Morgunblaðið - 21.07.1965, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.07.1965, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 21. júlí 1965 MORGUNBLAÐID 15 — Hvert stefnir Framhald af bls. 9 Ályktanir þeirra eru aðallega byggðar á tvennu: Ófullnæ'gjandi vitneskju um hið raunverulega líf þeirra fiskitegunda, er oklcur skipta máli, og stærðfræðilegum útreikningum sem skortir allt ör- yggi og vissu til að hægt sé að staðhæfa nokkuð. í stað þess áttu þeir að kynna sér áratuga reynslu okkar beztu fiskiskip- stjóra, sem margir hverjir þekkja ótrúlega vel ástand botnsins á fiskisvæðunum og hvernig fisk- urinn hagar sér á miðunum. Þekking þesSara manna, til við- bótar þeirra eigin lærdómi, hlyti að verða til glöggvunar þeim, er við þessar rannsóknir fást. Jón Jónsson, fiskifræðingur, sem aðallega mun hafa með rann sóknir á bolfiskstegundum að gera átti fund með okkur Byja- mönnum á síðastliðnu hausti, þar sem þessi mál voru sérstaklega rædd. Jón sagði meðal annars, (tekið upp úr fundargerðarbók): „Að ef reiknað væri með, að hingað á miðin kæmu 200 milljón þorskar, mætti gera ráð fyrir að um helmingur af því magni sé veiddur. Eru þá 100 milljónir eftir og.tel ég það yfrið nóg til viðhalds stofninum“. , Ennfremur sagði Jón: „Sé gert ráð fyrir 50 milljón hrygnum og 60 millj. hængum, og meðal þungi hverrar hrygnu (slægðrar) sé 7 kg, hefur hver hrygna 7 millj. egg, eða 1 millj. egg móti hverju kílói í þyngd sinni“. Enn- fremur sagði Jón: „Að um 60% fari íorgörðum, frá klaki til kyn- þroska aldurs, ýmist veiddur eða af öðrum orsökum." Þetta er sem sagt uppbygging- aráætlun Jón Jónssonar, fiski- fræðings, og við skulum þá að- eins athuga hana betur, (það er venja að reikna hér 100 fiska í tonnið af netafiski og kemur það nokkuð. heim við 7 kg af slægð- um fiski). Þá er það viðkoman, 50 millj. hrygnur með 7 millj. eggja hver. Viðkoman 350 billjónir, í tölum 350000000000000. Og nú segjum við að 60% fari forgörðum, eða 210 billjónir, af klaki þessa eina árs. Þá ættu að vaxa upp 140 billjónir. Með 100 fiskum í tonn- ið, miðað við t. d. 8 ára gamlan fisk þýðir það 1,4 billjónir tonn eða 14 hundruð þúsund milljón tonn, til viðhalds stofninum, þeg- ar þessi fiskur hefur náð eðlileg- um þroska. Þetta er þó aðeins sá hluti sem ekki á að veiðast samkv. áætlun Jóns Jónssonar, en mikil hrygn- ing fer að sjálfsögðu fram með fullum árangri hjá þeim fiski, sem við veiðum síðasta hluta ver tíðarinnar þessu til viðbótar. Ekki er nú að undra þó fiski- fræðihgar okkar, sem starfa við bolfiskrannsóknir, séu upp í skýj unum með slíkum uppbyggingar grundvelli og segi, að við skul- um óhræddir auka við veiðarnar. Það sé allt í bezta lagi, því við notum ekki einu sinni það lág- marksmagn sem t. d. þorskstofn- inn þoli. Ég fullyrði, að þessar stærð- fræðilegu kenningar þeirra eru algerlega út í hött og hafa enga stoð í veruleikanum. Hver getur sagt með nokkrum rökum hversu margir fiskar koma til hrygningar hverju sinni eða hversu mikið lifnar af klakinu sem háð er hinum ýmsu skilyrð- um, meðal annars straumum, hita stigi í sjónum, veðurfari o. fl. Þar með verða líka kenningar Jóns Jónssonar alrangar, byggð- ar upp á óraunhæfum grundvelli. Þær verða því beinlínis stór- hættúlegar, þar sem þær eru hafðar