Morgunblaðið - 21.07.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.07.1965, Blaðsíða 23
23 Miðvikudagur 21. júlí 1965 MORGVNBLAéíÚ Fiskstingur fflaug í læri 5 ára drengs LÖGREGLAN var í fyrrakvöld kvödd vestur að Selbúðum, en þar höfðu piltar verið að leik með fisksting og fleygt honum í tréhurð, en svo illa vildi til, að fimm ára drengur fékk stinginn í sig og gekk hann í gegnum lær vöðva á drengnum. Slys þetta varð kl. 20,25, er fimm ára drengur, Jóhann Vil- bergsson, Vesturgötu 68, hljóp fyrir fiskstinginn, ,sem piltarnir setluðu að fleygja í hurðina. Fór — Grænlandsbréf Framhald á bls. 12 skóla og 60 fara í sjómanna- skóla. Auk þessa munu um 100 skólabörn fara í frí til Danmerkur og sækja jafn- íramt námskeið í skólum þar. í>etta bætir að nokkru úr ófullnægjandi námsmöguleik- um heima í Grænlandi. Fiskveiðarnar við Græn- land hafa gengið vel. Miðað við sama tíma í fyrra er afl- inn mun meiri og menn von- ast til að aflinn í ár verði meiri en árið 1063. Veiðar í net í fjörunum nú í vor gáfu góðan árangur. Það er að mestum hluta smár og meðal- stór þorskur sem hefur veiðzt en mergðin bætt það upp. En netaveiðarnar eru nú hættar, þar sem þorskurinn hefur leit- að út úr fjörðunum og til lítils að stunda þorskveiðar sem stendur. Margir bátarnir stunda nú rækjuveiðar í Disko fióa, þar sem veiði er sögð vera góð. Þar sem afköst verk smiðjanna eru takmörkuð eru það aðeins 46 bátar, sem veið- arnar stunda samkvæmt sam- komulagi eiganda verksmiðj- anna, Hinnar konunglegu Grænlandsverzlun og útgerð- armanna. Einnig er rækja lögð upp í verksmiðjur sem einstaklingar eiga á ýmsum stöðum. Yfir hávertíðina veldur skortur á vinnuafli erfiðleik- um fyrir framleiðsluna. Vinnu afl á ýmsum stöðum er ekki nægjanlegt til að halda verk- smiðjunum í fullum gangi og sveiflur á vinnumarkaðinum eru tíðar. Verkafólk er fengið víðsvegar að til að bæta úr þessum skorti á einstaka stöð- um, ekki sízt frá hinum norð- lægu bæjum, en erfiðleikar hafa verið á því að útvega þessu fólki húsnæði. Þetta hef ur þó farið batnandi ár frá ári eftir því sem uppbygging framleiðslubæjanna hefur vax ið. Fiskveiðarnar á suðlægustu etöðunum eiga að venju í erf- iðleikum vegna issins, sem hefur verið óvenjumikill nú í ár. Það hefur þó hjálpað til, að mikið hefur veiðzt af blöðrusel. Þessar veiðar hefðu þó gefið meiri tekjur hefðu verið meiri möguleikar á flutningi kjötsins. Kjöt af hin- um stærri dýrum hafsins er enn eftirlætisréttur Grænlend inga og það er alltaf mikil tala í kjöti af hvölum sem mikið er veitt af. Hln góða veðrátta f vor og fyrrihluta sumars hefur kom- ið sér vel fyrir sauðfjárrækt- ina. Sauðburður gekk vel og bændur eru mjög bjartsýnir á sölu afurða sinna. í þessu sambandi má geta þess, að nú í ár eru 50 ár liðin frá því sauðfjárrækt hófst í Græn- landi og verður þess minnzt hátíðlega þann 3. júlí í Narssak á fundi samtaka sauð- fjárræktarbænda. Godtháb, 27. júní 1965. Frederik Nielseu, stingurinn í gegnum vöðva inn an á fæti. Var Jóhann fluttur í slysavarðstofuna. Bremen í Reykjavik f GÆR kom þýzka skemmti- ferðaskipið