Morgunblaðið - 21.07.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.07.1965, Blaðsíða 6
6 MORG U N BLAÐIÐ Miðvikudagur 21. júlí 1965 Um 130 hestar reyndir og sýndir við Faxaborg FJÓRÐUNGSMÓT hestamanna er haldið var um síðustu helgi í Faxaborg á Hvítárbökkum, fór mjög vel fram og var þar mikill manrifjöldi saman kominn. — Reyndir voru og sýndir alls tæp lega 130 hestar, en fyrst voru sýndir alhliða gæðingar og klár hestar með tölti. — Fyrstu verð- laun alhliða gæðinga hlaut Nasi Gísla Ragnarssonar í Fremri- Hundadal í Dalasýslu; 2. Blesi Magnúsar Ingimarssonar, Kjaiar dal, Borgarfjarðarsýslu; 3. Jarp- ur Magnúsar Guðbrandssonar, Álftá. — Fyrstur klárhestanna var Móri Skúla Kristjónssonar á Svignaskarði 2. Dónald Sturlu Jóhannessonar á Sturlu-Reykj- um; 3. Feill Stefáns Eggertssonar á Steðja. — Allir hlutu þessir hestar „Silfurskeifu Faxa“ og mynd tekin af hverjum með knöpum þeim sem þá sátu 5 keppninnL Fyrstu verðlaun kynbóta- hrossa hlaut Baldur eign Hrossa ræktarsambands Vesturlands. — Honum fylgdu 10 afkvæmi tam- in og dæmd. Tók Baldur nú í annað sinn farandbikar þann, sem um er keppt, en hann gáfu fyrrum þingmenn Mýra- og Borg arfjarðarsýslu þeir Pétur Otte- sen og Bjarni heitinn Ásgeirsson. Baldur er 12 vetra. I>á voru hryss ur sýndar og tók þar fyrstu verðlaun Sara Einars Gíslasonar á Hesti. Hún hlaut einnig far- andbikar, sem gefin er til keppn innar af Kaupfélagi Borgnesinga. Þá hófst skeiðkeppnin og var sprettfærið 250 metrar. Enginn hestanna náði tilskildum tíma til 1. verðlauna, en beztum tíma náði Hrollur Sigurðar Ólafsson ar, Reykjavík, 25,2 og 3. verðlaun hlaut Jarpur Magnúsar Guð- brandssonar á Álftá. f folahlaupi 250 m. varð fyrst ur Ölvaldur Sigurðar Tómasson ar í Sólheimatungu, 19,4 sek., 2. Reykur Péturs Jónssonar á Skeljabrekku 19,8 og 3. Hrímnir Einar Karelssonar í BorgarnesL 20 sek. Tími ölvalds er nýr mettími í folahlaupi, en það hefur þó ekki hlotið staðfestingu enn sem kom ið er. — Gamla metið var 19,8 sek. og hljóp Reykur sprettfærið á gamla mettímanum. Á stökki, 300 m hlaupabraut varð hlutskarpastur Áki Guð- bjarts Pálssonar, Reykjavík, 23,1 sek. 2. Grettir Tómasar G. Guðjónssonar 23,2 og 3. Gula Gletta Erlings Sigurðssonar 23,8 sek. Blesi Þorgeirs í Gufunesi varð fyrstur á 350 m stökki á 26,2 sek. 2. Brana Guðmundar Ágústsson ar Kirkjuskógi Dölum á 26,4. 3. Tilberi Skúla í Svignaskarði á 26,7 sek. í Innanfélagskeppni um Faxa- skeifuna varð hhitskörpust Lísa Ólafar Geirsdóttur á Hafþórs- stöðum. Ráðstefna um gialdeyris- mál ,éhentug# fyrir Frakka — franska sflarnin hafnar tillögu Bandaríkjanna um alþjöðaráð- stefnu um gjaldeyrismál París, 19. júlí. — AP. FRAKKAR hafa hafnað tillögu Bandaríkjamanna um alþjóðlega ráðstefnu til að greiða fyrir alþjóða- gjaldeyrisviðskiptum. — Valery Giscard D’Estaing, fjármálaráðherra frönsku stjórnarinnar, sagði í frétta tilkynningu í dag, að til- laga bandarísku stjómar- innar væri „óhentug" fyr ir Frakkland. Ráðherrann sagði, að tvö skilyrði yrði að upp- fylla, áður en hægt væri að efna til slíkrar ráð- stefnu: • Fyrst yrði að endurbæta núverandi gjaldeyrisviðskipta kerfi. • I öðru lagi yrði að komast að samkomulagi um, hver ættu að vera höfuðmarkmið alþjóðaráðstefnu um þessi mál. Fjármálaráðherra Bandaríkj anna, Henry H. Fowler, kom fram með tillögu þá, sem hér um ræðir, í ræðu á ráðstefnu um gjaldeyrismál, 10. júlí. Johnson, Bandaríkjaforseti, hafði áður lýst áhuga sínum á þessu máli, og samþykkt tillög una fyrír sitt leyti. Gert er ráð fyrir, að Fowler haldi til flestra V-Evrópu- landanna í september, og rtyni að ná samkomulagi um ráð- stefnu. Er hann kom fram með tillögu sína, lagði hann áherzlu á. að undanfari henn- ar yrði að vera nákvæm at- hugun, og „alþjóðlegar við- ræður“. 