sem fastur grundvöllur til að byggja veiðarnar á í ákvörð- unum hins opinbera, um fiskveið- ar í landhelgi okkar undir vís- indalegu eftirliti, eins og það er orðað. Ég hef nú dregið upp í stórum dráttum þróunarsögu fiskveiða okkar, jafnframt því sem ég hef bent á ýmsar veiðar, sem ég tel að gætu orðið hættulegar gagn- vart sumum fiskistofnum okkar. Enginn vafi er á, að stórlega má tryggja framtíð fiskveiða okkar með skynsamlegri tilhögun veið- anna, fyrst og fremst vegna þess hve miðin eru einangruð frá öðr- um þjóðum. Þó vitum við að sam- gangur er nokkur við önnur haf- svæði. Fiskimenn eru almennt sagt orðnir mjög uggandi um framtíðina í fiskveiðum okkar vegna hinnar síauknu tækni, sem að nokkru kemur fram í rán- yrkju og ofveiði eins og ég hef komið inn á í grein þessari. Að mínu áliti er þegar orðinn mikil þörf á skipulagningu veiðanna á ýmsan hátt. Verði þær skoðanir og þau sjón armið er ég hef sett hér fram dæmd röng af mönnum reynsl- unnar í þessum efnum og ekki út frá hagsmunasjónarmiðum þeirra, er ég tilbúinn að gefa gaum að skoðunum þeirra. Hitt er mér líka fullljóst, að ég hef I hve þetta mál er yfirgripsmikið. ekki getað komið eins víða við Vestmannaeyjum og ég hefði viljað vegna þess, I Jóhann Pálsson. Land Húnvetnsnga, en gras Arnesinya Hr. ritstjóri! í heiðruðu blaði yðar í dag er frásögn af ferð félaga Lions- klúbbsins Baldurs í Hvítárnes. Þeir félagar munu hafa fengið leyfi oddvita „Biskupstungna- manna“. Af þessari frásögn mætti ætla að land þetta til- heyrði „BiskUpstungnamönnum“ en svo er ekki. Með bréfi dags. 5. júlí 1918 afsalar Jón Magnús- son, ráðherra, hreppsnefnd Svínavatns-Torfalækjar- og Hlönduóshrepps afréttarlandinu Auðkúluheiði, en samkvæmt gömlum málgögnum og þinglesn um .landamerkjum eru takmörk Auðkúluheiðar þessi: „Að aust- an ræður Blanda og Blöndu- kvísl fram og austur undir Hofs- jökul. Þeðan með Hofsjökli suð- ur að Jökulfalli, en það ræður merkum vestur að Hvítá, og í Hvítárvatn, sem er fast við Lang jökul. Þá að vestan norður með Langjökli — —“ Samkvæmt þessu er Hvítár- nes eign Húnvetninga og heíðu þeir Baldursmenn átt að leita þangað til þess að fá leyfi til um ræddrar landgræðslu, sem vafa- laust hefði verið veitt og þeim þakkað fyrir framtakið. Hitt er svo annað mál, að Ár- nesingar hafa sennilega fengið þama við hefð beitarréttindi, sem er auðvitað allt annars eðl- is en eignarréttur landsins. Hér áður fyrr drógu Húnvetningar og Árnesingar sundur fé sitt 1 Gránunesi og í Seyðisárrétt. Um nokkurra ára skeið hefir Hún- " vetningum verið meinað að nota afrétt sína að fullu (v/ mæði- veiki-girðingu) en það hefir heldur ekki áhrif á eignarrétt- inn. Reynt hefir verið að véfengja eignarrétt Húnvetninga yfir Hveravöllum, en nú er það ekki lengur gert. T.d. hefir veðurstof an talið sig þurfa að leita eftir leyfi til þess að byggja athugun- arstöð þar og að ósk eigenda hef ir Hveravallasvæðið verið gert skipulagsskyit. Þetta vil ég biðja yður, hr. rit stjóri, að birta í blaði yðar, til þess að koma í veg fyrir misskiln ing í framtíinni. Hitt vil ég taka skýrt fram, að Húnyetningar munu ætíð vera þakklátir þeim mönnum, sem vilja leggja hönd á plóginn við að græða upp, bæta og rækta landið. Með þakklæti fyrir birtinguna. Skrifst. Hún. 13/7 ‘65. Jón ísberg. ÞETTA GERÐIST I JUNI VEÐUR OG FÆRÐ Þéttuir ís ennþá út af Blönduósi (1). ís rekur inn Vopnafjörð (5). Snjóéd á Egilsstöðum (19). ÚTGERÐIN 2000 humrar merktir í leiðangri Fiskideildar A tv innude ildar Háskól- ans (1). Fyrsta' síldin berst til Vopnafjarð- air (3). Afli togaranna glæðist á heimamið- um (3). 