Morgunblaðið - 21.07.1965, Page 9

Morgunblaðið - 21.07.1965, Page 9
Miðvik-uðagur 21. júlí 1965 MORCUNBLAÐIÐ 9 Jóhann Páhson: Vestmannaeyjum Hvert stefnir í fisk- veiðimalum okkar? UPPBYGGING bættra lífskjara, í þjóðfélagi voru, hefur staðið yfir frá því um og upp úr síð- ustu aldamótum. Á þessu tíma- bili hafa átt sér stað margfalt stórstígari framfarir í öllum at- vinnugreinum okkar, en allar aldirnar til sarnans frá land- námstíð. Hvað er það þá öðru fremur, sem valdið hefur þessari bylt- ingu hér. Þrátt fyrir nauðsyn allra okkar atvinnugreina hika ég ekki við að fullyrða, að það sé sjávarútvegurinn, sem öllu öðru íremur heíur stuðlað að okkar þjóðfélagslegu uppbygg- ingu, enda hefur hann í lsngan tíma skiiað 90—95% af gjald- eyristekjum okkar árlega. Þó má segja að hann hafi stundum verið of byltingarkenndur og' barlómsvseliinn hefur frá þvi ég fyrst man eítir mér íylgt hon- um, enda virðist hann oiðinn hér landlæg tízka í öllum grein- um atvinnulífsins. Gangi eitt- hvað ekki upp á það bezta, er lausnarorðið sósialistiskt rekstr- arfyrirkomulag, það er að ríkis- sjóður skal greiða með rekstnn- um, en sé um ágóðarekstur að ræða, ræður kapitalisminn, og einstaklingsframtakið hirðir gi ðann. Sjávarútvegurinn er fjöregg þjóðarinnar og landgrunnið sá nægtabrunnur, sem við höfum mest ausið úr til uppbyggingar starfsemi okkar. Allt bendir til þess, að við verðum í næstu framtíð að treysta afkomuna á óbreyttu ástandi í atvinnuhátt- um okkar. Þess vegna er það okkur öllu öðru nauðsynlegra, oð gæta vel að þessu fjöreggi voru, fiskveiðilandhelginni, sem við höfum barizt heitri baráttu fyrir að fá og lokatakmark ætti að vera allt landgrunnið mnan hennar. Það hlýtur að sjálfsögðu hverj um manni að vera ljóst, þar sem útflutningurinn er 95% sjávar- aíurðir, þá getum við ekki bæði fært út fiskveiðimörkin og iagt niður veiðarnar innan þeirra að miklu leyti. Það sem okkur ber að gera nú, og ætti reyndar að vera búið að ákveða, er að skipuleggja allar okkar veiðar innan markanna til tryggingar ftamtíð þeirra og hagsæidar fyrtr þjóðarheiidina. Sumar veiðar mætti ausa írá því sem nu er, t. d. flatfisKsve’ðar línu- veiðar, loðnuveiðar verulega, tog veiðar báta ætti að leyfa að vissu marki innan markanna, þorskanetaveiðar mætti auka frá því sem nú er, en nauðsynlegt et að friða strax aðalhrygningar- blettina fyrir öllum veiðum. Sú friðun myndi þó hafa litil áhrif á heildarmagnið, en tryggja framtíðina í þessum veiðum öðru fremur. Aðrar veiðar hafa þegar geng- ið of langt. Það er furðulegt að ekki skuli fyrir löngu vera búið að banna algerlega allar smá- fisksveiðar, hverjar sem eru. Við höfum ausið smásíldinni upp með tilkomu síldarnótar- innar hér við Suður- og Suð- vesturland. Fyrir aðeins 5 árum var hér á hverju hausti og fram á vetur fullur sjór af síld, frá Breiðafirði austur fyrir Vest- mannaeyjar. 