Morgunblaðið - 21.07.1965, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.07.1965, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 21. iúlí 1965 MORGUNBLAÐIÐ rnmmmmm FRÁ fornu fari hefur Grund í Eyjafirði, verið eitt mesta höfuðból landsins, enda leggja margir ferðamenn leið sína þangað til að sjá staðinn, og skoða hina fallegu kirkju sem þar er. Kirkja þessi var reist á árunum 1904—1905, og var engu til sparað að gera hana sem veglegasta. En úr turni Grundarkirkju, er gotc um að litast um miðsveit Eyja fjarðar, sem blasir þar við í sjónhringnum. — Sta'ðarlegt er á Grund, enda hafa þar búið ríkilátir merkismenn, og stórhöfðingjar og væri ekki úr v'egi að staldra við skjáinn á tjaldi fortíðarinnar, og rifja upp lítillega gamlar sögu-sagn ir, og skyggnast inn í móðu horfinna alda. — Á Grund voru eitt sinn heimaslóðir Sigihvatar Sturlusonar og son ar hans* I>órðar kakala, er sátu þar. — Um miðja 14. öld bjuggu á Grund, þau Grundar Helga og Einar riddari Svein- bjarnarson, og að ráðum Helgu voru þeir Vegnir á Grund Smiður Andrésson, hirð stjóri, og Jón skráveifa Gutt- ormsson, þegar þeir fóru um Norðurland með óaldar-flokk sinn, og er snildarleg skáld- söguleg lýsing af þeim atburði í sögu Jóns Trausta, sem heit- ir: „Veizlan á Grund.“ — Um Grundar-HeLgu hafa spunnizt þjóðsagnir miklar, ein sagan hermir, að þegar Helga tók að eldast, þá lét hún hola inn an hól, og skreyta hann mjög að innan á ýmsan hátt. — Hún lét búa þar til stofu mikla og setja þar stól í, og þegar hún andaðist var hún sett í stólinn, eins og hún hafði fyrirmælt, og var haug- urinn síðan byrgður, og heitir þar síðan Helgu-hóll, og er hann rétt fyrir ofan túnið á Grund, er hóll þessi talsvert hár. — Þjóðsögnin segir að Helga hafi láti’ð bera mikla fjársjóði í hól þennan, því hún var auðkona mikil, og segja munnmæli að menn hafi vilj að afla sér fjármuna með því að grafa upp hólinn, en þegar þeir fóru að róta til í hólnum, þá sýndist þeim Grundar- kirkja vera að brenna. — Hættu þeir þá við upp-gröft- inn, og hlupu til og vildu slökkva eldinn, en þetta voru þá eintómar missýningar, bara til að aftra ræningjun- um frá því að ásælast eignir Grundar-Helgu, sem í hóln- um voru fólgnar. — I. G. ÞEKKIRÐU LANDIÐ ÞITT? Bólstrum stálhúsgögn Tökum að okkur að gera við alls konar stálhúsgögn. Höfum gott iirval af áklæði. Upplýsingar í síma 41982. VISUKORN Hlt er aff keppa í þá smán — enginn hreppa gróði: eignast leppað ævi lán úr honum kreppusjóði. Hjálmar Þorsteinsson á Hofi í nýútkominni bók sinni, RÖKKURSTUNDIR. F RETTIR Konur i Garðahreppi. Orlof hús- mæðra v«rður að Laugum í Dala- »ýslu, dagana 20. — 30. ágúst. Upp- lýsingar í símum 51862 og 51991. Frá Mæðrastyrksnefnd. Hvílda-rvika Mæðrastyrksnefndar að Hlaðgerðar- koti í Mosfellssveit verður 20. ágúst. Umsókn sendist nefndinni sem fyrst. Allar nánari upplýsingar í síma 14349 daglega milli 2—4. Kvenfélagasamband íslands: Skrif- •tofan verður lokuð um tíma vegna •umarleyfa og eru konur vinsamleg- •st beðnar að snúa sér til formanns Bambandsins, frú Helgu Magnúsdóttur á Blikaetöðum, sími um Brúarland með fyrirgreiðslu meðan á sumar- Jeyfum stendur. Kvennadeild Slysavarnarfélagsins i Reykjavík fer í 8 daga skemmtiferð *1. júlí. Alla/r upplýsingar í Verzlun- inni Helma, Hatfnarstræti, sími 