29 þús. mál síldar berast á land A tveimur sólarhringum (3). Góð síldveiði 120 mílur út af Langa- nesi (5). Síldarvertíðin að komast í fullan gang (9). Mokafli af síLd fyrir austan (10). ísað í kassa um borð í togaranum Marz fyrir Bretlandsmarkað (12). Stanzlaus síldarlöndun á Siglu- firði (13). Síldarsöltun heimU á takmörkuðu magni (17). 31 Vestfjarðabátur og austan lands í sumar (17). Ákvörðun um bræðslusíLdarverðið vísað til yfirnefndar (19). Síldarsölítun hafin á Raufarhöfn (19). 578 þús. mál og tunnur síldar liöfðu borist á land 20. júní (22). Síldarflutningar af Austfjarðamið- um ganga vel (22). 22 þús. lestir saltfisks flutt út sl. ár (23). Mikil sfld langt austur af landi (24). Yfirnefnd úrskurðar bræðelusíldar- veið (26). Verðjöfnun ákveðin miLli síldar f bræðslu og sildar í salt. Bráðabirgða lög r~2tt (26). Mjöl og lýsi flutt út fyrir 1192 millj. kr. s.l. ár (26). Síldarskipstjórar sigla í land f mót- mælaskyni við bræðslusíldarverðið á sumarsíldveiðunum norðan og austan lands (29). Síldaraflinn 643.570 mál og tunnttr 27. júní (29). Miklar löndunartafir hjá togurun- um í Reykjavík (29). Norðmenn og Færeyingar einir á Bíldarmiðunum (30). SamkomuLag um bræðsLusíldarverð ið sunnam lands (30). HeiLdarsíldveiðin við Vestmanna- eyjar frá 1.-^6. júní 143.816 tunnur <30). FRAMKVÆMDIR Engeyjarhúsin máluð í sjálfboða- Vinnu (1). Ný visbmannaálnma í Hrafnistu tek- in í notkun (1). Jöklaimenn reiisa nýjan skiála i Jökuiheunum (2), Ný pípugerð tekur til starfa i Reykjavík (2). Golfklúbbur Ness reisir sér mynd- ar Legt f élagsheim il i (10). Nýju Eimskipafélagsskipi, Reykja. fossi, hleypt aif stokkunum (12). Jöklamenn reisa nýjan skála í Jökul heimum (15). Auglýst eftir tilboðum í byggingu fyrsta áfianga nýs menntaskóla í Reykjavík (17). Nýtt skip Eimskipafélags íslands, Skógafoss, kemur til Jandsins (19). Hús rísa af grunni á tveimur dög- um á Keflavíkurflugvelli (20). 80 manna vinnuflokkur og stórar vélar steypa nýja Keflavíkuirveginn (20). Sumartoúðir KFUM og K við Hóla- vatn vígðar (23). Fyrstu fremkvæmdir hafnar við kísilgúrverksmiðju við Mývatn (23). Ferðaskrifstofia ríkisins starfrækir sex sumargistihús (26). Unnið að hafnargerð í ÓLafsvík (26). Miklar framkvæmdir í Grundar- firði í sumar (26). Umferðarmiðstöðin í Reykjavík tekur senn til starfa (30). MENN og MÁLEFNI Dr. Hans Vogel, yfirborgarstjóri í Munchen, í heimsókn hér (1). Minnisvarði um Jón Þorkelsson, skólameistara í SkáLholfi, afhjúpaður í Innri-Njarðvík (1). Kaþólskur erkibiskup, dr. Heim, heimsækir kaþóLska söfnuðinn á ís- landi (2). Ketill IngóLfsson ver doktorsritgerð í Zurieh í Sviss um kjarn-aeðlisfræði (2). Mjólkurfélag Reykjavíkur heldur Oddi Jónsyni, sem nú læfcur þar af forstjórastörfum, samsæti (3). Tveir Grænlendingar kynna sér kvikfjárrækt á íslandi (3). Sigrún Vignisdóttir kjörin „fegurð- ardrottning íslands 1965" (5). Ungur Vestmannaeyingur stígur á Land í nýju eyjunni við Surtsey (9 og 10). Bergsveinn Ólafsson, augnlækntr, á ráítetefnu augnlækna 1 Freiburg (10). Hafsteinn Sigurðsson, lögfræðingur, öðlast réttindi sem hæstaróttarlög- maður (12). Gísli Halldórsson hlýtur silifurlampa Félags íslenzkra leikdómenda (15). Henriik Sv. Björnsson skipaður sendiherra íslands í París (16). Helgi Skúli Kjartansson, nemandi í GagnfræðaskóLa Vesturbæjar, hlýt- ur hæstu aðaleinkunn, sem. gefin hefur verið á Lamdsprófi, 9.74 (17). Ungur íslenzkur erf ð afræðing ur. Guðmundur Eggertsson, ver doktorsrit gerð við YaLe -háskóLamn í USA (17) J Manlio Brosio, fram'kvæmdiastjórl NATO, heimsækir ísland (19—23). Þingmenn kynna sér alúmínverk- smiðjur í Noregi og Sviss (24). Útgáfa nafnskírteina að hefjast (20). íslenzkir þingmenn skoða alúmin- verksmiðjur 1 Noregi og Sviss (26). PrestsvígsLa að Hólum í Hjaltadal í fyrsta skipti í 32 ár.(26). Nemendur og vinir Maríu Markan halda henmi sa-msæti sextugri (27). Torsten Nilsson, utanríkisráðherra Svíþjóðar, og í opinberri heimsókn hér (29). Borgarstjórinn í Grimsby býður sendinefnd frá Reykjavík heim (30). Jónína Sæborg safnar fyriir el'ld- heimili í Ólafsfirði (30). Gunnar Granberg skipaður semdi- herra Svia í Reykjavík (30). BÓKMENNTIR OG LISTIR Ný landkynningarbók eftir Hjálrn- ar Bárðarson komin út (1). Bergristur £rá Noregi sýndar í Þjóð minjasafninu (2). Guðmundur Guðmundsson (Ferro) heldur máLverkasýningu hér (3). Danski rithöfunduriml Poul P. M. Pedersen lýkur við þýðingu á ljóðum Hanmesar Pétunssonar (5). Þjóðleikhúsið sýnir óperuna „Ma- dame Butterfly1, eftir Puccimir (9). Land og lýðveldi, fyrra bindi rit- verks eftir dr. Bjarr^a Benediktsson komið út (16). ALmenna bókafélagið gefur út 135 bækur fyrstu 10 árin (19). Þjóðleikhúsið sýnir „Hver • er hræddur við Virginiu Wolf?" úti á landi (20) „Tólf konur', smásögur eftir Svövu Jakobsdóttur komna-r út (23). Ný hljómpiata með 107 rímnalög- um komin út (23). „Laxá í Aðaldal", bók efti/r Jakob Hafstein komin út (24). Karlakór Patreksfjarðar fer 1 söng- för um Vestfirði (25). FÉLAGSMÁL Dagsbrúnarfundur veitir heimild til að boða verkfall (1). Ríkisstarfsmenn segja upp kjara. samningum (2). Ráðstefna haldin um atvinmumál á Norðurlamdi (2). Auður Auðuns endurkjörimn for- seti borgarstjórnar Reykjavíkur (4). Samþykkt í borgarstjórn að gera stórt átak í málefnum aldraðra í borginmi (4). Hrein eign Reykjavíkurborgar 1300 millj. kr. við síðustu áramót (4). Ríkiisstjórnin vinnur að friðsamlegri og happsæLIi lausn kjarasaimninga Samtal við forsætisráðherra. (5). ' Verkfalli þjóna aflýst (5). Ný byggingarsaimþykkf fyrir Reykja vík gerð (5). Verkfalil boðað á kaupskipaflotan- um (5). Vel'ta LoftLeiða árið 1064 nam 587 miLlj. kr. (5). Flugfélag íslan-dis undirbýr kaup á þotu til miLliLamdaflugs (5). Samkomulag milli vinmuveitenda og verkalýðsfélaga á Norður- og Auet- urlandi (9). AðaLfund'ur Kaupmannasamtaka Is- lands haldinn í Reykjavík (9). Nýir Iðjusamningar undirritaðir (11). Iðg j öld S j ó vá try ggi ngarféLags i ns 134,4 miilj. kr. á sl. ári (11). Hafnar verk amenm leggja niður vinnu stund úr degi (11). VeríftaLl hafið hjá þernum, þjónum og matreiðsLumönnum á kaupsikipa- flotanum (11). Verkalýðsfélögim Þróttur og Brynja á Siglufirði samþykkja nýja samn- inga (11). Iðja í Reykjavík staðfestir nýja samninga á félagsfundi (22). Fundur haldimn í Reykjavik uim læknamenmtun á Norðurlöndum (13, 14). VerkalýðsféLagið á Raufarhöfn stað festir samkomulagið við atvinmurek- endur (13). Félög^ í Málm- og skipasmíðasam- bandi íslamds ákveða að fella niður vinnu á 7 daga fresti (1). Mismunandi afstaða Ausfcfjarðafé- Lagamna til samninga (15). 