2 af þessum 5 árum hefur ekki fengizt branda á pess um miðum á sama tíma og áöur. Þessar veiðar tryggðu áður blómlegt athafnalíf í öllum inn- um stærri bæjum á þessu svæði. Að vísu var þá eingöngu veitt t reknet, sem tóku aðeins þá etóru síldina. Smásíldin fékk þá að lifa í friði. Þá var hrygning- arsíldin sniðgengin, en nú koma nótaskipin með hana að landi þegar hún býðst, fljótandi í sín- um eigin hrognum. Er þetta rán yrkja? Er þetta ekki stórhættu- legt þessum veiðum í framtíö- inni? Við höfum farið bæði með troll og fisknætur í smáýsuna og afgangurinn verið svo hrcða- legur að ekki er hægt að festa á pappír frásagnir sjónarvotta. Ekki eru nema nokkur ár frá því margir togarafarmar voru sóttir út á miðin fyrir norðan land af örsmáum góðfiski sem var landað í mjölvinnslu fyrir sama og ekkert verð. Við ausum smáufsanum upp i nætur hvar sem hann finnst norðan og sunnanlands. Þessi vara fer beint í mjölvinnslu fyrir sáralítið verð, en sem full- orðinn verður þessi fiskur marg faldur að verðgildi sé hann ~4tt vérkaður. Smáufsann ætti aldrei að veiða á hrygningartímabil- inu, enda óhæf markaðsvara. Nú siðast er það spærlingur- inn, aðalfæða þorsksins á vetrar miðum okkar, sem ekki skal fá að vera í friði þó hann sé af fiskimönnum álitinn gegna stóru hlutverki. Ég hef nú bent á sumt af því helzta, sém miður hefur farið í veiðum okkar á liðnum árum, og laga mætti án þess að skerða heildaraflann að nokkru ráði. En því miður virðist aðeins það sjón armið ríkjandi, að ausa sem mestu aflamagni upp, burt séð frá því, hvaða verðgildi sá afli hefur, sem borinn er að landi, og hversu mikil rányrkja er við höfð til öflunar hluta aflans. Eitt er víst. Höldum við áfram á þeirri braut, sem nú er íarin í fiskveiðum okkar er þess skamt að bíða að fiskimiðin okk ar verði uppurin og ekki fær um að viðhalda nauðsynlegum útflutningi okkar, þrátt fyrir allar staðhæfingar fiskifræðinga um, að fiskistofnarnir séu nógu sterkir til að þola vel það veiði álag sem nú er Ekkert er það sem seinni kynslóðir hafa ásak- að fórfeður okkar eins mikið fyr ir, og eyðingu nytjaskóga lands okkar. En um það verður vart deilt, að við komu landnáms- manna voru hér víða miklir og góðir skógar. Sú gegndarlausa rányrkja sem viðhöfð var hefur bakað þjóð okkar meira tjón en nokkurn mann gat grunað, sem í þá tíð tók þátt í því óheilla- starfi. Ef okkur entist aldur til, að eyðileggja ein bestu fiskimið heimsins myndi það óumflýjan- lega þýða efnahagslegt hrun þjóðarinnar, og þá sjálístæðisins um leið. Það má ekki verða arf- ur næstu kynslóða. Þess skyidu menn vera minnugir. Þróun fiskveiöa okkar. Ef við bregðum upp mynd í stórum dráttum af þróun veið- anna frá upphafi tækninnar til þessa tíma, hér S og SV lands þá kemur því miður í ljós að mikið hefur gengið á aöaihsk- stofna okkar, frá því að elztu menn okkar, sem enn eru í starfi byrjuðu á veiðunum Skútuöldin stóð aðalega frá ca. 1826 til 1920. Stækkuðu þá veru- lega veiðisvæðin frá því er var og lyfti undír aukna framleiðsiu í sjávarútvegi þó um sömu veiði- aðferð væri að ræða og verið hafi frá ómuna tíð, handfærin. 1897 var hér fyrst hafin linn- útgefð. Méð línunni jökst strax aflinn, þó beitan væri frumstæð, aðallega úr fiskinum sjálfum, þangað til síldin kom til sög- unnar sem beita. 