Morgunblaðið - 21.07.1965, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.07.1965, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 21. júlí 1965 MORGUNBLAÐIÐ 13 Það færist líf í tuskurnar, þegar mikið berst að slakar, en þetta er mjðg sæmi- legur afli og hann hefur fengizt fyrir Norðurlandinu, bæði austur- og vesturundan. — Hvað um framtíð togara- útgerðar á Akureyri? — Ég held, c.ð hún eigi full- Litið inn i frystihús Útgerðarfélagsins á Akureyri ÞAÐ hefur verið mikið líf í kringum Útgerðarfélagið á Akureyri síðustu vikur. Segja má, að þar hafi verið unnið stanzlaust frá því árla morg- uns og fram á rauða nótt. Og þar eru yfir 100 manns í vinnu. Útgerðarfélagið hefur sem önnur togaraútgerð átt erfitt uppdráttar undanfarin ár, en nú virðist þoka í betri áttina. tonn af ufsa. Þá gripum við — Hvernig hefur þér geng- ið, Níels? — Við höfum fengið 70 tonn af ufsa núna á einni viku. Áður vorum við búnir að fara út með nótina, en fengum ekki af saltfiski, en sex sólarhring- neitt, svo að við fórum einn túr á Langanes með hand- færi. Það gekk svona sæmi- lega. Við höfum 22 skippund S s > W.Í \ * X Það gerir út fjóra togara, en hinn fimmti liggur á Pollin- um. Það rekur frystihús og aðra fiskverkun. Þangað er skemmtilegt að koma, því að ávallt er þar óvenju snyrti- legt um að lítast og regla á hlutunum. Á hverju sem gengur. Á fimmtudagsmorgun land- aði Svalbakur þar 120 tonnum eftir 8 og hálfs dags útivist og upp úr hádegi sama daginn kom Níels Jónsson, 14 tonna bátur frá Hauganesi, með 20 gæti hún staðið fram yfir miðjan september. — Og hvað gerirðu þá? — Hugmyndin var að taka ýsunet, ef það verður þá hægt að koma þeim einhvers staðar niður. Það er þó alveg óákveð- ið. — Þú ætlar þá ekki á drag- nótina? — Ekki a.m.k. á þessu ári. Ég vil helzt verá laus við svo- leiðis veiðiskap. — Og hvernig leggst sum- arið í þig? — Það er óhætt að segja, að það sé gott útlit, þótt ufs- inn sé enn ekki nema þarna á takmörkuðu svæði. Með Karli Friðrikssyni verkstjóra er 16 ára flakari, Gunnar Aspar, og hefur hann unnið við flökun í fjögur sumur. Hann hefur fengið mest 280 kr. fyrir flökun á einum degi. ar fóru í túrinn. tækifærið og skruppum niður á togarabryggju. 70 tonn á viku. Það bar svo vel í veiði, að skipstjórinn á Níelsi, Níels Gunnarsson, var einmitt 37 ára þennan dag, en hann hef- ur verið formaður frá 16 ára aldri, — og geri aðrir betur. Þá tók hann við af föður sín- um, Gunnari Níelssyni, og eru báðir mestu aflaklær. — Hvar færðu ufsann? — í Héðinsfirðinum og skammt norður af Siglunesi. — Og hvers vegna landar þú þá aflanum hér? — Við áttum að fá losun á Dalvík, en þar var allt fullt. Túrinn áður fórum við til Húsavíkur og það er ómögu- legt að segja, hvert við förum næst. — Hvað heldur þú, að ufsa- vertíðin vari lengi? — Það er ekki gott að segja. Af því að hann kom svo seint. Gunnar Níelsson frá Hauganesi ræðir við Vilhelm Þorsteins- son framkvstj. 500 kr. uppbót á dag. Við kvöddum Níels og þá feðga og gengum með Karli Friðrikssyni verkstjóra upp upp frystihúsinu, þar sem allt var á fleygiferð og enginn gaf sér tíma til að líta upp. Þar eru fimm flökunarvélar, þrjár fyrir karfa, ein fyrir smáfisk og ein síldarflökunarvél. Flökunarsalurinn er bjartur og loftgóður. — Hér er að mestu leyti unnið samkvæmt bónuskerfi, sagði Karl okkur. Síðan það var tekið upp, hefur starfs- fólkið borið miklu meira úr býtum. Og hvenær verður búið að gera að þeim afla, sem barst í dag? — Á morgun. Við vinnum frá 60 og upp i 100 tonn á dag, eftir tegundum. — Ég sé, að hér er mikið af ungu fólki. Er ekki erfitt að taka svo marga óvana menri í einu? — Nei, nei, það kemur fljótt. Flakararnir, sem flestir eru 16 ára, eru afbragsflakar- ar, og stúlkurnar eru góðar einnig, en helmingurinn af þeim er 14 og 15 ára. í þessum svifum gengum við fram hjá Lilju Marinós- dóttur, sem er ein duglegasta stúlkan, en hún vinnur við að snyrta og pakka fisk. — Hvernig kanntu við bónuskerfið, Lilja? — Mér líkar það ágætlega. — Og hvað hefurðu fengið mikla uppbót mest? — 540 kr. yfir daginn og iðulega yfir 400 kr. — Svo að þú ert þaulvön fiskvinnu? — Ég byrjaði að vinna í fiski í vetur. bil fengsæll skipstjóri á tog- urum félagsins: — Fyrsta löndunin hér var 26. apríl, en síðan hafa tvö skip verið að meðaltali á viku og stöðug vinna í frystihúsinu. Framleiðslan er orðin um 30 þús. kassar af freðfiski, dá- lítið af saltfiski og lítilshátt- ar af skreið. 30. júní var búið að landa á Akureyri 2727 tonnum af togurunum, en við höfum einnig tekið lítilsháttar af kola af bátunum. — Hvernig var útkoman um svipað leyti s.l. ár? — 2. júlí s.l. var búið að landa 2284 tonnum, en þá byrjuðu landanir í febrúar- mánuði og 20. apríl það ár var búið að landa 676 tonnum, svo að aflinn er mun meiri núna. — Horfur eru þá sæmileg- ar? — Já, ég tel þær sæmilega góðar. Að vísu hafa þessar síðustu vikur verið heldur an rétt á sér og henni verði að halda áfram. Ég sé ekki eins og er, hvert þetta fólk á að fara, sem vinnur að þessum störfum núna. — Það er’ mikið rætt um 250 tonna báta fyrir Útgerðar- félagið. Heldur þú, að þeir muni vera heppilegir? — Það er ég ekki viss um. Ég byggi það á því, að við fáum ekki hráefni frá 250 tonna bátum til Akureyrar, því að sú bátastærð muni verða að veiðum fjarri þessari höfn og aflanum yrði því land að einshvers staðar annars staðar. Ef það á að hugsa um að vinna úr aflanum á Akur- eyri, verður hann að koma úr togurunum en ekki smærri bátum. — Og þú heldur þá, að tog- araútgerðin eigi betri daga fyrir höndum? — Ég vona það. Og það, vonum við einnig. H. Bl. Enginn tími er til að líta upp, þejar flatningsvélin er niótuð. Niels Gunnarsson skipstjóri stendur við stýrishúsið. Togararnir eiga rétt á sér. Að síðustu stöldrum við við hjá Vilhelm Þorsteins- syni, öðrum af framkvæmda- stjórum Útgerðarfélagsins, en hann var áður um langt ára-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.