Morgunblaðið - 21.07.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.07.1965, Blaðsíða 10
10 MORGUNBUkDIÐ Miðvikudagur 21. júlí 1965 Þessi skemmtilegu hús austau við Hveragerði eru orlofsheimili ASÍ og verkalýðsfélaganna. „Eins og Majorca sumardvöl bara a ódýrara u orlofsheimsli ASÍ tekið til starfa SPÖLKORN austan við Hvera gerði er risið lítið þorp tutt- ugu og tveggja snoturra smá- hýsa. Þetta er orlofsheimili Alþýðusambandsins og verka- lýðsfélaganna, sem um síð- ustu helgi tók á móti fyrstu fjölskyldunum til orlofsdval- ar. Húsin standa öll í þyrp- ingu skammt frá þjóðvegin- um. Milli þeirra eru grösin að koma upp úr moldinni, sem sáð var í fyrir hálfum mán- uði. Vegir hafa verið lagðir um „iþorpið", rafmagn og heitt og kalt vatn er komið í hvert hús. Nokkrir menn voru að vinna við lagfæringu svæðis- ins milli húShnna í gær, þegar við brugðum okkur austur þangað í gær. Fyrst hittum við Benedikt Davíðsson, sem stjórnar öllum framkvæmdum þar á staðnum. — Fyrstu framkvæmdir hér hófust í júní 1963, en þá var lagður vegur frá þjóðveginum og hingað upp í brekkuna. Landið hér er hluti úr hinni svonefndu Reykjatorfu, sem ríkið keypti í ráðherratíð Jónasar frá Hriflu. ASÍ var síðan úthlutað hér 12 hektara landsvæði fyrir orlofsheimili það, sem nú er tekið til starfa. í vor fengum við aftur 6 til 8 hektara til viðbótar hér austur af og vonumst enn eftir að fá meira land. — Sigvalli heitinn Thordár- son teiknaði húsin en ASÍ bygði þau og seldi síðan verka lýðsfélögum öll után eitt, sem ASÍ ætlar að eiga áfram. Gert er ráð fyrir að byggja á næst- unni 9 hús til viðbótar og býst ég við, að félögin muni leggja mikið upp úr á að fá þau keypt. Þá er og fyrirhugað að byggja hér leikvöll fyrir smá- börn, íþróttavöll og litla sund- laug. í framtíðinni er svo ætl- unin að reisa hér stórt hótel, þar sem einstaklingar geta dvalizt í orlofi sínu. Þá getur líka verið að langþráður draumur verkalýðssamtak- anna rætist og að hér verði sjóði síðan 1957 og hefur því fé verið varið í þetta. Þá hafa félög, sem átt hafa hús í pönt- un, greitt kostnað við bygg- ennþá meira, áður en lokið verður við allt saman. — Hversu stór eru húsin? — Hvert hús er aðeins um 40 fermetrar. Þau eru hins vegar mjög vel úr garði gerð, þannig að allt húsrýmið not- ast mjög vel. í hverju húsi eru 3 svefnherbergi, björt. og stór stofa og góður eldhúskrókur, og rúmar hvert þeirra mjög hæglega 6 til 8 manna fjöl- skyldu. Við hvert hús eru tveir skjóiveggir, þannig að dvalargestirnir geta alltaf not- (Ljósm. Mbl.: G.G.) að dveljast hérna. Hér ríkir friður og ró og ef rigning er úti, situr maður bara inni í hlýjunni og horfir á regn- dropana. í morgun voru hjón, sem ég þekki reyndar ekkert, á ferð hér um hverfið. Þau báðu okkur leyfis að fá að líta inn. Þau höfðu haldið eftir stærð húsanna, að þetta væru óttalegar kytrur, en sú skoðun breyttist um leið og þau komu inn. Þetta er líka svo skemmtilegt allt og þægi- legt; hér gæti fólk búið allt — Hvenær var hafizt handa með að reisa orlofsheimilið, Benedikt? rekinn skóli eða námskeið í verkalýðsmálum fyrir forystu menn verkalýðsfélaga. — Hvernig hefur fjár verið aflað til að byggja orlofs- heimilið? — Orlofsheimilissjóður ASl hefur fengið framlag frá ríkis- Fyrstu sumarleyfisgestir í smáhýsi Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, voru Kristensa Jensen og Steinn Leós og eru þau hér í glampandi 'sólskini fyrir framan húsið. ingu þeirra jafnóðum. Lánsfé höfum við síðan fengið frá at- vinnuleysistryggingasjóði. — Þetta hefur allt kostað mikla peninga og á eftir að kosta Bráðum verður byggður leikvöllur fyrir yngstu kynsióðina, sem dvelst í orlofi með pabba og mömmu. Fyrstu leiktækin eru komin, og hér eru að vega salt þau Anna Vigdís Ólafsdótt- ir, Hvassaleiti 26, og Jóna Benediktsdóttir, Víghólastíg 5; systkinin Erla Guðbjört Erlends dóttir og Stefán Erlendsson frá Hveragerði og á bak við þau fjögur er Aðalsteinn Stein- grímsson, Álfheimum 44. ið sólarinnar í skjóli fyrir vindum. Nú er lokið við að byggja öll hC^in og fólk flutt í u.þ.b. helming þeirra. Það eina, sem vantar, eru glugga- tjöld í nokkur þeirra, en þau koma í dag eða á morgun, og um næstu helgi verða öll hús- in fullskipuð. Þegar við spurðum Bene- dikt, hvernig dvalargestirnir kynnu við sig, fór hann með okkur til hjónanna Kristensu Jgpsen og Steins Leós, starfs- manns Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, en þau eru fyrstu íbúarnir í húsi Verzl- unarmannafélags í Reykja- víkur. Við knúðum þar dyra og hittum þau hjón að máli. — Hvernig líkar ykkur dvölin hér? — Það er alveg indælt að vera hér, svaraði Steinn. Dvöl hér í íslenzkri sumarblíðu og sól jafnast fyllilega á við dvöl á Majorca, en er bara miklu ódýrari. Og það er líka svo fallegt útsýni héðan til Hveragerðis. Á kvöldin er það eins og að sjá ljósin I Reykjavík ofan úr Mosfells- sveit Við verðum hér bara eina viku, en mér finnst það allt of stuttur tími. — Hafa ekki margir sótt um að fá að dveljast hérna? — Jú, það vilja margir komast hingað. Ég sótti um strax í fyrra og er mjög ánægður með að hafa fengið árið um kring. — En hvernig finnst þá frúnni eldhúsið? — Það er prýðilegt. Þegar við komum hingað á sunnu- daginn vantaði engan hlut; ihér voru öll áhöld til allra hluta, hrein sængurföt á rúmunum, rafmagnsplata, pottar og pönnur og öll mat- aráhöld, heitt og kalt vatn í krönunum og allt eins og bezt verður á kosið. Og á litla sal- erninu er steypibað í sam- bandi við handlaugina. Þá þurfum við ekki aldeilis að vera í vandræðum með ínn- kaupin. Hingað kemur á hverjum morgni bíll frá Sel- fossi með nýlenduvörur til okkar Ef maðúr biður um eitthvað, sem þar fæst ekki í dag, þá kemur það bara daginn eftir. Ég vona bara, að umgengnin hér í hústmum verði góð, svo að þetta verði alltaf jafn skemmtilegt, því að hingað ætlum við svo sann- arlega að reyna að koma aft- ur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.