Bremen til Reykja- | vikur með um 700 farþega. Fór mestur hluti þeirra í skemmti- ferð að Gullfossi og Geysi og * drakk kaffi á Selfossi siðdegis í gær. Héðan fór skipið í gærkvöld til Akureyrar og verður þar efnt til skemmtiferðar að Goðafossi. I Annað þýzkt skemmtiferða- i skip, Hanseatic, er væntanlegt hingað á fimmtudag og hinn 3. [ ágúst kemur siðasta skemmti- ferðaskipið á þessu sumri. Er það Argentína, sem kemur frá Banda ríkjunum. — Goldberg Framhald af bls. 1 maðurinn, sem John F. Kennedy skipaði í embætti á forsetaferli sínum, en Goldberg gegndi stöðu verkalýðsmálaráðherra í stjórn Kennedys. Johnson tilkynnti fréttamönn , ufh þessa ákvörðun sína í Rósa- garði Hvíta hússins. Fréttamenn voru þar saman komnir vegna annarar athafnar, en Johnson tók þar á móti fjórum sendiherr um Bandaríkjanna erlendis. Að þeirri athöfn lokinni, gekk for- setinn áleiðis inn, en kallaði um öxl til blaðamanna: „Ég kem aftur eftir andartak". Nokkru síðar kom forsetinn aftur út í garðinn, ásamt þeim Dean Rusk, utanríkisráðherra, George Ball, aðstoðarutanríkis- ráðherra, og Mc George Bundy, sérstökum ráðgjafa sínum. Gold- berg fylgdi á eftir. Johnson sagði síðan: „Fyrir viku missti heimurinn Adlai Stevenson. Heimurinn mun þann ig sýnast fátækari æ síðan vegna dauða hans. En heimurinn verð- ur æ síðan rikari vegna lífs hans“. Johnson sagði síðan, að sér- hver Bandaríkjaforseti hefði sýnt virðingu sína fyrir S.þ. með því að velja til sendiherrastarfa hjá samtökunum góða menn með mikla hæfileika. Lýsti hann síðan skipan Goldbergs í em- bættið. Goldberg flutti stutt ávarp og sagði m.a.: „Ég tekst á hend- ur í fyllstu auðmýkt þetta starf sem friðarboðberi þjóðar okkar á þingi þjóðanna". Arthur Goldberg fæddist árið 1908, og var yngstur. átta syst- kina. Hann var sonur blá- snauðra Gyðingahjóna, sem flutt ust til Bandaríkjanna frá Rúss- landi. Fyrstu vinnu sína fékk hann 12 ára gamall, sendilsstöðu. I tvö ár sótti hann tvo há- skóla samtimis og vann jafn- framt á kvöldin. Hann lauk em- bættisprófi í lögfræði frá Nort- hwestern háskólanum í Chicago 1919, og hlaut hæstu lögfræði- einkunn í skólanum það ár. Hann fékk sérstakt leyfi til að gangast undir endanlegt próf til að geta hafið lögfræðistörf áður en hann varð 21 árs gamall. Á fjórða tug aldarinnar var hann lögfræðingur ýmissa verka lýðsfélaga, en á styrjaldarárun- um vann hann við sérstaka skrif stofu, sem hafði með höndum víð tækt njósnanet flutningaverka- manna á bak við víglínu naz- ista. Eftir styrjöldina vann hann að margvíslegum verkalýðsmálum og fékk miklu áorkað. Hann var síðan skipaður verkalýðsmála- ráðherra i stjórn Kennedys og síðan hæstaréttardómari. Kona Goldbergs er velþekktur abstraktmáLari. Þau eiga tvö börn. Þetta er uppdráttur sá er sam Á Miklatúni Framhald af bls. 8 Æskufólkinu fjölgar ár frá ári. Allt, sem gert er til þess að auka þessa starfseini er því til góðs unnið. Verið að teikna MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samband við Valtý Pétursson listmálara og innti hann fregna um hina fyrirhuguðu byggingu