1 tilkynningu sinni i dag, sagði franski fjármálaráðherr- ann m. a.: „Franska stjórnin hefur um þriggja ára skeið reynt að draga athygli að þeim hættum, sem samfara eru þeim venjum, sem nú ráða um alþjóðagjaldeyrisvið- skipti". Hann kvað Frakka hafa fylgzt með athygli með tillögu Fowlers, en hinsvegar væri fyrirhugað form ekki hentugt fyrir Frakka". • Um skilyrðin tvö sagði hann m. a.: „Áður en hægt er að koma á nýju, alþjóðlegu gjaldeyrisviðskiptakerfi, þá er ,4 óhjákvæmilegt, að núverandi kerfi sé endurbætt. Vissulega hafa margar þjóðir, sem um langt skeið hafa búið við óhag stæðan greiðslujöfnuð, stigið skref í rétta átt, en einhver sönnun þess, að hér sé ekki um stundarfyrirbrigðL verður að fást, áður en lengra er haldið. — Þá sagði Giscard, að áður en efnt yrði til al- þjóðaráðstefnu um þessi mál, yrði að liggja fyrir ákveðið samkomulag um endurbætur sem gera ætti. Kvað hann þeg ar liggja fyrir, á vegum Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins, tillög- ur. Þær væru hins vegar á þann veg, að flestar þjóðir virtust setja sér mismimandi takmörk, og þar kæmi einnig fram, að um grundvallar- ágreining væri að ræða. „Frakkland“ sagði Giscard, „hefur oft lýst afstöðu sinni á þessu sviði, en óskar eftir því, að aðrar þjóðir geri slíkt hið sama. Þá er hugsanlegt, að einhver árangur náist“. Frakkar hafa á undanförnu ári leyst inn mikið af gulli með dollaraforða sínum, og látið að því liggja, að taka beri upp á nýjan leik gamla gullfótarkerfið. Aðalfundur Verzlunarfél. Vesf ur-Skaf f f e llinga Frá fréttaritara Mbl. í Vík í Mýrdal: AÐALFUNDUR Verzlunarfélags Vestur-Skaftfellinga var hald- inn á Kirkjubæjarklaustri laug ardaginn 12. júní 1965. Formað- urinn, Eyjólfur Eyjólfsson setti fundinn. Síðan flutti fram- kvæmdastjóri félagsins, Hálfdán Guðmundsson skýrslu um starf- semi félagsins á árinu 1964, las upp endiurskoðaða reikninga þess og útskýrði þá. Kom þar í ljós, að heildarvelta félagsins var kr. 29.438.962,00 og hafði hún aukizt um kr. 6,2 milljónir frá árinu áður eða 27%. Tekjuaf- gangur reyndist vera kr. 155.000,- og samþykkti fundurinn í einu hljóði að leggja hann í stofn- sjóð félagsmanna, Einnig kom það fram í skýrshi framkvæmda stjórans, að á sL ári var slátur- hús félagsins í Vík stækkað og endurbætt. Þá gat framkvæmda- stjóri þess í lok ræðu sinnar, að fyrirhugað væri að hefja bygg- ingu nýs verzlunarhúss í Vík á þessu ári. Að lokinni ræðu framkvæmda stjórans fóru fram kosningar í stjóm félagsins og voru þessir endurkjörnir: Eyjólfur Eyjólfs- son, hreppsjtóri á Hnausum, Bjarni Bjarnason, hreppstjóri í Hörgsdal og Siggeir Bjömsson, hreppstjóri í Holti. Varamaður var endurkjörinn Kristján Páls- son bóndi í Skaftárdal. Endur- skoðandi var endurkosinn Ari Þorgilsson tímavörður í Vík og varaendurskoðandi var einnig endurkjörinn, Jón Valmundsson húsasmíðameistari í Vík. Á fundinum urðu miklar um- ræður um félagsmál og ýms önn ur mál og eftirfarandi tillögur voru samþykktar einróma: 1. „Aðalfundur V.V.S. 1965 beinir þeirri ákveðnu áskorun til hafnamefndar Dyrhólahafnar að hún beiti sér eftir megni fyrir að knýja fram jákvæðar aðgerðir um framgang hafnarrannsókna við Dyrhólaey". 2. „Aðalfundur V. V.S. 1965 þakkar Alþingi og ríkisstjórn hækkun á flutningastyrk í Vest- ur-Skaftafellssýslu. — Engu að síður telur fundurinn nauðsyn- legt að styrkur þessi verði enn hækkaður, þar sem sýslubúar verða að sæta svo mjög miklu hærri flutningsgjöldum en axm- ars staðar gerist í landinu, með an ekkert raunhæft er gert í hafnarmálum þeirra". 