125 þús plöntur voru. gróðursettar í Heiðmörk s.l. ár (17). Sverrir Magnússon, lyfsali, umdæm isstjóri Rotary-klúbbsins á íslandi (17). VerkfaLlinu á kaupskipaflofcanum lokið (19). Bergþór Úlfarsson kosinn formað- ur Knat tspyrn udóma ra fé la gs Reykj a - víkur (19). Dagsbrúnarmenn ákveða að vinma enga yfirvinnu (20). AðaLfundur Stéttarsambands bænda haldinm að Eiðum (20). Nokkur Austfjarðafélög til viðbót- ar staðfesta samkomulagið við at- vinnurekendur (22). Vinnuveitendur og Vinnumálasam- band SÍS viðurkenna ekki auglýsta taxta nokkurra Austfjarðafélaga (23). Ályktanir aðalflundar Stéfctarsam- bands bæmda (23). Prestastefna íslands haldin í Reykjavík (24). AðaLfundur Búnaðarsambands Skag- firðinga haldinn á Sauðárkróki (24). Verkalýðsfélögin í Hveragerði, Sel- floss og Dagsbrún stöðva mjóLkur- dreifingu einm dag (24). Varðbergsfélag stofnað á Snæfelils- nesi (25). Um 60 manms á alþjóðaráðsfcefnu um fiskimjöl í Reykjavík (26). Veiðifélag stofnað um vötnin á Landmanm aa f r étti (26). Sýslufundur Suður-MúLasýsdu hald- inn á Eskifirði (29). Prestastefnan gerir tillögur um ferminguna (30). Fulltrúar síldarskipstjóra og úfcgerð armanna leita samkomulags (30). SLYSFARIR OG SKAÐAR Ný flugvél frá Flugskólanum Pyt eyðileggst við flugtak á Flatey á Breiðafirði (1). * Imgólfiur Björnsson, Hólmavik, 45 ára, drukknar í Steingrímsfirði (2). Bandarísk einkaflugvél af Piper Apache-gerð magalendir á Reykja- víkurflugvelli (9). Gunmar ViLhjálmsson, 34 ára. Gerði í Austur-SkaftafellssýstLu drukknar þegar hann var að vitja um silungíinet (15). íbúðarhúsið að Sleðbrjótsseli í Jök- uLsárhlíð eyðileggst í eldi (17). Valdtm'ar Þórðarson, jarðýtustjórt, Björk við Breiðholtsveg 1 Kópavogl býður bana vegna súrefniseitruinar (19). Arngrímur Kristmann Guðmumds- son, 34 ára, drukknar í Höfninmi á HóLmavík (20). Varnarliðsimaður drukknar í Svína vafcni (24). Ös9ur Sigurvinsson, húsasmíðameist ari, 35 ára, hrapar við Grímsá I Borg- arfirði og bíður bana (25). Bátur frá Vestmannaeyjum hætt kominn til Syrtling (25). Húsið við Strandgötu 41 1 Hafinar- firði skemmist mikið í eldi (25). Sex bílar skemmast í ölæðisakstrl bílþjófls (30). ÍÞRÓTTIR íslandsmótið í knattspyrnu: VaLur —Akureyri 4:2 (1) Akranes—Fram 2:3. Keflavík—KR 1:1 (2) Valur—KR 2:2 (5) KR—FRAM 2:1 (9) Valur—» Keflavrk 2:0 (11) Valur—Fram 2:1. Keflavík—Akureyri 0:1. KR—Akrane* eyri—KR L3. Fram—Keflavík lrl 2:3 (15) Akranes—Valur 3:2. Akur- (22). Keflvíkingar hafa ákveðið að fcaka j>átt í bi'karkeppni Evrópuliða í kn'attspyrmu (3). Hrafnhildur Guðmundsdóttir, ÍR. setur Islandsmet í 500 m og 800 m. skriðsundi (11). Gunnar Konráðsson sigraði í b£k- arkeppni Goltfklúbbs Akureyrar (12). Hraínhildur Guðmundsdóttir, ÍR, fimmfaldur íslandsmeistari í sundi (15). Jón Þ. Ólafsson, ÍR, varai bezta íþróttaafrekið 17. júní (19). Úrvalslið knattspyrnumanna Lré

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.