13491. Aðgöngumiðar verða seldir félagskon- um á föstudag geng framvísun skír- teina. Gjafabréf sundlaugarsjóðs Skála- túnsheimilisims fást í Bókabúð Æsk- unnar, Kirkjuhvoli, á skrifstofu Styrkt •rfélags vangefinna, Skólavörðustíg 18 og hjá framkvæmdanefnd sjóðsins. Konur Keflavík! Orlof húsmæðra verður að Hlíðardalscskóla um miðjan ágúst. Nánari upplýsingar veittar i símum 2030; 2068 og 1695 kl. 7—8 e.h. til 25. júlí. — Orlofsnefndin. Borgarbókasafn Reykjavíkur er lokað vegna sumarleyfa til þriðjudagsins 3. ágúst. Sumardvöl Rauða Krossins. Börn, sem dveljast eiga 6 vikur, seinna tímabil, í sumarbúðum Reykjavíkur- deildar R.K.Í. fara frá bílastæðinu við Sölvhólsgötu miðvikudaginn 21/7. að Laugarási kl. 9 f.h., að Efri-Brú kl. 1 e.h. Foreldrar eru beðnir að mæta stundvíslega með börnin. kirkju af séra Jóni Thorarensen ungfrú Margrét !>orsteinsdóttir Fálkagötu 4 og Benedikt Bach- man Grandaveg 4 (Studio Guð- mundar). Málshœttir Það lagast í þófinu. Það er hvorki heilt né hálft. Það er ekki öll nótt úti enn. (sagði drau.gurinn). Það er nú regluleg hefndar- gjöf. GAHAIT og GOTT DANSIN I HRUNA 1 Fögur eru hljóð í Hruna, hirðar þangað bruna; svo skal dansinn duna, að drengir megi það muna. i Enn er hún Una, og enn er hún Una. Munið Skálholtssöfnunina Munið Skálholtssöfnun. Gjöfum er veitt móttaka í skrifstofu Skál- holtssöfnunnar, Hafnarstræti 22. Sím- ar 1-83-54 og 1-81-05. Spakmœli dagsins í ríki mínu getur sérhver orð- ið sáluhólpinn á sinn hátt. — Friðrik mikli tun trúfrelsi. Smóvarningur Stærsti hólminn í öxará helt- ir KAGAHÓIiMI eða Hólmgöngu hólmi. Hann er beint austur und an Lögbergi og Lögréttu. í hólma þessum voru háðar hólmgöngur til forna. Síðast gengu þar á hólm Skáld-Hrafn og Gunnlaug- ur Ormstunga árið 1006. Lög- rétta var um eitt skeið í hólman- um, og fógetinn á Bessastöðum bjó í hólmanum, meðan hann sat á þingi. Hœgra hornið Það er umhugsunarvert, þegar kona skýtur bónda sinn með boga og örvum, svo að hún veki ekki börnin. PR0PA6ANDA,___ — MATEAIAL T* aC’ANÍÍ’ - Maó við Breznev í Síam (Thailandi): Hvað, ert þú koxninn hi ngað líka? (Tarantel Press). Skipafélag — Hlutabréf Til sölu eru hlutabréf í skipafélagi. — Allt að 60%. — Seljast með hagkvæmum • kjörum, löngum og góðum lánum. — Tilboð, merkt: „Skip — 6332“ sendist afgr. Morgunblaðsins. HI jóðf æraleikarar Áríðandi fundur í Félagi íslenzkra hljóm- listarmanna í dag kl. 6 í Lindarbæ (uppi). Fundarefni: NÝIR KJARASAMNINGAR. Stjórnin. Atvinna Óskum eftir að ráða eftirtalið starfsfólk: 1. Stúlku, ekki yngri en 18 ára til afgreiðslu í ljósmyndaverzlun. 2. Konu, 20—30 ára til starfa á ljós- myndavinnustofu. Upplýsingar í skrifstofunni, Garðastræti 35, kl. 4—6 í dag. Gevafótó hf. Wiki buxur Stretchbuxur á telpur. Ný gerð nr. 2—14. R. Ó. Búðin Skaftahlíð 28. — Sími 34925. Glæsileg íbúð á 2. hæð í tvílyftu húsi við Blönduhlíð til sölu. — íbúðin er um 137 ferm. 4 herb., eldhús og bað. Sér inngangur. Sér hitalögn, svalir. Allar innréttingar í íbúðinni eru nýjar og er íbúðin sem ný að sjá. Teppi fylgja. Góður bílskúr. Óinnréttuð rishæð þar sem gera mætti 2ja til 3ja herb. íbúð, fylgir. Málflutningsskrifstofa VAGNS E. JÓNSSONAR og GUNNARS M. GUÐMUNDSSONAR Austurstræti 9 — Símar 21410 og 14400.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.