1901 var írysti- geymslan á beitu starfrækt hér. Lengi var það svo með línuna að talað var um, að fiskur væri á hverjum krók. " 1905 kom fyrsti togarinn sem við áttum sjálfir til landsins, Þai með var markað fyrsta skrefið í nútíma stórútgerð hér á landi. Þessar veiðar hafa átt hér stormasama tíma írá byrjun. Þar hafa skipzt á skin og skúrir. Tilraunir með notkun þorska- netja stóðu yfir í nokkur ár, en á .árunum 1913 — 16 náðist ár- angur með notkun þeirra hér. Enn eru þau veiðarfærin, sem mest og bezt hafa tryggt góða Jóhann Pálsson. afkomu útgerðar hér, þó að sjálfsögðu megi finna stóra ga’da á þeim. 1906 hófst einnig véla- öldin í útgerð okkar, þetta var hið mesta umbrotatímabil í út- gerðarsögu okkar. Nýjar veiðiað ferðir og ný skip útrýmdu hin- um eldri Við alls konar byrjunarörðug- leika var að stríða á þessum byltingarárum í sjávarútvegi okkar, en með þrautseigju og trú á batnandi íramtíð var erfið leikunum smátt og smátt rutt úr vegi, enda margfaldaðist afla- magnið með hverju ári. Líða svo árin, en sóknin á mið okkar vex gífurlega. Hundruð erlendra fiskiskipa lágu árið um kring á miðum okkar og mokuðu upp afla. Svo skefjalaus var rányrkj an, á enskum togurum t.d., að þorski og öðrum góðfiski var rutt fyrir borð og aðeins hirt það verðmesta úr aflanum, flax fiskurinn. Landhelgisgæzlan var öll í molum, enda pá í höndum Dana, og veiðiþjófarnir stund- uðu veiðarnar óáreittir uppi í landsteinum, þar til við tókum hana sjálfir í okkar hendur með Vestmannaeyja-Þór 1924. Árið 1936 var svo komið, að verulega fór að bera á afla- leysi er jókst áþreifanlega á næstu árum. í byrjun síðari heimsstyrjaldarinnar var aflixm orðinn sáralítill hér, en fór vax- andi öll stríðs árin, enda lögðust veiðar útlendinga niður þessi ár hér. Strax eftir styrjöldina end- urtók sagan sig með aukinni sókn á mið okkar og fór aflinn aftur ört minkandi. 1953 voru gerfiefnin orðin almenn í veiðar færum. Við tilkomu þeirra jókst aflinn verulega um tíma, sér- staklega átti þetta við um þorsk netin. Mesta og um leið jákvæðasta tilraun sem gerð hefur verið til Iryggingar fiskveiðum okkar er sú sem gerð .var árið 1958. Það væri vissulega þjóðaró- gæfa ef hin stóraukna fiskveiði- lögsaga nægði ekki til að halda iippi eðlilegum fiskveiðum okk- ar vegna meðfæddrar rányrkju tilhneigingar okkar og veiðitækn innar, sem rutt heíur sér til rúrns síðastliðinn áratug. Englendingur, sem búinn er að stunda veiðar í köntunum hér, á sama svæði með sömu veið- aríærum í áratugi segir aflann nú 60% minni en hann var. Við Vestmannaeyingar höfum þurr- ausið gömlu þorskanetamiðin okkar, sem áður voru full af fiski. Norðmenn urðu að hætta Lófótveiðum sínum núna á miðjum úthaldstíma vegna al- gjörs aflabrests, í NA Atlanshafi og Barentshafi hefur fiskur minkað um 50% á nokkrum ár- um vegna ofveiði. Síðastliðin 2 ár hefur fiskur minkrð svo gífur lega við Grænland, að Danir eru búnir að endurskoða uppbygg- ingaráætlun sína þar og í ráði er að breyta henni vegna ástpnds ins. Togaraútgerð okkar hefur að vísu verið rekin af góðim mið- um er hún hafði áður en útfærsl an fór fram, en þessi skip voru heldur ekki byggð fyrir veiðar á bátamiðum, heldur sem úthafs- veiðiskip. Þessi skip hafa haldið