3. „Aðalfundur V. V. S. 1965 skorar á stjórn Áburðarverk- smiðjunnar að beita sér fyrir því að áburður verði seldur á sama verði á verzlunarstað sýslunnar í Vík í Mýrdal og hann er seldur á höfnum úti um land“. Þessi aðalfundur Verzlunarfé- lagsins var mjög vel sóttur og sátu hann um 60 félagsmenn. Stjórn félagsins er nú svona skipuð: Eyjólfur Eyjólfsson Hnausum, formaður; Bjarni Bjarnason, Hörgsdal, varaform.; J Siggeir Björnsson, Holti; Árni Jóhannesson, Gröf; Hannes Hjart I arson, Herjólfsstöðum; Páll Páls 1 son, Litlu-Heiði og Ásgeir Páls- son, Framnesi. Endurskoðendur eru Ari Þorgilsson í Vik og séra Páll Pálsson í Vík. Framkvæmda stjóri er Háldán Guðmundsson i ' Vík. • Ófullgerða hljómkviðan Þórunn Xngvarsdóttir á Vífils götu sendir Velvakanda þessa pistla urn fuglalífið: „í vikunni sem leið var ég að lesa í greinum Velvakanda. Og efnið fjallaði um það, hvað fuglalífið væri orðið litið í görð um borgarinnar. A'ð sjál'fsögðu var köttunum kennt um það, sem ekki er ólíklegt, að sé rétt mætt. Þegar kettir eru heimilis lausir, þá vitanlega reyna þeir að bjarga sér, eins og bezt geng ur. En frá mínum bæjardyrum séð, þá eru fleiri en kettirnir þar áð verki. Ég hef séð mínum eigin augum, að strákar eiga sinn drjúga þátt í því, hvað þetta snertir. Eitt sinn leigði eg í kjallara í húsi, og glugginn minn sneri inn í garðinn. Þar voru há og gróðursæl tré út við girðinguna. Eitt vorið tek ög eftir því, að það koma marg ir fuglar og setjast á tré í næsta garði. Þetta voru bæði músar rindlar og þrestir. Allt í einu heyri eg svo undursamlegan klið, — hvað raddirnar voru mjúkar og hljóðlátar, en þó seiðandi um leið. Það var unaðs legt áð hlusta á þetta. Mér fannst þetta yndisleg hljóm- kviða. Ætti ég mér ósk, þá vildi eg fá að deyja við svona klið. En þetta endaði verr en það byrjaði, því að allt í einu snögg hætti þessi yndislegi kliður. Þarna vóru strákar og tvær til þrjár telpur í sama garðL sem fuglarnir vóru L Eg vissi, að nú hafði eitthvað skeð. Eg gekk hljóð og hugsi inn til mán; þessi dagur fannst mér dapur. Jæja, næsta dag fann eg litlu telpurn ar og spyr þær, hvort strákarn- ir hafi veitt fuglana í net. Já, þær sögðu, að þeir hefðu veitt marga, marga fugla. „Þeir drápu þá hér um bil alla“, sögðu þær. Eg þekkti ekkert af þessum börnum, en eg kannað- ist við einn af strákunum bara í sjón. En litla hljómkviðan fannst mér ófullgerð og hljómsveitin horfin." • Stráksláninn og fuglsunginn „Það var í júlimánuði. Þá byggði þröstur sér hreiður í tré í garðinum við húsið, sem eg var í. Þegar ungarnir vóru orðnir það stórir, að þeir gátu flögrað um, fóru þeir að fljúga um í hreiðrinu og við það. Ednn morguninn situr einn unginn á garðinum og er að tista. Kem- ur þá ekki stæiðar-stréksláni og fer að eltast við ungann, en hann var ekki orðinn svo vel fleygur, að hann næði sér nógu hátt upp, því að stélið var ekki fullvaxið. Strákur gerir sér hægt um vik, klæðir sig úr úlpunni og fleygir henni yfir ungann. Þess vegna náði hann unganum. Eg kalla í strákinn og spyr hann, hvað hann ætli að gera vi’ð ungann. Hann setti upp sakleysisgrímu og sagði, að unginn hefði svo lítið stél. Eg spurði hann, hvort hann ætl- aði að lengja á honum stélið; en með það fór hann og hafði ungann í annarri hendjnni. Það var dökkt í kringum þennan dreng, meðan eg sá til hans“. Fleiri pistlar frá Þórunni feoma á morgun. Nýtt símanúmer: 38820 BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3. — Lágmúla 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.