nokkuð á þessu stigi um hvernig keppni verður á þessu móti. F.H. hefur fullan hug á að sigra og yrði það 10 sigurinn í röð, en keppni unx næstu sæti verður án efa mjög hörð. Mótið heldur áfram á Hörðu- völlum í kvöld, og hefst kl. 20. Sáttafundur SÁTTAFUNDUK deiluaðila f farmannadeilunni höfst að nýju kl. 21 í gærkvöldi og stóð enn yfir, er blaðið fór í prentun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.