uppi viðtækri leit að nýjum liski bönkum. og stundum beinlínis verið styrkt til þess af þvi opin- bera. Margir nýir og góðir fiski- bankar hafa fundizt en það sama hefur ætíð gerzt, þeir hafa verið tippurðir á tiltölulega stuttum tíma, en því miður virðist nú komið á leiðarenda í þeim efn- um. Nú hefur togaraútgerð verið rekin hér á landi um nokkúr ár, með veiðimagni sem er lángt undir því er slík útgerð þarf að hafa til eðlilegrar rekstnrsaf- komu. Enginn þorir að segja að þessa útgerð beri að leggja nið ur. Nú er þannig komið að til stór vandræða horfir með sambúðina milli þorskanetja og fisknóta- veiðanna. Allir vilja sem von er vera þar sem fiskurinn er þann og þann daginn en miðin bókstaf lega þola ekki veiðiálagið og veiðarfærategundirnar gera ekki með nokkru móti sam'lagað sig á veiðisvæðunum. Það er eðli bæði þorsks og ýsu að hnappast í ætisgöngurnar sérstaklega loðnuna. Einnig hrygnir þorskurinn mikið í torf um. Með þeirri tækni sem við höfum nú orðið yfir að ráða, er mikil hætta á að við ausum upp öllu aðalmagninu á stuttum tíma, nema því aðeins að um mjög mikið magn sé að ræða. Þetta hefur hvað eftir annað gerzt í vetur. Það hefur fundizt fiskur á tak mörkuðum svæðum og verið góð veiði dag og dag. En svo hefur svæðið verið orðið þurrausið og þá liðið mismunandi langur tími þar til fiskur hefur fundizt aft- ur. Þetta á sérstaklega við um nótaveiði. Sjómeiin telja líka fengna vissu fyrir því, að fiskiskipin bókstaflega fæli fiskinn burtu, þar sem þau hnappast mest sam an á miðunum. Nótaflotinn getur oft orðið svo þéttur, að ómógu- legt er að koma við réttum sigl- ingarreglum, að því mér er sagt. í sambandi við svæðishrygn- inguna, er eitt atriði sem lítill gaumur hefur verið gefinn. Búið er að þyngja svo gífurlega neðri tein nótarinnar til þess að hann sökkvi með sem allra mestum hraða til botnsins. í sambandi við þetta atriði hefur orðið að stækka öll nótaspil upþ í 10—13 tonn (voru 4—5 tonn), en við þessi þyngsli grefur nótin sig of- an í botninn svo orðið hefur að setja tóg á teininn til varnar þessu. Þannig plægja næturnar upp botninn. En svo á það sér ef til vill stað, að á veiðisvæði ctagsins í dag, var flotinn t.d. á hrygn- ingarslóðum vetrargotssíldar- innar, á morgun kannssi þar sem þétt skán af ýsuhrognum liggur á botninum, og þar næstu daga væri flotinn svo á beztu hrygningarblettum þorsksins, en öll hggja þessi hrogn lángan tíma á botninum eftir hrygning- una, þorsksins t.d. í 3 vikur, Þarna er stór hætta á ferðum vegna nýs viðkvæms lífs í sjón- um, en svona gengur þetta nú til. Öll botnveiðarfæri sem dregin eru til hafa þennan stóra galla, en að sjálfsögðu eru þau misjafn- lega hættuleg eftir því hvað þau eru stórtæk á þessu sviði og hvar þeim er beitt á miðunum. En hættulegust eru þau á svæðum sem hrygning hefur farið íram á, eins og ég hef bent á. Þrátt fyrir allar þessar stað- reyndir sem benda til að varúð- ar verði að gæta í veiðunum, þá leyfa fiskifræðingar okkur sér að fullyrða, að allt sé í lagi með veiðarnar og við höfum ekkert að óttast í þeim efnum. Það er staðreynd, að stjórnar- völdin taka meira mark á