myndlistarskála, er reisa á á Miklatúni. Er það eina bygg- ingin, sem í garðinum verður, þegar frá er talið hús garð- yrkjumanna garðsins. Valtýr kvað of fljótt að ræða um sýn- ingarskálann, sem enn væri verið að teikna. Yrði gengið frá teikningum bráðlega, en hraða þyrfti mjög framkvæmdum, þar sem segja mætti að myndlistin væri beinlínis á götunni, enda gamli listamannaskálinn löngu ófær að gegna hlutverki sýn- ingarskála. Vonaðist hann til, að unnt yrði að hefjast handa strax og samþykkt byggingar- fulltrúa lægi fyrir. Lokræsarörin, sem rætt er um i greinni. Samið við Sókn 1 GÆR voru undirritaðir samn- ingar við Starfsstúlknafélagið Sókn og var samið um 44 stunda vinnuviku og 4% grunnkaups- hækkun. Eru samningarnir byggðir á Reykjavíkursamkomu laginu svonefnda. Nokkrar aðrar breytingar voru gerðir á samn- ingum félagsins, en þær voru smávægilegar. Samningsaðilar Sóknar eru Ríkisspítalar, Reykjavíkurborg, Ellilheimilið Grund, Dvalarheim ili aldraðra sjómanna og Landa- kotsspítali. 1 þykktur var í borgarstjórn Rey kjavíkur. Sýnir hann framtiðar- skipulag á MiklatúnL Þegar búið verður að grafa munu skurðirnir ná 7. km. — S-Vietnam Framhald af bls. 1 hvort hann myndi leggja til vib Johnson að fjölgað yrði í her Bandaríkjámann í Vietnam. Snemma í morgun réðist mik- ill fjöldi Viet Cong skæruliða kommúnista á litla varðstöð S- Vietnamhers skammt frá landa- mærum Vietnam og Cambodia. Tókst setuliði varðstöðvarinnar að hrekja árásarmenn af hönd- um sér með miklu harðfylgi, en mikið mannfall mun hafa orðið í liði beggja. Nokkrir bandarísk- ir ráðgjafar voru í varðstöðinni, og mun mannfall einnig hafa orð ið meðal þeirra, að því er sagt var í Saigon í dag, Tilkynnt var í Moskvu í dag, og vitnað í „skýrslu yfirher- stjórnar Viet Cong“ að skæru- liðar kommúnista hafi fel'lt eða sært 90.000 menn stjórnar S-Vietnam og Bandaríkjamanna, fyrstu sex mánuði þessa árs. Segir fréttastofan Tass áð 3.000 bandarískir hermenn hafi fallið eða særzt á þessum tíma og meira en 300 aðrir erlendir her- menn, sem barizt hefðu með Bandaríkjamönnum og stjórn S.- Vietnam. Tölur þessar eru í harla litlu samræmi við.opinberar tölu varn armálaráðun. Bandaríkjanna, sem út voru gefnar 12. júlí sl. Samkvæmt þeim hafa Bamda- ríkjamenn á fjórum og hálfu ári misst 503 menn fallna, 2.720 særða, 41 týndan og 16 hand- tekna. Kappreiðar Kóps i V-8kaft. Kirkjubæjarklaustri 20. júíí. SUNNUDAGINN 18. júli 'héit hestamannafélagið Kópur í Vest- ur- Skaftafellssýslu kappreiðar á Efri-Eyjaregg i Meðallandi. Mót- ið hófst kl. 15 með hópreiS hestamanna inn á völlinn. Keppt var í 300 m. stökki. Fyrstur varð Trausti, Oddsteins Kristjánsson- ar, Skaftárdal, annar varð Jarp- ur Jóns Gunnarssonar, Borgar- felli og þriðji Skjóni, Sigurðar Guðjónssonar, Lyngum. Einnig fór fram góðhestasýning og var bezti gæðingurinn, Gjólta, Sig- urgeirs Jóhannssonar, Bakka- koti ög annar Skjóni, Sæmundar Björnssonar, Múla. Að lokum fór fram naglaboðreið mitli þriggja sveita. Gott veður var og fjölmenni á staðnum. — Siggeir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.