bókar-^ lærdómi og hagfræðilegri skýrslu gerð hinna lærðu manna í þess- um efnum, en hagnýtri reynslu þeirra fjölda mörgu, sem af eigin reynd hafa fylgzt með fiskveið- um okkar í langan tíma og telja að hætta vofi yfir þeim. Euilyrðingar fiskifræðinganna Á vetrarvertíðinni 1964 var mjög aukið á fisknótaveiðarnar. í stað þess að gera reynslu Norð- manna að okkar og banna þessar veiðar með öllu hér, þá sögðu hinir bóklærðu fræðimenn okkar, þegar öllum ofbauð hið geysilega mikla aflamagn, er tekið var upp í næturnar, að það væri allt í lagi að drepa þennan fisk. Hann væri orðinn svo gamall, að hann ætti ekkert annað eftir, en að deyja hvort sem væri og yrði því að engu gagni meira. Það var fylgzt með þessum fiski er veiddist í nótina og reynd ust 90% af honum hrognfiskur, í allra bezta ásigkomulagi til frjóvgunar og viðhalds stofnin- um. Þorsknetin gáfu aftur á móti 50—60% hrognfisk á sama tíma- bili. Nótaveiðarnar gáfu um 40 þús- und tonna afla. Þessi fiskur hefði að mestum hluta fengið að Ijúka eðlilegri hrygningu, þar sem það er eðli hans að halda sig upp í sjónum meðan hrygningin stend- ur yfir, þetta 6—17 íaðiha frá botninum eftir því hvað dýpið er mikið, því dýpra, því lengra frá botninum og því lengra er kemur fram á hrygningartímann, því staðbúndnari er hann upp í sjónum. Því næst hann lítið í þorskanetin, og ails ekki í botn- vörpu. Þegar búið var að gera töflur og skýrslur yfir vertíðina kom nokkuð óvænt í ljós. Sáralítið magn af gömlum fiski var í afl- anum, en langmestur hluti hans var &—9 ára gamall fisltur. Var þetta mjög í mótsögn við áður- nefnda yfirlýsingu fræðimanna okkar um, að allur nótafiskurinn væri í andarslitrunum vegna elli. Skömmu fyrir síðustu vetrar- vertíð sögðu fiskifræðingarnir, (Jón Jónsson) að tramhaldið af 8—9 ára fiskinum frá því í fyrra myndi ekki gefa lakari vertíð í vetur en varð í fyrravetur. Marg- ir munu hafa orðið til að trúa þessu og litið glaðir til vetrar- vertíðarinnar. En skyldi ekki ein hverja vanta æði mikið fiskmagn til að hafa jafn mikið og 1964. Þá gerðist það í vetur, að mest- ur hluti aflans var ekki 9—10 ára fiskur eins og spóð var, held- ur mjög smár og ungur fiskur, sá jafn smæsti sem hér hefur sézt í langa tið, sem og við höf- um jafnan haft tiihneigingu til að kenna við Grænlandsfiskinn. Senniiega var þessi fiskur aðal- lega 6, 7 og 8 ára gamall. Al- gengt var að 150—160 fiskar væru i tonni. Allt rekst þetta ótuktarlega á staðhæíingar þeirra fræðimanna sem stúdera vetrarveiðarnar, enda ekki í fyrsta skiptið sem kenmngar þeirra stangast á við reynsluna. Nú segja húmoristar sjómannastéttarinnar, að mjög sé orðið líkt á með fiskifræðingum (að undan skildum Jakobi Jak- obssyni) og veðurfræðingum. — Það megi telja gott ef önnur hver veðurspá hér sunnanlands reynist rétt, en þó hafi veðurfræðingarn- ir það fram yfir fiskifræðingana, að þeir segi veðrið eins og það er þegar það er skollið á. Ennþá verð ég því miður að standa upp í hárinu á fiskifræð- ingunum og gera enn tilraun til að snúá þéim frá villu sihs vegár. Framih. a) bls. 15

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.